Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992.
17
Iþróttir
igri síðan hann tók við sem þjálfari Vals og
; gegn Keflavík. DV-mynd GS
KR-ingar fá gífurlegan liðsstyrk fyrir sumarið:
Eyjólfur leikur
með KR í frfinu
- Eyjólfur og Guido Buchwald með KR og HK á sandgrasinu í kvöld
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsmaö-
ur í knattspyrnu, mun leika með
KR-ingum þar til keppnistímabilið
í Þýskalandi hefst í ágúst. Frá
þessu var endánlega gengið í gær-
kvöldi en hinn nýi samningur, sem
Eyjólfur skrifaði undir við Stutt-
gart á dögunum, var gerður með
þennan möguleika í huga.
„Þetta hefur staðið til í nokkum
tíma og ég er mjög spenntur fyrir
því að leika í 1. deildinni heima á
Islandi. Það verður ný reynsla íyrir
mig og vonandi tekst mér að skora
nokkur mörk fyrir KR-inga. Ég
hafði síðan hugsað mér að verja
hluta sumarleyfisins heima á Sauð-
árkróki og því getur vel verið að ég
nýti mér nýju reglumar um félaga-
skipti og spih með Tindastóli
nokkra leiki í 3. deild,“ sagði Eyjólf-
ur í samtali við DV í gærkvöldi.
Eyjólfur Sverrisson mátaði KR-
búninginn við komuna til landsins
í gær. DV-mynd EJ
Hann mun ekki æfa stíft með KR,
enda er um „sumarfrí" að ræða hjá
honum. „Ég geri þetta mest til gam-
ans, en einnig til að verða í góðri
leikæfmgu þegar þýska úrvals-
deildin hefst á ný,“ sagði Eyjólfur.
Eyjólfur mun nýtast
okkur KR-ingum vel
„Við KR-ingar erum himinlifandi
með að þetta mál skuli vera í höfn.
Það er engin spuming að Eyjólfur
mun nýtast okkur vel og styrkja hö
okkur gífurlega. Það er verst að
geta ekki notið krafta hans allt
sumarið, en ég er sannfærður um
að mörk þau sem Eyjólfur mun
skora fyrir KR duga til þess að við
verðum með yfirburðaforystu í
deildinni þegar hann fer, og það
verði aðeins formsatriði fyrir okk-
ur eftir það að tryggja okkur ís-
landsmeistaratitihnn í fyrsta skipti
í 24 ár,“ sagði Lúðvík S. Georgsson,
formaður knattspyrnudeildar KR.
Eyjólfur með KR og
Buchwald með HK
Eyjólfur kom til landsins í gær-
kvöldi og mun leika æfingaleik'með
KR gegn HK á sandgrasvellinum í
Kópavogi klukkan 19.50 í kvöld.
Félagi hans úr Stuttgart, landshðs-
maðurinn Guido Buchwald, kom
með honum og mun spila með HK
í þessum leik. Þeir fara síðan aftur
til Þýskalands á morgun og leika
með Stuttgart í úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Eyjólfur kemur síð-
an alkominn til landsins eftir loka-
leik Stuttgart í vor, sem er 16. maí,
og verður löglegur með KR þegar
1. deildin hefst viku síðar.
-VS/GH/JKS
oker með sýningu í Njarðvík:
ron hjá Val
9löngár
síjarðvikur út eftir framlengingu, 78-82
um við að fylgja þessu eftir á móti Kefla-
vík,“ sagði Franc Booker, besti maður
vaharins, við DV eftir leikinn. Hann
gerði fjórar þriggja stiga körfur í röð og
gerði öll stig Vals frá 55 upp í 71!
„Booker spilaði mjög vel, þetta var
hálfgerð sýning hjá honum, en við höfð-
um trú á því að við gætum unnið Njarð-
vík og þetta er ólýsanlegt. Við komum
með sama hugarfari gegn Keflavík, og
vitum að þeir geta gert útum leikinn á
5 mínútna kafla. Þess vegna verðum við
að spila allar 40 mínúturnar vel,“ sagði
Tómas Holton, leikmaður og þjálfari
Vals, sem hefur gert frábæra hluti með
liðið síðan hann tók við því í vetur.
„Ég óska Valsmönnum til hamingju
og vona að þeir spih svona áfram gegn
Keflavík. Við vissum að þessi leikur yrði
erfiður en þegar við vorum komnir með
góða stöðu í hálfleik urðum við of væru-
kærir og sóknarleikurinn brást. Ef við
hefðum náð að nýta vítaskotin betur
hefðum við unnið leikinn," sagði Friðrik
Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga.
„Þeir eru á uppleið og spiluðu mjög
vel, og eiga þetta skihð. Þetta var virki-
lega skemmtilegur leikur, en ég held að
við höfum ekki verið eins hungraðir og
í fyrra, og það gæti haft áhrif að við
vorum þegar búnir að vinna einn titil í
vetur,“ sagði Teitur Örlygsson, Njarð-
víkingur.
Valsmenn hafa spilað mjög vel og
skynsamlega í leikjunum við Njarðvík
og í gærkvöldi náðu þeir að bijóta niður
sóknarlotur heimamanna. Þeir hafa sýnt
að þeir eiga á að skipa mjög góðu hði
og hafa hafa ágæta breidd. Hver maöur
skilar sínu hlutverki, mest ber á Booker
en frammistöðu hans hefur þegar verið
lýst, en aðrir gera vel það sem til er
ætlast af þeim.
Hjá Njarðvík var sóknarleikurinn í
molum, vítanýtingin var slök, aðeins 56
prósent, og liðið skoraði ekki eina ein-
ustu þriggja stiga körfu þrátt fyrir 10
skottilraunir! Njarðvíkurliðið hefur spil-
að mjög vel í vetur, en í leikjunum viö
Val náði það aldrei að sýna sitt besta,
og svo virtist sem ósigurinn í fyrsta
leiknum gegn Val setti hðið úr jafnvægi.
Kristinn lék mjög vel, sérstaklega í fyrri
hálfleik, og Friðrik Ragnarsson átti
ágæta kafla en aðrir náðu sér ekki vel á
strik.
Njarðvík (42) (73) 78
Valur (33) (73) 82
3-0, 9-9, 18-18, 26-20, 34-31, (42-33),
42-40, 49-42, 49^9, 57-58, 63-61, 67-67,
70-69,71-73, (73-73), 75-73,75-77,77-77,
77-80, 78-80, 78-82.
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson
24, Kristinn Einarsson 21, Friðrik
Ragnarsson 15, Rondey Robinson 9,
Sturla Örlygsson 7, ísak Tómasson 2.
Stig Vals: Franc Booker 39, Tómas
Holton 13, Svali Björgvinsson 11,
Magnús Matthíasson 8, Ragnar Þór
Jónsson 6, Símon Ólafsson 4, Guðni
Hafsteinsson 1.
Varnarfráköst: Njarövlk 28, Valur
28.
Sóknarfráköst: Njarövík 10, Valur
Bolta tapað: Njarðvík 9, Valur 7.
Boita náð: Njarðvik 12, Valur 12.
3ja stiga: Njarðvík o, Vafur 10.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson ogKnst-
inn Oskarsson, góð tök
gertu sín mistök.
Áhorfendur: 726.
leiknum en
United á topt ManchesterUnitederánýkomið yfir en CyrUle R( á topp 1. deUdar ensku knattspym- Viha. tinn ;gis jafnaði fyrir
unnar eftir 1-3 sigur á Norwich í Michael Thomas >, SteveMcMana-
gærkvöldi. Paul Ince skoraði tvö man, Ian Rush o mörk og Brian McClair eitt, en Lee skoruðu fyrir Li Power geröi mark Norwich. United sigri á Notts Coui hefur því eins stígs forskot á Leeds Úrslit í 2. deild og á einn leik til góða. Ipswich -Barnsley Úrsht í 1. deild í gærkvöldi: Plymouth -^Grims % Barry Venison iierpool í léttum ity. urðu þessi: 2-0 iy 1-2
Arsenal - Nott.Forest 3 3 "ort Va,e BiaeKbi 1111 u
Aston Villa - Sheff.Utd 1-1 Portsmouth - Chai Liverpool - Notts County 4-0 Tranmere - Bristo Iton 1-2 City 2-2
Norwich - Manch.Utd... 1.3 Watford - Brightoi Lee Dixon, Paul Merson og Tony Wolves Newcastl Adams skomðu fyrir Arsenal en * undanurshtui Ian Woan, Nigel Clough og Roy keppnmnar vann Keane fýrír Forest í 3-3 leik lið- Celtic, 1-0, með t ....0—1 3«»..6—'2 n skosku bikar* Rangers sigur á marki frá Aily
anna. McCoist-
Kevin Gage kom Sheffield United -VS
Hörður fyrir Atla
- KSÍ í stríði vegna Amórs og Guðna
Ein breyting hefur verið gerð á ís-
lenska landshðshópnum í knatt-
spyrnu sem leikur gegn ísraels-
mönnum þann 6. apríl. Atii Helgason
úr Víkingi getur ekki farið vegna
próflesturs í Háskóla íslands og hef-
ur FH-ingurinn Hörður Magnússon
verið kallur í hópinn í hans staö.
Bordeaux, félagið sem Amór
Guðjohnsen leikur með, hefur gefið
það út að Amór fái ekki leyfi til að
leika umræddan leik og þá hafa for-
ráðamenn Tottenham, hðs Guðna
Bergssonar, óskað eftir því að Guðni
verði ekki með.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
sagði í samtali við DV að skýr ákvæði
væru í samningum þessara leik-
manna að KSÍ hefði rétt á leikmönn-
unum í að minnsta kosti 7 leiki á
ári. „Við erum þegar búnir að senda
þeim erlendu félögum, sem íslenskir
leikmenn leika meö, hsta yfir aha þá
leiki sem við óskum eftir leikmönn-
unum og leikurinn gegn ísrael er
einn þeirra. Þetta er mikilvægur
leikur í undirbúningi okkar fyrir
heimsmeistarakeppnina sem hefst í
maí og við munum ekki gefa okkur
neitt í þessu máh,“ sagði Eggert.
-GH
ÍBR mfl. karla A-riðill KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
ÍR-ÁRMANN
í kvöld kl. 20.00
Á GERVIGRASINU I LAUGARDAL
Landsliðs-
konur úr
KR til ÍA
Landshðskonurnar Helena Ól-
afsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir
hafa ákveðið aö yíirgefa KR og
ganga til liðs við bikarmeistara
IA. Ákvörðun þeirra kemur
nokkuð á óvart þar sem KR-ingar
hafa verið að fá mikinn hðsstyrk
á síðustu dögum.
„Þetta var búið að blunda lengi
í okkur. Við höfum veriö lengi í
KR og fannst kominn tími til að
breyta til,“ sagði Helena Ólafs-
dóttir. „Við vildum komast í hð
utan höfuðborgarsvæðisins, það
kom ekki til greina að fara í eitt-
hvert hð hér á svæðinu. Skagahð-
ið er gott og það verður ekkert
sjálfgefið að komast í 11 manna
hóp. Það er vissulega erfltt aö
taka þá ákvörðun að fara frá KR
en þær hafa verið að fá mannskap
og 2. flokks stelpumar eru það
sterkar að þær eiga auðveldlega
að geta fyllt okkar skarð.“
Guðlaug Jónsdóttir tók í sama
streng og Helena. „Við tókum
þessa ákvörðun fyrst og fremst
vegna þess að okkur langaði til
að breyta til. Ég held að við höf-
um gott af þessu, knattspymu-
lega séð. Við þroskumst og verð-
um vonandi betri knattspymu-
konur."
Ekki hefur enn verið gengið frá
félagaskiptunum en aö sögn Hel-
enu verður það vonandi fljótlega.
KR-ingar hafa einnig misst
Klöru Bjartmarz, markvörð. Hún
hefur gengið frá félagaskiptum
yfir í Stjörnuna. Klara var aðal-
markvörður KR á síðasta tíma-
bih, lék aha leiki hðsins og stóð
sig vel.
Þá hafa Valsstúlkurnar íris
Eysteinsdóttir, Berghnd Jóns-
dóttir og Birna Bjömsdóttir,
markvörður stúlknalandshðsins,
ákveöið að ganga til hðs við 2.
deildar hö Hauka í Hafnarfirði.
-ih