Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 26
44
Ferðir
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
Kláfurinp yfir Tungnaá:
Fyrir fólk
og fénad
Fyrir skömmu var á annað hundr-
að fjár feijað á kláfi yfir Tungnaá en
verið var að fara með æmar á Holta-
mannaafrétt. Kláfurinn, sem er við
gamla feijustaðinn Hald, var smíðað-
ur árið 1964. Á þeim árum var engin
brú á ánni og þá þurfti að fara yfir
ána á vaði til að komast á Sprengi-
sandsleið. Kláfurinn var notaður fyr-
ir létta bíla þar til áin var brúuð við
Hrauneyjafoss.
Nú era það aðeins fimm bændur í
Ása- og Djúpárhreppi sem nota kláf-
inn til fjárflutninga en voru mun
fleiri fyrir nokkram árum. Að þessu
sinni var Sveinn Tyrfingsson í Lækj-
artúni þama á ferð með um 70 kind-
ur og rösklega 100 lömb. Líklega er
þetta síðásta sumarið sem Sveinn
rekur fé sitt á Holtamannaafrétt.
Eins og fyrr segir er Kláfurinn við
svonefnt Hald á Tungnaá. Þar var
löngum lögferja. Til frekari glöggv-
unar fyrir gangandi ferðamenn má
geta þess að kláfurinn er u.þ.b. 20
km sunnan við Hrauneyjafossvirkj-
un. Vegurinn yfir Sprengisand liggur
skammt frá Kláfinum að sunnan en
þegar komið er yfir göngubrúna er
hægt að komast yfir á gömlu hesta-
leiðina inn á' Holtamannaafrétti.
Sömuleiðis kemst göngumaðurinn
inn í Bása sem eru fallegur staður
svo ekki sé meira sagt.
Fé á leið í frelsið á Holtamannaafrétti. Ólafur Gislason, fyrrum vinnumaður
í Lækjartúni, heldur á Hrólfi, syni sínum, en Tyrfingur Sveinsson er t.v.
Svangir islendingari
Takió ykkur fri frá matseid
f/eitingastaóir víða um land innan Sambands
veitinga- og gistihúsa bjóða ísumar sérstakan
matseóil, Sumarrétti SVG, þar sem áhersla er lögð
ástiúnóúaiiiiiitágóðumðl.
Sumarréttamatseðillinn
gildirfrá 1. júnítil 15. september.
Hádegisv. Kvöldverður
Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 800-1000 kr. 1100-1700 kr.
Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur
■ ^| m ■ m _ s _
Upplýsingabæklingur fæst á
ferðaskrifstofum og upplýsinga-
miðstöðvum úti um land.
Það er sérkennilegt að geta siglt inn í hellana.
DV-myndirÓG
Hljómburðurinn í
Hænu er engu líkur
Ómar Garðaisson, Vestmarvnaeyjum;
Hægt er að ímynda sér að almættið
hafi verið í sérlega góðu skapi þegar
það lagði lokahönd á Vestmannaeyj-
ar. Náttúrufegurð þeirra er einstök
og enn eru þær í mótun. Vindur og
haf fara um Eyjarnar óblíðum hönd-
um og úr iðrum jarðar hafa skriðið
upp hraun og aska og gert mönnum
lífið leitt. Andstæðurnar eru miklar,
grösugar brekkur og himinhá björg,
nýtt hraun og gamalt, gömul eldfjöll
og ný. Yngsta eldfjallið er Eldfell sem
á tvítugsafmæli á næsta ári. Við þess-
ar aðstæður þrífst fjölskrúðugt og
svolítið sérstakt mannlíf á Heimaey.
Lundinn, þjóðartákn
Eyjamanna
Á Heimaey eru ótal gönguleiðir þar
sem menn geta komist í tæri við
fuglabyggð. I því sambandi má nefna
lundann, sem er eins konar þjóðar-
tákn Eyjamanna. langvíu og hettu-
máv, svo nokkrar þeirra 23 fuglateg-
unda, sem verpa í Eyjum, séu nefnd-
ar. Einnig er hægt að virða fyrir sér
nokkrar af helstu náttúruperlunum,
eins og t.d. Heijölfsdal, Helgafell og
Kaplagjótu.
Ef tíminn er naumur og gott í sjó-
inn er ekki hægt að hugsa sér betri
leið en að taka sér far með bátum sem
bjóða uþp á ferðir umhverfis Heima-
ey. DV fór með PH Víkingi einn góð-
viðrisdag fyrir skömmu og var farið
inn í alla stærstu hellana og litið til
fuglanna sem í óðaönn sinntu ungum
sínum, nýskriðnum úr eggjunum.
Við sigldum meðfram Nýjahraun-
inu sem rann 1973 og er enn í mótun.
Þar era að myndast þverhnípt björg
sem með hveiju árinu líkjast æ meir
eldri björgum i Vestmannaeyjum. En
virðingarsvipinn vantar enn.
Sjórgekkí
60 metra hæð!
Þegar siglt er framhjá Stórhöfða á
lognsléttum sjó má sjá grasi gróna
syllu, Lambahillu, í 60 m hæð. Fyrir
rösklega tveimur árum gekk ofsa-
veður yfir landið og þá tókst Ægi að
höggva skarð í sylluna. Þegar fólk
sér ummerki eftir slík átök finnur
það veralega til smæðar og vanmátt-
ar. í Stórhöfða erfarið inn í tvo hella,
Gatið og Fjósin, og þar kemst gestur-
inn í snertingu við fuglana sem hafa
byggt sér hreiður að því er virðist í
sléttu, þverhníptu berginu. Litadýrð-
in er mikil. í þessari ferð var einnig
heilsað upp á súluna í Geldungi og
lundakarla í Álfsey og var það
skemmtilegur krókur.
Hápunktur ferðarinnar er Kafhell-
ir í Hænu, sem er ein smáeyja. Þar
inni er leikið á trompet og er hljóm-
burðurinn engu líkur. Kafliellir
gengur í gegnum eyna og er opið að
vestan undir sjávarmáli. Þegar lág-
sjávað er á kvöldin nær sólin að
skína í gegn og litadýrðin mikil þegar
sólargeislarnir brjótast í gegnum sjó-
inn og endurkastast upp í hellinn.
Áfram er haldið og eftir tveggja tíma
siglingu er komið til hafnar. Þar með
er lokið tveggja tíma ferö meö PH
Víkingi. Farmiðinn kostar kr. 1.300
fyrir manninn og hópar geta fengið
afslátt. Farmiðinn með öðrum bát,
Bravo, kostar kr. 1.200 fyrir manninn
og boðið er upp á allt að 20% afslátt
fyrir hópa.
Ein af mörgum sérkennilegum klettamyndum í Heimaey. Ef grannt er skoð-
að líkist kletturinn einna heist fílshaus.
I