Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. 25 Þannig skoruðu liðin mörkin: Iþróttir Molar úr leiknum Markatalan jöfn Þegar tvær viöureignir eru að baki er markatala liöanna jöfn. Hvort lið hefur skoraö 60 mörk eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingar. Þetta sýnir svo ekki verður um villst hve liðin eru jöfn að getu. Þrjú víti í súginn Þrjú vítaköst fóru í súginn hjá FH-ingum gegn Selfyssingum á laugardag. Gísli Felix varöi eitt en tvö fóru fram hjá. Þau vega þungt vítaköstin þegar upp er staðið. Sigurður Sveinsson nýtti hins vegar bæði vítaköst Selfyss- inga. Jöfnun í tvígang FH-ingar hafa í tvígang jafnað leikinn þegar leiktíminn hefur verið að fjara út. Guðjón Ámason jafnaði leikinn, 25-25, í Hafnar- firöi í fyrsta leiknum og í annarri viðureigninni jafnaði Hálfdán Þórðarson af línunni, 23-23. Eitt mark úr langskoti FH-ingar áttu í efiðleikum með að skora úr langskoti í fyrri hálf- leik á Selfossi. Eina mark þeirra úr slíku færi kom ekki fyrr en ein mínúta var eftir af hálfleiknum. í þeim síðari voru skoruð 9 mörk úr langskotum. Guðmundur fékk rautt Guðmundur Karlsson, aöstoöar- þjálfari FH, fékk að líta rauða spjaldið hjá dómurunum um miðjan síðari hálfleik. Guðmund- ur mótmælti dómi þegar Hálfdán Þórðarson skoraði mark af línu, 18-15. Dæmd var lína á Hálfdán sem Guðmundur mótmælti. Sigurður markahæstur Sigurður Sveinsson er marka- hæstur hjá Selfyssingum eftir tvær viöureignir. Hann hefur skorað 21 mark, þar af fimm úr vítum. Einar Gunnar Sigurðsson kemur næstur með 13 mörk. Hans Guðmundsson er iðnastur við markaskorunina hjá FH- ingum, hefur skorað 18 mörk, þar af fjögur úr vítum. Guðjón Árna- son kemur næstur með 13 mörk, þar af fimm úr vítum. Einar vardeyfður Selfyssingurinn Einar Guð- mundsson, sem meiddist á læri í fyrsta leiknum í Hafnarfirði, var deyfður fyrir leikinn á Selfossi. Meiðslin virtust ekki há honum en Einar leikur stórt hlutverk í sóknarleiknum. Frábær skotnýting Siguröur Sveinsson var með frá- bæra skotnýtingu á Selfossi. Sig- urður skoraði 14 mörk og á stat- istik var hann með tæpa 90% skotnýtingu sem getur varla orð- iö betri. Sigurður hefur einnig sýnt að hann getur leikið vöm. Sjálfstraustið er lagi hjá Sigga þessa dagana. Hans í landsliðsklassa FH-ingurinn Hans Guðmundsson hefur leikið í landsliðsklassa í úrslitakeppninni og raunar á ís- landsmótinu öllu. Hans hefur veriö áberandi besti maður FH- Uðsins. Þorbergur Aðalsteinsson hfýtur að hafa hann í huga þegar hann velur landsUðshópinn til sumaræfmga. Dómarar í ströngu Dómaramir í úrsUtakeppninni em ekki öfundsverðir af hlut- verki sínu. Auðvitað má aUtaf finna eitthvað að dómgæslunni en svona yfir höfuð hafa þeir staðið vel í stykkinu. Dómgæslan er mun betri nú en hún var fyrr ímótinu. -JKS íþróttir__________________ 1. leikurinn FH (11) 33 Selfoss (15) 30 2-0, 2-2, 5-5, 5-7, 7-8, 9-9, U-U, (11-15). 13-15, 13-17, 14-19, 16-20, 19-20, 22-22, 22-24, 24-24, 24-25, 25-25.27-25, 28-26, 28-27, 30-27, 33-30. Mörk FH: Guöjón Amason 10/5, Hasn Guðmundsson 7/3, Hálfdán Þóröarson 5, Kristján Arason 4, Gunnar Beinteinsson 4, Sigurður Sveinsson 2, Pétur Petersen 1. Var- in skot Bergsveinn Bergsveinsson 18/3, Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sig- urðsson 7, Sigurður Sveinsson 7/8, Gústaf Bjamason 4, Einar Guð- mundsson 4, Kjartan Gunnarsson 3, Jón Þórir Jónsson 2, Sverrir Einarsson 1. Varin skot: 10/1, Einar Þ. 1/1. Brottrekstrar: FH 6 mín, Selfoss 6mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, dæmdu ágæt- lega. Ahorfendur 1810. Selfoss (11) 30 FH ( 9) 27 1-0, 2-2, 4-2, 5-5, 5-6, 6-7, 10-7, 11-7, (11-9). 12-9, 13-10, 14-11, 16-12, 16-15, 16-15, 19-19, 21-21, 22-22, 23-23.23-24, 24-24, 27-25, 28-27, 30-27. Mörk Selfoss: Siguröur Sveins- son 14/2, Einar Gunnar Sigurösson 6, Gústaf Bjamason 5, Siguijón Bjarnason 2, Jón Þórir Jónsson 2, Einar Guömundsson 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 16/1. Mörk FH: Hans Guðmundsson ll/l, Gunnar Beinteinsson 5, Sig- urður Sveinsson 4, Guðjón Áma- son 3, Hálfdán Þórðarson 3, Kristj- án Arason 1. Varin skot: Berg- sveinn Bergsveinsson 12, Haraldur Ragnarsson 2. Brottrekstrar: Selfoss 4 mín, FH 12 mín. Dómarar: Óli P. Olsen og Gunnar Kjartansson, gerðu sín mistök en höfðu annars góð tök á erfíðum leik. Áhorfendur um 1000. Molar úr leiknum Elnar undir smjásjánni Selfyssingurinn Einar Gunnar Sigurösson er einn efnilegasti handknattleiksmaður sem komið hefur fram um árabil. Einar hef- ur allt til aö bera til að ná langt og heyrst hefur að mörg af stóru liðunum í Evrópu séu farin aö líta hýra auga til hans. Markvarslan góð Markvarslan, sem var lengi höf- uðverkur margra liða fyrri part vetrar, er ekki lengur til trafala nú. Markmenn beggja liða í úr- slitakeppninni hafa varið mjög vel. Bergsveinn Bergsveinsson landsliösmarkvörður hefur stað- ið fyrir sínu og Gísli Felix hjá Selfyssingum er farinn að berja allhressilega á dyrnar hjá Þor- bergi landsliðsþjálfara. Hraðaupphlaupin bág Sigurður Sveinsson, homamað- urinn hjá FH-ingum, fór illa með hraðaupphlaupin í leiknum á Sel- fossl Þijú hraðaupphlaup fóru forgörðum hjá honum. Sigurði óx ásmegin eftír því sem á leikinn leiö og skoraði þá falleg mörk úr hominu. Kristján hálfur maður FH-liöið væri án eía mtm beittara ef Kristján Arason gæti beitt sér sem skyldi i sókninni. Meiðsli í öxl koma i veg fyrir þaö og mun- ar um rainna. „Sigurður hélt okkur á f loti" „Eför vonbrigöin í Hafnarfirði í síðasta leik var fmmstólyrði að vinna leikinn hér á Selfossi. Mínir menn læröu ýmislegt af síðustu framlengingu í fyrsta leiknum og þjöppuðu sér vel saman. Sigurður Sveinsson lék frábærlega vel og hélt okkur nánast uppi á síðustu minútum venjulegs leiktima. Framhaldið í næstu leikjum verður eins, úrslitin munu ekki ráðast fjrr en á lokasekúndunum," sagði Ein- ar Þorvarðarson, þjálfari Selfyss- inga, eftír leikinn. „Það hefur verið geysileg barátta i leikjum þessara liöa og það er mitt mat að það llðiö sem hefur meiri kraft vínni titilinn. Það er ekki nýtt fýrir okkur að Siguröur og Einar Gunnar séu teknir úr umferð. Við höfum staðið frammi fýrir þessu vandamáli í allan vetur. Viö eigum lausn á þessu máli en óöryggi kom upp þegar Einar Guð- mundsson meiddist í fyrsta leikn- um,“ sagði Einar Þorvarðarson. Einar Þorvarðarson. Ólýsanleg stemning hefur verið á leikjunum til þessa. Á myndinni sést skrautlegur hópur Selfyssinga hvetja sína menn til dáöa. DV-mynd Brynjar Gauti Selfyssingar fögnuðu sigrinum á viðeigandi hátt. Einar Guðmundsson ásamt samherjum er i sjöunda himni með aö sigurinn er kominn i höfn . DV-mynd Brynjar Gauti Hvemig haga liðin undirbúningi? Þriðja rimman verður í kvöld Þriðja rimman milli FH og Selfoss um íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik verður í kvöld í Kaplakrika klukkan 20. Eftir tvær vlðureignir standar leikar jafnir, hvort lið hefur unrúð einn leik. En hvemig skyldu liðin búa sig undir leitónn í kvöld: „Við vorum með stutta æfmgu í gær þar sem farið var yfir nokkur atriöi. í dag munum við hittast á fundi í Krikanum og leggja línumar fyrir leitónn," sagði Kristján Arason, þjálfari FH-inga. „Ég gaf strákunum frí í gær, leik- menn slöppuðu því af og fóru í simd. í dag hittumst við þremur tímum fyrir leitónn á Holiday Iim hótelinu og förum yfir gamla leiki á mynd- bandi," sagöi Einar Þorvarðarson, þjáfari Selfossliösins. -JKS SELFOSS 17 3 Félögin eru mjög jöf n að getu - segir Kristján Arason „Ég er mjög svekktur með úrslitin í leiknum. Það er engin spuming að einstaklingsframtak Sigurðar Sveinssonar stópti sköpum í þessum leik. Við gerðum aiit sem í okkar valdi stóð til að stöðva hann en allt kom fyrir ektó. Við munum grand- skoða leik andstæðinga okkar fyrir leikinn á mánudag (í kvöld) og eiim- ig að finna út hvemig best sé að stöðva Sigurð Sveinsson," sagöi Kristján Arason, þjálfari og leikmað- ur FH-inga, í samtali við DV eftir leikinn á Selfossi. „Það sjá allir eftir þessa tvo leitó í úrslitakeppninni að liðin em mjög jöfn að getu. Leitómir sem eftir eru munu þróast með svipuðum hætti og þeir sem búnir eru. Heimavellirn- ir í þessu dæmi vegna þungt, það var ekki aðeins að Sigurður færi á kost- um heldur voru áhorfendur vel með á nótunum. Ég ætia bara rétt að vona að Siggi verði ekki í svona hörku- formi í þeim leikjum sem eftir eru í úrslitakeppninni," sagði Kristján Arason. -JKS „Heimavöllurinn ræður ótrúlega miklu“ - sagöi Hans Guðmundsson „Heimavöllurinn ræöur ótrúlega mitóu í keppni sem þessari. Heima- völlurinn getur vegið 3-4 mörk. Þaö er annars virkilega gaman að taka þátt í úrslitakeppninni. Hún býður upp á taugveiklunj spennandi leitó og mikinn hasar. Eg vildi ektó með nokkm móti missa af þessu. Leitóm- ir hafa verið tvísýnir og úrslitin ektó ráðist fyrr en á lokasekúndunum," sagði FH-ingurinn Hans Guðmunds- son eftir leikinn á Selfossi. „Dómaramir gerðu sín mistök í leiknum en þau réðu samt ektó úr- slitum. Það er hörð keppni framund- an og ég yrði ektó hissa þótt leika þyrfti fimm leitó,“ sagöi Hans. -JKS TJmdeildajöfhunarmarkið: ■ Langsko □ Hor □ Gegnumbro O Cín .---------------I— Sigurður Sveinsson fór á kostum i öðrum leik Selfyssinga og FH-inga um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á Selfossi á iaugardaginn var. Sigurður skoraði 14 mörk og á myndinni er eitt þeirra í uppsiglingu en þeir Hans Guðmundsson og Gunnar Beinteinsson koma engum vörnum við. Sigurjón Bjarnason er við öllu búinn á línunni. DV-mynd Brynjar Gauti FH seig fram úr í frantlengingu í Krikanum - FH-ingar sigruðu Selfyssinga í fyrstu viðureigninni, 33-30 FH-ingar hófu úrslitakeppnina um varsla Bergsveins Bergsveinssonar og og það nýttu þeir sér til fulls þegar ar Gunnar Sigurðsson og Sigurður íslandsmeistaratitilinn í handknatt- stórleikur Guðjóns Arnasonar sem Guðjón Ámason skoraði. Miklar um- Sveinsson hjá Selfyssingum. leik með sigri á Selfyssingum í æsi- skóp sigur Hafnarfjaröarliösins. í ræður spruttu upp í kjölfar jöfhunar- Selfyssingar urðu fyrir mitólli blóð- spennandi leik í Kaplakrika á timmtu- venjulegum leiktíma virtist allt ætla marksins og sýndist sitt hverjum en töku þegar Einar Guðmundsson varð dagskvöldið var. Að loknum venjuleg- að stefha í sigur Selfyssinga sem voru martóð var engu að síður látið standa. að fara af leikvelli og kom brotthvarf um Jeiktíraa var staðan jöfn, 25-25, en með eins marks forystu þegar örfáar Selfyssingar voru miklir klaufar að hans mikið niður á leik liðsins. í frainlengmgu reyndust FH-ingar sekúndur voru til leiksloka. Ótíma- látaunnlnnleikrennasérúrgreipum. -JKS sterkari og sigruðu, 33-30. bært skot þegar nokkrar sekúndur Eins og áður sagði voru Bergsveinn Það var öðru fremur frábær mark- voru eftir gaf FH-ingum færi á aö jafna og Guðjón bestir hjá FH-liðinu en Ein- „Einn besti leikur minn á ferlinum" - sagði 14 marka maðurinn Sigurður Sveinsson eftir sigur Selfyssinga á FH, 30-27 Jón Kristján Sigurðsson, DV, Selfossi: Úrslitakeppnin um íslandsmeistara- titilinn í handknattleik hefur svo um munar sannað ágæti sitt. Selfyssingar og FH-ingar háðu annan leik sinn aust- ur á Selfossi á laugardaginn var fyrir troðfullu húsi eins og vænta mátti. Áhorfendur höfðu þar fyrir augum þrælgóðan handbolta, mikiö fjör og spennu eins og hún best getur orðið. Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og sigr- uðu í leiknum, 30-27, eftir framlengdan leik og standa því leikar jafnir eftir tvær viöureignir. Upphafsmínútur leiksins gáfu fyrirheit um þaö sem á eftir kom. Selfyssingar voru þó öllu beittari fram- an af en Hafnfirðingar voru þá aldrei langt undan, þeir náðu í eitt stópti for- ystunni í fyrri hálfleik en í leikhléi höfðu heimamenn tveggja marka for- skot, 11-9. í upphafi síöari hálfleiks tóku FH- ingar það til bragðs að taka þá Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurð Sveins- son úr umferð. Selfyssingar voru svo- litla stund að átta sig á hlutunum en smám saman gekk þessi taktík ekki upp hjá FH-ingum. Selfyssingar náðu um tíma fjögurra marka forskoti en FH- ingar jöfnuðu. Undir lok venjulegs leik- tíma stefndi allt í sigur Selfyssinga en Hálfdán Þórðarson jafnaði, 23-23, þegar leiktíminn var að fjara út. í framlengingu reyndust Selfyssingar sterkari og tryggðu sér öruggan sigur, 30-27. Sigurður Sveinsson sigurvegari leiksins Segja má að sigurvegari þessa leiks hafi enginn annar verið en Sigurður Sveinsson. Sigurður lék á als oddi og skoraði hvortó meira né minna en 14 mörk og aðeins tvö af þeim komu úr vítaköstum. Ekkert stöðvaði Sigurð en sex af mörkum hans komu upp úr auka- köstum þar sem hann stökk jafnfætis upp fyrir framan vörn FH-inga og bolt- inn söng í netinu. Óhætt er að fullyrða að Sigurður hafi aldrei á sínum litríka ferli sem handknattleiksmaður leitóð jafn vel og einmitt á þessu íslandsmóti. En hvað skyldi Sigurður sjálfur segja um frammistöðu sína í leiknum: „Ég komst í feiknalegt stuð í leiknum og ég held að þetta sé með betri leikjum sem ég hef leitóð á ferlinum. Það gekk nánast allt upp hjá mér. Þetta var virki- lega skemmtilegur leikur og það er mín trú að svona verði leitórnir sem eftir eru í þessari úrslitakeppni. Við þjöpp- . uðum okkur vel saman fyrir framleng- inguna, ákveðnir í að berjast til síðasta blóðdropa og það gekk eftir sem betur fer. Það er mitóð álag á leikmönnum beggja liða og það lið sem hefur betra úthald stendur uppi sem íslaudsmeist- ari,“ sagði Sigurður Sveinsson í samtali við DV eftir leikinn á Selfossi á laugar- daginn. Einar Gunnar Sigurðsson komst vel frá sínu þrátt fyrir stranga gæslu. Gísli Felix Bjamason varði á köflum stórvel í markinu. Einar Guðmundsson og Gústaf Bjamason voru drjúgir á mitól- vægum augnablikum. Hans Guðmundsson var yfirburða- maður í FH-liðinu, án hans væri liðið ektó eins sterkt og það er í dag. Gunnar Beinteinsson var einnig góður og Kristján Arason var sem klettur í vörn aö venju en er hálfur maður í sóknar- leiknum og varla það vegna meiðsla í öxl. Engin kæra lögð fram - Einar áfram þjálfari Selfyssinga „Þaö var sameiginleg ákvörðun stjómar handknattleiksdeildar og leikmanna að kæra ektó umrætt at- vik sem átti sér staö í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni gegn FH-ingum í Kaplakrika á fimmtudagskvöldið var. Við töldum að með kæm hefðum við stefnt úrslitakeppninni í hættu. Kepnnin hefði óhjákvæmileg dregist á langinn þannig að öll stemning hefði minnkað en handboltinn má alls ektó viö slíku. Menn vildu klára íslandsmótið með sæmd. Á hinn bóg- inn munum við senda dómaranefnd- inni bréf þar sem við fordæmum vinnubrögðin við timagæslu á leikn- um,“ sagði Þorgeir Ingi, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í sam- tali við DV í gær. Einar áfram þjáifari Þorgeir Ingi var inntur eftir þjálfara- málum fyrir næsta tímabil og sagði hann að ektó væri búið að ganga formlega frá þeim málum en hann ætti ektó von á öðru en Einar Þor- varðarson yrði áfram þjálfari liðsins. Þorgeir Ingi sagði í framhaldi að engar breytingar væru heldur fyrir- sjáanlegar hvað leikmenn varðaði. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.