Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992.
Útlönd ___________________________________dv
Uggvænlegar horfur 1 flskveiðum Færeyinga vegna aflabrests:
Fiskaflinn helmingi
minni en var í fyrra
- 1000 tonn af þorski eru komin á land en voru 3000 á sama tíma fyrir ári
Stolnirbíiar
seldirtilAust-
ur-Evrópu
Lögregla á Noröurlöndum og í
Þýskalandi heyr nú haröa bar-
áttu viö alþjóðlega glæpaflokka
sem sérhæfa sig í aö stela bílum
og selja þá aftur í Austur-Evrópu,
aö því er danska blaöið Berl-
ingske Tidende sagöí írá í gær.
Stolnir bilar frá Svíþjóö fara í
miklum mæli um Danmörku á
Ieið sinni til A’ustur-Evrópulanda
og í síðustu viku voru teknir íjór-
ir bílar sem flytja átti til Tékkó-
slóvakíu.
í fyrra hurfu um tvö þúsund
bílar i Danmörku og tryggingafé-
lög þykjast viss um að hluti
þeirra bruni nú um vegi Austur-
Evrópu.
Itveikti í sér
vegnablank-
heita
Örvinglaöur leigubílstjóri í
Búdapest í Ungverjalandi hellti
yfir sig bensíni og kveikti í fyrir
framan ungverska þinghúsið á
mánudag vegna þess aö honum
tókst ekki aö ná endum saman.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús
þar sem hann lést skömmu síðar,
þótt þinghúsvöröum hefði tekist
aö slökkva eldinn.
í bréfi, sem maöurinn skildi eft-
ir sig, sagðí hann aö íjárhagsörð-
ugleikar hefðu legið að baki
sjálfsmorðinu.
Eistarviya gullið
sittfráSvíuvn
Tiit Vahi, utanríkisráðherra
Eistlands, sagði í gær að hann
kysi frekar að Svíar létu Eista fá
gull í staðinn fyrir reiðufé í bætur
fyrir næstum þrjú tonn af eist-
nesku gulli sem Svíar afhentu
Sovétríkjunum árið 1940.
Eistar komu gullinu undan áriö
1939 en Sovétmenn fengu þaö
þegar Eistland var innlimað í
Sovétríkin.
Svíar hafa boðið að bæta Eist-
um gullið en ekki hefur enn verið
ákveðiö með hvaöa hætti það
verður gert. Hugmyndir hafa
komið fram um að það verði í
formi þróunaraðstoðar.
Geimfaraaeði
íBelgíu
Belgíska myntsláttan hefur
smitast af geímfaraæðinu sem
hefur gripið um sig í landinu
vegna belgíska geimfarans í
geimskutlunni Atlantis og ætlar
að slá 60 þúsund minnispeninga
til heiðurs hetjunni.
Blaðafregnir herma að fram-
leiðendur mjólkurafuröa og
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjunx
Alvarlega horfir í útgerðarmálum
í Færeyjum vegna aflabrests á fyrstu
mánuðum þessa árs. Frá áramótum
og til 15. mars hafa fiskiskip Færey-
inga borið að landi um ellefu þúsund
tonn en á sama tíma í fyrra var afl-
inn nær helmingi meiri eða um 22
þúsund tonn.
Svo virðist sem heimamiðin séu
alveg dauð en sóknin í ár hefur síst
verið minni en síðasta vetur. Alvar-
legast horfir með þorsk- og ýsustofn-
ana. Aðeins hafa borist um þúsund
tonn af þorski að landi þar sem af
er árinu og er það þriðjungur þess
sem fékkst í fyrra. Þá hefur ýsuaflinn
minnkað um 60%.
Þetta eru verðmætustu tegundim-
ar sem fást viö Færeyjar. Ufsaaflinn
hefur minnkað nokkuð en ekki þó í
líkingu við þorsk- og ýsuaflann.
Verðmæti útflutnings hefur því
minnkað verulega og máttu Færey-
ingar síst við því á sama tíma og
þeir verða að kljást við miklar er-
lendar skuldir og halla á fjárlögum.
Hjalti i Jakobsstofu, yfirmaður
fiskirannsókna í Færeyjum, vill að
þegar verði gripiö til víðtækrar frið-
unar á heimamiðunum við Færeyjar.
Þegar eru nokkur svæði friðuð en
Hjalti vill ganga lengra til að koma
í veg fyrir algert hrun fiskistofnanna.
Aflabresturinn veldur því að verð
á fiski á uppboðsmarkaðnum í Þórs-
höfn helst mjög hátt. Óháðir útgerð-
armenn eru ekki ósáttir við það því
Líbýsk stjórnvöld hafa frest til 15.
apríl til aö framselja tvo leyniþjón-
ustumenn sína sem sakaðir em um
að sprengja flugvél frá bandaríska
flugfélaginu Pan Am í loft upp yfir
bænum Lockerbie í Skotlandi í des-
ember 1988, ella veröi landið beitt
refsiaðgerðum.
Stjórnum Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands tókst að sann-
færa fulltrúa sjö ríkja af fimmtán,
sem eiga sæti í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna, um að samþykkja
ályktun þar sem lagt er bann við
flugsamgöngum, vopnasölu og sölu á
flugvélum og flugvélahlutum til
Líbýu, auk þess sem fariö er fram á
að ríkin vísi flestum líbýskum stjóm-
arerindrekum á brott.
Fimm ríki sátu hjá, Kína, Indland,
Marokkó, Grænhöfðaeyjar og
Simbavbve.
Líbýumenn verða einnig aö að-
Fastlega er búist við að Edith Cres-
son, forsætisráðherra Frakklands,
segi af sér í dag. Hún hefur sætt
harðri gagnrýni eftir að ljóst var
mikið fylgishmn Sósíalistaflokksins
í héraðsstjómarkosningum tvær síð-
ustu helgar.
Mikil spenna hefur ríkt í Frakk-
landi vegna málsins og hafa leiðtogar
stjómarinnar og Francois Mitterr-
and forseti fundað stíft síðustu daga.
Búist er við að ríkisstjórnin verði
stokkuð upp en hún hefur búið við
dvínandi vinsældir síðustu misseri.
Helst er tahð að Pierre Beregovoy
fjármálaráöherra taki við af Cresson.
Hann hefur borið hitann og þungann
af efnahagsstjóm landins og beitt sér
gott verð er nokkur sárabót í afla-
tregðunni. Fiskkaupendur eru ekki
eins hrifnir af verðlaginu enda á fisk-
vinnslan í verulegum erfiðleikum
fyrir.
Aflabresturinn veldur því einnig
að tekjur landssjóðs minnka. Lands-
stjórnin leitar nú leiða til að mæta
áfollunum. Helsta tillagan, sem kom-
ið hefur fram til þessa, er að lækka
laun opinberra starfsmanna um 10%
en ósamkomulag er um máhð í
stjórninni.
stoða við rannsókn á sprengjutilræði
við franska flugvél frá flugfélaginu
UTA yfir Afríkuríkinu Níger í sept-
ember 1989. Franskur dómari hefur
áhuga á að yfirheyra fjóra líbýska
borgara vegna málsins, þar á meðal
mág Gaddafís Líbýuleiðtoga.
„Þetta er byrjunin en þetta er ekki
nóg,“ sagði Bruce Smith, Bandaríkja-
maður sem missti eiginkonu sína í
sprengjutilræðinu yfir Lockerbie.
Hann var einn fjölmargra úr íjöl-
skyldum fórnarlamba Lockerbie-
slyssins sem hlýddu á fund Öryggis-
ráðsins.
Tveggja vikna fresturinn á að gefa
ríkisstjórnum færi á að undirbúa
refsiaðgerðirnar, þar á meðal aö
koma erlendum ríkisborgurum á
brott frá Líbýu. Meira en ein milljón
Egypta dvelur í Líbýu en Vestur-
landabúar eru innan við tíu þúsund.
Reuter
fyrir hörðum aðhaldsaðgerðum til
að draga úr verðbólgu.
Beregovoy átti í gær fjögurra
klukkustunda langan fund með Mitt-
errand forseta. Eftir fundinn sagði
hann að þeir hefðu rætt efnahagsmál
eins og venja væri á þessum degi.
Almennt er þó tahð að þeir hafi rætt
uppstokkun stjórnarinnar og jafnvel
komist að niðurstöðu sem verði
kynnt í dag.
Cresson hitti forsetann þrívegis í
gær og fullyrða franskir fiölmiðlar
að hún hafi boðist til að segja af sér.
Hún sagði í gær að forsætisráðherra
gæti aldrei vitað hve lengi hann sæti
að völdum.
Reuter
áæðlnu.
Kouter
Óskarskæti í Hollywood
Jodie Foster og Anthony Hopkins voru kampakát eftir að hafa unnið til
mesta heiðurs sem bandarískum leikurum getur hlotnast. Þau fengu bæði
óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Lömbin þagna og myndin þrjá óskara að
auki. Simamynd Reuter
TIL FERMINGARGJAFA
NESCO — QaeÁi á CfáÁu uesuU
Gaddaíí krafinn um framsal tilræðismanna:
Fær tvær vikur
Af sögn Cresson í dag?
✓ Myndbandstæki
kr. 29.900,- st.
✓ 20" sjónvarp
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
2X200w magnari
Allt stök tæki
Equaliser
Geislaspilari
Plötuspilari
ÚWarp
Tvötalt kassettutæki
Fjarstýring
ELTAX hátalarar
✓ Videotökuvél
kr. 49.900,- st.
Frábært verö
kr. 39.900,- st.
RAÐGREIÐSLUR
kr. 19.900,- st.
✓ Ferðatæki
m/geislaspilara
✓ Hljómtækjasamstæða
160w - Ath geislaspilari
Island með minnst
lánstraust
í Vestur-Evrópu
Islendingar eru sú þjóð Vestur-
Evrópu sem hefur minnst lánstraust
samkvæmt nýjum Usta sem banda-
ríska fiármálatímaritið Institutional
Investor hefur gefið út.
Listi þessi er tekinn saman tvisvar
á ári og er ísland nú í 31. sæti meðal
þjóða heims og hefur falhð um eitt
sæti frá því í september á síðasta ári.
Engu aö síður hefur lánstraust ís-
lendinga skánað lítillega eins og ann-
arra þjóða efst á listanum. Svisslend-
ingar eru þar efstir sem fyrr.
Listi þessi er þannig gerður að
stjórnendur um 100 banka, sem lána
fé á alþjóðlegum mörkuðum, eru
beðnir að gefa þjóðum heims stig frá
1 til 100 eftir líkum á að þær standi
í skilum með erlend lán.
íslendingar fá nú 54,2 stig, örlítið
minna en Kínverjar sem eru í næsta
sæti fyrir ofan.