Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 24
42 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. Ferðir - á hestbaki á slóðnm Gunnars Hámundarsonar Jón Þórðarson, DV, Rangárþingi: Á löngu ferðalagi er nauðsynlegt að hvíla sig annað slagið á stressinu sem fylgir því aö aka þjóðveg nr. 1. Ferðamenn á Suðurlandi ættu til dæmis að aka inn Fljótshlíð og bregða sér á hestbak hjá hestaleig- unni í Eyvindarmúla. Það er margt sem fyrir augu ber þegar ekið er inn Fljótshlíðina. Landslagið er fagurt og fjölbreytilegt og Hlíðin er fallega gróin og búsældarleg. Það er ekkert skrítið þótt Gunnar Hámundarson hafi haft orð á því að Hlíðin væri fógur. Innarlega í hlíðinni, nánar tiltekið tvo km austan við afleggjarann, þar sem beygt er niður að gömlu Markár- fljótsbrúnni, er bærinn Eyvindar- múli. Þar er rekin ferðaþjónusta bænda með gistingu og tilheyrandi þjónustu. Einnig er þar hestaleiga. Hægt er að mæta á staðinn og fá leigð hross til fárra stunda en einnig er möguleiki á ferðum sem standa í heila viku - en þá þarf að panta með góðum fyrirvara. Góð aðstaða er á bænum til að taka á móti ríðandi ferðalöngum en bær- inn er á góðum stað fyrir þá sem fara um Syðri-Fjallabaksleið. I grennd við bæinn eru fallegar gönguleiðir. Nán- ari upplýsingar fást í síma 98-78492. Nýr möguleiki í gistingu á Akureyri Ferðafólki fjölgar á Króknum . ÞórhaHur Ásmunds., DV, Sauðárkróki: „Þaðer eins og spölurinn sé að styttast út á Krók eftír þvi sem staöurinn verður þekktari. Viö erum komin vel inn á landakort- ið. Líklega er það körfuboltanum mikið að þakka en slöan er þaö Drangey og ýmiss konar afþrey- ing á staðnum sem togar í fólk,“ sagði Einar Steinsson, fram- kvæmdastjóri Áningar. Sem dæmi neöidí Einar að bókanfr ferðahópa hefðu aukist um 10% miðað viö sumariö í fyrra „Þetta gerist þrátt fyrir allan barlóminn í kringum okkur og við höfum veriö að bæta við okk- ur ár frá ári. Á síðasta ári jukust bókanir um 25%, þar áður um 50% og enn meira árið á undan. Þrátt fyrir það getum við enn bætt nýtinguna sem er 80% í júli en dettur niöur fyrir 60% í júní og ágúst." Áning hefur yfir að ráða mjög góðri aöstöðu í heimavist fjöl- brautaskólans en þar er 71 her- bergi með baði Þá er þar ein svíta, rúmgóð setustofa, koníaks- stofa og fleira mætti nefna. Þá eru sex gistiherbergi á Kirkjutorgi með ódýrari gistingu. í vor færði Áning út kvíarnar þegar fyrir- tækiö tók aö sér rekstur ferða- mannaþjónustunnar i grunn- skólanum á Hólum í Hjaltadal. Starfsemi Áningar hefur mikia þýðingu fyrir atvinnuiif i héraö- inu yflr sumartímann. Fastráönir starfsmenn á Sauöárkróki eru 25 faisins, sex eru iausráðnir og á vegum Áningar starfa þrír viö ferðamannaþjónustuna á Hólum. Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyn: „Þegar við fórum að leita aö mögu- leikum á nýtingu á þessu húsi datt okkur í hug móttaka á ferðamönn- um, ferðamannaþjónustan er í vexti og okkur datt í hug að reyna að finna nýjan gistimáta hér í bænum. Hér eru mörg gistiheimiii en engar svona íbúðir eins og fólk þekkir í útlönd- um,“ sögðu þeir Tryggvi Pálsson og Jón Páll Tryggvason er DV leit inn hjá þeim að Strandgötu 13 á Akur- eyri á dögunum. í því gamla húsi, sem var byggt árið 1906, hafa nú verið standsettar sex svokallaðar „stúdíóíbúðir" sem eru þær fyrstu sinnar tegundar á Akureyri. íbúðimar eru 30-35 fer- metrar að stærð, þar era rúm fyrir fjóra og hægt að setja inn aukarúm. Állar íbúðirnar eru með eldhúsi með Áhugamenn um sjóstangaveiði ættu að leggja leið sína til Grindavík- ur. Daglega klukkan 13 fer bátur frá Grindavík með sjóstangaveiöimenn og komið er að landi klukkan 18. Þessar ferðir verða boðnar tii 15. ágúst. Léttmeti, heitir og kaldir drykkir fást um borö. Fyrir þá sem ekki eiga þess kost að fara á eigin bíl er rétt öllum búnaði, baðherbergi með sturtu, sjónyarpi og síma og hinar vistlegustu. í skáp á gangi, sem gest- ir hafa lykil að, er hægt að nálgast straubretti og straujám, hárþurrku og ryksugu ef fólk vill sjálft ryksuga íbúð sína. Verð fyrir hveria íbúð á sólarhring er sex þúsund krónur. Tryggvi Pálsson sagði að sú þjón- usta væri fyrir hendi fyrir þá sem vildu notfæra sér hana að gestir gætu haft aðgang að bréfasíma, ljós- ritunarvél og jafnvel ritvinnslu og væri sú þjónusta án aukagjalds. „Við höfum ekki orðið varir við annað en ánægju hjá þeim sem hafa gist hjá okkur. Við sjáum það best á gestabókunum í íbúöunum að fólk er ánægt og þaö skrifar nánast und- antekningarlaust að það hyggist koma aftur og gista hér,“‘ sagöi Tryggvi. að geta þess að þeir geta tekið rútu sem fer frá BSÍ klukkan 10:30. Hægt er að leigja útbúnað um borð - þar með talin hefbundin færi ef menn vilja þau frekar. Hópar geta tekið bátinn á leigu á öðrum tíma en fyrr var nefndur. Lágmarksfjöldi í veiði- ferð er sjö og verðiö er kr. 5.000 á mann. Nánari upplýsingar er að fá í síma 92-68626 og 15575. Sjóstangaveiði frá Grindavík íslandsbanki: Styður við bakið á umhverfissinnimi Það er kunnara en frá þurfi að segja að landeyðing á íslandi er mik- il og mun fara vaxandi ef ekki verður gripið til frekari aðgerða á næstu árum. Þó fer vitund fólks hvar sem er í heiminum almennt vaxandi um nauðsyn þess að við göngum betur um garða móður náttúru. íslands- banki er eitt þeirra fyrirtækja á ís- landi sem vilja auka veg náttúru- vemdar og með gerðum sínum á því sviði hvetur hann fleiri fyrirtæki til aö styðja við málstaðinn í orði og verki. „Við viljum styðja við bakið á þeim sem starfa að umhverfismálum, virkja starfsfólk til góðra verka á því sviði og skoða hvað við getum gert í rekstri bankans í umhverfismálum. Við höfum til dæmis hrint í fram- kvæmd átaki sem miðar að reyklaus- um banka fyrir árið 2000 og öll frétta- bréf og umslög bankans eru prentuð á vistvænan pappír. Þá beinum við því til starfsmanna að nota ekki ein- nota plastmál undir drykki,“ sagði Tryggvi Pálsson bankastjóri. Sérstakur skógræktar- dagur Undanfarin tvö ár hefur starfsfólk íslandsbanka, VÍB og Glitnis ásamt fjölskyldum tekið þátt í að græða landið grænum greinum. Á síðasta ári gaf íslandsbanki Skógræktarfé- lagi Islands 90 þúsund trjáplöntur til að gróðursetja og á bilinu fimm til sex hundruð starfsmenn bankans gróðursettu um 25 þúsund þeirra á 14 stöðum viðs vegar um landið á sérstökum degi sem bar yfirskrifina Skógræktardagur íslandsbanka. Sem dæmi um áhuga starfsmanna og fjölskyldna þeirra má geta þess að Húsvíkingar hafa heldur betur tekið til hendinni því þeir hafa gróð- ursett a.m.k. 6500 trjáplöntur upp með Búðará og fyrir neðan Botns- vatn á undanfornum þremur árum. „Við höfum tekið einn dag í þetta eftir vinnu og farið ásamt fjölskyld- um okkar og sett niður. Eftir það höfum við grillað saman. Mér finnst mjög gaman að standa í þessu því auk þess sem maður er að greiða hluta af skuldinni við landið skapar svona samstarf mikla samkennd meðal starfsmanna. Þetta er hollt fyrir starfsanda á vinnustöðum," segir Örn Bjömsson, útibússtjóri á Húsavík. Fjórar plöntur fyrir hvem fæddan íslending Tryggvi Pálsson segir að íslands- banki hafi einnig ákveðið á síðasta ári að gefa Skógræktarfélagi íslands íjórar tijáplöntur fyrir hvern fæddan Islending sem kemur í heiminn á árinu 1991. Á síðasta ári fæddust alls 4.533 böra og ætlar starfsfólk bank- ans og fjölskyldur þeirra, ásamt liðs- mönnum skógræktarfélaga, að gróð- Tryggvi Pálsson. ursetja um 20.000 plöntur í sumar. Sami háttur verður hafður á næstu árin og mun starfsfólk bankans því koma saman a.m.k. einu sinni á ári til að gróðm-setja. íslandsbanki gaf Landgræðslu rík- isins á síðasta ári eina milljón króna til kaupa á raðsáningarvél til land- græðslu og landbóta. Landgræðslan átti fyrir eina slíka vél sem keypt var frá Nýja-Sjálandi og hefur hún reynst ákaflega vel við erfiðar aðstæður en vélin er mjög traustbyggð og þohr talsvert hnjask. Snúisttilvamar . í Dimmuborgum „Dimmuborgir eru ein mesta nátt- úruperla sem Islendingar eiga. Þang- að leiiar fjöldi ferðamanna, íslenskra sem erlendra, á ári hverju til að njóta stórbrotinnar náttúru og veðursæld- ar. Nú er svo komið að borgunum stafar veruleg hætta af vaxandi ferðamannaþunga og sandi sem stöð- ugt leitar inn í borgimar frá öræfun- um sunnan þeirra. Því ákvað fs- landsbanki að veita Náttúruvemdar- ráði hálfrar mihjónar styrk til að bæta aðstöðu ferðamanna á svæðinu og hefta sandfok áður en óbætanlegt tjón hlýst af,“ sagði Tryggvi. Að sögn Sólveigar Jónsdóttur, landvarðar í Dimmuborgum, er ætl- unin að leggja þrjá til fjóra aðal- göngustíga sem hggja í mismunandi hringi um borgirnar. Styrknum frá íslandsbanka er varið til gerðar fyrsta áfanga að einum þessara stíga og hafa 700 metrar verið lagðir. „Verkið hefur gengið vonum fram- ar, það er að segja eftir að við komum möhnni niður í borgimar. Til þess lögðum við fjalir í brattasta stigann sem hggur niður og fórum með efnið í kerru aftan í fjórhjólum. Þetta verða frábærir stígar þegar yfir lýk- ur og gjöfin frá bankanum flýtir mjög fyrir því að aðstöðu í Dimmuborgum verði komið í viðunandi horf,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, landvörður hjá Náttúruvemdarráði. Sólgarðsskóli í Fljótum: Orn Þóiarinsson, DV, ffyStum: Undanfarin sumur hefur sífeht farið í vöxt að haldin séu ættarmót í Fijótum og er þá bæði um burt- flutta sveitunga að ræða og einnig ókúnmigt fólk sem hefur heiiiast af sveitinni. Ættarmótin eru haldin í bamaskólanum aö Sólgöröum en í skólanum er svefnpokapláss fyrir 20 til 30 manns í fjórum skólastof- um. Gestir hafa aögang að eldhúsi skólans. Það sem gerir skólann ekki síst eftirsóknarverðan er sundlaug og heitur pottur sem er við húsið. Fé- lagsheimili sveitarinnar er ekki langt frá og er það oft fengið þegar ættarmótsgestír snæða sameigin- iega máltíð eöa koma saroan tii að dansa og njóta skemmtiatriða. Fólki hefur hkað afar vel að dvefja þama um helgar og slaka á í friö- sælu umhverfi. Oft koma flölskyld- ur og fá gistingu í eina eða tvær nætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.