Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Page 8
38
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992.
Bflar
Stefnuljósaleysi og vondar beygjur
4
«.
ljósin þá er stór hópur ökumanna í
umferöinni sem virðist halda að
stefnuljósin eigi að nota til að segja
frá þvi hvað þeir VORU að gera í
umferðinni frekar en því sem þeir
ÆTLA að gera. Alltof algengt er að
sjá híla skipta um akrein og gefa loks
stefnuljós þegar athöfninni er lokið
eða setja stefnuljósin á þegar þeir eru
búnir að beygja yfir gatnamótin.
Hvað varðar annars lélega notkun
stefnuljósa þá sker ein stétt öku-
manna sig úr i því efni en það er eldri
kynslóð leigubifreiðarstjóra. Margir
þeirra hófu greinilega akstur áður
en stefnuljós fóru að tíðkast á bílum
og hafa sennilega aldrei komist upp
á lag með að nota þau, eða þannig
lítur málið út frá sjónarhóh okkar
hinna í umferðinni. Þeir eiga það til
aö „slaga“ á milli akreina, beygja af
vinstri akrein á götu með tveimur
akreinum og út af til hægri án þess
svo mikið sem að senda frá sér eins
og eitt blikk.
Veróum að taka
okkur á
En hvað sem öðru líður þá verðum
við að taka okkur á í þessum efnum.
Bílaeign landsmanna hefur aukist
hratt hin síðustu ár og við erum far-
in að ógna „bílalandinu" Bandaríkj-
unum hvað varðar bílaeign á íbúa.
Við getum ekki vænst þess að um-
ferðaróhöppum fækki og iðgjöld bíla-
trygginga lækki nema við bætum
umferðarmenninguna. Við verðum
að læra að nota eins sjálfsagðan hlut
og stefnuljósin rétt, umferðarlögin
leggja okkur þá skyldu á herðar.
Við erum að monta okkur af því
að æ fleiri notfæri sér þann þægilega
ferðamáta að kaupa sér „flug og bíl“
og stormi síðan um Evrópu alsæhr.
Eftir nokkurra tugþúsunda kíló-
metra akstur í útlöndum þætti mér
ganan að sjá hvemig ökumönnum
eins og byrjað var að lýsa hér að
framan myndi vegna í umferðinni í
Þýskalandi, svo dæmi sé tekið. Þeir
yrðu trúlega að punga út dágóðum
upphæðum í sektir, ef þeir á annað
borð slyppu heilir eftir „sofandi"
aksturinn.
-JR
Nú mega braskaramir vara sig:
Handhægt tæki sem
finnur ryð og sparsl
- komið á markað í Bandaríkjunum
Á dögunum var sagt frá litlu, hand-
hægu tæki sem komið er á markað
vestur í Bandaríkjunum og getur
komið upp um þá bíla sem eru ryðg-
aðir eða búið er að fylla í ryðgötin
með sparsli.
Sagt er frá þessu tæki í nýjasta
hefti Newsweek en tækið, sem kah-
ast Spot Rot, er eins og penni í laginu
og vinnur þannig að öðrum enda
þess er haldið að yfirborði bílsins
sem verið er að skoða. SeguU í enda
„pennans" er látinn hggja að yfir-
borðinu og síðan er togað í „penna-
hettuna". Þá stoppar vísir á mæh við
einhveija tölu frá 10 niður í 0. Best
er að fá 10 því þá er bílhnn úr hreinu
stáh og engin ryðmyndun. Ef járnið
er byijað að ryðga fehur aflesturinn
og komi tala á bUinu sex til níu hefur
bUlinn verið sprautaður aftur og
komi talan fimm eða þaðan af minna
er örugglega fylliefni eða sparsl und-
ir og betra að vara sig á bílnum.
Uppfinningamaðurinn, John Pfan-
stiehl, segir í samtah við Newsweek
að með þessu einfalda tæki, sem
kostar 10 dollara, eða um 600 krón-
ur, geti menn sparaö sér allt að 1000
dollurum í kaupum á notuðum bíl
sem búið er að klastra upp á en lítur
vel út.
Ekki höfum við frétt af þessum
merka „penna“ hér á landi en ef ein-
hver hefur áhuga þá mun vera hægt
að fá hann hjá Pro Motorcar
Products í Clearwater i Flórída ef
einhver á þar leið hjá garði.
greiðslukjör
Opið laugardaga
10.30-17.00
Sunnudaga 13.00-16.00
eigu Globus h/f til
sýnis og sölu á „réttu“
verði í Bílahöllinni,
Bíldshöfða 5, s. 674949
Á leið til London eftir þátttöku í spurningaleik Globus
og Bílahallarinnar:
Komdu í heim-
sókn, skoöaöu
góöa bíla í
góöu umhverfi
og spjallaðu viö
hressa sölu-
menn og geröu
góö kaup.
Góð
Notaðir bílar í
Góðir í sagnfræði?
Svo við höldum okkur við stefnu-
Hannes Strange (t.v), sölustjóri í bíladeild Globus,
afhendir Hafþóri Kristjánssyni vinninginn, helgar-
ferð til London.
Sú ákvörðun hefur verið tekin í
aðalstöðvum Eord í Dearbom í ná-
grenni Detroit að þeir starfsmanna,
sem aka á innfluttum bflum - flest-
um japönskum - veröi að leggja
bílum sínum ásérstökum bilastæð-
um og ekki viö hlið þeirra sem aka
á bandarískum bilum.
Undanfarin ár hafa sumir hverjir
verið að reyna að telja okkur hinum
trú um það að umferðarmenning ís-
lendinga sé orðin betri en hún var
og nefna einkum því til staðfestingar
að æ fleiri hafi einhvern tíma ekið í
útlöndum og því flutt með sér heim
betri siði.
Þetta kann aht að vera gott og
blessað en samt er það nú svo að
ýmislegt virðist fara miður og í sum-
um tilfellum versnandi.
Sofandi ökumenn?
Svo virðist sem fjölmargir öku-
menn séu hreinlega sofandi í umferð-
inni eða búnir að gleyma öllu sem
þeir lærðu fyrir bílprófið - allavega
þeir sem nota ekki stefnuljósin á bíl-
unum sínum. Þessu hinum sömu til
leiðbeiningar eru allir bílar búnir ht-
ilh stöng vinstra megin við stýrið og
sé þessari stöng ýtt upp gefa stefriu-
ljós merki um að viðkomandi öku-
maður æth að beygja til hægri og ef
stöngin er sett niöur er ætlunin að
beygja til vinstri. Einfaldara getur
þetta ekki verið en samt er það svo
að fjöldi ökumanna virðist ekki hafa
hugmynd um það til hvers þessi litla
stöng var sett í bflinn þeirra.
Tökum lítið dæmi: Eitt kvöld á dög-
unum var undirritaður á leið heim
frá vinnu í DV-húsinu við Þverholtið.
Þá kom svartur Fiat Uno upp Stang-
arholtið frá Rauðarárstíg og beygði
inn í Þverholtið. Engin, stefnuljós
notuð. Áfram ekið suður Þverholtið
og til vinstri upp Háteigsveginn. Enn
engin stefnumerki. Þegar komið var
að Lönguhlíð var stefnan tekin í suð-
urátt og enn engin stefnumerki gefin
í hægri beygjunni. Þessi stefnu-
merkjalausa vitleysa var loks kórón-
uð með því að þegar að gatnamótum
Lönguhlíðar og Miklubrautar kom
voru gatnamótin skáskorin án
stefnuljósa og ekið inn á húsagötuna
sunnan Miklubrautarinnar. Það var
ekki að sjá að þessi ökumaður hugs-
aði mikið um sitt eigið öryggi né
Séð yfir gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar. Hér eru bílar að beygja á beygjuljósunum sem gilda fyrir umferð
austur og vestur Miklubrautina. Það er hins vegar mun erfiðara fyrir bíla að beygja til austurs inn á Miklubrautina
af vinstri akreininni á Lönguhlíðinni (lengst til hægri á myndinni) þótt bílar af þeirri hægri fari ekki líka að troða sér
í vinstri beygjuna. DV-mynd Hanna
hrósandi austur Miklubrautina.
Svona til áréttingar þá hafði þessi
ökumaður ekki heldur hugmynd um
það til hvers stefnuljós voru sett á
bílinn hans þegar hann rann úr verk-
smiðjunni í Svíþjóð hér um árið.
Þegar svona atriði blasa við dag-
lega í umferðinni þá vaknar þessi
spurning: Hvar er nú öll umferðar-
menningin sem einhver var að stæra
sig af að við værum búin að tileinka
okkur?
Svona tvöfaldar beygjur eru að
vísu leyfðar á örfáum stöðum, en líka
bara þar, ekki á þröngum gatnamót-
um eins og Miklubraut-Lönguhlíð.
Það eru ökumenn á borð við þennan
á Saab-bílnum sem eru hinir raun-
verulegu slysavaldar í umferðinni,
ökumenn sem virðast ekki hafa hug-
mynd um almennar umferðarreglur
og kurteisi.
annarra vegfarenda, svo ekki sé talað
um öryggi barnsins sem sat í aftur-
sætinu.
Tvöfaldarbeygjur
Annað dæmi um aksturslag sem
því miður er allt of algengt: Enn er-
um við á gatnamótum Lönguhlíðar
og Miklubrautar. Klukkan er rúm-
lega fimm á miðvikudegi og það eru
nokkrir sem eru á leið suður Löngu-
hlíð og bíða á rauðu ljósi, sumir til
að beygja austur Miklubraut og aðrir
til að fara þvert yfir gatnamótin til
suðurs - eða svo héldu örugglega
þeir sem voru að bíða eftir því að
beygja til austurs og eins þeir sem
komu úr suðri og ætluðu vestur
Miklubrautina. Fyrst kom gult ljós
og því næst grænt og umferðin fór
af stað. Fyrstu tveir bílamir, sem
komu frá norðri og biðu á vinstri
akreininni, gerðu sig líklega til að
beygja til austurs og sömuleiðis
fremsti bíllinn sem beið sunnan
gatnamótanna. En þá skýst skyndi-
lega Saab-bíll, sem beðið hafði
fremstur á hægri akreininni norðan
gatnamótanna, fram fyrir bílana tvo
sem voru að beygja til austurs, var
rétt kominn framan á bílinn sem
kom úr suðri og allir þrír bílamir
urðu því að snögghemla. Umferðin
um gatnamótin stíflaðist smástund
en svo greiddist úr flækjunni og
„frekjuhundurinn" af hægri akrein-
inni tróð sér í gegn og ók síðan sigri-