Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1992, Síða 3
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1992.
27
dv _______________________________íþróttir
Fred Couples slær upp úr sandgryfju á lokahringnum í Augusta í gær. Simamynd/Reuter
Couples sannaði styrk sinn
- sigraði á bandaríska meistaramótinu með frábærum endaspretti
Handbolti:
Ágætir
möguleikar
hjá Avidesa
- sigruöu Massenheim
Geir Sveinsson og félagar hans í
Avidesa lögöu þýska liðið Wallau
Massenheim að velii, 25-22, í fyrri
leik liðanna í Evrópukeppni bikar-
hafa í handknattleik á Spáni í gær.
Síðari leikur hðanna fer fram í
Þýskalandi næsta sunnudag.
„Byrjuðum herfilega“
„Við byrjuðum leikinn herfilega.
Stinga fékk að líta rauða spjaldið eft-
ir nokkurra mínútna leik fyrir að slá
Finnann Kellman í gólfið og Þjóð-
verjanir komust í 1-6. Við breyttum
þá um vöm og náðum betri tökum á
leiknum og höfðum 14-6 yfir í hálf-
leik. Síöari hálfleikur byrjaði með
sama hætti og sá fyrri og þeir náðu
að jafna metin, 15-15. Eftir það vár
leikurinn í jámum þar til í lokin að
við sigum fram úr,“ sagði Geir
Sveinsson við DV í gær.
Alamany var markahæstur í hði
Avidesa með 7 mörk en Geir skoraði
2 mörk. Hjá Massenheim var Keh-
mann atkvæðamestur með 5 mörk
og þá var Hoffmann sterkur í mark-
inu.
Teka og Barcelona skildu jöfn,
14-14, í fyrri leik liðanna í undanúr-
slitum Evrópukeppni meistarahða í
gær. Leikurinn, sem leikinn var á
heimavelh Teka, einkenndist af mik-
ihi baráttu og frábærri markvörslu.
-GH
EMíborðtennis:
Karlarnir
unnu Möltu
Karlalandshð íslands sigraði í gær
Möltu, 4-2, á Evrópumeistaramótinu
í borðtennis sem nú stendur yfir í
Stuttgart í Þýskalandi. Það er eini
sigur hðsins til þessa en íslensku
karlamir töpuðu fyrir Kýpur, Eist-
landi og Póhandi, öhum leikjunum
með 0-4. Fyrir mótið var vonast eftir
að ísland næði að sigra Möltu og
Kýpur.
Riðlakeppninni lýkur í dag en þá
mætir ísland hðum Noregs og Sviss
sem beijast um efstu sæti riðhsins,
ásamt Pólverjum. Tvö efstu liðin í
riðhnum komast áfram.
Stúlkurnar
töpuðu öllum
Kvennalið íslands lauk keppni í gær
og tapaði ölium sex leikjum sínum,
gegn Wales, Skotlandi, Lúxemborg,
Austurríki, Möltu og Slóveníu. Alhr
leikimir enduðu 0-3, nema 1-3 gegn
Möltu, en þá vann Aðalbjörg Björg-
vinsdóttir sinn leik.
Ljóst er að það verða Slóvenía og
Austiuríki sem komast áfram úr
riðhnum.
-VS
Aftur tap hjá
Grasshoppers
Sigurður Grétarsson og félagar
hans í Grasshoppers töpuðu öömm
leik sínum í röö í úrshtakeppninni
um svissneska meistaratítihnn í
knattspymu þegar hðið lá á útívehi
fyrir Sion, 3-1. Grasshoppers heldur
þó forystunni en hörð barátta er um
titilinn.
Önnur úrsht urðu: Young Boys-
Lausanne, 2-0, Servette - Xamax 1-1,
Zurich - St. Gallen 2-1.
Grasshoppers er með 23 stíg, Sion
22, Servette 21, Young Boys 20, Xam-
ax 20, Lausanne 20, Zúrich 17 og St.
Gallenl5stig.
Fred Couples frá Bandaríkjunum
sýndi það og sannaði að hann er besti
golfleikari heims um þessar mundir
þegar hann sigraði á bandaríska
meistaramótinu sem lauk í Augusta
í Georgiafylki í gærkvöldi.
Couples tók af skarið á síðasta
hringnum í gær ásamt landa sínum
og lærifoður, Raymond Floyd, lék
frábærlega og tryggði sér sigurinn -
þann fyrsta viritilega stóra á ferhn-
um - en Couples er 32 ára gamall og
þykir eiga bjarta framtíð fyrir sér.
Craig Parry frá Ástrahu var fyrstur
þegar síðasti hringurinn hófst í gær
og náði í byijun hans þriggja högga
forystu. Síðan fór aht í hund og kött
og Parry endaði í 13.-18. sæti.
Röð efstu manna varð þessi:
Fred Couples, Bandar.........275
Raymond Floyd, Bandar........277
Corey Pavin, Bandar..........278
Mark O'Meara, Bandar.........280
Jeff Sluman, Bandar..........280
Greg Norman, Ástrahu.........281
Steve Pate, Bandar...........281
Larry Mize, Bandar...........281
Nolan Henke, Bandar...........281
Ted Schulz, Bandar............281
Nick Price, Zimbabwe..........281
Ian Baker-Finch, Ástrahu.......281
Bandaríkjamenn höföu ekki unnið
sigur á mótinu í fimm ár en nú áttu
þeir fimm efstu menn.
-VS
APRILTILBOÐ!!!
Amerísku hágæðatölvurnar f rá:
Silicon Valley Computers
Jijarni hf. Ó.T. Tölvuþjónusta,
Smiðjuvegi 42D, Kópavogi. Gránufélagsgötu 4, Sími 96-11766,
Sími 91-79444, fax 91-79159. Akureyri.
Hraðvirkasta
386SX-25 MHz
tölva á íslandi
(Landmark 1,14=36
MHz). Frá kr.
118.900,- með 80
Mb hörðum diski,
mús, Windows og
14“ ótvinnuðum
(non-interlaced)
SVGA litaskjá!
Þú færð hvergi
hraðvirkari
hágæðatölvur fyrir
lægra verð!
Ef þú finnur lægra
auglýst verð á jafn
hraðvirkum
hágæðatölvum þa
munum við jafna
það - eða slá því við.
Komdu og skoðaðu.