Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. Fréttir Davíð Oddsson forsætisráðherra um umsókn að Evrópubandalaginu: Innanríkismál þar til hún hef ur verið ákveðin - umsókn ekki á dagskrá ríkisstjómarinnar, sagði forsætisráðherra á Alþingi „Umsókn um aðild að Evrópu- bandalaginu hefur ekki og er ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum um skýrslu utanríkisráð- herra á Alþingi í gær. Hann sagði að afstaða til EB væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og það skipti engu máli þótt EFTA- löndin eða Norðurlöndin væru að sækja um aðild. Innanríkismál Umræðumar um skýrslu utanrík- isráðherra á Alþingi í gær snerust nær eingöngu um hvort íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu eða ekki. Davíð Oddsson sagði ennfremur að meðan aðild íslands að EB væri á umræðustigi hér á landi væru hún innanríkis- en- ekki utanríkismál. Umræðan snerti aUa þætti innanrík- ismála. Ef aftur á móti ríkisstjórnin tæki ákvörðun um að sækja um aðild að bandalaginu væri hún orðin utan- ríkismál. Stjórnar- andstæðingar fögnuðu Þessum yfirlýsingum forsætisráð- herra fógnuðu stjómarandstæðingar mjög. Ólafur Ragnar, sem sagöi fyrr í umræðunni að allir biðu eftir ræðu Davíðs vegna þess sem Jón Baldvin hefði sagt, þakkaði forsætisráðherra alveg sérstaklega fyrir að taka af skarið um aö umsókn að EB væri ekki á dagskrá. Steingrímur Hermannsson fagnaði ummælum Davíðs líka. Hann sagði að Jón Baldvin væri með skýrslunni og ræðu sinni í umræðunum að „dá- leiða sig inn í Evrópubandalagiö" þrátt fyrir varnaðarorð sem forsæt- isráðherra heíði lesið. Þess vegna sagðist Steingrímur fagna því að for- Jón Baldvin Hanníbalsson utanríkisráðherra flytur skýrslu sína á Alþingi í gær. Hann varð aö þola mikla gagnrýni og harða frá stjórnarandstæðingum fyrir EB kaflann I skýrslunni. Forsætisráðherra sagði að umsókn um aðild að EB væri innanríkis- en ekki utanríkismál. DV-mynd GVA sætisráðherra hefði tekið af skarið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagn- aði því að forsætisráðherra skyldi telja málið innanríkismál. Með því væri hann að gagnrýna það að utan- ríkisráðherra skyldi taka máliö upp í sinni skýrslu. Málið ætti þar ekki heima. Það má fullyrða að langt er síðan beðið hefur verið með meiri eftir- væntinu eftir ræðu frá forsætisráð- herra á Alþingi en í gær. Umræður um skýrslu utanríkisráðherra hófust um klukkan 14.30 en Davíð flutti ekki sína ræðu fyrr en seint í gærkveldi. Ef EES-samningurinn bregst Jón Baldvin Hannibalsson flutti skýrslu sína í upphafi og kom víða við. En það sem allir biðu eftir var hvað hann segði um aðild okkar að Evrópubandalaginu. í ræðu sinni var hann með mjög mikla fyrirvara á aðild íslands að Evrópubandalaginu og að hún væri ekki á dagskrá sem stendur. En hann sagðist búast við hverju sem væri varðandi EES- samninginn. Hann sagði að ef EES- samningurinn yrði ekki samþykktur yrðum við að setjast niður og skoða málin upp á nýtt. Því sagði hann rétt að hefja umræður og skoðun á aðild íslands að Evrópubandalaginu strax. Við yrðum að vita hvaða kostir okk- ur byðust ef við sæktum um aðild. Það væri ekki til neins að tala bara um tvíhliða samninga. Hann sagði að jafnvel þótt EES samningurinn yrði samþykktur þá kæmi að því að hann yrði endurskoðaður og þá yrð- um við að vita hvar við stæðum. Jón Baldvin sagði aö með óbreyttri sjáv- arútvegsstefnu EB kæmi aðild okkar að bandalaginu ekki til greina. En hann sagði að við yrðum að láta reyna á það hvað okkur stendur til boða. Harðar deilur Það voru þessi ummæh utanríkis- ráðherra sem leiddu til heiftarlegrar gagnrýni stjórnarandstæðinga á hann. Hjörleifur Guttormsson sagði utanríkisráðherra hafa dregið leik- tjaldið frá og væri að leiða okkur inn í EB. Steingrímur Hermannsson sagði að menn mátuðu ekki föt ef þeir þyrftu ekki á þeim að halda. Það væri líka öruggt að EB flíkin passaði okkur ekki og við vildum hana ekki. Hann spurði hvaða áhrif menn héldu að viö gætum haft í EB bákninu með 2 þúsund nefndir og hundruð millj- óna þjóðir á bak við sig. Við ættum að snúa okkur á Bandarikja- og A- Asíumarkaði í stað þess að einblína á EB sem væri nýlenduveldi sem hentaði okkur ekki. Ólafur Ragnar sagði í sinni ræðu að menn yrðu aö bíða eftir ræðu for- sætisráðherra. Hann hefði hvað eftir annað sagt það opinberlega aö um- sókn um aðild að EB væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Hann væri því í vanda. Annað hvort yrði hann að styðja Jón Baldvin eða standa við fyrri orð sín. Hann sagði utanríkisráðherra segja í skýrslu sinni að það væri metnaöarlítil sýn að ætla sér ekki inn í Evrópubanda- lagið. Hann gagnrýndi utanríkisráð- herra harðlega fyrir þetta og annað í ræðu hans og tal um umsókn að EB. Ingibjörg Sólrún sagði að enda þótt hún væri andvíg því að við sæktum um aðild að EB nú gæti hún ekki afskrifað að sá tími gæti komið að ekki væri um annað að ræða. Umræðurnar stóöu fram á nótt og var ekki búist við að þeim lyki í nótt. -S.dór í dag mælir Dagfari Til gamans gjört ' A.l ý* ' \'- ^ ,r<""Vr > v/’ .v í,! . • ,*íy Dagfari hefur áður skýrt frá þeirri merku athöfn sem fram fer tvisvar í viku við Útvarpshúsið í Efstaleiti þegar íslenski ríkisfáninn er dreg- inn að hún. Þessi fánahylling er gerð að kröfu nýja útvarpsstjórans sem vill láta flagga fyrir fundum útvarpsráðs. Dagfari hefur talið þetta lofsverða viðurkenningu á mikilvægi útvarpsráðs, enda mun það vera eini felagsskapurinn í landinu sem fær flaggað sér til heiðurs. Ekki einu sinni ríkis- stjómin nýtur slíkrar virðingar. Dagfari hefur lagt til að rauður dregill veröur lagður í húsið þegar útvarpsráðsmeðlimir ganga til fundar, starfsmenn stilli sér upp og gefi honnör og íslenski þjóð- söngurinn verði leikinn við þessa sömu athöfn. „ Ekki hefur útvarpsstjóri orðiö við þessum tillögum Dagfara en hann hefur aftur á móti skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann út- skýrir að íslenski ríkisfáninn blakti ekki við hún í Efstaleitinu fyrir útvarpsráð sérstaklega, held- ur sé þetta meir til gamans gjört að draga fánann að hún og bendir á að Ríkisútvarpið flaggi ávallt á lögmætum tyllidögum og hvers vegna þá ekki að gera það þegar útvarpsráð kemur saman? Út- varpsráðsfundir eru tylhdagar í Ríkisútvarpinu. Eitthvað hefur útvarpsstjóri orð- iö var við að blaðamenn og skop- teiknarar og „guð má vita hvaða bóndabeygjubúkar aðrir“ hafa snuprað hans hátign fyrir þá lotn- ingu sem hann vill sýna útvarps- ráði með því að flagga fyrir þvi. Þetta er til gamans gert, segir út- varpssfjóri en hefur þó ekki húmör fyrir þeirri bóndabeygju. Enda kemur fleira til en gamansemi út- varpssfjóra. í grein sinni í Morgunblaðinu ját- ar útvarpsstjóri nefnilega ást sína og lukku með að geta flaggaö í heila stöng. Útvarpsstjóri segir að það sé ekki einasta vegna útvarpsráös heldur vegna lýðveldisins og þess sjálfstæðisdraums sem hann hefur alla tíð alið í brjósti sér sem hann flaggar. Utvarpsstjóri segist lengi hafa unnið fyrir lýðveldið og byijað sem sendill á sínum tíma og honum þótti afar vænt um það starf. Hann hafi byijað að snúast fyrir lýðveld- ið þegar hann var tólf ára sem símsendill og verið einn af púls- klárum lýðveldisins. Honum hefur alltaf þótt vænt um yfirmenn sína og verið lukkulegur lýðveldisþræll. Aðrir þjóna lýðveldinu með hunds- haus en ekki hann. Ekki útvarps- stjóri. Ekki hans hátign. Sem sagt: útvarpsstjóri dregur tjúgufánann aö húni vegna þess aö honum þykir svo vænt um að fá að vera lýðveldisþræll. Þessi vænt- umþykja útvarpssfjóra verður ein- hvern veginn að fá útrás og hvað er þá betra en flagga fyrir útvarps- ráði, enda hljóta allir að skilja og sjá það í hendi sér að það er ekki verið að flagga fynr utvarpsraði heldur fyrir sjálfstæðisdraumi út- varpsstjóra. Eða eins og hann segir sjálfur: „Hinir eru og munu jafnan veröa nógu margir austan og vestan ís- lands ála sem troða vilja ofan af okkur skóinn og sproksetja allan okkar sjálfstæðisdraum. Við þurf- um ekki að skipast í sveit með þeim.“ Þetta segir útvarpsstjóri og mæh hann manna heilastur. Það var kominn tími til að menn eins og útvarpsstjóri fengju umbun fyrir ást sína á lýðveldinu og sjálfstæð- inu og fengju um leið tækifæri til að flagga fyrir þjóðernisástinni. Dagfari þekídr marga íslendinga sem aldrei flagga fyrir ættjaröarást sinni og eru haldnir „átakanlegri minnimáttarkennd" og „vilja ekki láta ota lýðveldinu að sér, hvorki með táknrænum hætti né á annan veg“. Þegar flaggað er í Efstaleiti getur útvarpssfjóri Utið upp tíl fánans og sagt hróðugur við sjálfan sig og útvarpsráð: þama sjáið hvað ég elska landið og lýðveldið mikið. Og þjóöin öU getur fylgst með því þegar útvarpsstjórinn er í ástar- sambandi við íslenska lýðveldið og þarf ekki annað en aka um Efsta- leitið og fylgjast með því hvenær flaggað er. íslendingar hafa auðvitaö marg- víslegan hátt á því hvernig þeir láta virðingu sína gagnvart þjóð- inni í té. Sumir telja sig ekki þurfa að auglýsa ættjarðarástina, aðrir láta hana koma fram í orði eða verki. En útvarpsstjóri hefur sína aðferð. Hann lætur flagga fyrir henni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.