Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1992, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1991
Merming
Leikbrúðu-
landíferða-
Um helglna verða síðustu sýn-
ingar á hinu vinsæla og rómaða
brúðuleikriti, Hannað að hlæja,
sem Leikbrúöland hefur sýnt aö
undanfömu að Fríkirkjuvegi 11.
Alls ekki verður þó um neina
stöövun að ræða hjá leikhópnum
því nú er verið að fara í Færeyja-
för þar sem sýnt verður á fær-
eysku. Veröa haldnar átta sýn-
ingar og þriggja kvölda nám-
skeið. {maí mun svo Leikbrúðu-
land fara með Bannað að hiæja á
íslensku menningarvikuna í
Bergen. Þar em íyrirhugaðar
fjórar sýningar á verkinu og
verður leikið á norsku. Þá má
einnig geta þess að Leikbrúðu-
landi hefur veriö boöið á mjög
stórt alþjóðlegt mót sem verður í
Ljubljana í Sióveníu í sumar. Er
það mikill heiður fyrir hópinn að
fá þetta boö en þessi hátið er mjög
mikils metin.
íslenskt verk
frumfluttáár-
legumtónleik-
umFóstbræðra
Karlakórinn Fósthræður held-
ur hina árlegu tónleika sína fyrir
styrktarfélaga og em fyrstu tón-
leikamir á morgun í Langholts-
kirkju. Söngstjóri kórsins er Árni
Harðarson og er þetta fyrsta áriö
sem hann stjómar kórnum á tón-
leikum. Undirieikari veröur Jón-
as Ingimundarson. Meðal þess
sem flutt verður er frumsamið
verk, Söngvar til jarðarinnar, eft-
ir John Speigh en hann hefur
samið verkið fyrir kórinn við ljóö
eftir Hannes Pétursson. Einsöng
í verkinu syngja Marta Halldórs-
dóttir, sópran, og Viktor Guð-
laugsson, tenór. Að öðru leyti er
mn fjölhreytta dagskrá að ræða.
í heild verða tónleikarnir þrenn-
ir, fimmtudag, föstudag og laug-
ardag, og em allir í Langholts-
kirkju.
DV
Óperusmiðjan og Leikfélag Reykjavikur sýna La Bohéme:
Fyrsta óperan sem sýnd
er í Borgarleikhúsinu
La Bohéme verður fyrsta óperan sem
flutt verður á stóra sviðinu í Borgar-
leikhúsinu. Það em Óperusmiðjan
og Leikfélag Reykjavíkur sem standa
í sameiningu að sýningu þessari.
La Boheme er eftir Giacomo Pucc-
ini og var óperan frumsýnd í Kon-
ungsleikhúsinu í Torino 1896. Ópera
þessi er talin hátindur í ópemm
Puccini og er einhver vinsælasta
ópera heims. Á hverju ári er hún
sýnd á ótal stöðum um víöa veröld
og fremstu tenórar heims syngja að
jafnaði hlutverk Rodolfos. Sá íslenski
óperusöngvari, sem spreytir sig á
hlutverkinu í uppfærslu Ópera-
smiðjunnnar, er Þorgeir Andrésson.
í byrjun maí mun Ólafur Bjarnason,
sem syngur við óperana í Regens-
burg í Þýskalandi, syngja Rodolfo á
nokkrum sýningum. Mimi syngja
þær Inga Backman og Ingibjörg Guð-
jónsdóttir til skiptis. Jóhanna Linnet
og Ásdís Kristmundsdóttir syngja
Musettu og Keith Reed og Sigurður
Bragason munu syngja Marcello.
Önnur hlutverk syngja meðal annars
Jóhann Smári Sævarsson, Ragnar
Davíðsson, Stefán Arngrímsson,
Kristinn Hallson, Eiður Ágúst Gunn-
arsson og Björn Jónatan Emilsson.
Þrjátíu manna blandaður kór ásamt
tuttugu bömum tekur þátt í sýning-
unni, auk íjörutíu og sjö hljóðfæra-
leikara sem flestir era úr röðum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Óperan La Boheme er gerð eftir
skáldsögu Henrys Murger, Scenes de
la vie de Bohéme. Þar er lýst lífi fá-
tækra listamanna og námsmanna í
Latínuhverfinu í París um 1830. Saga
þessi er að einhverju leyti byggð á
sárri reynslu höfundarins. Skáldið
Rodolfo er líklegast byggður á per-
sónu Murgers sjálfs en tónhstarmað-
urinn Schaunard og Marcello Ust-
DV-mynd GVA
því verið með í öllum uppfærslum á
La Boheme hér á landi.
Leikstjóri í uppfærslu Óperusmiðj-
unnar er Bríet Héðinsdóttir og
hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli
Guðmundsson. Fmmsýning á óper-
unni er 8. apríl en sérstök hátíðar-
sýning verður næstkomandi föstu-
dagskvöld í tilefni 60 ára afmælis
Sparisjóðs Reykjavíkur.
-HK
málari og heimspekingurinn Colhne
áttu sér fyrirmyndir í vinahópi Mur-
gers. Sömu sögu er að segja um þær
Mimi og Musettu, þær eru byggðar
á raunveralegum persónum í lífi
höfundarins.
Óperan hefur tvisvar áður verið
flutt hér á landi. í fyrra skipið var
það í Þjóðleikhúsinu 1955 í leikstjórn
Lárasar Pálssonar. Þá sungu Guð-
rún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir,
Magnús Jónsson, Guðmundur Jóns-
son, Kristinn Hallsson og Jón Sigur-
björnsson helstu hlutverkin. Önnur
uppsetning óperunnar var einnig í
Þjóðleikhúsinu 1981 í leikstjórn
Sveins Einarssonar og sungu þá Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, Ingveldur
Hjaltested, Sieghnde Kahmann,
Garðar Cortes, Kristján Jóhannsson,
Halldór Vilhelmsson, John Speight,
Eiður Ágúst Gunnarsson, Guðmund-
ur Jónsson og Kristinn Hallsson
helstu hlutverkin. Eins og getið er
að framan mun Kristinn einnig taka
þátt í þessari uppfærslu. Hann hefur
Atriði úr La Bohéme íflutningi Operusmiðjunnar.
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
■ BOar til sölu
Breyttu pallbílnum í ferðabil á hálftima.
Eigum pallbílahús fyrir allar stærðir,
þ. á m. Double Cap og Extra Cap.
Húsin eru niðurfellanleg, þ.e. lág á
keyrslu en há í notkun. Glæsil. inn-
réttingar m/nimum, skápum, bekkj-
um, borðum, ísskáp í eldhúsi og sjálf-
^virkum hitastilli. Ódýr lausn heima
og erlendis. Eigum einnig pallbíla.
Tækjamiðlun Isíands hf„ s. 674727.
Tvær glæsikerrur til sölu. Saab 900
turbo með öllu og Saab 9000 með öllu,
báðir árg. 1987, báðir keyrðir 50 þús.
km. Uppl. í síma 91-41065 e.kl. 18.
Toyota LandCruiser GX turbo, dísil,
árg. ’88, ekinn aðeins 60 þúsund, 100%
læstur, upphækkaður, 36" dekk,
stórglæsilegur bíll, steingrár, athuga
skipti. Upplýsingar í síma 96-27626 og
9741265.
Til sölu Audi 100CD, 5 cyl., 2,2i,
árg. ’85, ekinn 105 þús. km, sjálf-
skiptur, vökvastýri, tölvustýrð
innspýting, rafinagn í rúðum, speglum
og topplúgu, samlæsingar á hurðum,
upphituð sæti, hraðastillir, hleðslu-
jafnari, útvarp/segulband, sumar/
vetrardekk, mjög góður bíll. Verð kr.
700.000 staðgreitt. Upplýsingar í sfina
91-671513.
Til sölu MMC L-300, dísil, turbo, árg.
’89, verð 1650 þús., ath. skipti á ódýr-
ari. Til sýnis og sölu á Bílasölu Hafn-
arfiarðar, símar 652930 og 652931.
GTO, árgerð ’66, til sölu, með 389 vél,
6,5 1, ryðlaus og í góðu standi. Tilboð
óskast. Á sama stað til sölu Ski-doo,
árg. ’88, 503 R, í toppstandi, fæst á
góðum kjörum. Upplýsingar í síma
96-61128 eða 96-61832, Þórir.
........"
■ Ymisleqt
Leigjum út karaoke. Ferðumst út um
allt land. Einnig hægt að fá æfinga-
tíma. Uppl. í síma 91-651728.
■ Skemmtanir
Félagasamtök, veitingahús, stofnanir og
einstaklingar, athugið: Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna útvegar
hljóðfæraleikara og hljómsveitir við
hvers konar tækifæri: rokk, djass,
klassík. Hringið í s. 678255 alla virka
daga frá kl. 13-17. Faxnúmer 678215.
Hér er það ailt samankomin, myndlistarfólkið sem stundar framhaldsnám
í Enschede í Hollandi. Talið frá vinstri: Pétur Örn, Bokki, Guðrún, llsa, Jó-
hann og Gunnar.
Sex myndlistamemendur í Hollandi 1 ham:
Uppákoma og
útgáfa bókar
Tiltölulega nýútskrifaðir íslenskir
myndlistarmenn era flestir, eins og
ávallt hefur tíðkast, í framhaldsnámi
erlendis og er mjög vinsælt að fara
til HoUands. Nýlega rak á fjörur
blaðsins meðfylgjandi mynd af sex
íslenskum myndlistarmönnum sem
stunda framhaldsnám í Listaaka-
demíunni í Enschede í HoUandi. Er
þetta ein þekktasta Ustaakademían
þar í landi og hafa nokkrir íslending-
ar stundað nám þar á undanfömum
árum og hefur Sigurður Guðmunds-
son einnig verið þar leiðþeinandi.
Sexmenningamir, sem nú stunda
nám þar, eru Pétur Örn Friðriksson,
Bokki, Guðrún Hjartardóttir, Ilsa D.
Gísladóttir, Jóhann Valdimarsson og
Gunnar Straumland. Þau eru saman
meö vinnustofu ásamt Nönnu Skúla-
dóttur myndhöggvara. Er hópurinn
mjög samrýndur, hélt fyrir stuttu
saman uppákomu í Enschede sem
kallaðist Uitnodiging voor een Ijs-
landse og hefur nýverið gefið saman
út bók sem heitir einfaldlega Sex. Er
þar að finna bæði ljóð og frásagnir.
-HK