Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1992, Page 6
36
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992.
Bflar___
Saganá
bakvið
sexkyn-
slóðir
Toyota
Corolla
Fyrsta kynslóð Corolla leit fyrst dagsins Ijós í nóvember árið 1966 og strax árið eftir komu fyrstu bílarnir af þessri
gerð hingað til lands.
önnur kynslóðin kom svo á markað í mai 1970 en þá hafði bíllinn breyst mikið frá fyrstu gerð.
Nú þegar sjöunda kynslóð af Cor-
olla hefúr litíð dagsins Ijós er við
hæfi að líta tíi baka um rúman aldar-
fiórðung og athuga hvemig saga
þessa næst söluhæsta bíls í heimi
hefúr þróast en aðeins bjallan frá
Volkswagen hefur selst í fleiri ein-
tökum og á allra næstu árum líður
að því að það met verði í hættu því
á síðasta ári voru framleiddir meira
en ein miUjón Corolla-bíla af ýmsum
gerðum. Á síðasta ári náðu Toyota-
verksmiðjumar í Japan því að setja
gamla góða T-módelið frá Ford í
þriðja sætið en framleiðslu var hætt
á því þegar framleidd höfðu verið
alls 15.007.033 eintök en Corollan var
fyrsti japanski bíllinn til að ná yfir
15 milljón eintaka framleiðslu.
Nóvember 1966:
Fyrsta kynslóðin
Fyrsta Corollan sá dagsins ljós i
nóvember 1966 og í fyrstu var aðeins
um að ræða tveggja hurða gerð. Þetta
var nýr bíD frá grunni og byggðist
ekki að neinu leyti á hlutum úr öðr-
um gerðum Toyota.
Hvað hönnun og útlit áhrærði
byggði hönnunin á þeirri reynslu
sem 1000-bíllinn frá Toyota hafði fært
í bú, auk þess á þeirri staðreynd að
japanski bílamarkaðurinn kallaði á
þessum tíma á aukið framboð Qöl-
skyldubíla.
I maí árið eftir, 1967, kom femra
hurða fólksbfil og station-gerð tfi við-
bótar og í september 1969 kom stærri
og aflmeiri 1,2 lítra vél í stað 1,1 lítra
vélarinnar sem verið hafði í bflnum
frá byijun.
Maí 1970:
Önnur kynslóðin
Fyrsta nýja kynslóðin af Corolla í
endurbættri útgáfú kom í maí 1970.
Útlitið var gerbreytt, bfilinn var nú
lengri og breiðari ásamt því að heild-
aryfirbragð bflsins var byggt á lægri
línum. Þessi nýja kynslóð bauö strax
upp á tvegga og fjögurra hurða fólks-
bfla, statíongerð og coupé.
Annar merkur áfangi náðist líka á
árinu 1970, aðeins þremur árum og
átta mánuðum eftir að fyrsta kyn-
slóðin leit dagsins ljós, en það var
að framleiðslan náði einni milljón
eintaka.
Apríl 1974:
Þriðja kynslóðin
Það lágu miklar endurbætur að
baki þegar þriðja kynslóðin kom
fram í aprfi 1974. Nú var líka hægt
að fá allar gerðimar, nema statíon-
bfiinn, með þremur mismunandi vél-
um, 1,2,1,4 og 1,6 lítra.
Það má segja að með þessari gerð
hafi Toyota í fyrsta sinn svarað
auknum kröfum frá ört vaxandi Evr-
ópumarkaði og gert á bfinum breyt--
ingar með þær kröfúr í huga. Meðal
breytinganna var breiðara innan-
rými, auk þess sem sporvídd var
aukin nokkuð.
í janúar 1976 var svo bætt við Cor-
olla liftback með 1,6 lítra vél og sport-
lega hönnuðum afturenda. Coupé-
gerðin fékk svipaða endurbót á árinu
1977.
1977:
Fjórða kynslóðin
Á árinu 1979 náði samanlögð fram-
leiðsla frá upphafi sjö milljónum bfla
og þá sá jafhframt fiórða kynslóðin
dagsina ljós. Þessi kynslóð fékk síðan
töluverða „andlitslyftíngu" á árinu
1981 og íyrsta dísfivélin kom í Cor-
olia ári síðar á Japansmarkaði.
1983:
25milljónirog
ílmmta kynslóð
Corolla
Á árinu 1983 var ástæða til að fagna
þjá Toyota því á þessu ári náðu þeir
því marki að framleiða 25 mfiljónasta
bflinn samtímis því að 10 milljónasta
Corollan rúllaði af færibandinu.
Á þessu sama ári var fimmta kyn-
slóð Corolla kynnt á Evrópumarkaði
á alþjóðlegu bílasýningunni í Frank-
furt. Nú kom Corolla í algerlega
nýrri gerð, með framhjóladrifi og
nýjum vélum með yfirliggjandi
knastási sem nú voru í fyrsta sinn
með fimm gíra gírkassa sem staðal-
búnað.
Ári síðar kom fyrsta „fjölventlavél-
in“ frá Toyta þegar 1,3 lítra vélin kom
á markað með 12 ventlum og nýrri
hönnun vélarloks. Á árinu 1985 kom
svo 16 ventla, 1,6 lítra vél í GT-gerð-
inni.
1987:
Sjötta kynslóðin
Það var svo á árinu 1987 sem sjötta
kynslóðin kom fram á sjónarsviðið.
Strax frá upphafi var boðið upp á
sedan, hatdiback, liftback ásamt
statíongerð og það ásamt vali á 1,3
og 1,6 lítra bensínvélum ásamt 1,8
litra dísilvél gerði það að verkum að
val varð á fjölda útgáfa af bflnum.
Corolla í 25 ár
á íslandi
- söluhæsta einstaka gerðin í fjögur ár
Það leið ekki á löngu frá því að
fyrsta Corollan leit dagsins ljós í
Japan þar til hún birtist hér á landi
eins og sjá má á úrklippu úr dag-
blaðinu Vísi frá 15. apríl 1967 en
þá kynntí Japanska bifreiðasalan
þennan nýja bfl í HáskólabíóL
Söluhæsta einstaka
gerðin
Corollan náði fljótlega vinsæld-
um og nú hin síðustu árin hefur
hún verið söluhæsta einstaka gerð-
in á bflamarkaði hér á landi því
samkvæmt tölum frá Bflgreina-
sambandinu um innflutning fólks-
bfla var Corolla með 9,2% mark-
aðshlutdeild á árinu 1988 en sá sem
næstur kom, Mitsubishi Lancer,
var með 7,2%. Á árinu 1989 var
Corolla með 9,15%, 1990 með 12,3%
og á síðasta ári var hlutfallið svip-
að.
-JR
Toyotu sýndur
Forríðamenn Japönsku bif-
reiðasölunnar boðuðu frétta-
menn á fund sinn I gær f Há-
skólabföi, tfl að kynna fyrir
þelm nýja bifrelð frá Toyota-
yerksmiðjunum f Japan. Bifreið
Húskólubíói
þessi, „Toyota Corolia“ var
fyrst kynnt á bifreiðasýningu 1
Tökfö f október s.l. og vakti
þá þegar mikla athygii, enda
bafði lengi verið búizt við
nýrri bifreið frá Toyota. Bif-
VtSIR. Laugardagur 15. april
reiðin, sém sýnd er f Háskóla-
bfói, er sú fyrsta sinnar teg-
undar f Evrópu. Orri Vigfússón,
framkvæmdastjóri Japönsku bif
reiðasölunnar, skýrði frá þvf,
að um þessar mundir væra tvö
ár Bðin frá þvf að fyrstu Toy-
ota bifreiðimar komu tfl lands-
ins, en taia þeirra er nú hátt
á þriðja hundrað.
Fréttin um frumsýningu á Toyota
Corolla á íslandi úr Vísl þann 15.
apríl 1967. Það var Japanska bif-
reiðasalan sem hóf innflutning á
Toyota-bilum til landsins fyrir 25
árum og það er Orri Vigfússon
sem þá var framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins sem stendur hjá bilnum.