Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992. 15 Landbúnaður á krossgötum Gremarhöfundur segir að ganga megi að þvi sem visu að framtiðin beri i skauti sér rýmkun á heimsviðskiptum með búvörur. íslenskur landbúnaður stendur nú á krossgötum á margan hátt. Það kemur til af breyttum aðstæð- um hér innanlands svo og vegna hræringa á alþjóðlegum vettvangi. Búvörusamningur sá sem gerður var fyrir rúmlega ári milli Stéttar- sambands bænda og ríkisvaldsins markar stærri tímamót í landbún- aðarstefnu hérlendis en menn hafa almennt áttað sig á. Fráhvarf frá þeirri miklu ríkis- forsjá, sem hefur einkennt málefni landbúnaðarins á hðnum áratug- um, yfir í að bændur beri aukna ábyrgð á sínum eigin markaðsmál- um með auknum tengslum við markaðinn er slík stefnubreyting að hún mun valda miklum breyt- ingum innan landbúnaðarins á komandi árum, bæði rekstrarlega og félagslega. - Með þessum samn- ingi var höggvið á þann hnút sem málefni hefðbundins landbúnaðar voru á ýmsan hátt komin í. Samið var um að fella niður út- ílutningsbætur á kindakjöt en nota viðlíka upphæð til að gera þeim framleiðendum sem þess óskuðu fjárhagslega mögulegt að hætta framleiðslu í þeim tilgangi að af- stýra flötum niðurskurði fram- leiðsluréttar eftir því sem mögulegt var. Þegar verð kindakjöts á er- lendum mörkuðum var orðið svo lágt að það skilaði htlu sem engu til framleiðenda, en framleiðslu- réttur umfram innanlandsþarfir verulegur, var aðgerða þörf. KjaUaiinn Gunniaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda Gatt-samningarnir í fyrsta sinn í rúmlega fjörutíu ára sögu GATT eru málefni land- búnaðarins tekin formlega inn við endurskoðun samninganna. Þetta gefur kannske betur en annað til kynna hve málefni landbúnaðarins eru viðkvæm og erfitt að fella milli- ríkjaverslun með matvæli undir viðlíka reglur og aðrar vörur. Á þessu stigi er erfitt um að segja hver verður niðurstaða yfirstand- andi viðræðna, hvort tihaga Dunk- els komi til með að ná fram að ganga eða stórveldin komi sér niö- ur á aðra niðurstöðu. Enda þótt óvissan sé mikil um niðurstöðuna þá má ganga að því sem vísu að framtíðin beri í skauti sér rýmkun á heimsviðskiptum með búvörur. Þannig bendir margt fil þess að íslenskir bændur verði að búa sig undir vaxandi sam- keppni erlendis frá vegna aukins innflutnings búvara. Framleiðendafélög og neytendafélög Þegar sala búvara á innanlands- markaði verður sá grundvöhur sem bændur hafa til að standa á í framtíðinni þýðir það að þeir verða færðir úr vernduðu umhverfi í harðara umhverfi samkeppninnar. Þetta hefur í fór með sér aö bændur hljóta að gera auknar kröfur um árangur th þeirra fyrirtækja sem annast sölu afurðanna því það get- ur haft afgerandi áhrif um framtíð- arþróun landbúnaðarins. Þannig koma afurðasölufyrir- tæki til með að verða nátengdari hagsmunabaráttu landbúnaðarins eins og þau voru reyndar fyrr á öldinni. Áfurðasölufélögin eru víða rekin sem hluti af blönduðum sam- vinnufélögum, og það er verulegt umhugsunarefni hvort bændur komi ekki til með að knýja á um meiri áhrif innan þeirra þegar þau munu hafa eins afgerandi áhrif á þróun landbúnaðarins og fyrir liggur. Víða í nágrannalöndunum er samvinnuhreyfingunni skipt upp í framleiðendafélög og neytendafé- lög. Framleiðendafélög annast úr- vinnslu og hehdsölu afurðanna, en neytendafélög annast smásölu- verslun. Framleiðendafélögin eru hluti af félagskerfi landbúnaðarins og taka fullan þátt í hagsmunabar- áttu bænda. Margt mun breytast Rekstrarlegt umhverfi framleið- enda mun einnig taka breytingum vegna breyttra ytri aðstæöna. Verði um að ræða innflutning á unnum mjólkur- og kjötvörum, meö stiglækkandi tohaígildum, eins og lagt er upp með í GATT drögum Dunkels, þá mun hann verða verðleiðandi fyrir íslenska framleiðslu. Þannig yrði ekki þörf á opinberri verðlagningu á helstu búvörum lengur heldur einungis skráð viðmiðunarverð. Ljóst er að miklar breytingar eru framundan í ytra umhverfi land- búnaðarframleiðslunnar þrátt fyr- ir að enn er mikil óvissa um fram- gang veigamikilla þátta eins og GATT-samninganna. Því liggur fyrir að bændur verða að búa sig undir breytta framtíð þar sem gerðar eru aðrar og harðari kröfur til hinna rekstrarlegu þátta bú- rekstursins en verið hefur hingað th. Gunnlaugur Júlíusson „ ... bændur hljóta að gera auknar kröfur um árangur til þeirra fyrirtækja sem annast sölu afurðanna því það getur haft afgerandi áhrif um framtíð- arþróun landbúnaðarins.“ Umdéildar skipulagstillögur á Seltjamamesi: Verndum úti- vistarsvæðið Að undanförnu hefur verið unn- ið að breyttu skipulagi vestast á nesinu þar sem í dag er ósnortið útivistarsvæði. Sú vinna hefur valdið reiði og ólgu meðal bæj- arbúa. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjarnarnesi, sem fer með meirihlutavald innan bæjarstjórn- ar, hefur hug á því að reisa tals- verða byggð á þessu svæði og leggja síðan veg utan með henni sem myndi tengja Suður- og Norður- strönd. Þannig yrði mynduð hring- akstursleiö meðfram jaðri byggðar á Seltjarnarnesi í framtíðinni. Minnihluti bæjarstjómar hefur barist gegn þessum áformum. Nesbúar hafa fylgst með thlögu- gerðinni og sjá að nú þarf samstöðu og hörku, sama hvar í flokki menn standa, til að beina forystu sjálf- stæðismanna inn á aðrar brautir. Seltirningar era ekkert öðravísi en annað fólk. Þeir eru vel upplýstir nútímamenn og vilja ekki fórna hveijum einasta náttúrulega reit á nesinu undir malbik og stein- steypu. Tillögu hafnað Slík viðhorf th verndar umhverf- inu hafa sótt á hin síðari ár. Bæjar- málaforysta Sjálfstæðismanna hef- ur því miður ekki gert sér grein fyrir því. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi lagði til að haldinn yrði opinn borgarafundur um skipulagsmál vestast á nesinu. KjaUaiinn Siv Friðieifsdóttir bæjarfulltrúi og sjúkraþjálfari Svæðið er það mikilvægt að nauð- synlegt hefði verið að heyra sjón- armið íbúanna og taka thlit th þeirra áður en skipulagsvinnan hæfist af fullum krafti. Thlögunni um opinn borgara- fund var hafnað af meirihluta bæj- arstjórnar. Seltirningar hafa samt haldið vöku sinni í málinu og hefur nú stór hluti sjálfstæðismanna hót- að að segja sig úr flokknum ef ekki verði snúið frá mannvirkjagerð á útivistarsvæðinu. Á nesinu er að myndast breið samstaða fólks þvert á öh flokksbönd sem vhl varðveita hina einstöku náttúru- perlu vestast á Seltjarnarnesi. Við sem höfum barist gegn áformum meirihluta bæjarstjórnar Seltjamamess í þessu máh fögnum því að flokkspólitík víkur fyrir sameiginlegum hagsmunum og væntum þess nú að forystan í bæj- arstjóm verði snúin niður í máUnu og útivistarsvæðið fái að halda sér okkur og seinni kynslóðum til af- nota. Annað væri skipulagsslys en nesbúar hafa fengið nóg af þeim á umUðnum árum. Einangraðir aðilar Þrátt fyrir að skipulagsmáUn vestast á nesinu hafi valdið ólgu í „Á nesinu er að myndast breið sam- staða fólks þvert á öll flokksbönd sem vill varðveita hina einstöku náttúru- perlu vestast á Seltjarnarnesi.“ Viðhorf til verndar umhverfinu hafa sótt á hin síðari ár. Ur fjöru við vestanvert Seltjarnarnes. bæjarfélaginu hefur forystu Sjálf- stæðisflokksins tekist að ögra bæj- arbúum enn frekar með því að skella niður hólma í Bakkatjörn, en hún er á umræddu svæði. Hólm- inn var settur í tjörnina án sam- þykkis bæjarstjórnar. Hólmann sem slíkan og gildi hans ætla ég ekki að gera að umtalsefni. Það era hins vegar vinnubrögð ráðamanna bæjarins varðandi hólmann sem éra gagnrýnisverð svo að ekki sé meira sagt. Hólminn kom lauslega til umræðu innan bæjarstjómar eftir að á hann er minnst í stuttri greinargerö frá arkitektastofu sem vinnur að th- lögugerð um skipulag vestast á nesinu. Málið var lauslega reifað og engin afstaða tekin til hólmans, hvað þá að samþykkt væri að reisa hann. Það er í hæsta máta óeðlhegt að rjúka í gerð slíks hólma einmitt þegar verið er að vinna að endur- skipulagningu þessa svæðis. Hér sjá ahir að rangt er staðið að mál- um. Nú stendur hólminn í Bakkat- jörn sem minnisvarði um fljót- fæmis- og einræðislegar ákvarðan- ir bæjarmálaforystunnar. Við Selt- irningar afneitum slíku einræði. Hér voru allar lýðræðislegar reglur brotnar, bæjarstjórn hunds- uð og henni haldið fyrir utan mál- ið. Hólminn er einkaframtak for- ystu Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi. Hér er þessum vinnu- brögðum harðlega mótmælt. Bæj- armálaforystan veit að þær skipu- lagstillögur, sem unnið er aö þessa dagana, eru mjög umdehdar meðal Seltirninga. Svo umdeildar að klofningur er yfirvofandi innan Sjálfstæðisflokksins á nesinu. Bæj- armálaforystan á á brattann að sækja í því efni, með fulltrúa minnihluta bæjarstjórnar á móti sér og stóran hluta sjálfstæðis- manna hka. Þrátt fyrir það rís hinn ósamþykkti hólmi. Aht þetta mál ber vott um að aðilar innan meirihluta bæjar- stjórnar eru einangraðir og skynja ekki vhja bæjarbúa. Það er lág- markskrafa að rétt sé staðið að framkvæmdamálum á Seltjarnar- nesi sem annars staðar. Fyrst á að samþykkja thlögur af bæjaryfir- völdum, síðan á að framkvæma. Er það von mín að forysta Sjálf- stæðismanna skhji þetta nú í eitt skipti fyrir öll. Nú á hún að hlusta á vilja bæjarbúa í skipulagsmálum og snúa frá hugmyndum um byggö og veg á útivistarsvæðinu vestast á Seltjarnarnesi. Hér er ekki bara um hagsmunamál Seltiminga að ræða heldur ahra höfuðborgarbúa sem vilja hafa aðgang að náttúruperl- unni vestast á höfuðborgarsvæð- inu. Siv Friðleifsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.