Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Page 7
ÞRIÐJUÐAGUR 9. JÚNÍ 1992. 29 faðmaður innilega af félögum sinum úr Víking eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins i gær. Steinar Adolfsson er hins vegar niðurlútur en hann jafnaði metin DV-mynd GS ideilt sigurmark kingar skoruðu úr vítaspymu á lokamínútunni og unnu Val, 2-1 markvaröar áöur en hann féll við í teignum. Leikurinn var mjög fjörugur og vel spilaður í fyrri hálfleik. Valsmenn höföu frumkvæðið og á 16. mínútu skall hurð nærri hælum við Víkings- markið eftir stórskotahríð Valsmanna. Fyrst átti Jón Grétar skot utan víta- teigs sem Guðmundur varði. Hann hélt ekki knettinum og þar kom Anthony Karl Gregory á fleygiferð og þrumaði knettinum í stöngina. Þar tók Steinar Adoifsson-á móti boltanum og skaut hörkuskoti í slá og yfir, Víkingar svo sannarlega heppnir þar. Tveimur mínútum síðar lá knöttur- inn í marki Vals og kom það nokkuð gegn gangi leiksins. Eftir homspymu Harðar Theodórssonar mistókst Vals- mönnum að hreinsa og Atli Helgason þakkaði fyrir sig með því að skora af stuttu færi framhjá Bjama Sigurðs- syni. Valsmenn héldu sókninni áfram og uppskáru mark á 27. mínútu. Amljótur Davíðsson átti þá skot að marki Vík- inga en knötturinn hafði viðkomu í hendi eins leikmanna Víkinga og Kári dómari dæmdi vítaspyrnu. Steinar Adolfsson framkvæmdi spymuna og skoraði af öryggi. Það sem eftir var hálfleiksins vom Valsmenn ágengari og léku á köflum mjög góða knatt- spymu. Síðari hálfleikurinn var jafn daufur og sá fyrri var skemmtilegur. Nánast engin marktækifæri htu dagsins Ijós en bæði Uð sýndu þó oft góð tilþrif. Salih Porca og Antony Karl áttu báðir ágæt færi áður en sigurmarkið kom á lokamínútunni eins og áður er lýst. „Ég er mjög ósáttur við þennan víta- spymudóm og hann var algjörlega út í höttv Við höfðum undirtökin sérstak- lega í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var biliö á mili varnar og sóknar of mikið og þess vegna náðum við ekki upp eins góðum leik. Það er samt ekk- ert annað að gera en halda áfram, hver einasti leikur verður erfiður enda hðin í deildinni svipuð að getu,“ sagði Sævar Jónsson, fyrirhði Vals, við DV eftir leikinn. íslandsmeistarar Víkings hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum og era komnir í 2. sæt- ið. Liðið lék á köflum ágæta knatt- spymu en samleikur þeirra var samt ekki eins markviss og Valsmanna. Vík- ingar era sterkir á boltann og hafa inn- an sinna raöa mikla vinnsluhesta eins og þá Ólaf Ámason og Atla Helgason og vel spilandi vamarmann þar sem Janni Zilnik er. Aðalstein Aðalsteins- son var drjúgur á miðjunni og Ath Ein- arsson er ahtaf hættulegur. Það var ffekar súrt fyrir Valsmenn að horfa á eftir öllum stigunum eins og þeir léku í gær. Valshðiö hefur leik- 9 l 1 Varið E33 Stöng/þverslá I...I Framhjá ið vel í fyrstu leikjum sumarsins og verður í toppbaráttunni haldi hðið áfram á sömu braut. Sævar Jónsson og Izudin Dervic vora sterkir í vöm- inni, Porca duglegur á miðjunni og þeir Anthony Karl og Baldur Bragson kvikir í sókninni. -GH 10 Markskotin á Víkingsvelli Víkingur Valur fþróttir Óvísthvort Wrightleikur Enn eitt vandamálið blasir nú við Graharn Taylor, þjálfara enska landslíðsins í knattspymu. Varnai-maðurinn Mark Wright á við meiðsh að stríða í nára sem getur leitt til þess að hann geti ekki leikið með Englendingum í Evrópukeppni landshða sem hefst í Svíþjöð á morgun. Áður höföu þeir John Barnes og Gary Steveh dottið úr úr hópnum vegna meiðsla. Þeir Andy Sinton og Keith Curle komu í stað Bar- nes og Stevens og nú er Tony Adams, fyrirhð Arsenal, í við- bragösstöðu vegna meiösla Wríghts. -GH Knattspyman í Bandaríkjun- um er heldur betur á uppleiö. Þaö sést best á því að bandaríska landsliðið sigraði í fjögurra liða móti sem lauk í Clúcago í gær. Þá skildu Bandaríkin og Ítalía jöfn, 1-1, en áður höfðu Banda- ríkjamenn sigrað íra, 1-0, og Portúgala, 3-1. ítahr gerðu 0-0 jafntefh gegn Portúgölum og unnu sigur á írum, 2-0. Roberto Baggio skoraði mark ítala gegn Bandaríkjamönnum en John Harkes jafnaði metin. í gær léku síðan írar og Portúgalar. írar sigraðu, 2-0, meö mörkum Steve Staunton og Tommy Coyne og lentu í 3. sæti en Portúgahr ráku lestina. -GH Hollenski landshðsmaðurinn Aaron Winter, leíkmaður með Ajax í Hollandi, hefur gert samn- ing viö ítalska liðið Lazio. Kaup- verð Lazio er um 240 milljónir íslenskra króna. Winter er ætlað að leika við við hlið Paui Gasco- igne á miðjunni. -GH Flóttifrá Júgöslavíu Sampdoria á Ítalíu hefur gert munnlegt samkomulag við Red Star Belgrad í Júgóslavíu um að það kaupi Vladiroir Jugovic en kaupin geta samt ekki átt sér stað fyrr en banni Sameinuöu þjóð- anna á Júgóslavíu lýkur. Þá mun annar leikmaður Red Star, Sinisa Mihaijhvic, vera á leið til Real Madrid með sömu skilyröum. -GH Rúnarfær millúrið tgtllltll IV Rúnar Kristinsson lék sinn 25. landsleik fy rir Islenska landsliðið I knattspymu þegar ísland vann sigur á Ungverjum í HM í Búda- pest í síðustu viku. Runar fær að launum gullúr frá KSÍ en það fa allir sem ná 25 leikja markinu. Þetta er mjög góður árangur hjá Rúnari því hann er einungis 23 ára gamall. Feldkamp til Tyrklands Þjóðverjinn Karl Heins Feld- karop hefur verið ráðinn þjálfari tyrkneska 1. deildar hðsins Gal- atasaray. Feldkamp þjálfaði Ka- ; iserslautern í Þýskalandi og gerði að meisturum í fyrra. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.