Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. Fréttir Hvert er vaxtastigið? Líklegt að vextir f ari enn lækkandi Líklegt er talið, að vextir fari enn nokkuð lækkandi á næstu vikum og mánuðum. Þannig er vaxtastigið nú aö dómi bankamanna. Nú er frekar búizt við, að Landsbankinn lækki útlánsvexti sína hinn 21. þessa mánaðar eftir mikinn þrýst- ing frá aðilum vinnumarkaðarins. Fram kom í DV fyrir viku, að lækki Landsbankinn ekki fyrir mánaða- mót væri hætt við, að hinir bank- amir hækki vexti sína upp undir þá vexti, sem Landsbankinn tekur. Eins og fram kemur á meðfylgjandi grafi eru til dæmis víxilvextir Landsbankans 0,75-0,95 prósentu- stigum hærri en hjá hinum. „Vaxtastigið í jafnvægi“ „ Vaxtastigið í dag er í nokkuð góðu jafnvægi miðaö við verð- bólguspár," sagði ráðamaður í ein- um bankanum í viðtah við DV í gær. Kjarasamningar eru í höfn, svo að menn telja sig sjá, hver verð- bólgan verður. Miðað við spár um nálægt 3% verðbólgu ættu nafn- vextir að fara lækkandi á næstunni fremurenhitt. En hvert er hið raunverulega vaxtastig? Getur þaö gengið, að bankar og sparisjóðir séu látnir lækka vexti eftir fyrirmælum í kjarasamningum, þótt bankarnir hafi verið með í þeim? Er þetta ekki hið illræmda „handafl"? Er það ekki í trássi viö markaðsöflin, að nú verði Landsbankinn beinlín- is neyddur til að lækka vexti? Svarið felst í því, að vextir eru eftir lækkun nokkuð í samræmi við það, sem markaðsöfljn segja, svo □ □ Vextir banka og sparísjóða , . <0 -1 prosentum - <§> # % Raunvextir innlána Raunvextir útlána Víxilvextir Sambærilegir vextir i bankakerfinu nú. Lengst til vinstri eru raunvextir innlána, miðað við óhreyfða innstæðu í 18 mánuði. Þá eru raunvextir verðtryggðra lána og er miðað við algengustu lánaflokka bankanna og sparisjóðanna. Lengst til hægri eru forvextir víxla. undarlegt sem það kynni að virð- ast. í kjarasamningunum var sem sé ekki gengið gegn markaðnum með lækkun vaxta. Lítum á, hvem- igþettagerðist. Voru i biðstöðu Vextir höfðu eins og kunnugt er farið lækkandi í vetur. Þetta gerð- ist með minnkun verðbólgunnar, sem varð nær engin um skeið. Öll- um er þó kunnugt, að vextimir, nafnvextirnir, urðu hvergi nærri jafnlágir og þeir heíðu átt að verða miðað við þessa htlu verðbólgu. Verður því að líta svo á, að bank- arnir hafi beöið með vaxtalækkan- Sjónarhom Haukur Helgason ir th að notasem skiptimynt í kja- rasamningum. Bankamir biðu einnig eftir, að ríkið lækkaði vexti á sínum pappírum. Verðbréfa- markaðurinn var í biðstöðu. En öh skilyrði voru komin th vaxtalækk- unar, til dæmis sýndi framboð og eftirspum á verðbréfamarkaði, að tímabært var að lækka þar vexti. Við kjarasamningana losnaði um. Ríkið hefur með sókn sinni í lánsfé haldið raunvöxtunum, vöxt- um umfram verðbólgu, mjög háum. Nú er stefnt að því að minnka mikið þessa ásókn ríkisins. Með mjög minnkandi eftirspum ríkisins eftir lánsfé eru sköpuö skilyrði fyrir lækkun raunvaxta. Þannig var þetta skilyrði upp- fyllt. Miðað við litla verðbólgu út þetta ár og takist að hafa hemil á lánsíjárþörf ríkisins í ár, er núver- andi vaxtastig nokkurn veginn í jafnvægi. Landsbankinn virðisl telja sig þurfa að taka hærri vexti en aðrir. Hvað, ef það héldi áfram? Mundi Landsbankinn „spha sig út úr markaðnum"? Landsbankinn gæti vafalaust haft áfram hærri vexti en aðrir, en sumir bankamenn telja, að Lands- bankinn vhji einmitt draga úr út- lánum sinum. Þá segja menn, að mörg fyrirtæki, sem fremur illa stánda, mundu að sjálfsögðu tilbú- in að greiða vexti, sem séu hærri en yfirleitt er, og leita th Lands- bankans um lánsfé áfram. Lands- bankinn hefur mikla afskriftar- sjóði, og gjaldþrotin í kerfinu bitna mjög þungt á honum. En um þessar mundir gera menn þó ráð fyrir, að Landsbankinn muni fara á svipað spor og hinir með vaxtalækkun innanskamms. 30 Þjóðverjar í 3ja vikna böð í Bláa lóninu Þijátíu Þjóðveijar, sem haldnir eru húðsjúkdómum, eru væntan- legir hingaö th lands í haust. Þeir munu stunda böð í Bláa lóninu um þriggja vikna skeið. Er þetta gert í tilraunaskyni tíl að kanna lækningamátt vatnsins í lóninu. „Við urðum að fá rannsóknar- efhi erlendis frá,“ sagði Ingimar Sigurðsson, formaður svokah- aðrar Bláalónsnefndar, viö DV. „Ef við heföum ætlað að byggja rannsóknina eingöngu á íslend- ingum hefði hún tekið mörg ár, því viö erum svo fá. Þessir Þjóð- veijar verða sérstaklega valdir í samráði við islenska húðsjúk- dómalækna. Þeir verða í stöðug- um böðum í þijár vikur og verða ahan timann undir læknishendi, þannig að hægt sé að fylgjast sem gleggst með framvindu mála. Viö ætlum að einskorða okkur viö Bláa lónið án samanburðar viö þekktar lækningaaðferðir.“ Bláalónsnefndin fékk á fjárlög- um þessa árs 7 mihjónir króna sem skal varið til ýmissa rann- sóknarverkefna á lóninu. Auk rannsóknarinnar á Þjóðverjun- um þijátiu vinnur Iðntækni- stofnun nú að rannsókn á lífriki þess. Niðurstöður hennar munu liggja fyrir í sumar. Þá er fyrirhugað að 2-3 neínd- armenn heimsæki ýmsar hehsu- lindir í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss í næsta mán- uði, „Við ætium að skoða staði sem búa við jarðhita, sem notaöur er til læknisfræðilegrar meöferðar,“ sagði íngimar. „Við ætlum að kynna okkur þessa staði með til- hti til væntanlegrar uppbygging- ai’ á Bláa lóninu. Það er skoðun okkar nefhdarmanna að sé sér- staða lónsins yfir höfuð einhver þá sé hún bundin við lækninga- mátt þess. Við vfrjum því leggja áherslu á hehbrigðisþátt þessa máls.“ Ingimar sagði að sú fjárveiting, sem nefhdin hefði fengið á Qár- lögum þessa árs, dygði engan veginh th þeirra verkefna sem fyrirhugað væri að vinna. „Það eru ýmsir aðilar sem hlaupa und- ir bagga, bæöi erlendir og inn- lendir. -JSS í dag mælir Dagfari_________________ Kverúlantar sameinast Það hefur verið aumt í búi hjá ís- lenskum kverúlöntum að undan- fórnu. Lengi vel gat þessi þjóðfé- lagshópur skipaö sér undir merki sósíahsmans og kommúnismans og predikað boðskapinn frá Rússíá. Svo tók sovéska heimsveldið upp á því að leggja sjálft sig niður og gafst upp á kommúnismanum og skhdi íslenska skoðanabræður sína eftir með glæpinn. Það var vinsælt í þessum hópi og líklegt til fylgisauka að æsa lands- lýð upp gegn Atiantshafsbandalag- inu og vamarhðinu og íslenskir kverúlantar gátu marsérað í kröfu- göngum ár eftir ár suður með sjó og með viðkomu í Kúageröi undir eldrauðum kröfuspjöldum. Nú hef- ur það ótrúlega gerst að fyrrver- andi Varsjárbandalagsríki hafa sótt um inngöngu í þetta vonda Atlantshafsbandalag og Atlants- hafsbandalagið, sem áður var tahð hafa þann eina tilgang að sölsa imdir sig íslensku þjóðina, gerir margvíslegar ráðstafamr th að komast í burtu frá íslandi. Helstu áhyggjur íslenskra þjóðemissinna snúast um að halda eins lengi í vamarhðið og tök em á, enda at- vinna og afkoma í stórhættu ef Kaninn tekur upp á því að hverfa úr landi. Þessi kaleikur var sem sagt tek- inn frá þeim kverúlöntunum sem í áratugi voru búnir að nota vam- arliðið sem grýlu gagnvart ómeng- uðu íslensku þjóðerni. íslenskir kverúlantar og ættjarð- arvinir gengu á sínum tíma ber- serksgang þegar ísland gekk i EFTA og vora þaö talin endalok efnahagslegs sjálfstæðis íslendinga að ánetjast svo hræðilegum sam- tökum. Seinna beindist þjóðræknin að baráttunni gegn erlendri stór- iðju og flestum sem nú era á miðj- um aldri er ennþá í fersku minni öll lætin sem urðu út af álverinu í Straumsvík, en samningurinn við ísal jaðraði við landsafsal. Svo komu mótmælagöngurnar vegna jámblendiverksmiðjunnar við Grundartanga th sögunnar og þessu íslenska úrvalshði óx svo ásmegin á síðasta áratug aö fuhtrú- ar þess komust hvað eftir annað th æðstu valda. Þannig varð Hjörleif- ur Guttormsson iðnaðarráðherra um nokkurra ára skeiö, með þeim afleiðingum að honum tókst að frysta úti ahar frekari viðræður íslands um sölu á orku og samn- inga við stóriðjufyrirtæki á þeirri forsendu að sjálfstæði íslendinga leyföi þeim ekki slíkt samstarf. Já, íslenskir kverúlantar hafa lát- ið að sér kveða á undanfómum áratugum, en nú er fokið í flest skjól eftir að grýla gamla er dauð í austri og íslenska álverið er orðiö lífakkeri í atvinnumálum í ná- grenni Kúagerðis. Það er fátt um fína drætti í þjóðræknisbaráttunni og satt að segja hefur hálfgerð upp- dráttarsýki gert vart við sig í þeim herbúðum. Nú hefur hins vegar lifnaö yfir kverúlöntunum aftur. Nú hafa þeir fengið nýtt mál til aö berjast gegn. Og gamhr símastaurar verða grænir aftur og fóðurlandsástin blossar upp meðal afturgenginna þjóðemissinna, sem aldrei mega neitt útienskt sjá öðmvísi en vísa þvi norður og niður. Nú er það Evrópubandalagiö og samningarn- ir um Evrópska efnahagssvæðið sem hafa kveikt baráttuneistann á ný. Kverúlantar ahra flokka sam- einist, fóðurlandsvinir hervæðist. Látum ekki landsölumennina svíkja þjóðina í hendur Evrópu- bandalagi, sem gengur af okkur dauðum. „Látum vini okkar og frændur fóta sig á hálum Evrópu- ísnum áður en við setjum upp okk- ar skauta, því óvíst er hvort ísinn sé traustur," sagði einn íslandsvin- urinn á síðasta baráttufundi. Einhvem veginn finnst Dagfara að hann hafi heyrt þessa herkvaðn- ingu áður. Einhvern veginn hljóm- ar þetta kunnuglega enda fer ekki á milh mála þegar litið er yfir fund- arsal kverúlantanna aö þar eru samankomnir þeir einu íslending- ar sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti og vita hvar hættan hggur. Alveg eins og þeir vissu hvar hætt- an lá í Nató og EFTA og álverinu og járnblendinu og alveg eins og þeir fundu skjól í Sovétveldinu og herstöðvargöngunum og öllum heimsins mótmælum gegn því sem til framfara horfir. íslenskir kverúlantar gera aö því leyti gagn að í hvert skipti, sem þeir heíja mótmæh, má ganga út frá því vísu að málstaðurinn, sem þeir beijast gegn, sé réttur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.