Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
Ferdir
Hólmfríður á veröndinni. A sólríkum sumardögum er afar vinsælt að snæða þar morgun- og hádegismat.
Hótel Edda, Húsmæðraskólanum á Láugarvatni:
Laugarvatn er sælu-
reitur Suðurlands
segir Hólmfríður Gísladóttir hótelstjóri
Það er ekki tilviljun að heima-
menn skuli kalla Laugarvatn
„sumarleyflsparadís". Á góðviðris-
dögum er engu líkara en fólk sé
komið til suðrænna sólarstranda
því á Laugarvatni spranga menn
um léttklæddir og bömin busla í
vatninu. Sumir njóta þess að vera
fjarri erb dagsins og damla á ára-
bátum um vatnið meðan aðrir
steypa sér 1 splunkunýja sundlaug
íþróttakennaraskólans. Enn aðrir
slaka á í gufubaði sem er sérstætt
fyrir þá sök að þar er notuð hrein
hveragufa. Þaö var eimitt á svona
degi sem DV tók hús á Hólmfríði
Gísladóttur hótelstýru. Hólmfríður
stýrir rekstri Edduhótelsins í Hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni -
og hefur gert í níu sumur. Með
henni starfa ellefu manns. Til að
fyrirbyggja hugsanlegan misskiln-
ing skal þess strax getið að á vet-
uma er íþróttakennaraskóli ís-
lands í húsinu. Húsið var byggt
fyrir aldarfjórðungi og hvert sum-
ar síðan hefur verið starfrækt sum-
arhótel í því.
Laugarvatn er miðsvæðis og stutt
til margra merkra og fallegra staða.
Það tekur stutta stund að aka á
Þingvöll eða íara og skoða Geysi,
Gullfoss og Skálholt svo dæmi séu
tekin.
Þaðerkyrrðin
sem heillar
„Það er kyrrðin sem heillar,“
sagði Hólmfríður þegar við stóðum
á tröppunum. „Ég verð alltaf jafn
snortin af henni þegar ég kem hing-
að á vorin. Þetta er líka níunda
sumárið mitt héma og það segir
sitt um álit mitt á staðnum. Ég
kalla Laugarvatn sælureit Suður-
lands.“ Það er ekkert skrítið þótt
Laugarvatn hafi tekið Hólmfríði
föstum tökiun. Veðursæld er mikil
á Laugarvatni og á kyrrum sumar-
kvöldum speglast skógivaxin hlíðin
í vatninu. Saga lands og þjóðar er
lika við hvert fótmál. Niðri við vatn-
iö er Vígðalaug þar sem menn vom
skírðir til foma og lík þeirra Hóla-
feðga vora lauguð vorið 1551 áður
en þau vom flutt til greftrunar fyrir
norðan. Þar er líka Jónasarlundur,
skjólgóður gróðurreitur 1 kjarrlend-
inu ofan við þorpiö, kjörinn staður
til að njóta sólar. Laugarvatn er
skólastaður og þar er að finna eitt
af glæsiverkmn Guðjóns Samúels-
sonar arkitekts. Hér er um að ræða
Héraðsskólann sem byggður var í
burstabæjarstíl árið 1928. Sú bygg-
ing ætti að gleðja augu hvers þess
sem hefur áhuga á fögrum og sér-
stæðum byggingum.
Gufubað, seglbretti
og gönguferðir
„Það er svo margt sem fólk getur
gert á þessum slóðum. Hingað kem-
ur t.d. margt hjóna- og fjölskyldu-
fólk sem dvelur hér í tvo, þijá daga
og slappar af. Gestimir geta farið
í gufubaðið sem er í næsta húsi eða
spilað golf en nú er verið að leggja
lokahönd á 9 holu völl sem einnig
er í næsta nágrenni.
Við vatniö er báta- og seglbretta-
leiga sem leigir ýmsar gerðir af
vatnafarkostum auk þess sem hún
stendur fyrir námskeiðum í segl-
brettasiglingum. Þá em nokkrar
minigolf brautir á vatnsbakkanum
og hægt er að fá veiðileyfi hjá land-
eigendum í ár og vötn á svæðinu.
Þá má nefna hestaleigu sem er í
Miðdal og ekki megum við gleyma
nýju útisundlauginni sem var opn-
uð í síðasta mánuði. Tilkoma henn-
ar breytti afar miklu fyrir ferða-
fólk."
Hólmfríður sagði einnig að
gönguleiðir væm margar og falleg-
ar í nágrenninu. Sem dæmi má
nefna göngutúr upp á Laugar-
vatnsfjall. Frá fjallsrótum em um
500 metrar upp á brún og er það
tilvalin fiölskyldugönguleið. Styst
er að fara upp frá Pósti og síma en
auðveldara er að ganga öxlina ofan
skíðalyftu. Þegar upp er komið er
útsýni til allra átta. Stóragil eystra
er gilskomingm- milli Laugar-
vatnsfjalls og Snorrastaðaíjalis.
Það tekur um 15 til 20 mínútur að
ganga þangað frá Laugarvatni og í
gilinu era hellar og klettar sem
skemmtilegir em fyrir klifurgarpa.
Neðan við hellana er Reyniviðar-
brekka og þar er svonefnd Trúlof-
unarhrísla. Sagan segir að henni
fylgi álög ef tekin er af henni grein
- en ekki er vitað hvort henni fylg-
ir gæfa eða ógæfa!
Hlýlegtviðmót
„Ferðamannastraumurinn er all-
ur að færast í aukana. Júnímánuð-
ur var frekar slakur en ástæðan
er sú að hér voru engar ráðstefnur
eins og mörg undanfarin ár. Auk
þess rigndi talsvert í júní og það
hefur sitt að segja hjá okkur þar
sem við leggjum mikið upp úr hin-
um almenna ferðamanni en minna
er um hópa. Yfirleitt fara þeir t.d.
í Edduhótehð í menntaskólanum,"
sagði Hólmfríður. í hótelinu henn-
ar Hólmfríðar era 27 tveggja
manna herbergi með baði. Að sjálf-
sögðu er rúmgóður matsalur í hót-
elinu og þar er einnig að finna bar
með öllum þeim vökvum sem til-
heyra. Á þeim árum sem liðin em
síðan Hólmfriður fyrst steig inn 1
skólann, sem í upphafi hýsti ungar
meyjar sem vildu læra hússfjómar-
fræði, hefur mikið veriö lagað og
bætt. Að sjálfsögðu er ekki hægt að
bera hótelið saman við lúxushótel í
höfuðborginni en það sem skortir í
ytri glæsileik er bætt upp með hlý-
legu viðmóti, óviðjafnalegu um-
hverfi og margvíslegri dægradvöl.
Sfiómendur margra fyrirtækja
hafa líka uppgötvað hótehð. Það
gerist æ algengara að haldin séu
stutt námskeið fyrir starfsmennina
í því enda næst mun betri árangur
í sveitakyrrðinni en í erUnum í
Reykjavík. Þá hafa starfsmanna-
hópar oft lagt leið sína á Laugar-
vatn eftir vinnu og notið þess sem
staðurinn hefur upp á að bjóða,
farið í gufu og sund og endað dag-
inn með stórsteik - og farið heim
um kvöldið eða jafnvel gist. Hið
sama gera fjölmargar fjölskyldur
um helgar og þær fara ekki síst í
kaffihlaðborðið sívinsæla sem
stendur tíl boða um helgar.
Töfradúkar í
eldhúsinu?
í eldhúsinu ráða ríkjum þeir
Guöjón Harðarson og Jón Sigfus-
son og líklega ráða þeir yfir
töfradúkum úr gömlum ævintýr-
um eða hver man ekki eftir slíkum
sögum efltir þá Grimms bræður?
Nokkur dularíuU orö og þá spruttu
fram ijúkandi réttir. Það kæmi
ekki á óvart þótt einn slíkur dúkur
væri í eldhúsinu. Þess má og geta
að Jóni er fleira tíl Usta lagt en að
búa til góðan mat. Um næstu helgi
opnar hann sýningu á málverkum
í báðum Edduhótelunum! Glaðlegt,
ungt fólk ber matinn fram með
bros á vör og maginn fyllist fljótt
af gómsætum lambasteikum og sU-
ungi úr Laugarvatni. Hólmfríður
sagði að þegar öUu væri á botninn
hvolft væri það einmitt lambakjöt-
ið og sUungurinn sem nytu mestra
vinsælda gesta. íslendingar em ív-
ið duglegri við að reyna nýja og
framandi rétti en útlendingar hafa
mestan áhuga hefbundnum mat.
Sautján Edduhótel
í sumar
Með tilkomu Edduhótelanna fyr-
ir 30 ámm gjörbreyttust möguleik-
ar mörlandans ög erlendra ferða-
.manna. Fyrir daga þeirra var Ult
að fá inni á hótelum enda voru þau
fá og nær einungis að finna á þétt-
býUsstöðum. í sumar em þau 17
talsins. Edduhótelin eru opin frá
júnibyijun tíl ágústloka en auk
þess em Hótel Edda á Kirkjubæjar-
klaustri og Hótel HvolsvöUur starf-
rækt aUt árið. Á Edduhótelunum
er boðið upp á gistingu í herbergj-
um með handlaug og á sumum,
eins og í íþróttakennararskólan-
um, má fá herbergi með baði. Á
flestum hótelanna má einnig fá
gistingu í svefnpokaplássi. Á öUum
hótelunum er veitingaþjónusta frá
morgni tU kvölds.
„Það verður gjörbreyting á skól-
unum á vorin. Á örfáum dögum
breytist heimavist í alvöm hótel
og í sumum tílvikum verður stað-
urinn nánast óþekkjanlegur. Hvað
okkur varöar þá breytist húsið
nokkuð en við emm mjög heppin
því nemendur í íþróttakennara-
skólanum ganga mjög vel um húsa-
kynni á vetuma. Utlendingar sem
hingað koma era mjög hrifnir af
því hvemig við gjörnýtum hús-
næðiö.
Laugarvatn er staöurinn fyrir þá
sem vUja slaka á og slappa af. Hér
hafa börnin nóg við að vera og fuU-
oröna fóUdð ekki síður. Hér geta
menn hlustað á þögnina. Sá sem
gengur hér út í sumamóttina og
upplifir kyrrðina og frelsið verður
ekki samur á efdr. Það er meiri-
háttar að fara út og heyra ekki
neitt, ef svo mætti að orði kom-
ast.“ Því ekki að skeUa sér til Laug-
arvatns? Þú færð nánari upplýs-
ingar í síma 98-61154.