Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992. 9 Neíl lönnock, formaður breska verkamannaflokksins, hefur sagt af sér sem formaður flokksins. Gert er ráð fyrir að verkamanna- flokkurinn velji nýjan formann um helgina. Kinnock, sem er fimmtugur, er sonur kolanámumanns frá Wal- es. Var hann formaður verka- mannaflokksins í níu ár og tókst að færa stefnu flokksins frá vinstri og nær miðju. Hefur flokkurinn þó orðið að lúta í lægra haldi fyrir breska íhalds- flokknura í síðustu femum kosn- ingum. Forsætisráð- henra Litháen rekinn Forsætisráðherra Litháen, Gediminas Vagnorius, var rekinn frá völdum í gær eftir að þing landsins samþykkti vantrausts- yfirlýsingu á hann. Vagnorius er náinn bandamaður forsetans, Vytautas Landsbergis. Vagnorius kenndi gömlum kommúnistum um fall sitt en hann heldur því fram aö þeir vilji ná aftur völdum í landinu. Hafa það aðallega verið frjálslyndir, Verkamannaflokkurinn og sós- ialdemókratar sem hafa hvað mest viJjað hann úr forsætisráð- herrastólnum. Sextíuogátta Herflugvél frá Jemen hrapaði í morgun yfir eyðimörk nálægt Aden. Mikill sandstormur var er atburðurinn átti sér stað. Að sögn vitna braust eldur út í vélinni um leið og hún skall á jörðina, aðeins 10 kílómetra frá flugvellinum. Um borð voru 68 manns, bæöi almennir borgarar og hermenn. Vélin, sem var so- vésk af gerðinni Antonov, hafði flogið í nokkra hringi yfir flug- vellinum í nokkurn tíma þar sem hún gat ekki lent vegna sand- storms. Vélin var á leiöinni frá Soc- otra-eyju á Indlandshafi til Aden, sem er aöalhafharborg Jemen og fjármálaborg landsins. Evrópsk vatns- salenti íNewYork Vatnssalerni á götum úti að franskri fyrirmynd hafa vakið mikla ánægju í New York. Voru þau sett upp til reynslu i fióra mánuði á þremur stöðum á Man- hattan. Salernin hafa þó notið svo mikilla vinsælda að franileiðandi þeirra hefur sent annan viðgerö- armaxm til New York svo að hægt sé að gera við þau. Fyrir þá sem áhuga hafa á kost- ar aöeins 25 sent að nota salemin og að sögn þeirra sem til þekkja mun hvert þeirra vera notað 150 til 180 sinnum á dag eða tvöfalt oftar en í París. Vatnssalemi af þessari tegund hafa hingað til verið bönnuð í New York. í sturtu með leikmönmimim Aðdáendur bresks rúgbý-liös, kvenkyns, hafa verið hvattir til að hjálpa til við fjársöfnun með þvi að bjóða þeim í sturtu með leikmönnum liðsins. Að sögn talsmanns liðsins verð- ur leyfilegt að taka vinkonu sina með sér. Er vonast til að stúlk- urnar flykkist svo þúsundum saman til aö bjóða í tækifæri til aö eyöa tíma með bestu og mynd- arlegustu karlmönnum á norður- hlutaBnglands. Reuter Útlönd Unglingspiltur frá Sarajevo stendur i dyrunum á stofunni heima hjá sér eftir að sprengja lenti þar. Simamynd Reuter Alþjóðlegur hópur vísinda- manna hefur borað niður úr ís- hettu Grænlandsjökuls og hafa meöal annars uppgötvaö eftir- stöðvar súrs regns frá eldgosi Vesúviusar frá árinu 79 og ryk frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbil ár- ið 1986. „Hópurinn hefur borað út ís- sýni, allt að 200 þúsund ára göm- ul, sem lætur vísindamönnum í té nýjar uppiýsingar um veöur og umhverfisskilyrði í gegnum tíðina,“ sagði Joergen Taageholt sem er í forsvari fyrir hópinn. Þetta er í fyrsta skiptið sem vís- indamenn hafa borað alla leið í gegnum þriggja kílómetra íshettu Græniandsjökuls. íssýnin gefa til kynna að veðurfar hafi verið mun mildara fyrir þúsund árum og þvi hafi Grænland þótt fýsilegur kostur fyrir norræna menn sem flUttUþangað. Reuter Átökin 1 Sarajevo: Sprengingar í miðbænum - Carrington ekki bjartsýnn á frið Allt hristist og skalf snemma í morgun í úthverfúm Sarajevo, sem eru á valdi íslama, og miðbæ borgar- innar er miklar sprengingar uröu þar. Gerist þetta á sama tíma og leið- togar íslama, Króata og Serba búa sig undir friðarviðræður í London. Fréttamenn hjá útvarpinu í Sarajevo greindu frá því að Dobrinja og Mojmilo hefðu orðið fyrir árásum en ekki var enn vitað hvaða skaði hlaust af. Hófst skothriðin um kl. 2 í nótt og er talið að Serbar hafi stað- ið fyrir henni. í gær voru harðir bardagar á nokkrum vigstöðvum í Bosníu-Her- segóvínu milli Serba annars vegar og íslama og Króata hins vegar. Hafa leiðtogar Serba spáð því að borgin Gorazde í austurhluta Bosníu muni senn falla í hendur Serba. Um 70.000 íbúar borgarinnar hafa verið inni- króaðir af serbneskum hersveitum í nokkum tíma. Króötum hefur orðið nokkuð ágengt í orrustunni um Sarajevo. Það er Carrington lávarður sem er í forsvari fyrir friðarviðræðumar í London. Sagði hann að hann væri ekki bjartsýnn á árangur. „Það væri bamaleg bjartsýni að halda að það væra ekki hindranir í veginum," sagði Carrington. Síðasta tilraun hans til að binda enda á bardagana mistókst í síðasta mánuði og fylgdu harðir bardagar í kjölfariö. Forseta Júgóslavíu, Slobodan Mi- losevic, hefur verið kennt um hvern- ig komið er, en júgóslavneska þingið staðfesti í gær bandaríska Serbann, Milan Panic, í embætti forsætisráð- herra. Milan sem er milljónamær- ingur frá Kalifomíu er bæði með bandarískan og júgóslavneskan rík- isborgararétt. í jómfrúræðu sinni sagði Panic að sijómin myndi gera allt sem í hennar valdi staeði til að fá alla aðila til að hætta að beijast. Fjórtán þúsund manns hafa látið lífið í átökunum og um tvær milljón- ir manna hafa misst heimili sín. Reuter Mandela ávarpar f und Öryggisráðsins Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, sagði í gær að ef Suð- ur-afríska ríkisstjómin yrði við skil- yrðum þjóðarráðsins væri ekki nauðsynlegt að biðja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um aðstoð. Ef ríkisstjórnin verður við skilyrð- um er engin þörf „á íhlutun alþjóða- samfélagsins" sagði Mandela þegar hann kom af fundi með Boutros Bo- utros-Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær. Leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar, Mangosuthu Buthelezi, hitti Bout- ros-Ghali einnig í gær. Mandela, But- helezi og utanríkisráðherra Suður- Afriku, Pik Botha, munu taka þátt í fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna í dag ásamt níu öðrum utanrík- isráðherrum frá Afríkuríkjum. Það var Mandela sem bað öryggis- ráðið að funda um málefni Suður- Afríku til að ná mætti sáttum í því póiitiska öngþveyti sem ríkt hefur í landinu. Mandela hefúr líka óskaö eftir sérstakri sendinefnd á vegum SÞ til að rannsaka ofbeldiö 1 landinu. Reuter Nelson Mandela situr fund hjá ör- yggisráöi Sameinuöu þjóðanna í dag þar sem rætt verður um málefni Suður-Afríku. Telkning Lurle Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, á neðangreindum ta'ma: Borgarland 7, Djúpavogi, þingl. eig. Byggingafélag verkamanna, talinn eig. Gunnlaugur Kristjánsson, mið- vikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Magnús M. Norðdahl hdl. og Sigmundur Böðvars- son hdl. Búðavegur 48, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Sólveig Sigurðardóttir og Lars G. Hallsteinsson, miðvikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Magnús M. Norðdahl hdl. Haínargata 43, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Guðlaugur Einarsson, miðviku- daginn 22. julí 1992 kl. 10.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimta Austurlands. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði, þingl. eig. Andrés Óskarsson, miðvikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofiiun ríkisins. Hlíðargata 2, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Rúnar Þór Hallsson, miðvikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimta Austurlands og Húsnæðisstofhun ríkisins. Steinar 4, Djúpavogi, þingl. eig. Jó- hann Hjaltason, miðvikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimta Austurlands. Steinar 11, Djúpavogi, þingl. eig. Emii Guðjónsson, miðvikudaginn 22. júlí 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigmundur Böðvarsson hdl., Magnús M. Norðdahl hdl., Elín S. Jónsdóttir hdl., Hróbjartur Jónatans- son hrl. og Eggert B. Ólafsson hdl. Túngata 8, Stöðvarfirði, þmgl. eig. Kristján Grétar Jónsson, miðvikudag- inn 22. júlí 1992 kl. 10.00. .Uppboðs- beiðendur eru Húsnæðisstofiiun ríkis- ins og Tiyggingastofnun ríkisins. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIHRÐI Aukablað Ferðablað II um innanlandsferðir Miðvikudaginn 22. júlí nk. mun annað innlent ferðablað fylgja DV. Ferðablað I fékk mjög góðar viðtökur og hefur því veriö ákveðið að gefa út annað ferðablað um inn- anlandsferðir. í þessu biaði verður fjailað um útihátiðir um versl- unarmannahelgina (1.-3. ágúst). Sýndirverða uppdrættir fráýmsum stöðum sem ferðalangar gista, með upplýsingum um það helsta sem þeir þurfa að vita. Sagt verður frá ýmsu sem á boðstól- um er af útilegubúnaði, veiðibúnaði o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Jensinu Böðvarsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta i síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að siðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 16. júli. ATH.! Bréfsimi okkarer63 27 27. Auglýsingar - Þverholti 11 - Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.