Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. 13 dv____________________________________Fréttir Umhverflsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó: Á hana verður ekki settur verðmiði - segir Magnús Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra Magnús Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, og Eiður Guðna son umhverfisráðherra. „Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfismál í víðasta skilningi. Mörg þessara mála eru hyrningar- steinar í lífi okkar íslendinga, til dæmis þau sem varða fiskveiðar, nýtingu sjávarspendýra, mengun hafsins og eyðingu ósonlagsins. Fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð, sem bygg- ir lífsafkomu sína á á náttúruauð- lindum, hefur þessi ráðstefna ótví- ræða þýðingu. Á hana er ekki hægt að setja neinn verðmiða," segir Magnús Jóhannesson, aðstoðarmað- ur umhverfisráðherra. Magnús er nýkominn af fjórða og síðasta undirbúningsfundi fyrir um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem fram fer í Ríó í byrjun júní. Fundinum, sem fram fer í New York, lýkur í lok vikunnar. Ráðstefnuna í Ríó sitja leiðtogar 170 landa og taka þeir afstöðu til Sáttmála um verndun jarðar og framkvæmdaáætlunar í umhverfismálum. Á undirbúningsfundunum fjórum hafa íslendingar látið sig mörg mál skipta og lögðu meðal annars fram átta tillögur um verndun hafsins. Að sögn Magnúsar hafa margar þeirra verið samþykktar, þar á meðal til- laga um að ríki heims hætti losun lífrænna og þrávirkra efna út í um- hverfið. í tillögu íslands var reyndar gert ráð fyrir að bannið tæki gildi um aldamótin en ekki hefur náðst samstaða um þá tímasetningu. Auk þessa hafa íslendingar látiö sig nýtingu sjávar miklu varða á fund- unum. í því sambandi hafa þeir lagt áherslu á að nýta beri allar lifandi auðlindir í sjónum, þó þannig að ekki sé gengið of nærri lífríkinu. Á síðasta fundi komu Nýsjálendingar með þá tillögu að hvalveiðum yrði hætt í 10 ár. Meðal annars vegna andstöðu ís- lendinga hafa þeir sæst á að draga hana til baka. Auk þessa hafa íslensku fulltrú- amir á fundunum unnið að því að greint verði á milli endumýjanlegra orkugjafa, til dæmis vatnsorku og jarðhita, og mengandi, óendurnýjan- legra orkugjafa, svo sem kjarnorku. Að sögn Magnúsar er of snemmt að segja til um hvemig sá texti verð- ur sem lagður verður fyrir Ríó-ráð- stefnuna. Það mun ekki koma í ljós fyrr en undirbúningsfundinum í New York lýkur. Hann segir ekki útilokað að á ráðstefnunni sjálfri komi fram tillögur sem ekki hafi náðst samstaða um á undirbúnings- fundunum. Magnús segir að enn hafi ekki ver- ið tekin nein ákvörðun um hversu margir fari frá íslandi á ráðstefnuna. Hann segir að auk þeirra sem fari á vegum ríkisins verði einhver hópur frá félagasamtökum með í förinni. í því sambandi nefnir hann fulltrúa atvinnurekenda, launþega og neyt- enda en samtök þessara aðila hafi lýst yfir áhuga á þátttöku. „Formlega höfum við eitt atkvæði í Rió rétt eins og Bandaríkin. Hins vegar era þetta mjög viðamikil mál og um þau er fjallað í mörgum nefnd- um. Maður tekur ekki einn mann og skiptir honum upp. Það væri mjög misráðið ef við ætluðum aö fara að senda einn mann til Rio de Janeiro til að halda utan utan um öll þau mikilvægu mál sem þar verða til umfjöllunar." Aðspurður segir Magnús sam- þykktir Ríó-ráðstefnunnar ekki vera lagalega skuldbindandi fyrir þátt- tökuríkin. Á hinn bóginn muni verða mikið vitnað til þeirra og gera megi ráð fyrir að stefnumörkun á sviði umhverfismála í einstökum ríkjum munitakamiðafþeim. -kaa SUMARBÚSTAÐUR Starfsmannafélag óskar að kaupa vandaðan sumarbústað, helst í Borgarfirði. Um staðgreiðslu er að ræða og til greina kemur einnig að kaupa innbú með. Tilboð sendist DV, merkt „S-3943", fyrir 5. apríl nk. Blaðamaður óskast DV óskar eftir blaðamanni til að skrifa um viðskipta- og efnahagsmál. Nauðsynlegt er að hann hafi einnig þekkingu á notkun töflureikna og gagnagrunna. Skriflegar umsóknir berist ritstjórum fyrir 4. apríl nk. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum eignum: Höföabraut 14,02.02., þingl. eig. Krist- inn Bjamason og Erla Haraldsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. apríl 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeið- andi er Lögmannsstofan Kirkjubraut 11. Jörundarholt 12, þingl. eigandi Sigríð- ur Andrésdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. apríl 1992 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Fjár- heimtan hf., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Lögmenn Hamraborg 12 og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11. Sóleyjargata 12, neðri hæð, þingl. eig- andi Ingimundur Ingimundarson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. apríl 1992 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hrl., Lög- mannsstofan Kirkjubraut 11, Skúli Bjamason hdl., Skúli J. Pálmason hrl. og Landsbanki íslands. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI ...... HEIMILISTÆKl VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM LÍNUM BOSCH ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Því er einstakl tækifæri til að eignast gæðatæki á góðu verði - OFNAR - HELLUBORÐ - ÖRBYLGJUOFNAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - GRILL - DJÚPSTEIKINGARPOTTAR Á sama tíma höfum við spennandi sértilboð á búsáhöldum Jóhann Olafsson & Co SUNDABOKt; U • 104 KKYKJAVÍK • SÍMI 6HH SKS ZTENWZ T\L PAsm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.