Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Síða 1
Hólar í Hjaltadal:
Menningardagar
í tengslura við Hólahátíð 1992
hefur ferðaþjónustan Áning í
samvinnu við Hólanefnd unnið
að sérstakri dagskrá á Hólura í
Hjaltadal sera standa mun dag-
ana 9.-16. ágúst. Dagskráin hefst
nk. sunnudag kl. 14 með messu í
Hóladómkirkju en kl. 16 mun
Bolii Gústafsson vigslubiskup
opna sýningu í Grunnskólanum
á Hólura. Á sýningunni eru
myndverk úr Sólarljóðura eftír
Gísla Sigurðsson listmálara.
Einnlg verður opnuð sýning bók-
um prentuðum í Hólaprenti hinu
foma. Sama dag kl. 17 verða tvö
erindi flutt í dómkirkjunni í
tengslum við bókasýninguna.
Hólahátíðin verður svo sunnu-
daginn 16. ágúst og hefst með
guðsþjónustu x Hólakirkjunni kl.
14. Nánar verður greint frá fram-
haldi hátíðarinnar síðar.
Norræna húsið:
Fyrirlestrar
um eyðni
Tveir virör gestafyrirlesarar
frá University of Califomia, San
Francisco (UCSF), flytja fyrir-
lestra í Norræna húsinu í dag kl.
14.30. Það eru þeir dr. Charles S.
Craik, sem er prófessor við lyfla-
fræðideild UCSF, og dr. Robert
J. Fletterick, prófessor við líf-
efnafræðideild UCSF. Fyrirlestr-
amir íjalla um HIV próteasa og
hönnun prótína með nýja eigin-
leika. Aö fyrirlestrunum standa
efnafræðiskor raunvísindadeild-
ar Háskóla íslands, Raunvisinda-
stofnun Háskólans og Menning-
arstofnun Bandarikjana.
Árbæjarsafn:
Gömludansarnir
Dansað verður við undirspil
harmóníku á Árbæjarsafni á
sunnudaginn. Það er danshópur
eldri borgara undir stjórn Sig-
valda Þorgilssonar danskennara
sem sýnir gömlu dansana við
undirleik Harmóníkufélags
Reykjavíkur frá kl. 14.30 við Dill-
onshxis. Að venju verður ýmislegt
fleira um að vera á safninu þenn-
an dag. í Árbænum veröur unnið
viö tóvinnu og bakaðar lummur.
í húsinu Nýlendu veröur skó-
smiöurinn að störfum og í Miö-
húsi geta gestir kynnst hinu
gamla handverki prentsins. Að-
gangseyrir er kr. 300 fyrir full-
orðna en ókeypis fyxir höm 16
ára og yngri, eldri borgara og
öryrkja. Athygh er vakin á því
að miðar gilda í viku.
Mosfellsbær:
Afmælishátíð
íbúar Mosfellsbæjar ætla að
halda uppáö ára afmæli bæjarins
á sunnudaginn. Hátiðarmessa
hefst i Lágafellskirkju kl. 11 en
kl. 14 veröur nýbygging dvalar-
heimilis aldraðra að Hlaðhöra-
rum formlega opnuö. Húsakynn-
in verða til sýnis fyrir bæjarbúa
kl. 15.30-17.30. Opiö hús verður
hjá hstamönnum i Álafosskvos
kl. 13-17 þar sem heitt kaffl og
vöfllur verða framreiddar af
kvenfélaginu í Þruðvangi. Þá
verður hestamannafélagið Hörö-
ur með opiö hús kl. 13-16 og þar
geta bömin farið á hestbak. Kl.
14 verður farin um tveggja tíma
söguferð um Mosfellsbæ í rútu
með lciðsögumanni.
Hilmar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, og Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, skoða kynningarrit-
ið ásamt Hauki Dór listamanni. DV-mynd BG
listamenn í Mos-
fellsbæ kynntir
í tilefni þess að 5 ár eru nú liðin
frá stofnun Mosfellsbæjar og hsta-
verkasjóðs hefur menningarmála-
nefnd Mosfellsbæjar og hstamenn í
bænum tekið höndum saman um að
vekja athygh á starfsemi listamann-
anna þar.
Gefið hefur verið út veglegt kynn-
ingarrit þar seúi 15 hstamenn eru
kynntir. Kynningarritið, sem gefið
er út í 7.000 eintökum, er fjármagnað
með því að hstamennimir gefa hver
um sig eitt hstaverk sem hstaverka-
sjóður kaupir og eru þeir peningar
síðan notaðir til aö fjármagna útgáf-
una.
Mosfehshreppur breyttist í bæ
þann 9. ágúst 1987. Á fyrsta fundi
bæjarstjórnar var stofnaður Lista-
verkasjóður Mosfehsbæjar en hann
átti að vinna að því að koma upp
góðu safni listaverka sem endur-
speglaöi Ustsköpun í landinu.
Síðan Listaverkasjóður Mosfehs-
bæjar tók til starfa hafa fjölmargir
listamenn komiö sér upp vinnuað-
stöðu í gömlum verksmiðjuhúsum í
Álafosskvosinni og reyndar víðar um
bæinn. Listamennimir hafa opnað
vinnustofur sínar fyrir almenningi
a.m.k. einu sinni í viku.
Nk. sunnudag ætla Ustamennimir
að hafa opið hús í Álafosskvosinni
frá kl. 13-17 og eru allir velkomnir.
-KMH
Höggmyndir úr steini
Hjónin Einar Már Guðvarðarson
og Susanne Christensen opna á
morgun sýningu á höggmyndum úr
steini í kaffistofu Hafnarborgar,
Strandgötu 34. Verkin á sýningunni
eru öh unnin í marmara, íslenskan
grástein og móberg.
Einar Már og Susanne eru bæði
sjálfmenntuð í höggmyndahstinni og
telja fimm ára búsetu á frjósamri
klettahæð í Mani á syðsta hluta Pe-
lopsskaga Grikklands vera sinn
skóla í höggmyndagerð. Þar unnu
þau í ýmsar steintegundir og fengu
m.a. það verkefni að höggva lág-
myndir í nýtt hús sem var byggt eft-
ir hefðbundnum aðferðum úr til-
höggnum steinum.
Þau þjónin hafa ferðast mikið um
heiminn og komu til landsins í vor
úr átta mánaða náms- og ævintýra-
ferð, m.a. til Nýja Sjálands, Japans
og Nepals. Sýningin í Hafnarborg er
fyrsta höggmyndasýning þeirra á ís-
landi og eru öh verkin unnin hér-
lendis.
Allir eru velkomnir að vera við
opnunina á morgun en sýningin, sem
er sölusýning, er opin virka daga frá
kl. 11-18 og um helgar frá kl. 12-18.
-KMH
Einar Már og Susanne ásamt nokkrum verka sinna.
Kráarýni:
Ódýrtölí
Hólminum
-sjábls. 18
Menning:
Tónleikar í
Skálholti
-sjábls. 21
Skemmtanir:
Helgar-
dansleikir
-sjábls. 19
Myndlist:
Fjalla-
mjólk á
Kjarvals-
stöðnm
-sjábls. 20
Ferðir:
Þórs-
mörk og
Skjald-
breið
-sjábls. 23
Kvikmyndir:
Vegg-
fódur
og Fal-
innfjár-
sjóður
- sjá bls. 22