Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Page 7
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. 27 Iþróttir Svartur frá Unalæk stóð efstur i flokki fjögurra vetra stóðhesta. Eigandi hans, Oddur Björnsson, stendur yst til vinstri, þá Leifur Kr. Jóhannesson og loks Þórður Þorgeirsson knapi meö Svart. Stóðhestasýning 1 Gunnarsholti um helgina: Svartur frábær Hin árlega sýning Stóðhestastöðv- arinnar í Gunnarsholti var haldin 2. maí. Geysilegur fjöldi manna mætti á staðinn hvaðanæva af landinu. Talið er að allt að þijú þúsund manns hafi lagt leið sína í Gunnarsholt. Aðstæður í Gunnarsholti hafa breyst töluvert fyrir staðarhaldara. Nýtt stóðhestahús var tekið í notkun síðastliðið haust, glæsilegt mann- virki sem getur hýst 65 stóðhesta. Aðstaða fyrir hestana og þá sem vinna við umsjón þeirra er góð enda voru hestarnir vel fóðraðir og húsiö tandurhreint og fint. Þar eru nú fóðraðir sextíu og tveir stóðhestar: tólf veturgamlir, tíu tveggja vetra, tólf þriggja vetra, íjórt- án fjögurra vetra, níu fimm vetra og fimm sex vetra eða eldri. Fjögurra vetra stóðhestarnir og þeir eldri voru allir fulldæmdir utan tveir sem voru meiddir: Galdur frá Sauðárkróki og Stormur frá Stórhóli. Eiríkur Guðmundsson hefur haft með höndum umsjón stöðvarinnar í vetur en auk hans hafa Þórður Þor- geirsson, Elvar Einarsson, Kristín Lárusdóttir og Anna Thunstedt starfað á stöðinni. Eiríkur, Þórður og Elvar sýndu stóðhestana í dómi og á sýningunni. Sörli á flesta afkomendur Ef litið er á ættir þeirra sextíu og tveggja stóðhesta sem eru á stöðinni kemur í ljós að Kjarval frá Sauðár- króki á þar níu syni, Gassi frá Vorsabæ, Hrafn frá Holtsmúla og Ljóri frá Kirkjubæ íjóra, Feykir frá Hafsteinsstöðum, Léttir frá Sauðár- króki, Otur frá Sauöárkróki, Ófeigur frá Flugumýri og Angi frá Laugar- vatni þrjá hver, en aðrir minna. FlestaÚir stóðhestamir geta rakiö ættir sínar í beinan hrossalegg til eftirtalinna: Sörla frá Sauðárkróki, sem á 23 afkomendur á Stóöhesta- stööinni, Þáttar frá Kirkjubæ sem á 15 afkomendur og Hrafns frá Holts- múla sem á 13 afkomendur. Þá er ekki tekið tilfit til mæöranna, sem margar hveijar eru einnig skyldar fyrmefndum stóðhestum. Alls á þijátíu og einn stóðhestafaðir son á stóðhestastöðinni. Fimm fengu 8,00 eða meira Alls vom fulldæmdir 26 hestar. 16 þeirra em uppaldir á Stóðhestastöð- inni, en 10 eru í tamningu á kostnað eigendanna. Fyrst skal getið þeirra sem eru uppaldir á stöðinni. Þrír af fjórum fimm vetra hestanna fengu yfir 8,00 í aðaleinkunn. Farsæll frá Ási, undan Náttfara og Vöku frá Ási, fékk 8,28 fyrir byggingu og 7,93 fyrir hæfileika, 8,10 í aöaleinkunn. Glæðir frá Hafsteinsstöðum, undan Feyki og Glóð frá Hafsteinsstöðum, fékk 7,88 fyrir byggingu og 8,33 fyrir hæfileika, 8,10 í aðaleinkunn. Ernir frá Efri-Brú, undan Kjarval og Pamelu frá Efri-Brú, fékk 7,93 fyr- ir byggingu og 8,13 fyrir hæfileika, 8,03 í aðaleinkunn. Þá er ógetið Léttis frá Grundar- firði, undan Viðari og Sunnu frá Fá- skrúðarbakka, sem fékk 7,98 fyrir byggingu, 7,99 fyrir hæfileika og 7,98 í aðaleinkunn. Svartur fékk hæstu einkunn Fjögurra vetra stóðhestarnir vöktu mikla athygli. Tveir þeirra fengu 8,00 eða meir í aðaleinkunn. Svartur frá Unalæk, undan Kjarval og Fiðlu frá Snartarstöðum, fékk hæstu einkunn allra hesta á stöðinni, 8,16 í aðalein- kunn. Hann fékk 8,18 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika. Gumi frá Laugarvatni, undan Pá og Glímu frá Laugarvatni, fékk 8,02 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,18 f>TÍr byggingu og 7,86 fyrir hæfileika. Gumi fékk meðal annars 9,0 fyrir háls og herðar. Þá vakti Gnýr frá Hrepphólum mikla athygli. Hann er undan Gassa og Gígju frá Drumboddsstöðum. Hann fékk 7,96 í aðaleinkunn, 7,95 fyrir byggingu og 7,97 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt. Sex hestar fengu 8,00 eða meir fyr- ir byggingu og þrír fengu 8,00 eða meir fyrir hæfileika. Stóðu fyrir sínu Tiu hestar, sem eru í tamningu á stóö- hestastöðinni, fengu einnig dóm. Tveir sex vetra hestar fengu 8,00 eða meir. Stormur frá Bólstað, undan Otri og Von frá Bjamarstöðum, fékk 8,07 í aðaleinkunn, 7,68 fyrir byggingu og 8,46 fyrir hæfileika. Mozart úr Garðabæ fékk 8,04 í aðal- einkunn. Hann er undan Óði og Hrafn- hettu frá Reykjavik. Mozart fékk 7,78 fyrir byggingu og 8,30 fyrir hæfileika. Tveir fimm vetra hestar fengu 8,00 eða meir. Kjamar frá Kjamholtum, undan Kolgrími og Hrefnu frá Holts- múla fékk 8,11 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,15 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfileika. Seimur frá Víðivöllum fékk 8,06 í aðaleinkunn. Hann fékk hæstu hæfi- leikaeinkunn allra hestanna, 8,50, en einungis 7,63 fyrir byggingu. _ej Farsæll frá Ási á mikilli ferð. Knapi er Eirikur Guðmundsson. DV-myndir EJ íbr mfl. karla A-riðill krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA FYLKIR - ÍR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Félagsfundur Félag starfsfólks í veitingahúsum heldur félagsfund vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkis- sáttasemjara mánudaginn 4. maí 1992 kl. 17.00 í Baðstofunni, Ingólfsstræti 5. Að fundi loknum geta félagsmenn tekið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Félagsfundur Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina heldur félags- fund vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissáttasemjara mánudaginn 4. maí 1992 kl. 19.00 í Baðstofunni, Ingólfsstræti 5. Að fundi loknum geta félgasmenn tekið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. ALLSHERJARAT- KVÆÐAGREIÐSLA UM MIÐLUNARTILLÖGU RÍKISSÁTTASEMJARA Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara, sem var lögð fram þann 26. apríl sl„ hefst á félagsfundi VR í kvöld, 4. maí, á Hótel Sögu, Súlnasal, og verður framhaldið þriðjudaginn 5. maí og miðvikudaginn 6. maí í húsakynnum félagsins á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Kjörfundur stendur báða dagana frá kl. 4)9.00 til 21.00. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn. NÁM í TANNSMÍÐASKÓLA ÍSLANDS Umsókn skal senda til Tannsmíðaskóla Islands co. skrifstofu Tannlæknadeildar Háskóla Islands, Vatns- mýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Umsókn skal hafa borist fyrir 1. júní næstkomandi. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og einu Norðurlanda- máli, auk þess er undirstöðuþekking í efnafræði æskileg. Umsókn skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða Ijósrit af prófskírteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vott- orði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. Skólanefnd Tannsmíðaskóla íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.