Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. Knattspyma Enginn stórviðburður er skráð- ur í íþróttalífmu hérlendis í kvöld. íslenska unglingalandsliö- iö skipað leikmönnum yngri en 18 ára keppir ffins vegar við Tékka í bænum Piestany í Tékkó- slóvakíu. Þetta er alþjóðlegt mót þar sem 8 liö taka þátt Liðunum er skipt í tvo riöla. í riðli með íslending- um eru Tékkar, Pólverjar og Ung- verjar. f hinum riöhnum eru Sló- vakia, ísrael, Belgía og Króatía. íþróttir í lcvöld Knattspyrna: fsland-Tékkóslóvakía (Ul8) í Tékkóslóvakíu. Ísland-Grikkland (U21) í Grikk- landi. Maður kæfir hákarl Baileys hjónin sigldu frá Sout- hampton á tíu metra langri skútu sinni og settu stefnuna á Nýja- Sjáland. Segir nú ekki meira af þeim hjónum fyrr en þau eru miðja vegu milli Galapagos eyja og Mexíkó. Vill þá svo óheppilega til að bátur þeirra rekst á hval og sekkur innan klukkutíma. Höfð- ust þau skötuhjú við á gúmmíbáti í 118 daga. Þeim var loksins bjarg- að af kóreskum togara en þá voru matarbirgðimar löngu uppumar. Þau vom þó merkilega hress og Blessuð veröldin vel á sig komin. Eftir björgunina sagði herra Bailey að hákarlamir hefðu verið allt í kring. „Þeir vora ekki rnjög stórir, sennilega um einn metri. Konan mín dró þá úr sjónum á sporðinum og ég sá um að kæfa þá með því að vefja stór- um klút utan um höfúðið þar til þeir köfnuðu." Atriði úr La Boheme. La Bohéme „Bóhemlífið er reynslutími hstamanns; það er inngangur að akademíunni, sjúkrahúsinu eða líkhúsinu. Líf bóhemanna er líf þohnmæði og hugrekkis þar sem menn veröa að brynja sig hinni miklú brynju kæruleysisins í baráttunni við heimsku og öfund. Undursamlegt líf og hrikalegt; skelfilegt líf sigra og píslarvættis. Vei hinum sigruðu!," skrifaði Henri Murger sem skrifaði skáld- söguna sem óperan er unnin eftir. La Bohéme var framsýnt árið 1895 eftir miklar deilur og erfið- leika en bæði Puccini og Leonca- vaho unnu, hvor í sínu lagi, að verkinu. Verk Puccini fékk slæma útreið í fyrstu en smám saman hlaut hún mikla aðsókn og í dag er La Boheme dáðasta verk Puccini og ítölsku ópera- bókmenntanna. Leikhúsíkvöld La Boheme. Borgarleikhúsið kl. 20.00. Færð á vegum Greiðfært er víðast hvar um land- ið. Á Vestfjörðum er þó ófært um Dynjandisheiði og Þorskafjarðar- heiði. Hrafnseyrarheiði og Stein- grímsfjarðarheiði era einungis færar jeppum. Á Vesturlandi er góð færð en frá Dölum í Gufudalssveit og um Klettsháls er aðeins leyfður fjögurra tonna heildarþungi. Umferöin í dag Vegna aurbleytu era víða öxul- þungatakmarkanir sem eru til- greindar með merkjum við viökom- andi vegi. Athugið að svæði innan hringsins á kortinu þurfa ekki að vera ófær. Það þýðir einungis að þeim er ekki haldið opnum yfir vetr- artímann. Höfn Svæðunum innan svörtu línanna er ekki haldið opnum yfir vetrartímann. Dansk- í slenskur kvintett á RúRek „Þetta er norrænt samstarís- verkefni og músíkin er eftir Karst- en Houmark sem ég kynntist í Færeyjum fyrir einu ári. Hann er mjög gott tónskáld og semur at- hyglisverða nútima djasstónlist. Hún er ekki fráhrindandi eins og margir halda, heldur þvert á móti mjög aðgengileg. Þetta eru allt mjög sterkir spilarar sem veröa með mér,“ segir Sigurður FJosason saxófónleikari en hann leikur ásamt íslenskum og dönskum fé- lögum sínutn i Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Kvintettinn er skipaður Sigurði Flosasyni á saxófön, Karsten Hou- rnark á gítar, Kjartani Valdimars- syni á píanó, Torber Westergaard á rafbassa og Sören Frost á tromm- ur. Houmark hefur sent frá sér Sigurður Rosason saxófónieikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. margar hljómplötur og i hljóra- sveitum hans hafa leikið margir þekktir djassarar. Þetta verkefni er styrkt af hátíöinni en styrkir eru nýmæli í ár. Sex verkefni hlutu styrk. Annaö sam- norrænt verkefhi er styrk hlaut var flnnsk-íslenskur kvartett skipaður Skemmtarialffíö þeim Jukka Perko á saxófón, Agli B. Hreinssym á píanó, Pekka Sarm- onto á bassa og Einari Val Scheving á trommur. Þessi kvartett mun hefja leik á Hótel Sögu strax og Sigurður Flosason og félagar hafa lokið sér af. Svarthol og Vega Ef htið er í austur á miðnætti í kvöld er Vega langbjartasta stjaman og reyndar fimmta bjartasta stjaman sem sjáanleg er frá jörðu. Vega er mjög nálægt sólu, eða í 26 Ijósára fjar- lægð, en er 50 sinnum bjartari en sólin. Svanurinn er áberandi á stjörnu- himninum. Grikkir trúðu að þetta væri formið á Seifi þegar hann tældi Ledu sem síðan verpti öðrum tvíbur- anum, Pollux. Vegna lögunar sinnar er Svanurinn oft nefndur Norður- krossinn. Stjömumar Eitt hið athyglisverðasta við af- stæðiskenningu Einsteins er tilvist svarthola. Aðdráttarafl þeirra er svo ógurlegt að ekki einu sinni öreind á hraða ljóssins sleppur fram hjá svartholum. Allur massi jarðarinnar þyrfti að þjappast í kúlu sem væri minni en 0,89 cm að stærð til þess að hún myndaði svarthol. Athuganir á rafsegulgeislun Cygnus X-1 sýna að hklega er þar afbökuð stjarna sem dælir efni í svarthol sem er átta sinn- um massameira en sólin. Sólarlag í Reykjavík: 22.32. Sólarupprás á morgun: 4.15. Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.11. Árdegisflóð á morgun: 4.29. Lágfjara er 6-6 'h stundu eftir háflóð. Þessi faliega stúlka svaf vært þegar DV kom í heimsókn. Hún fæddist á Landspítalanum þann 5. maí, klukkan 0.54. Við fæðingu mældist hún 56 cm og vó 4490 grömm eða 18 merkur. Þetta er fyrsta barn þeirra EJíasar Ehasson- ar og Bjarkar Reynisdótfur. 53 Hinn svali Bosworth Brian Bosworth Bíóhöllin hefur undanfarið sýnt myndina Stone Cold eða Klíkuna svellköldu. Einhver hefur snarað titlinum svona hka meistaralega yfir á okkar ástkæra og ylhýra. Þetta er frumraun leikarans Brians Bosworth í bíómyndunum en hann leikur harðsvíraða neð- anjarðarlöggu hjá FBI. Starfmn er að njósna um og samlagast hla innrættri hjólaklíku og koma meðhmunum undir arm laganna. Þegar Bosworth er orðinn „einn af strákunum" í khkunni vinnur hann traust foringjans og fær kvenkyns meðhm á sitt band. Hún mun svo aö endingu gera út af við gengið. Eins og í öhum góðum myndum sigrar réttlætið að lokum. Bíóíkvöld Nýjar kvikmyndir Lostæti, Regnboginn. Út í bláinn, Saga-Bíó. Svehkalda khkan, Bíóhölhn. Höndin sem vöggunni ruggar, Bíóborgin. Mitt eigið Idaho, Laugarásbíó. Steiktir, grænir tómatar, Há- skólabíó. Gengið Gengisskráning nr. 88. - 12. mai 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 58,450 58,610 59,440 Pund 105,295 105,583 105,230 Kan. dollar 48,520 48,653 49,647 Dönsk kr. 9,2752 9,3006 9,2683 Norsk kr. 9,1859 9,2111 9,1799 Sænsk kr. 9,9571 9,9843 9,9287 Fi. mark 13,2075 13,2437 13,1825 Fra. franki 10,6856 10,7148 10,6290 Belg. franki 1,7418 1,7466 1,7419- Sviss. franki 38,5936 38,6992 38,9770 Holl. gyllini 31,8468 31,9340 31,8448 Vþ. mark 35,8424 35,9405 35,8191 it. líra 0,04758 0,04771 0,04769 Aust. sch. 5,0957 5,1096 5,0910 Port. escudo 0,4305 0,4317 0,4258 Spá. peseti 0,5739 0,5755 0,5716 Jap. yen 0,44117 0,44237 0,44620 Irskt pund 95,726 95,989 95,678 SDR 80,7978 81,0189 81,4625 ECU 73,7025 73,9043 73,6046 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgáta f .......W~~\$ T Lárétt: 1 snyfsis, 8 vá, 9 ílát, 10 nes, 11 draup, 13 jag, 15 árás, 18 eirðarlaus, 20 tóm, 21 höndin, 22 umdæmisstafir. Lóðrétt: 1 brækja, 2 brúka, 3 ellegar, 4 nálar, 5 kvenmannsnafn, 6 fugl, 7 nudd- aði, 12 slungin, 14 sauð, 16 dygg, 17 óða- got, 18 fæddi, 19 guð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gjam, 5 an, 7 láð, 8 espi, 10 ætan, 11 lið, 12 raunar, 15 orguðum, 16 sá, 18 gruna, 20 staurar. Lóðrétt: 1 glær, 2 játar, 3 aða, 4 rennur, 5 api, 6 niðum, 9 slaður, 13 ugga, 14 nma, 15 oss, 17 át, 19 ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.