Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. 5 DV Höfuðverfcurinn hvarfþegar spennistöð varfjariægð „Óþæginciin hurfu alveg þegar biíið var að fjarlæga skúr með spemiistöð af lóðinni okkar. Þetta var reglulega óþægilegt og við vissum ekkert hvað var aö gerast og leituðum til fjölda aðila," segja þau Lýður Ægisson og Rannveig Kristjánsdóttir í Kópavogi. Fljótlega eftir að þau voru flutt inn í nýbyggt húsNsitt fjrir um það bil einu og hálfu ári fóru þau að fhma fyrir höfuðverk og ýms- um öðrum óþægindum sem þau segja erfitt að lýsa. „Þaö var stöð- ugur titi'ingur í ibúðinni. Maður fann það á fjóram stöðum þegar raaður gekk inn í þetta svið. Það vorum ekki bara við sem fundum þetta heldur einnig ijöldi manns semkomtilokkar," segirLýður. Ástandið var verst við útvegg í svefnherberginu sem var næst skúrnum með spennistöðinni, að sögn Rannveigar. „Það var svo mikil spenna í manni að það var erfitt að ná sér niður á kvöldin þegar maður lagðist til svefns.“ Skipta þurfti um Ijósaperur í íbúðinni oftar en eðlilegt þykir. Málið leystist aö hluta til af til- viljun, að sögn þeirra hjóna. „Við vorum með bakið á ísskápnum okkar upp að lausum vegg og það var titringur frá ísskápnum sem reyndist leiða út í járnabinding- una í húsinu. Við tókum ísskáp- inn frá veggnum og þá hvarf titr- ingurinn í íbúðinni." En ijósaperurnar héldu áfram að springa á hálfsmánaöarfresti þar til fyrrnefndur skúr hafði verið fjarlægður. Starfsmenn Rafveitunnar höföu komið og gert mælingar en ekki fundið neitt óeðlilegt. Það hafði þó staðið til að fjarlægja skúrinn og þegar hann var horfinn hurfu einnig öllóþægindi. -IBS íslendingidæmdar frönskumrétti ÞórhaHur Áamunds., DV, Sauðárkróki; Franskur öryggisvörðtu á B- heímsmeistarakeppninni í hand- knattleik í Frakklandi 1988 var nýlega dæmdur i frönskum rétti til að greiða Sigurfinni Sigurjóns- syni, Sauðárkróki, 300 þúsund krónur í skaðabætur og var að auki dæmdur í fiögurra mánaða fangelsi. Málsatvik voru þau að eftir að ísland haíði sigrað Pólland í úr- slitaleiknum í B-keppninni í París ætlaði Sigurfinnur að hlaupa inn á leikvölhnn til að fagna íslensku ; leikmönnunum. Fékk hann óblíðar móttökur hjá einum ör- yggisvarðanna sem sló hann niö- ur. Sigurfinnur var lagður inn á sjúkrahús i-París með brotið nef og fleiri slæma áverka og varð að dvelja þar nokkra daga. Fréttir Lögreglan hefur lagt hald á um 140 kíló af fíkniefnum frá 1979: Velta f íknief namarkaðar áætluð um 400 milljónir - 94 fíkniefnaneytendur hafa látist fyrir aldur fram frá 1974 Samkvæmt úttekt, sem gerð hefur verið, nemur velta á fikniefnamark- aðinrnn á íslandi um fjögur hundruð milljónum króna á ári. Hér er um að ræða áætlaða tölu sem er fram- reiknuð miðað við öll þau fíkniefni sem lagt hefur veriö hald á frá 1979 til 1991. Þess ber þó að geta að full- komin og vísindaleg könnun hefur ekki verið framkvæmd á fíkniefna- neyslu á íslenskum markaði. Verðmæti alls þess efnis sem lagt var hald á á framangreindu tímabili nemur um 252 milljónum króna. Ef mið er tekið af áhti lögreglu og tolla- yfirvalda á íslandi og í nágranna- löndunum er gert ráð fyrir að hald sé lagt á mn 5 prósent af öllum þeim fikniefnum sem smyglað er inn í hvert land. Þetta þýðir að gera má ráð fyrir að andvirði allra peirra fikniefna sem smyglað hefur verið inn til íslands á framangreindum 13 árum nemi tuttugufalt framan- greindum 5 prósentum - það er um 5.000 milljónum króna. Það þýðir að velta flkniefnamarkaðarins á íslandi á þessu tímabilihefur numið roskum 4 hundruð milljónum króna á ári. Hér er þó eingöngu um að ræða áætl- un. Auk þess hafa líkur verið leiddar að því að lögregla á íslandi leggi hald á hærra hlutfall af fíkniefnum en lögregla í nágrannalöndunum vegna einangrunar landsins og fólksfæð. Fíkniefnalögreglan á Islandi hefur frá árinu 1979 lagt hald á tæp 120 kíló af hassi. Eitt gramm af hassi er í dag selt á 1.500 krónur. Heildarverð- mæti hassins sem hald hefur verið lagt á nemur því 180 milljónum króna. Á sama tímabili lagði lögregl- an hald á tæp 8 kíló af amfetamíni aö verðmæti tæplega 40 milljónum króna og hálft annað kíló af kókaíni að verðmæti 17 milljóna króna. Sölu- andvirði LSD og annarra efna sem tekin hafa verið nam hátt á annan tug milljóna króna. 94 létustfyrir aldur fram Samkvæmt upplýsingum DV hafa 94 fikniefnaneytendur látist fyrir aldur fram með ýmsum hætti frá árinu 1974, þar af tíu á síðasta ári. Meðalaldur þessara einstaklinga var 29 ár. Þannig hafa 14 fikniefnaneyt- endur á þessu tímabili framið sjálfs- víg, 2 voru myrtir, 10 drukknuðu, 6 urðu úti, 10 hafa látist í umferðar- Látnir skráðir fíkniefnaneytendur 1974 - 1992 'O <0 c c T 34 .0) •■5 co' 14 ■c JO $ c SO $ X <a 10 5> i’ 10 'C 11 :# co* m <0 <? o -V io # íc 1 slysum, 3 létust eftir átök, 1 lést úr eyðni. Um orsök dauða 34 af þessum 94 fíknefnaneytendum var hins veg- ar ekki vitað með vissu. Hér er um að ræða hóp ógæfufólks sem fíkni- efnadeild lögreglunnar hefur haft afskipti af. -ÓTT FERMINGÁRTILBOÐ NR. 1 Halogen standlampi frá kr. 11.780 ÚTSÖLUSTAÐIR Árvirkinn,, Selfossi Borgarljós, Skeifunni 8, Reykjavík KVH, Hvammstanga KV, Vopnafirði Lúx, Borgarnesi Radiovinnustofan, Akureyri Rafborg, Grindavík Reynir Ólafsson, Keflavík Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum Sveinn Ó. Elíasson, Neskaupstað Ósbæ, Blönduósi Hólf og gólf, Kópavogi Öryggi, Húsavík BBHBftB ... LÝSIR ÞÉR LEIÐ SKEIFUNNl 8, SÍMI 812660 %Slg' The Swiss Hotel Managment School S.H.M.S. er í fjallaþorpi — Les Paccots- i 1000 m hæð á gullfallegum stað skammtfrá austurhluta Genfar- vatns (Montreux-Vevey). Skólinn er rekinn i 12 ára gömlu hóteli, „Hotel Chauacots", sem breytt hefur verið með það fyrir augum að reka þar hótelskóla. Öll starfsemi, gisting og máltiðir eru á staðnum. Skólastjóri verður Rohin W. Simpson. gamalkunnur okkurfrá matreiðsluskólanum i Bournemouth. Kennsla fer öll fram á ensku. Fuilt nám er þrjú ár sem hægt er að taka i áföngum. Skólinn hefst 6. sept. nk. og skiptist i 20 vikur nám + 20 vikna vinnu hvert ár. Hægt er að fá senda bæklinga og fá nánari upplýsingar um verð og námsskrá skólans i Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, sími 686255. S.H.M.S. er litill skóli i fallegu umhverfi og með fyrsta flokks kennslu. Próf eru tekin að lokinni hverri önn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.