Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Qupperneq 1
Eyjólfur Sverrisson, annar frá vinstri á myndinni, fagnar þýska meistaratitlinum með féiögum sínum í Vfb Stuttgart eftir sigurinn gegn Bayer Leverkusen.
Símamynd Bild
„Ólýsanleg tilf inning"
- sagði Eyjólfur Sverrisson um sigur Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni
„Aö vinna þýska meistaratitilinn
í knattspymu er í einu oröi sagt
stórkostlegt. Þetta er í raun ólýsan-
leg tilfinning. Fyrir lokaumferðina
liíði maöur alltaf í voninni um aö
þetta myndi takast hjá okkur en
spennan undir lokin var oröin
óbærileg. Þegar titillinn var í höfn
vissi ég ekki í hvorn fótinn ég átti
að stíga, þessari stundu verður
varla lýst með orðum en svona í
alvöru sagt var þetta meiriháttar,"
sagöi Eyjólfur Sverrisson, leikmaö-
ur þýska meistaraliösins Stuttgart,
í samtali viö DV í gær en þá var
hann nýkominn inn úr dyrunum
eftir mikil hátíðarhöld í miöborg
Stuttgart.
Leikmenn keyrðir um
í opnum eðalvögnum
Leikmenn Stuttgart vom keyröir
um miðborg Stuttgart í gær í opn-
um eðalvögnum og fögnuðu hundr-
uö þúsundir borgarbúa liöinu á öll-
um leiöum. Eyjólfur sagði í samtal-
inu við DV að stanslaus hátíðar-
höld heföu staðiö yfir frá því aö
sigurinn var í höfn og hami ætti
von á að þau ættu eftir aö standa
yfir fram eftir vikunni. Liöið lenti
á flugvellinum í Stuttgart á laugar-
dagskvöldiö og tóku þar á móti liö-
inu tugir þúsunda manna.
„Stærsta stundin
á mínum ferli“
„Það leikur enginn vafi á því aö
þetta er stærsta stundin á mínum
ferli sem knattspymumanns.
Lokamínúturnar í leiknum gegn
Leverkusen fara mér seint úr
minni. Við vorum í nánu sambandi
við hina leikina sem skiptu okkur
máli en stöður um gang mála vom
birtar á stórum skjá á vellinum.
Allt þar til aö fimm mínútur vora
til leiksloka virtist sem Dortmund
ætlaöi að vinna titilinn en einni
mínútu síðar gerðum við vonir
þeirra að engu. Þjálfarinn teysti
mér ekki til að leika fulian leik eft-
ir erfiða leiki að undanfömu en
sagði mér að vera tilbúinn frá
fyrstu mínútu," sagði Eyjólfur.
Eyjólfur sagði að ekki heföi verið
búist við miklu af liðinu fyrir tíma-
bilið en liðið stefndi aö fimmta
sætinu. Eyjólfur lék 35 leiki af 38 í
úrvalsdeildinni og skoraði fjögur
mörk. Fyrir skömmu skrifaði Ey-
jólfur, sem 23 ára að aldri, undir
nýjan tveggja ára samning við
Stuttgart en Ijóst er að töluverðar
mannabreytingar verða á liðinu
fyrir næsta tímabil en þegar hefur
einn leikmaður verið keyptur til
hðsins.
Fyrir sigurinn fékk
hver leikmaður 3,2 milljónir
Eyjólfur staðfesti í samtalinu við
DV í gær að fyrir sigurinn í deild-
inni fengi hver leikmaður liðsins
um 3,2 milljónir íslenskar krónur.
-JKS
Páll til Hndastóls
„Ég var á Sauðárkróki um helgina og fer þangað með meiri farangur
næst. Ég fer norður í byrjun júlí og mun leika með Iiði Tindastóls næsta
vetur,“ sagði Páll Kolbeinsson, körfuknattleiksmaður í KR, í samtali við
DV í gærkvöldi.
„Það hefur lengi blundaö í mér að fara út á land og ég ákvaö að slá til
að þessu sinni og verð líklega úti á landi í nokkur ár. Þetta var rosalega
erfiö ákvörðun og líklega erfiðasta ákvöröun sem ég hef tekiö í lífinu að
yfirgefa KR. En ég sný aftur þótt síöar verði til starfa hjá KR. Ég hlakka
raikið til að fara norður. Þar er gífurlegur áhugi á körfuknattleiknum
og vonandi verður næsta keppnistímabil eins skemmtilegt og síðasta tima-
bil,“ sagði Páll ennfremur.
Páll er án efa einn besti leikmaður landsins og gífurlegur styrkur fyrir
lið Tindastóls. Aö sama skapi er þetta áfall fyrir lið KR-inga.
-SK
Verður
Pétur að
hætta?
-sjábls. 28