Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Side 12
12
Spumingin
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992.
Hefurðu fylgst með
tilraunaútsend-
ingum hjá Sýn?
Kristín Gísladóttir nemi: Nei.
Davið Alexanderson: Nei, það hef ég
ekki gert enda horfi ég ákaflega lítið
á sjónvarp.
Iðunn Andrésdóttir húsmóðir: Nei,
ég vissi ekki einu sinni af því.
Bjarni Árnason rafvirki: Það getur
varla heitið. Ég hef horft á einn leik.
Þetta er góð viðbót við það sem fyrir
er.
Þór Sigurðsson, starfsm. Mikla-
garðs: Já, ég hef aðeins fylgst með
því. Mér líst vel á en dagskráin mætti
vera lengri.
Sturla Magnússon framkvæmda-
stjóri: Nei, ég næ þessu ekki á sjón-
varpið hjá mér.
Lesendur
Veröbréf:
Vaxtatekjur
Guðmundur Gíslason skrifar:
Mér sýnist að aðstæður hafi verið
nokkuð erfiðar á verðbréfamarkað-
inum undanfarið. Maður er hættur
að sjá auglýst opinberlega gengi á
hlutabréfum helstu fyrirtækjanna
eins og lengi tíðkaðist og eftirspurn
eftir hlutabréfum eða öðrum verð-
bréfum hefur ekki verið jafn mikil
og menn þóttust sjá fyrir að myndi
verða. Viðskipti virðast satt að segja
vera með daufara móti og eigendur
verðbréfa eru ekki í rónni vegna
ástandsins og hvemig það virðist
ætla að þróast.
Ástandið á vinnumarkaðinum flýt-
ir heldur ekki fyrir að viðskipti auk-
ist með verðbréf frekar en annað á
meðan allt er í óvissu með fram-
kvæmdir í landinu. Ekki þýöir að
fara á verðbréfamarkað með hluta-
bréf sín til sölu ef maður vill losa sig
við þau því að þar eru ekki keypt
bréf nema í takmörkuðum mæh.
í það heila tekið hefur því vantrú
fólks á hlutabréfum og verðbréfum
hvers konar vaxið frekar en hitt og
traust manna á bréfaviðskiptum er
því í lágmarki. Raunar hefur sjaldan
veriö á vísan að róa hér á landi fyrir
þá sem eiga umfram fé í fórum sín-
um. Eina haldreipið, sem dugað hef-
ur, em fasteignir og menn vilja
ógjarnan fórna þeim fyrir verðlítil
verð- eða hlutabréf sem illa seljast.
Ef ríkisstjórnin ætlar að halda fast
„Bankar og sparisjóðir munu því enn verða haldreipi sparifjáreigenda."
við boðskap sinn á skattlagningu
fjármagnstekna er hún að reka síð-
asta naglann í þá líkkistu sem lengi
hefur staðið opin fyrir sparifjáreig-
endur og aðra sem hafa ekki haft í
önnur hús að venda en banka og
aðrar innlánsstofnanir. Þeir hafa
ekki treyst veröbréfunum eða fyrir-
tækjum til að skila þeim jafntryggum
vöxtum og þó eru í boði í bönkunum.
Ég hef ekki þá trú að penigamarkað-
inn hér á landi verði hægt að treysta
að neinu marki. Til þess emm við
íslendingar of tortryggnir á allt sem
nýtt er og framandi þótt viðgengist
hafi um langan aldur erlendis eins
og verðbréfamarkaður. - Bankar og
sparisjóðir munu því enn um sinn
verða eina haldreipi sparifjáreig-
enda. Fyrirhugaðar ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar í skattlagningu
sparifjár eru því ekki til farsældar,
hvorki fyrir þá sem standa undir lán-
veitingum innlánsstofnana, sparifj-
áreigendur, né ríkiskassann. Hann
yrði ekki feitur af þessari ráðstöfun.
Menntun, skyldur:
Laun þroskaþjálfa
Sólveig Steinsson og Svanhildur
Jónsdóttir þroskaþjálfar skrifa:
Við emm þroskaþjálfar og störfum
í kjaranefnd Félags þroskaþjálfa.
Mikillar óánægju gætir meðal ílestra
stétta varðandi kaup og kjör og emm
við í einni þeirra stétta. Þroskaþjálf-
ar starfa samkvæmt lögum um
þroskaþjálfa nr. 18/1978 og reglugerð
um störf, starfsvettvang og starfs-
hætti þroskaþjálfa nr. 15/1987. Nám
í þroskaþjálfun fer fram í Þroska-
þjálfaskóla íslands sem er fram-
haldsskóli og tekur námið 3 ár. Félag
þroskaþjálfa er fagfélag innan SFR.
Hvað ætli það sé sem við erum
óánægð með? í fyrsta lagi það að
hægt sé að draga samningagerð svo
lengi sem raun ber vitni, en ekki síð-
ur hversu starf okkar er illa metið
til launa. - Er hugsanlegt, að sama-
semmerki sé milli þeirrar virðingar
sem fatlaðir njóta í okkar samfélagi
og þeirra launa sem talin em hæfileg
fyrir þá er vinna með fötluðum?
Þau laun sem verið er að tala um
hér em þessi:
Byrjunarlaun þroskaþjálfa eru kr.
56.668.
Deildarþroskaþjálfi eftir 8 ára starf
kr. 66.494.
Deildarþroskaþjálfi eftir 9 ára starf
með eins árs framhaldsnám úr ÞSÍ
kr. 70.870.
Að okkar mati er það fjarri lagi að
þessi laun séu réttmæt og raunhæf,
hvort sem horft er út frá menntun,
skyldum og ábyrgð í starfi eða því
hvort þau geti talist mannsæmandi.
- Við skorum á viðsemjendur okkar
að setjast hið fyrsta að samninga-
boröinu og semja þannig að m.a.
þroskaþjálfar geti stundað sína
vinnu sem þeir hafa menntaö sig til
og þjóðfélagið hefur kostað.
Notaðirbílar:
Hvað er raunhæft markaðsverð?
samkomulagi við seljandann sjálfan.
Það em víxlar, með eða án vaxta,
skuldahréf í ýmsu formi. Og það sem
meira er, það er hægt að ná sam-
komulagi um staögreiöslu ef útborg-
un þykir ásættanleg.
Markaðsverð eða ekki markaös-
verð. Auðvitað er ekkert til sem heit-
ir markaösverð á'notuðum bíl. Verð-
ið fer hreinlega eftir því hvernig við-
komandi bíll lítur út og hvemig
semst um kaup. Eina aðdráttaraílið,
sem fær mig til að skoða notaðan híl
hjá bílaumboðunum, er þegar þau
auglýsa að bílamir séu skoðaðir 1992.
Það segir manni að viðkomandi bíll
hafi þó gengið gegnum nýlega athug-
un. Það er stórt atriði í sölu notaðra
bíla.
„Auðvitað er ekkert til sem heitir markaðsverð á notuðum bílum,“ segir
m.a. í bréfinu.
Ólafur Magnússon skrifar:
Það er nú að komast nokkurt líf í
sölu notaðra bíla hjá bílasölum hér
á höfuðborgarsvæðinu. í lesenda-
dálki DV sá ég nýlega bréf þar sem
bréfritari sagðist frekar skipta við
hinar almennu bílasölur notaðra bíla
en þær sem bifreiðaumboðin eru
með. Einfaldlega vegna þess, sagöi
hann, að hjá bifreiðaumboðunum
væm notaðir bílar verðlagðir á föstu
verði sem ekki væri hægt að hnika
til. Hins vegar væri þar hægt að fá
lán til lengri tíma á óhagkvæmum
kjörum.
Ég held að þessi bréfritari hafi
nokkuö til síns máls. í raun selja bíla-
umboðin ekki marga bíla á stað-
greiðsluverði heldur á láns- eða
kaupleigusamningi þar sem fæstir
staðgreiða bílana. Á hinum venju-
legu hílasölum eru bílar hins vegar
auglýstir á ákveðnu veröi sem auð-
velt er að hnika til á báða vegu. Þar
er líka um alls kyns möguleika að
ræða á greiðslukjörum, allt eftir
DV áskilur sér rétt
til aó stytta aðsend
lesendabréf.
L.P. hringdi:
Ég vil taka undir tímabæra
ádrepu formanns Félags fast-
eignasala sem hefur gagnrýnt
vinnubrögð verktaka í húsasmíð-
um. Þetta hafa húshyggjendur
iðulega þurft að líða vegna þess
að þeir hafa hrehilega ekki þorað
að gagnrýna vinnubrögðin af ótta
við að menn hlypu frá verkinú.
En það er einnig í öðmm iön-
greinum sem vinnubrögöum er
áfátt hjá okkur og það þyrfti að
taka til umræðu í þjóðfélaginu.
Davíðskákar
Byggðastofnun
Páll Ólafsson hríngdi:
Það var frábært hjá Davíð
Oddssyni að láta þaö koma fram
opinberlega að þeir sem lengst og
mest hafa talað um aö alltof mik-
ið væri einblínt á Reykjavik sem
miðstöð allra stofnana, opinberra
sem annarra, hafa í raun engan
áhuga fyrir að þessar stofnanir
séu staðsettar úti á landsbyggð-
inni. - Ég held aö nú Iiggi ljóst
fyrir að þingmenn dreifbýlisins
vilja ekki veg þess meiri en góðu
hófi gegnir.
Tílfundar
íSfrasborg
F.P. hringdi:
Þaö var eftir þvi tekið þegar
skýrt var frá því að forseti ASÍ
og lögfræðingur og fram-
kvæmdastjóri hefðu yfirgefið
samningaboröm og flogið nætur-
flug til Strasborgar til að sitja þar
fund til aö skýra sjónarmið sin
gagnvart ámælum fyrir að laun-
þegum hér á landi er skylt að
gerast aðilar að stéttarfélögum.
Ég hef hins vegar ekki lesið
fréttir um hvort forseti ASÍ og
lögfræðingurinn hafi fiogið með
venjulegum hætti, þ.e. í áætlun-
arflugi, eða hvort þeir hafi tekið
einkavél, sem áreíðanlega er
margfalt dýrari. Ef satt reynist
er það vissulega fréttaefni.
Mótmælifisk'
kaupumfráskip-
um EB4anda
K.S. skriför:
Mér finnst aö þeir í Vestmanna-
eyjum eigi alls ekki aö fá heimild
til að kaupa fisk af skipum sem
veiða við Nýfundnaland. Þetta
eru skip frá EB-löndunum, aðal-
lega Portúgal og Spáni. Þeir börð-
ust harðast gegn því aö fslending-
ar fengju tollfríðindi vegna EES-
samninga við EB.
Mér finnst að við eigum ekki
að auðvelda þeira sem eru búnir
að eyðileggja sín eigin mið að
stunda rányrkju við Nýfundna-
land. Vonandi standa sjómanna-
samtök hér á landi meö starfs-
bræðrum sínum á Nýfundna-
landi og mótmæla harðlega. - Og
á sama tíma er svo fluttur út
gámafiskur til vinnslu erlendis!
Eg bara næ þessu ekki.
Guðm. Friðriksson hrrngdi:
Ég hef ekki langa lengi mætt
eins þægilegri og um leið alúö-
legri og þjálfaðri símaþjónustu
og þeirri hjá Radíóbúðinni. Þar
var svo kurteis simadama að mér
beinlínis kom það á óvart. Það er
nefnilega ekki oft að maður hittir
á svo fágaða og þaulæfða rödd í
síma hjá fyrirtækjum hér. Mér
þykir því rétt að minnast á þetta
og láta það koma fram.
Það er alltof oft sem maður
heyrir þessi stööluðu svör og
sönglandi símaraddir þegar maö-
ur hringir í fyrirtækL Þetta fer
þó batnandi verð ég að segjá,
svona aimenntEnþama í Radíó-
búðmni er dæmi um viðtökur
sem ættu að vera sem víðast.