Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992.
Spumingm
Hvað gerirðu á miðviku-
dagskvöldum?
Hrafnhildur Snæfeld: Horfi alltaf á
Vini og vandamenn.
Sigurbjörg Sigurðardóttir: Horfi á
Vini og vandamenn og slappa af.
Þröstur Bjarnason: Sef.
Ásdís Brynjólfsdóttir: Horfi EKKI á
Vini og vandamenn og fer helst eitt-
hvað út.
Matthías Matthíasson: Horfi á „Be-
verly Hills 90210“ (Vini og vanda-
menn) og „The Twilight Zone“ (í
ljósaskiptunum).
Sveinn Bjarki Tómasson: Fer á
skauta þegar hægt er, annars eitt-
hvað út að skokka.
Lesendur________________
Fjögur stig fjár-
„Vanlíðanin, sem fylgir kæruleysisstiginu, eykst.“
Hrafnkell Tryggvason skrifar:
Þaö eru a.m.k. fjögur stig sem fólk
í greiðsluerfiðleikum gengur í gegn-
um. í allra grófustu dráttum má
skipta þessu niður í kæruleysisstigið
sem kemur fyrst. Þá er meginhugs-
unin að hlutirnir muni bjargast á
morgun og ýmiss konar umfram-
eyðsla fer aö láta á sér kræla. Þá eru
t.d. greiðslukortin notuð ógætilega,
farið yfir á tékkheftinu, ávísað fram
í tímann, og mikið um skemmtanir.
Vanlíðanin, sem fylgir kæruleysis-
stiginu, og fólk fer á næsta stig sem
má nefna vonleysisstigið.
Þetta stig einkennist af vonleysi
sem snýst um það að samviskan um
aðgerðarleysi í fjármálunum á fyrra
stigi fer vaxandi. Fólk fer að spá í
hvernig hægt sé að bjarga málunum.
Fólk skammast sín fyrir fjárhags-
stöðu sína og á erfitt með að fara til
lánardrottna og semja um skuldirn-
ar. Það treystir líka á að málin taki
að snúast því í hag. Á seinni hluta
þessa stigs ræðst fólk að vandamál-
unum en vankunnátta og of mikil
bjartsýni einkenna aðgeröir á flestan
hátt. Oftast eru skuldirnar orðnar
svo miklar að erfitt er að endur-
skipuleggja fjármálin því að heildar-
yfirsýn skortir yfir þau.
Þegar hvorki gengur né rekur í lok
vonleysisstigsins fellur fólk í þriðja
stigið, þunglyndisstigiö. Aðalein-
kenni þessa stigs er uppgjöf. Svefn-
leysi og ótti sækir að. Þetta stig er
verulega skeinuhætt því ástandið
bitnar á öllu heimilislífinu. Oftast er
það þó annaö hjónanna sem ber hit-
ann og þungann af fjármálunum og
misklíð milli þeirra getur leitt til
hjónaskilnaðar og verulegrar vanlíð-
anar fyrir börnin. Þeir sem hafa
gengist í ábyrgð fyrir skuldum skuld-
arans fara að láta í sér heyra og
áskorendastefnur og uppboðsbeiönir
fara að streyma inn.
Á þessu stigi fer fólk oft að leita sér
aðstoðar en þá eru málin oftar en
ekki komin í verulegan hnút. Það
verður kostnaðarsamt að kaupa sér
aðstoð og engir peningar eru til að
greiða fyrir aðstoðina. Þegar svona
langt er komið kémur fyrir að fólk
fer á sjálfsmorðsstigið sem er það
alvarlegasta. Á því stigi er allt orðið
tilgangslaust, að sumum finnst, og
besta lausnin að hverfa frá þessu
öllu. Það er oft erfitt að greina á
hvaða stigi fólk er. En það sem er
mikilvægast er að fólk leiti sér hjálp-
ar ef því þykir fjármálin vera að fara
úr böndunum.
Áníðsla í bréf aformi og bæklinga
Hemilisfaðir skrifar:
Fyrir nokkrum árum þáði ég boð
frá Hagstofunni um að taka mætti
nafnið mitt af skrá þeirri sem Hag-
stofan gaf hinum ýmsu félagasam-
tökum upp sem vildu senda fólki
óumbeðnar tilkynningar og tilboð
hvers konar. Að ógleymdum happ-
drættismiðunum furðulegu ásamt
gíróseðli sem maður fékk áskorun
um að greiða.
Eftir að ég tilkynnti Hagstofunni á
þar tíl gerðu formi, að ég og kona
mín óskuðum eftir að vera tekin af
áðurnefndri skrá, fækkaði bréfun-
um, og þaö er nánast viðburður nú
að fá svona óvelkomnar sendingar.
En allt hefur sinn tíma, og nú er
komið að því að börnin okkar eru
farin að fá svona sendingar, óumbeð-
ið, og forstofan er aftur orðinn vett-
vangur bréfahrúgu frá hinum og
þessum aðilum, sem vilja ná sam-
bandi við nýja kynslóð á heimilinu.
Ný félög og klúbbar hafa bæst í
hópinn frá því sem ég man eftir.
Bankar og sparisjóðir með yfirlit, líf-
eyrissjóðir og líftryggingafélög reka
svo lestina og þykjast vera að gera
fólki feikna greiða með því að senda
út „yfirlit" yfir hve mikið sé nú búið
aö greiða miðað við 31. des. 1991. Eða
hvernig bæta eigi við tryggingar svo
að maður verði ónæmur fyrir slysum
og skakkafollum og geti „látið vaða“
án þess að eiga á hættu aö fá ekki
allt bætt eftir á.
En hvað sem líður hugulsemi allra
þessara aðila, finnst mér best aö
losna við bréfahrúguna úr forstof-
unni. Það fyrsta sem maður gerði hér
í eina tíð eftir svo sem 3 vikna fjar-
veru var að sópa þessu rusli saman
eftir skyndisorteringu og fleygja öllu
í ruslið. - Sama gera líklega flestir í
dag. - Besta er þó að láta afmá nöfn
sín úr „þjóðskrá" þeirri sem Hagstof-
an heimilar bönkum og bókaklúbb-
um að nota til aö niðast á saklausum
borgurum í bréfaformi og bæklinga.
Af sem áður var - í íþróttunum
Árni Kristjánsson hringdi:
Ekki er að efa að margir hafa fylgst
með keppninni um íslandsmeistara-
titilinn í handbolta sem lauk á Sel-
fossi sl. miðvikudag meö sigri Hafn-
firðinganna. Ég er einn þeirra sem
mikið hafa fylgst meö handbojta
gegnum árin og reyndar keppnís-
íþróttum flestum. Þaö hefur alltaf
verið ánægjulegt að horfa á glaöa
leikmenn sem í sigurvímu hoppa og
faðma hver annan. Allt eru þetta
eðlileg viðbrögð á sigurstundu og
viðbúið að ávallt séu einhver hátíða-
höld eftir svona atburði.
Lengst af hefur verið reynt að
halda áfengi sem lengst frá íþróttum
og leikmenn eða aðrir keppendur i
íþróttum eru ekki beinlínis eftirsóttir
eða taldir sérstaklega til stórræð-
anna ef þeir líta hýrari augum til
flöskunnar en keppnisgreinar sinn-
ar. Reyndar var áfengi algjört bann-
orð hér á landi lengst af. Ungmenna-
félagsandinn, sem nú á ef til vill ekki
upp á pallborðið í landinu líkt og
áður, sá um að halda íþróttunum
hreinum að þessu leytinu.
„Þetta er ekki til þess fallið að halda
uppi merki iþróttanna ...“ segir hér
m.a. - íslandsmeistarar fagna sigri.
Nú er öldin önnur og þaö er af sem
áður var í íþróttunum. Nú er nánast
hverjum leikslokum fagnað í faðm-
lögum við flöskuna. En mörgum öör-
um en mér finnst þaö áreiðanlega
ganga helst til langt þegar leikmenn
geta ekki beðið eftir flöskunni þar til
þeir eru komnir úr leikbúningnum.
Þannig mátti sjá flennistóra mynd
af sigurvegurunum og íslandsmeist-
urunum frá Hafnarfirði að leik lokn-
um þar sem þeir héldu á sinni heitt-
elskuðu flösku, hver og einn, og
helltu freyðivíni hver yfir annan
skælbrosandi. Þetta er ekki til þess
fallið að halda uppi merki íþróttanna
hér á landi - hvað sem svo má segja
um árangurinn.
Hringiðí síma
632700
millikl. 14 og 16
-eðaskrifió
Nafnogsímanr. veröur að fyigja bréfum
Vaxtalækkasiir
eruekkilág-
launabætur
Jakob hringdi:
Manni heyrist að margir telji
að vaxtalækkanir bankanna séu
ígildi launaltækkana, eða jafnvel
launahækkun í sjálfu sér. Þetta
er alrangt. Vexti ætti ekki að
lækka meira en orðið er. Lands-
bankínn ætti því ekki að leggja
kapp á að lækka vexti hjá sér í
bili. Aðrir bankar geta hafiö
vaxtastríð sin á milli ef þeim sýn-
ist svo en þaö stríð endar aðeins
á einn veg. Þeir munu tapa inn-
lánsviðskiptum sem eru sí-
minnkandi nú þegar.
Eiginíbuð
ísólarlöndum
Magnús Sigurðsson skrifar:
Breytingar á gjaldeyrislöggjöf-
inni meö fullgildingu EES-samn-
ingsins er tilhlökkunarefni. Ekki
síst sú er snýr að ftjálsum við-
skiptum með fasteignir og vilja
kaupa sér íbúð í sólarlöndum.
Það verður gott að geta loks um
frjálst höfuð strokið í þessum efn-
um. Eflaust munu margir nota
tækifærið og skipta um búsetu
hluta ársins. Það á a.m.k. við um
mig og aðra sem vildu eyða hluta
árs i hlýrra loftslagi en hér ríkir
- og komast um leið betur af fjár-
hagslega.
Ódýrari bjór
A.S.Ö. skrifar:
Þaö hefur verið yfirgengilega
hátt verð á áfengum bjór hér á
landi. Sérstaklega hefur verðið
ofboðið mörgum sem kaupa sér
glas af bjór eöa flösku og greiða
fyrir glasið eða flöskuna allt að
500 kr. - Það sjá allir að hér er
um okurálagningu aö ræða.
Nú heíúr a.m.k. ein bjórkráin
riðið á vaðið og auglýst mikla
lækkun á bjór; kr. 395 stórt glas
og allar flöskur á kr. 295. Þetta
verður eflaust til að 111611)3 sam-
keppni í „bransanri' og veitir
ekki af. - Sé hins vegar einungis
um auglýsingu á léttöli að ræða
er veriö að blekkja almenning,
sem varla fer á bjórkrá til að
kneifa léttöl sér til upplyftingar.
- eða hitt þó heldur
Eggert hringdi:
Eg sá í blöðunum að nú stæði
yfir kynning á lambakjötsréttum
á veitingahúsunum fýrstu dag-
ana í mai. - Ekki gat ég þó séö í
auglýsingum að nein verðlækkun
væri í gangi á veitingahúsunum.
Lambasteik m/lauk, sveppum,
bearneassósu, eða glóðarsteikt
lambalæri með sósu að eigin vali,
lambaspjót, lambalundir - allir
réttirnir auglýstir á kr. 990. Þetta
var þá lambakjötstilboð eða hitt
þó heldur! - Ég get fengið svona
lambakjötsrétt með súpu að auki
og heitu brauði á kr. 850 á betri
skyndibitastöðum í borginm. -
Lambakjöststöboðið stóð því ekki
undir nafhi í þetta sinn.
Veftuféogfjár-
magnsskattar
Kristjún S. Kjartansson skrifar:
Nú á tímum þegar útgerð og
verslun blómstrar og Qárfesting-
ar eru með ólíkíndum, ættu þeir
aðilar sem í þessum atvinnu-
rekstrí standa að leggja af mörk-
um öl samfélagsins einhver gjöld,
til að mynda hlutfall af veltufé
og fjármagnsskatt, burtséð frá
kostnaöi við nýjar fjárfestingar.
Endurskoða ætti þann stutta
ttma er snýr að aískrifium. Af-
nema ætti virðisaukaskattsfrfð-
indi af bifreiðum, vélum og tækj-
um sem ekld eru beint tilheyr-
andi byggingariðnaöi og eða hrá-
efni til útgerðar og verslunar.