Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1992. 5 Lovísu Ólafsdóttur í bæjarvinnunni þykir ágætt að vinna með vélar. Hún segist þó ekki vera með neina véla- dellu. Myndin er tekin á Miklatúni. DV-mynd GVA Innbrot um há- bjartan dag Brotist var inn í íbúð við Grett- isgötu í Reykjavík um hábjartan dag á miövikudag. Hljómílutn- ingstækjum og myndbandstæki var stolið úr íbúöínni. Innbrotið uppgötvaðist þegar húsráðendur komu heim úr vinnu. Málið er í rannsókn hjá RLR. -bjb Fréttir Sala áfengis, nef- og reyktóbaks fyrstu sex mánuðina: Umtalsvcrður samdráttur Heildarsala áfengis fyrstu sex mán- uði ársins var 3,7 millj. lítra. Þegar salan fyrstu sex mánuði síðasta árs er skoðuð kemur í ljós að hún var rétt röskar 4 millj. lítra. Hið sama er uppi á teningnum ef alkóhóllítrar eru kannaðir. Fyrstu sex mánuðina seldust 428.563 lítrar samanborðið við 463.924 lítra í fyrra. í þessum tölum er bjór að sjálfsögðu meðtal- inn. Samdráttur milli ára er 8,61% í lítrum og 7,62% í alkóhóllítrum. Sala á nef- og munntóbaki dregst einnig saman og hið sama má segja um reyktóbak. Fyrstu sex mánuðina seldust 6.279 kg en sambærileg taia fyrir 1991 er 6.305. Samdráttur er því 0,42%. Heildarsala reyktóbaks nam 7.294 kg. Sambærileg tala fyrir 1991 er 7.372 kg. Samdráttur er því 1,05%. Heildarsala vindlinga nam 203.419. Sambærileg tala fyrir 1991 er 209.115 mille. Samdráttur er því 2,72%. Heildarsala vindla nam 5.974.345 stk. en var 6.293.030 stk. í fyrra. í framangreindum tölum er ekki tekið tillit til þess áfengis og/eða tó- baks sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið eöa þess magns sem feröamenn taka með sér frá útlönd- um eða kaupa í fríhöfn. í sölutölum ÁTVR kemur fram að söluaukning varð í freyði- og kampa- víni (8,26%) en samdráttur varð í sölu á vodka (-10,39%). Romm er á uppleiö (12,02) en bjór nýtur minni vinsælda (-10,75%). Fyrstu sex mán- uöina seldist ein flaska af hinu sívin- sæla Chateau Mouton-Rothscild 1986 en rösklega fjórtán þúsund flöskur af Vin du Pays de L’Herault Red en 20.551 flaska af Piat de Beaujolais. íslendingar drukku 195 flöskur af Camus Napoleon en 5.141 flösku af Remy Martin V.S.O.P. Alls ranr. ■ innihald 26.197 flaskna af brennivíni í 1 1 umbúðum í gegnum kverkar Heildarsala áfengis fyrstu 6 mánuði áranna '91 og '92 í milljónum lítra Aperatífar Brennivín 5 : Gin 1 Hvítvín H Koníak Líkjör Rauðvín ■ 7997 Romm n 1QQP Serrí Vermútar Viskí 1 Vodka Ýmsartegundir 3 0 1 000 000 2 000 000 3 000 000 .................-.......—......--.......................Iregal. landans en 106.586 flöskur af Smirn- flöskur af messuvíni þessa fyrstu sex off. Prestar landsins keyptu 394 mánuði ársins. Verslunarráð íslands styður EES-samninginn: Aukin milliríkjaviðskipti kalla á aukinn hagvöxt - varar við töfum á samþykkt samningsins 1 meðförum Alþingis Verslunarráð Islands hvetur til að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið verði samþykktur. Ráðið varar við töfum á samþykkt samn- ingsins í meðfórum Alþingis þannig að ísland verði ekki til þess að hindra að samningurinn geti tekið gildi frá og með næstu áramótum. I bréfi til utanríkismálanefndar Alþingis bendir Verslunarráð meðal annars á þau rök að samningurinn búi til sambærilegar leikreglur í við- skiptum, auk þess sem vænta megi aukins hagvaxtar í kjölfar aukinna milliríkjaviðskipta. Mat Verslunarráðs er að samning- urinn feli í sér mikilsverða sóknar- möguleika fyrir íslenskt atvinnulíf enda feli hann í sér sambærileg sam- keppnisskilyrði milli íslenskra fyrir- tækja og keppninauta þeirra í Evr- ópu. Tekið er fram í bréfinu til utanrík- ismálanefndar að á sviði sjávarút- vegsmála hafi tekist allvel til með niðurfellingu á tollum. Þá þykir ráð- inu framkomnar hugmyndir um gagnkvæmar veiðiheimildir viðun- andi. -kaa Tegund Árgerð Tilboðsverð Toyota Corolla 1988 530.000,- MMC Lancer 1988 530.000,- Ford Escort 1987 340.000,- Mazda626 GLX 1987 430.000,- MMC Colt 1987 390.000,- Toyota Corolla GTi 1985 395.000,- Ch. Corsica 2.8 1989 780.000,- Skoda Favoritvsk. 1990 240.000,- Lada Samara 1987 130.000,- Subaru1800sedan 1988 690.000,- Subaru 1800 GLF 1984 230.000,- Skoda 120L 1988 90.000,- Peugeot309 1988 390.000,- Opið: virka daga kl. 10.00-19.00 Laugardag kl. 10.00-17.00 ENGIN ÚTBORGUN RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ18 MÁNAÐA SKULDABRÉF TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA Tækifæri til að gera góð bílakaup fyrir helgina! NOKKUR DÆMI: Bílaumboðiö hf Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633 og 676833 í notuðum bílum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.