Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
43
Skemmti-
sigling um
Eyjafjörö
Næstu helgar geta Akureyringar
og feröafólk farið í skemmtisiglingu
um Eyjafjörð með ms. Fagranesi.
Einnig er áætlað að bjóða síðar upp
á ferðir á fimmtudags- og fostudags-
kvöldum ef aðsókn er næg.
Laugardaga kl. 20 er farið í kvöld-
siglingu um Eyjafjörð með viðkomu
á Hjalteyri og Svalbarðseyri. Komið
verður tíl Akureyrar á nýjan leik ^l.
23. Farmiðinn kostar kr. 2500.
Á sunnudögum er gert ráð fyrir
þremur ferðum, kl. 10,15 og 20. Hver
ferð tekur tvo tíma og gefst fólki kost-
ur á að reyna sjóstanga- og dorg-
veiði. Farmiðinn kostar kr. 1500.
Hægt er að fá léttar veitingar um
borð. Brottför er frá Torfunes-
bryggju.
Skipið er til útleigu á milli aug-
lýstra áætlunarferða. Hér er um að
ræða skemmtilegan kost fyrir starfs-
mannafélög, fyrirtæki og ferðahópa.
Nánari upplýsingar eru í síma 985-
31735.
Víðistaðatún er nýtt og glæsi-
legt útívistarsvæði í hjarta Hafn-
arfjarðar. Þar er að finna víðáttu-
rniidl tún, fallega tjörn og gróður-
reiti og athygb vekja áberandi
listaverk á við og dreif. Tjald-
svæðið er afmarkað með hlöðn-
um veggjum og öjám í skjóli
hrauns. Það er skátafélagið
Hraunbúar sem sér um rekstur
svæöisins í samvinnu við Hafnar-
Oarðarbæ. Að sögn umsjónar-
manns hafa gestir látið vel af
dvölinni og hafa gjarnan haft á
orði að svæðið komi skemmtilega
á óvart. Á staðnum er snyrtiaö-
staða og innifalinn í verði er frí-
miöi í Sundhöll Hafnaríjarðar.
Gjaldiö er kr. 300 á mann yfír
nótt en ekkert tjaldgjald. Frítt er
fyrir börn undir 12 ára.
Skátar í Hafnarfirði hafa einnig
haslað sér völl á öðrum sviðum
ferðaþjónustu. Þeir standa fyrir
gönguferðum fyrir aSmenning
um Hafnarfjörð síðasta sunnudag
hvers mánaðar og þeir leígja út
samkomutjöld svo eitthvað sé
nefht Nánari upplýsingar um
tjaldsvæðið á Víðistaðatúni og
feröaþjónustu skáta má fá í síma
985-34205 og 650900.
Hallbjöm í
Kántrýbæ
kominn
ákreik
ÞórhaDur Asmundíison, DV, Sauöárkróki
„Ef framhaldið verður eitthvað í
líkingu við fyrsta daginn kvíði ég
. engu. Þá veröur kátt í Kántrýbæ,"
sagði Hallbjörn Hjartarson þegar DV
hittí hann fyrr í sumar á Skaga-
strönd. Kántrýbær var opnaður í vor
eftir aö hafa verið lokaður í sex ár.
Hallbjöm stóð kófsveittur við að
steikja þjóðarréttinn, hamborgara og
franskar, þegar DV tók á honum
hús. „Þetta er búið að vera ipjög
strembið hjá mér undanfarið. Maður.
hefur veriö gersamlega á haus í
þessu, ekki sofið nema svona þijá
tíma á sólarhring. En mér tókst að
opna. Ég trúi því sjálfur að fólk vilji
hafa Kántrýbæ á Skagaströnd," sagði
Hallbjöm og hélt áfram að skella
hamborgurum á helluna.
Feröir
Grillað í Klettshelli
Ferðamiðstöð Vestmannaeyja býður nú upp á bátsferðir í kringum Heima- gestum kostur á að snæða dýrindismáltíö í afar sérstæðu umhverfi. Til að
ey. Farkosturinn heitir Bravo. Auk hefðbundinna siglinga býður Ferðamið- skapa rómantíska stemmningu eru logandi kerti sett á sjóinn og varpar
stöðin, í samvinnu við Veitingastaðinn Muninn og Hótel Þórshamar, fólki birtan frá þeim leyndardómsfullum blæ á hellisveggina.
upp á griliveislu í Klettshelli sem er við innsiglinguna til Eyja. Þar gefst DV-mynd ÓG
Svefnpokar:
Að mörgu er að hyggja
Upphaflega notuðu menn skinn til
að sofa við á ferðum sínum. Þegar
mannskepnan lærði að búa til þræði
og vefa komu mottur og værðarvoöir
til sögunnar og enn síðar sængur og
svefnpokar. Ekki eru nema þrír tugir
ára síðan sumir íslenskir jökla- og
öræfafarar létu sérsauma fyrir sig
svefnpoka úr gærum. Þá var reyndar
venjulega notuð ull sem einangnm í
svefnpoka en dúnpokar þó fáanlegir.
Svefnpokarþurfa að
veravandaðir
Þegar þú velur svefnpoka skaltu
byija á að gera þér grein fyrir til
hvers þú ætiar að nota hann. Fyrir
félaga í hjálpar- og björgunarsveitum
dugar ekki annað en góður poki. Ef
ætlunin er að nota pokann að sumar-
lagi þarf hann ekki að vera eins
vandaður en samt þarf að gera ráð
fyrir því að hitastigið getí farið vel
niður fyrir frostmark. Næstum ör-
uggt má telj að þeim sem kaupa poka
sem ekki eru gerðir fyrir töluvert
frost verður kalt í pokanum, jafnvel
um hásumar. Káupið því aðeins
vandaðan poka. Verðmunurinn er
ekki svo mikill þegar að er gáð.
Miklu skiptir hvemig svefnpokinn
er í laginu og að hann sé af heppi-
legri stærð. Næstum allir pokar eru
viðastir efst og mjókka niður. Pokinn
þarf að vera a.m.k. 35 til 40 sm lengri
en notandinn. Þannig þarf maður
sem er 180 sm á hæð svefnpoka sem
er a.m.k. 215 til 220 sm á lengd. Al-
gengasta breidd svefnpoka að ofan
er um 85 sm og að neðan 35 sm.
Upplýsingar fram-
leiðanda aðeins
leiðbeinandi
Framleiðendur gefa upp tölur sem
eiga að segja okkur við hvaða hita-
skilyrði sé heppilegt að nota viðkom-
andi poka eöa á hvaða árstíma. Þess-
ar upplýsingar eru þó aðeins leið-
beinandi og alls ekki má taka þær
of bókstaflega, enda styðjast allir
framleiðendur við sams konar próf-
anir. Þá eru upplýsingamar miðaðar
við að pokinn sé nýr og að hann sé
notaður viö bestu aöstæður. Ein-
angrunareiginleikar allra svefnpoka
minnka með aldrinum og það verður
að taka meö í reikninginn strax frá
byijun.
Rannsóknir sýna aö varmaþörf
einstakhnga er afar misjöfn. Nakinn
maður, sem hefur hægt um sig, þarf
um 28 gráða hita við húðina svo að
honum verði ekki kalt. Þetta er þó
breytilegt, t.d. eftir aldri, kyni,
þyngd, líkamlegu og andlegu ástandi
og brennsluhraða líkamans. Þá
skiptír mjög miklu máli hvort maður
er þreyttur eða ekki, þurr eða blaut-
ur, svangur eða mettur, svo aö nokk-
uð sé nefnt.
Einangrun svefnpoka
Þegar svefnpoki er valinn stendur
valiö um tvær gerðir einangrunar,
efni. En dúnninn hefur líka ókostí.
Hann er dýr og þolir illa raka og
hann tapar einangrunargildi sínu að
mestu eða öllu ef hann blotnar. Mik-
ilvægt er að viðra dúnpoka eftir
hveija nótt en varast ber að viðra
hann í sterku sólskini.
Fíberinn er gerviefni sem framleitt
er í siliconhúöuðum þráðum sem
ofnir eru í mottur. Motturnar eru
misþykkar og misþéttar en fíberlögin
geta verið frá 20 upp í 70 talsins. Fí-
berinn er afar mismunandi að gæð-
um. Nú er nánast eingöngu notaður
holfíber, þ.e. þræðirnir eru holir að
innan. Hægt er að fá fíber með mörg-
um mismunandi holrúmum. Hollofil
er með einu holrúmi, Quallofil 4 er
með fjórum örfínum loftholum og
Quallofil 7 er með sjö loftholum. Eft-
ppka er trúlega svipuð en gera má
ráð fyrir að góður dúnpoki sé allt að
helmingi dýrari en samsvarandi fíb-
erpoki.
Hólfaskipting
Það sem mestu máh skiptir, að ein-
angruninni frátalinni, er hvernig
pokanum er skipt niður í hólf. Hægt
er að fá þrenns konar frágang:
* Gegnumstungna, einfalda poka.
Mikið varmatap verður í gegnum
saumana og kuldi streymir inn. Þess-
ir pokar eru alls ekki ætlaöir nema
til notkunar innanhúss og við bestu
aðstæður.
* Pokar úr tveimur eða fleiri lög-
um, sem er raöað þannig að hvergi
myndast kuldarás. Þessi frágangur
Valið stendur á milli dún- og fiberpoka.
dún eða fíber. Báðar gerðir hafa kostí
og galla og verður nú reynt að greina
frá þeim. Dúnn hefur verið lengi
notaður í svefnpoka. Hann er mis-
góður eftir því af hvaða fugh hann
er. Æðardúnn er bestur en hann er
líka rokdýr. Dúnn af öðrum andar-
tegundum er einnig mjög góður. Þá
skiptir grófleiki dúnsins miklu máU
en hann er betri eftír því sem hann
er fínni. Yfirleitt er notuð blanda af
dún og fiðri og er hlutfalhð í góöum
pokum t.d. 20% fiður á móti 80% af
dún. í ódýrari poka er blandaö til
helminga eða fiður haft í meirihluta.
Dúnninn er léttur, endist lengi og
hefur mikið einangnmargildi miðað
við þyngd og ummál. Dúnninn pakk-
ast vel saman en er jafnframt fljótur
að taka í sig loft aö nýju og fyUa vel
út í öU hólf. Þá má nefna að hann er
mýkri að sofa viö en nokkurt annað
ir því sem loftholumar eru fleiri er
fiberinn talinn betri. Hann er mýkri,
heldur meira lofti í sér og er þar með
léttari.
Kostir fibersins eru að hann er
mun ódýrari en dúnninn, hefur gott
einangrunargildi, endist vel, þoUr vel
raka og missir Utíð af eiginleikum
sínum þótt hann vökni. Okostimir
era að hann er þyngri og fyrirferöar-
meiri en dúnn nema um sé að ræða
QuaUofil 7.
Þegar þú velur svefnpoka verður
þú aö velja á milU dúns og fibers.
Reyndir fiaUamenn mæla yfirleitt
með góðum fíberpoka en hér er lögð
rík áhersla á að kaupandinn geri
sjálfstæða könnun á báðum mögu-
leikum og taki ákvörðun að því
loknu. Þá er sjálfsagt aö spyrjast fyr-
ir hjá reyndum notendum og góðum
söluaðílum. Ending dún- og fíber-
er venjulega ágætur. Á mUU laganna
er stundum höfð þunn filma sem á
að endurkasta varma (og reyndar
kulda). Sé þessi frágangur eins og
hann á að vera gefur hann góðan
árangur.
* í dúnpokum er dúnninn hólfaður
af með „veggjum“. Pokinn er því
ekki gegnumstunginn. Þessi frágang-
ur er í lagi séu hólfin ekki of stór en
þá dreifist dúnninn Ula.
Lesandinn er hvattur tíl að vanda
vel val á svefnpokanum. Mikið úrval
er á markaði og góðir pokar eru tölu-
vert dýrari en sæmUegir eða lélegir.
Þeir sem nota mikið svefnpoka og
viö erfið skUyrði eiga hiklaust að
kaupa mjög góöa poka. Gætið þess
aö ábyrgð sé tekin á vörunni. Vand-
aöur búnaður endist oft betur en
óvandaöur og reynist þá oft ekki
dýrari þegar til lengri tíma er Utið. ,