Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Blaðsíða 8
28
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992.
VERSLITNIN AILT AUGLÝSIR
Margar nýjar tegundir af garni.
Ný bómullarefni, gott verð.
15% kynningarafsláttur.
Góðar vörur - gott verð.
VERSLUNIN ALLT, DRAFNARFELLI6
SÍMI 78255
Lögreglustöð, Egilsstöðum
Héraðsdómur Austurlands
Tilboð óskast í innanhússfrágang á lögreglustöðinni á Egilsstöð-
um. Húsið er samtals 760 m2 að gólffleti. Verktími fyrir efri hæð er
til 21. september 1992 en fyrir allt verkið til 1. mars 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykja-
vík, til og með fimmtudeginum 14. maí 1992 gegn 10.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, Reykjavík,
þriðjudaginn 19. maí kl. 11.00 f.h.
IIMNKAUPASTOFIMUN RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105, REYKJAVIK
URSUT
ASKRIFENDAL
Dregið hefur verið i áskrifendaleik
Kaupþings. Fyrstu verðlaun, Einingabréf
fyrir 100.000 krónur, hlaut
Haukur Þórðarson
Vatnsholti
311 Borgarnesi
kt: 251154-3769
Kaupþing óskar vinningshafanum og
öðrum áskrifendum Einingabréfa góðrar
og ávöxtunarríkrar framtíðar - með Löggilt verðbréfafyrirtœki
Einingabréfum. Kringlunni 5, stmi 689080
KAUPÞING HF
r
jj Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
14. gr. samþykkta félagsins.
Dagskrá og ársreikningur félagsins liggja frammi
til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að
Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Hlutabréfasjóðsins hf.
I . ■—
AÐALFUNDUR
HLUTABRÉFASJÓÐSINS HF.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn
á Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð í ráðstefnuálmu,
miðvikudaginn 6. maí 1992 og hefst hann
kl. 17.15.
Iþróttir
Magnús Korntopp, ÍFR, sigraði í lyftingum þroskahettra á Hængsmótinu um heigina.
Tíunda Hængsmót fatlaðra á Akureyri:
DV-mynd GK
Reykvíkingar unnu
Hængsmótsbikarinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Um 120 keppendur tóku þátt í 10.
Hængsmóti fatlaðra íþróttamanna
sem haldið var á Akureyri um helg-
ina en Lionsklúbburinn Hængur hef-
ur staðið fyrir þessu móti frá því
árið 1983. Mótið er fjölmennasta
íþróttamót fatlaðra ef íslandsmót
þeirra er undanskiiið og umfangs-
mesta verkefnið sem Hængsmenn
taka að sér ár hvert en þeir annast
sjálfir alla framkvæmd mótsins.
Á mótinu nú var í fyrsta skipti veitt-
ur nýr bikar, því félagi sem fær flest
stig, Hængsmótsbikarinn, og var það
íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík, sem
vann bikarinn. Þá er veittur bikar
þeim Akureyringi sem nær bestum
árangri í mótinu, Hængsbikarinn, og
kom hann að þessu sinni í hlut Sigur-
rósar Karlsdóttur, íþróttafélaginu
Akri.
Sigurrós sigraði í einstaklings-
keppni hreyfihamlaðra í boccia,
vann Elvar Thorarensen, Akri, í úr-
shtum. Hún sigraði einnig í opnum
flokki kvenna í borðtennis og var í
sigursveit Akurs sem sigraði í sveita-
keppni í boccia. Elvar Thorarensen,
Akri, í sigraði í opnum flokki karla
í borðtennis.
í lyfdngum hreyfihamlaðra sigraði
Þorsteinn Sölvason, ÍFR, eftir harða
keppni. í bogfimi keppa bæði fatlaðir
og ófatlaðir íþróttamenn og þar var
keppt í þremur flokkum. Gunnlaug-
ur Bjömsson, Akri, sigraði í opnum
flokki, Leifur Karlsson, ÍFR, í flokki
karla, og Stefanía Eyjólfsdóttir í
kvennaflokki.
Þroskaheftir íþróttamenn kepptu í
boccia og lyftingum og þar er jafnan
háð hörð kepþni sem ekki er síður
skemmtilegt að fylgjast með enda
keppnisgleðin geysileg. í sveita-
keppni í boccia sigraði C-sveit Eikar
á Akureyri, í einstaklingskeppninni
Þór Jóhannsson, Snerpu, og í lyfting-
um sigraði hinn „ógurlegi“ Magnús
Komtopp.
Boccia þroskaheftra:
1. Þór Jóhannsson, Snerpu.
2. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik.
3. íris Gunnarsdóttir, Snerpu.
Boccia hreyfihamlaðra:
1. Sigurrós Karlsdóttir, Akri.
2. Elvar Thorarensen, Akri.
3. Elma Finnbogadóttir, ÍFR.
Sveitakeppni hreyfihamlaðra í bocc-
ia:
1. Akur A.
2. ÍFR A.
3. Akur B.
Sveitakeppni þroskaheftra í boccia:
1. Eik C.
2. Snerpa A.
3. ívar B.
Lyftingar þroskaheftra:
1. Magnús Korntopp, ÍFR.
2. Gunnar Örn Erlingsson, Ösp.
3. Jón E. Guðvarðarson, Ösp.
Lyftingar hreyfihamlaðra:
1. Þorsteinn Sölvason, ÍFR.
2. Jón Stefánsson, Akri.
3. Reynir Kristófersson, ÍFR.
Borðtennis kvenna:
1. Sigurrós Karlsdóttir, Akri:
2. Hulda Pétursdóttir, NES.
3. Sigríður Geirsdóttir, ÍFR.
Borðtennis karla:
1. Elvar Thorarensen, Akri.
2. Jón Heiðar Jónsson, ÍFR.
3. Viðar Árnason, ÍFR.
Bogfimi kvenna:
1. Stefanía Eyjólfsdójfir, ÍFR.
2. Björk Jónsdóttir, ÍFR.
Bogfimi karla:
1. Leifur Karlsson, ÍFR.
2. Jón Eiríksson, ÍFR.
3. Óskar Konráðsson, ÍFR.
Bogfimi, opinn flokkur:
1. Gunnlaugur Bjömsson, Akri.
2. Þröstiu- Steinþórsson, IFR.
3. Jón Heiðar Leifsson, ÍFR.
Lið Eikar, sem sigraði í sveitakeppni þroskaheftra, frá vinstri: Magnús Asmundsson, Sævar Bergsson og Nanna
Haraldsdóttir. \ DV-mynd GK