Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992. 33 i>v__________________Sviðsljós Jón R. Hjálmarsson og kona hans, Guðrún Ólöf Hjörleifsdóttir, með börn- um, tengdabörnum og barnabörnum. Annar sona þeirra hjóna komst ekki í veisluna sökum dvalar erlendis. Sjötugsafmæli Jóns R. Hjálmarssonar Kristján Einarsson, DV, Selfossi; Mikið fjölmenni safnaðist saman í Hótel Selfossi fyrir skömmu þegar Jón R. Hjálmarsson, fyrrverandi fræðslustjóri á Suðurlandi, og fjöl- skylda hans bauð til sín gestum í tii- efni af sjötugsafmæli Jóns. Margar ræður voru fluttar undir veisluborðum þar sem ræðumenn minntust ánægjustunda í samskipt- um sínum við afmælisbamið á liðn- um árum. í ræðum kom fram að Jón hefur fengist við margt um dagana og tekið á ýmsu, t.d. farmennsku, kennslu, skólastjórn, fræðslustjórn, feröa- mannaleiðsögn, ritstörfum, pólitík og fjölmörgum verkefnum á vett- vangi félagsmála. Jón var skólastjóri Héraðsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum árin 1954-68 og 1970-75 og Skógamenn létu sig auðvitað ekki vanta í veisluna þar sem þeir minntust þessara ára með hlýhug. Hér hafa Skógamenn stillt sér upp með afmælisbarnið lengst til vinstri. ____________________Meiming Söngurinn frá My Lai Jökull Jakobsson átti marga strengi í hörpu sinni eins og verk hans margvisleg bera með sér. í leikritinu „Sonur skóarans og dóttir bakarans" bregður hann upp kunnuglegri mynd af sjávarplássi þar sem íbúar hafa ekki annað að iðja en að eyða dögunum við að minnast þess tíma þegar fabrikkan var á fullu og allir höfðu nóg að gera. En eins og vænta mátti af Jökli er þetta aðeins um- gjörð um hið raunverulega viðfangsefni leikritsins. í því er fólgin hvöss ádeila á hvers konar stríðsrekstur og aðvörun um þær skelfmgar sem óprúttnir menn geta kallað yfir heiminn í von um stundargróða. Sonur skóarans og dóttir bakarans er að mörgu leyti „barn síns tíma“, og visar til löngu hðinna atburða, sem urðu í Viet Nam stríðinu. En engu að síður er ekki nema eitt ár síðan við vorum óþyrmilega minnt á hvað lítið þarf til að upp úr sjóði og þá hljómuðu aðvörunarorð leikritsins eins og spásögn. Sýning Leikfélags Kópavogs undir stjórn Péturs Ein- arssonar er fremur hefðbundin, þetta er sýning áhuga- hóps þar sem allir eru fullir velvilja og leikgleði. Nokkrir þáttakendur koma skemmtilega á óvart með frammistöðu sinni. Fjöldi leikenda á öllum aldri kemur fram, og gefur sviðsetningin ágæta mynd af þorpsbragnum þrátt fyr- ir lítið svigrúm. Krakkarnir ólmast, kvenfélagskon- urnar spekúlera í náunganum og oddvitinn gengur um ábúðarfullur þó að buxurnar hans séu bættar og megi muna sinn fífil fegri. Sigurður Grétar Guðmundsson er gamalreyndur fé- lagi í L.K. Hann á hér prýðilegt kvöld í hlutverki dokt- or Albjarts, sem heitir reyndar Ólafur og er enginn doktor, þó að hann slái um sig með útlendum frösum í tíma og ótíma. Persónan er óborganleg frá hendi höfundar og Sigurður Grétar bætir um betur með fasi og látbragði sem gerir persónuna í senn broslega og svolítið tragiska. Mjög góð frammistaða. Af öðrum leikendum má nefna Helgu Harðardóttur og Guðrúnu Bergmann sem báðar unnu ákveðið úr sínum hlutverkum. Einar Þór Samúelsson skopgerði oddvitann hæfílega og Albert Ágústsson var ágætur Kap, skýrmæltur og svona hæfilega mafíósalegur. Hörður Sigurðarson og Inga Björg Stefánsdóttir, sem leika son skóarans og dóttur bakarans, léku á lágu Sonur skóarans og dóttir bakarans er meðal síðustu leikrita Jökuls Jakobssonar og er sögusviðið íslenskt sjávarþorp. DV-mynd S Leiklist Auður Eydal nótunum og vönduðu þessar persónulýsingar. Hörður leikur burðarhlutverk í verkinu og þó hann sýndi ekki mikil tilþrif komst hann áfallalaust frá því. Fulltrúar sakleysisins eru strákurinn Óli og dular- fulla stúlkan, sem Albjartur kallar, Fleur. Frosti Frið- riksson og Jóhanna Pálsdóttir eru afslöppuð og einlæg og gefa þessum hlutverkum réttan blæ. Framsögn leikendanna var dálítið misjöfn og sumir aukaleikarar gengust einum of upp í rullunum t.d. með uppskrúfuðum hláturrokum sem getur virkað truflandi. En heildarsvipurinn bar með sér að hér hefur mikið verið unnið til þess að koma öllu heim og saman. Leik- mynd er verk Amar Alexanderssonar, prýðilega leyst, og hversdagslegir búningar þorpsbúa timasetja verkið svo að yfir sýningunni verður blær Uðins tíma. Leikfélag Kópavogs: Sonur skóarans og dóttir bakarans Höfundur: Jökuli Jakobsson. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikmynd og búningar: Örn Alexandersson. Ljósahönnun: Ögmundur Jóhannesson og Alexander Ingvar Ólafsson. VORDAGAR HJÁ TÍTAN HF 2.-12. APRÍL Opið: Mánud. - föstud. kl. 9 - 18 og laugard. - sunnud. kl. 13-17 COMBI CAMP er á íslenskuM undirvagni COMBICAMP TRAUSTUR OG GÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ FAMILY með filiðartfaldi er nú á lægra verði en áður ! Nýju COMBI CAMP tjaldvagnarnir eru komnir ísýningarsal okkar, af því tilefni veitum við 4% afslátt af staðfestum pöntunum fgrir 12. apríl. O FRUMKYNNING Á CONWAY FELLIHÝSUM O Léttog einföld uppselning Goll rými fyrir 4-6 Verð kr. 474.760 stgr. á CRUISER og frá kr. 646.950 stgr. á CARDINAL Fullkomið eldfms og þœgilegur borðkrókur TÍTAN hf LÁGMÚLA 7 SÍMi 8 1 4077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.