Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 12
30
p
t.
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
iðárkn
Eiðar| \
Bjarkarlund
Stykkishólmur
Víndh
Reykjavík
Ferðir
Útihátíðir um versiunarmannaheigina
Brekkubær
Höfn
Vestmannaeyjar
\ Samkomustaður
Vík í Mýrdal:
Páll Péturasan, DV, Vílc
í Vík í Mýrdal verður haldin flöl-
skylduhátíð um verslunarmanna-
helgina eins og mörg undanfarin ár.
Skemmtun þessi er búin aö vinna sér
fastan sess í ferðaflóru íslendinga um
þessa helgi og kemur þar margt til.
I fyrsta lagi er það einfaldleiki og
sveigjanleiki en fólk er ekki matað á
skemmtiatriðum allan sólarhring-
inn. Auk þess getur fólk valið um
mjög fjölbreytta afþreyingu við allra
hæfi. Þá er það talinn kostur að ein-
ungis er selt inn á tjaldstæðið í Vík,
þ.e. greidd er viss upphæð á hvert
tjald og skiptír ekki máh hve margir
einstaklingar hafa aðsetur í því.
Verðið fyrir nóttina er kr. 1.000 en
tvær nætur kosta kr. 1.800 og öll helg-
in kr. 2.500.
Útigrill á tjaldstæðinu
Meðal dagskráratriöa má nefna
varðelda og íjöldasöng öll kvöld.
Stórt útigrill verður á tjaldstæðinu
og hefur oft skapast skemmtileg
stemmning í kringum það og ný
vinatengsl myndast. Dansleikir
verða á laugardags- og sunnudags-
kvöld. Aldurstakmark er 16 ár og
miðaverð er kr. 1.700. Hljómsveitin
sér einnig um söngvakeppni bama á
sunnudag og „Prestley-prógramm" á
laugardag. Þessi dagskráratriði
verða í Félagsheimilinu Leikskálum.
Fleira verður gert fyrir bömin því
farið verður í íþróttir og leiki með
þeim fyrir hádegi á laugardag.
Gönguferðir með leiðsögumanni
verða um nágrennið og sýnt verður
bjargsig í Klettunum hjá tjaldsvæð-
inu á sunnudag. Jeppamenn sýna
torfæmtröllin sín á laugardag og
þeir verða einnig með sýningu í fjör-
unni skammt frá Vík.
Náttúruskoðun
Það kom fram hjá mótshöldurum
aö náttúmskoðun skipar veglegan
sess á fjölskylduhátíðinni. Búið er
að merkja gönguleiðir í nágrenni
Víkur og hjólabátarnir fara í útsýnis-
siglingar að Reynisdröngum. Þessar
ferðir verða þátttakendum ógleym-
anlegar. Hægt er að fara í vélsleða-
ferðir á Mýrdalsjökli og þar er einnig
skíðalyfta. Reynisflug býður upp á
útsýnisflug og hestaferðir eru á veg-
um Jöklahesta. Einnig er hægt að fá
leigða hesta hjá Höfðabrekku. í ná-
grenni Víkur er 9 hola golfvöllur.
Veitingasala verður í Víkurskála
og einnig verða flestar verslanir í
Vík opnar yfir helgina. Það má segja
að Vík ’92 bjóði upp á eitthvað fyrir
alla fjölskylduna. Að sjálfsögðu er
meöferð áfengis bönnuð. Umsjón
með hátíðinni er á vegum félaga í
Björgunarsveitinni Víkverja og Ung-
mennafélaginu Drangi.
Snæfellsás '92:
Mann-
undir
„Snæfellsás er fjölskyldumót
áhugafólks um m.a. breyttan lífs-
stíl, nýjan hugsunarhátt, gleðina,
umhverfismál og jákvæðan
þroska. Snæfellsás er því góður
valkostur fyrir þá sem hafa
mannrækt i fyrirrúmi. Mótið er
öllum opið,“ segja forráðamenn
Snæfellsáss ’92. Þetta er sjötta
mótið sinnar tegundar á íslandi
og hafa þau öll verið haldin á
Snæfellsnesi. Mótssvæðið er land
Brekkubækjar að Hellnum (10
mín. akstur frá Amarstapa).
Gamalt bóndabýli er miðstöð
mótsins þar sem hlaðan gegnir
nú hlutverki fundarsalar og í
hluta annarra útihúsa hefur ver-
ið komíð upp hreinlætisaðstöðu
ognámskeiðssal. Dagskráin hefst
á fóstudagskvöldi og er slitiö síð-
degis á mánudag. Hún verður
fjölbreytt að vanda og er í formi
fyrirlestra og námskeiöa á daginn
en kvöldvökur með varðeldi,
leikjum og söng á kvöldin.
Fyrirlesarar og leiðbeinendur
eru bæði innlendir og erlendir.
Heiðursgesturinn að þessu sinni
er dr. Molly Scott, þekktur heil-
unartónlistarmeistari. Á dagskrá
er m.a. dulspeki, heilun, söngur,
hugleiðslur, leikfimi, útiguðs-
þjónusta o.fl. Mótin hafa ávallt
farið ftiðsamlega fram enda er
meöferö áfengis ekki leyfö á
svæðinu. Þá skal það einnig tekiö
fram við hundaeigendur, sem
hyggjast taka hundinn með, að
þeim trúfasta fjölskylduvin verð-
ur ekki leyft að ganga lausum á
mótssvæðinu.
Forsala aögöngumiða er hafin í
versluninni Betra líf, Laugavegi
66, og kostar miðinn kr. 4000.
Aðgangur fyrir börn er ókeypis.
Innifalið í miðaverði er aðgangur
að öllum dagskrárliðum mótsins
að undanskildum námskeiðum
og einkatímum. Miðasala verður
einnig við heimtröð Brekkubæjar
frá og með 30. júlí. Hægt er aö
hafa samband við Brekkubæ frá
og með þeim degi i síma 93-56754.
Allar nánari uppiýsingar um dag-
skrá verða einnig í Betra líf og
hjá Nýaldarsamtökunum.
• •»
Síldarævintýri
á Siglufirði
Öm Þórarinsson, DV, Fljótuin;
Siglfirðingar ætla að rifja síldarár-
in upp um verslunarmannahelgina
og verður mikið tilstand sem stendur
frá fimmtudegi fram á sunnudags-
kvöld. Snemma á síðasta ári kvikn-
aði sú hugmynd aö setja upp dagskrá
sem líktist síldarstemmningunni á
árum áður. Þetta var reynt í fyrra
og gafst vel og þúsundir manna komu
til Siglufjarðar meðan á hátíðinni
stóð. Síldarævintýrið um næstu
verslunarmannahelgi á að vera enn
umfangsmeira en í fyrra.
„Þetta hefst með því að Halla Har-
aldsdóttir, myndlistarkona og brott-
fluttur Siglfirðingur, opnar sýningu
á verkum sínum í ráöhúsinu," sagði
Theódór Júlíusson, framkvæmda-
stjóri hátíöarinnar. „Þá verður um
kvöldið flutt dagskrá á Hótel Læk
sem kallast Enn er lundin létt. Þetta
er léttblönduð revía, flutt af heima-
mönnum. Hún verður endurtekin á
föstudagskvöldið.“
Theódór við bát Gústa guðsmanns en Sigurvin verður til sýnis i miöbænum
meðan síldarævintýrið stendur yfir. DV-mynd örn
aö eitthvaö sé nefht af því sem í boði sannarlega vonum við að fólk komi
er. „Þessi útihátíð er byggð upp í bæinn og njóti þess sem hér verður
þannig að jafnt ungir sem aldnir geti til skemmtunar," sagði Theodór að
fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo lokum.
Á fóstudag verður síldarævintýrið
formlega sett á Ráðhústorgi og þar
með hefst skemmtidagskrá sem
stendur til kvölds. Theódór sagði að
síðan ræki hver viðburöurinn ann-
an. Á laugardag verður samfelld dag-
skrá frá hádegi til klukkan þrjú um
nóttina og verða skemmtiatriði víða
um bæinn. Sömuleiðis verður margt
um að vera á sunnudag. M.a. ríða
hestamenn upp í Hvanneyrarskál og
verður sóknarpresturinn í broddi
fylkingar. Síöan verður guðsþjón-
usta. Hápunktur ævintýrisins verð-
ur sjálf síldarsöltunin sem fer fram
á laugardag og sunnudag.
Byggt verður sérstakt síldarplan
skammt frá Ráðhústorginu. Vinnu-
brögð við söltunina verða nánast
eins og í gamla daga. Þá verður að
geta þriggja dansleikja og sjóstanga-
veiðimótsins SJÓSIGL sem stendur
í tvo daga. Sirkus Arena verður með
sýningar, fólk getur leigt hesta og
gestir geta siglt út fjörðinn á smábát-
um og bílferðir verða upp í Skarð svo
mótUngs
fólks með
hlutverk
Ðagana 30. júlí til 3. ágúst verð-
ur fjölskyldumót Ungs fólks með
hlutverk á Eyjólfsstöðum í Valla-
hreppi, aðeíns 10 km frá Egjls-
stöðum. Mótið er haldið á jörð
samtakanna, þar sem rekinn er
biblíuskóli á vetuma en gisti-
þjónusta á sumrin. Aðstæður á
staönum eru góöar og tjaldstæði
næg. Mótiö er öllum opið.
Á kvöldin verða samkomur en
á morgnana verður biblíu-
fræðsla. Sérdagskrá verður fyrir
böm og unglinga, en einnig verð-
ur boöið upp á fiölbreytta
skemmtidagskrá sem allir geta
tekið þátt í. Ungt fólk meö hlut-
verk eru kristileg samtök sem
starfa innan þjóðkirkjunnar.
Markmið Ungs fólks með hlut-
verk er að boða fagnaðarerindið
til allrar þjóðarinnar. Nánari
upplýsingar og skráning I síma
97-12171 og 97-11732.