Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992. 35 dv Fjölmiðlar Metnaðar- full dagskrá Þeir sem einhverra hluta vegna vildu horfa á sjónvarpígær urðu varla fyrir vonbrigðum. Dagskrá- in var sneisafullafmetnaðarfullu efni sem sérhver einkarekin sjón- varpsstöð hefði verið stolt af. Þegar dóttir mín kom inn, dauð- þreytt eftir að þurfa aðhanga úti allan daginn, gat hún sest niður og horft á endursýndan ævin- týraþátt sem minna en ár er síðan var sýndur síðast. Við gátum síð- an skemmt okkur sarnan yfir táknmáisfréttum og 68. þætti af Fjölskylduiifi. i Ég hef ailtaf metið það við sjón- varpiö hvaö það er duglegt við að sinna yngstu kynslóöinni, sér- staklega um helgar þegar það býður upp á stillimyndir og 8tundura reyndar endursýnt efni. : Það er meira aö segja fariö að talsetja siunt bantaefni sem er ti) marks um mikinn stórhug á þeim bæ. Eftir fréttaþátt sjónvarpsins tók ekki veira viö; A grænni grein, Plóra íslands, 13. þáttur um ástir og undirferli og lokst heimildar- : mynd um hinn 70 ára gamia Sum- merhill skóla í Bretlandi, Þeir sem vildu nýta sér það sera metn- aðarfulhr sfjómendur sjónvarps- ins buðu upp á gær hafa því vænt- anlega farið hamingjusamir í háttinn í gær og dreymt endur- sýningar, framhjáhald, lamba- grös og skólastarf. Þeir sem voru svo heppnir aö eiga afrugiara í gær áttu völ á dagskrá sem mér virtist ekki síð- ur metnaðarfuli. Pálmi Jónasson Jaröarfarir Bjarni Bjarnason, Hörgsdal, verður jarðsunginn frá Prestbakka á Síðu fimmtudaginn 16. júh kl. 14. Minningarathöfn um Helga Theódór Sveinsson veröur í Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. júh kl. 10.30. Ingigerður Einarsdóttir, Langholts- vegi 206, er andaðist 5. júh, veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. júh kl. 15. Óli Kristján Sigurðsson, verður jarðsunginn frá Seltj arnameskirkj u fóstudaginn 17. júh kl. 13.30. Magnea Bjarnardóttir, Reynivöllum 5, Selfossi, veröur jarðsungin frá Sel- fosskirkju fóstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Svanbjörn Frímannsson, fyrrv. seðlabankastjóri, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. júh kl. 15. Sigurgeir Þorgrímsson sagnfræðing- ur verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, miðvikudaginn 15. júh, kl. 13.30. Andlát Magnús Elíasson frá Bolungarvík lést í Hrafnistu 13. júh. Laura Proppé andaðist sunnudaginn 12. júh. *•// ©KFS/Distr. BULLS 'kféitjet? Bíddu! Við getum leyst úr þessu. LaJIi og Lína Spakmæli Talaðu um fyrir vini í einrúmi en hrósaðu honum við aðra. Leonardo da Vinci. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvúið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabiíreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 10. júlí til 16. júlí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Vesturbœj- arapóteki, Melhaga 20-22, sími 22190, læknasimi 22290. Auk þess verður varsla í Hóaleitisapóteki, Háaleitisbraut 68, simi 812101, læknasími 812100, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga tíl fimmtudaga frá kl. 9^18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fostudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opiö virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opiö í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu tíl kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar em gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 tíl 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorflnnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Næfur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftír samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: AUa daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Efttr umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarflrði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífílsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Geröuhergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Leiðsögn á laugardögum kl. 14 Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: i Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akuréyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tílkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alia virka daga frá kl.<l7 síödegis tíl 8 árdegis og á helgidögmn er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflinan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Vísir fyrir 50 árum Miðvikudagur 15. júlí: Landburður af síld fyrir norðan. Stjömuspá Spáin gildir fyrir flmmtudaginn 15. júlí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Breytingar geta valdið vandræðum í hefðbundnum verkefnum dagsins. Þú gætir þurft að fresta áætlunum þínum. Happatölur eru 9,17 og 33. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nú er rétti tíminn til að klára það sem hefur setið á hakanum hjá þér lengi. Farðu sérstaklega gætilega í fjármálunum. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Það hefur verið erfltt hjá þér aö undanfómu en þér til léttis sérðu fram á bjartari tíma. Notfærðu þér sambönd þín í félagslifinu. - Nautið (20. apríl-20. maí): Leggðu áherslu á lífið fyrir utan veggi heimilsins. Vingjamlegt andrúmsloft kemur þér langt í viðskiptum eða vináttu. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú hefúr ekki mikinn tíma til þess að slaka á. Nýttu orku þína og ákafa til að ná settu marki. Samvinna er þér bæði til framdiátt- ar og hagnaöar. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Þú ert í bjartsýnisskapi. Varastu þó að binda þig ekki í neinu sem þú ræður ekki við og getur komið aflan að þér. Þú hefur heppn- ina með þér. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú skalt búast við því að það séu gerðar miklar kröfur til þín. Þú hefur lítinn tíma fyrir sjálfan þig. Þú finnur líklega eitthvað sem þú tapaðir fyrir lögnu. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú verður að sýna þolinmæði ef þú ætlar að ná þeim árangri sem þú ætlar þér. Þú nýtur þín í hvers konar félagslífi. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú mátt búast við breytingum fljótlega annað hvort heimafyrir eða í vinmmni. Eitthvað ánægjulegt kemur upp sem ástæða er að halda upp á. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Eitthvað sem vakið hefúr furðu þína leysist. Þetta leiðir til léttara andrúmsloft og meiri ánægju fyrir þig. Eitthvað óvænt hefur áhrif á málefni kvöldsins. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Láttu ekki aðra eyðleggja áhuga þinn og gott skap. Gefðu þér tíma til þess að hugsa áður en þú ffamkvæmir. Happatölur eru 12,22 og 29. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þér gengur vel og það borgar sig fyrir þig að líta til lengri tíma og gera ráðstafanir í samræmi við þaö. Þú skalt ekki vænta mik- ils hagnaðar í augnablikinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.