Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1992, Page 7
MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1992.
31
Iþróttir
Fram bikarmeistari í 2. flokki kvenna
Reykjavíkurmeistarar Fram urðu í gær bikarmeistarar i 2. flokki kvenna
er liðið vann ÍBV i urslitaleik bikarkeppni HSÍ, 11-5, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið, 4-2, Fram i vil. DV-mynd S
íslandsmeistarar yngri f lokk-
anna í handbolta krýndir í gær
....
...
Stjörnustúlkur bestar
Stjarnan varð íslandsmeistari í 2. flokki kvenna þegar liðið vann KR í úrsiitaleik mótsins, 9-5, en staðan í hálfleik
var jöfn, 2-2. í undanúrslitunum vann Stjarnan ÍBV, 13-12, en KR vann Fram, 13-11.
í leik um þriðja sætið vann Fram lið ÍBV, 13-11. DV-mynd S
ÍR-ingar urðu íslandsmeistari í 5. flokki karla er ÍR sigraði Gróttu í spenn-
andi og jöfnum leik, 15-13. í undanúrslitum sigraði Grótta lið Fram í undan-
úrslitum, 21-18, og ÍR sigraði KA, 12-9.
KA vann Fram í leik um þriðja sætið, 11-10, þar sem sigurmarkið var skor-
að úr aukakasti stuttu fyrir leikslok.
FH-ingar urðu Islandsmeistarar í 3. flokki
íslandsmeistarar FH í 3. flokki karla að loknum sveíflukenndum úrslitaleik gegn Val en FH bar slgur úr být-
um, 12-11. FH-ingar sigruðu Stjörnuna í undanúrslitum, 13-11, og Valur sigraði KA örugglega, 21-15.
Stjarnan sigraði KA siðan i leik um þriðja sætið. DV-mynd S
KA íslandsmeistari í 4. flokki
KA varð óvænt íslandsmeistari í 4. flokki karla er liðið sigraði ÍR í mjög
jöfnum og spennandi leik, 20-19 en KA sigraði Fram í undanúrslitunum,
19-15 og ÍR sigraði Gróttu eftir framlengdan leik, 19-18.
Framarar urðu í þriðja sæti eftir sigur á Gróttu, 15-14. DV-mynd S
Stjarnan meistari í 4. flokki
Stjarnan varð isiandsmeistari í 4. flokki kvenna eftir sigur á ÍR, 10-8, og
var sá sigur sanngjarn. Stjarnan sigraði í undanúrsiitunum Víkinga, 10-7,
en ÍR sigraði ÍBV, 10-8. ÍBV tryggði sér þriðja sætið með þvi aö sigra
Víking, 8-5. DV-mynd S
KR varð Íslandsmeistarí i 3. fiokki kvenna með því að leggja Val að velii i hörkuspennandi leik, 12-11, en
KR-ingar skoruðu siðasta mark leiksins úr vitakasti að leik loknum. KR sigraöi FH í undanúrslitum, 15-8,
en Vatur sigraði Gróttu, 11-9. Grótta sigraði siðan FH í leik um þriöja sætið, 12-9. DV-mynd S