Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Side 2
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992. Fréttir Rannsókn kókaínmálsins: Óvíst h ver setti kókaínið í bflinn - Steinn Ármann „kókaínmaður“ segist ekki hafa gert það Rannsókn kókaínmálsins skipt- ist niður í nokkur atriði. Eitt þeirra snýr að því hver setti kókaínið í bílaleigubílinn sem Steinn Ármann Stefánsson ók þegar hann flúði lög- reglu. Heimildir DV herma aö þetta atriði sé það sem er viðkvæmast í rannsókninni. Sömu heimildir herma að Steinn Ármann hafi stað- fastlega neitaö að hafa sett kókaín- ið í bílinn og hann hefur neitað að hafa vitað um að kókaínið hafi ver- ið í bílnum. Nú er unnið að því aö upplýsa hvort hann hefur á réttu að standa eða ekki. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri sagðist í gærkvöldi ekkert vúja segja um einstaka þætti rannsóknarinnar. Hann sagðist þó eiga von á að rannsókn- inni yrði lokið áður en gæsluvarð- haldsúrskurðurinn yfir Steini Ár- manni rennur út, það er um miðjan september. Ekki náðist í Bjöm Halldórsson, yfirmann fíkniefna- deOdar í gærkvöldi, til að bera þetta. undir hann. Böðvar Bragason lög- reglustjóri sagöist kjósa að tjá sig ekkert um þetta mál aö sinni. Heimildir DV herma að „tálbeit- an“ og Steinn Ármann hafi verið búnir að vera saman í bílaleigu- bílnum nokkra stund áður en elt- ingaleikurinn hófst. „Tálbeitan" fór úr bílnum til að komast í síma. Þeir vom þá staddir í Laugarnes- hverfí í Reykjavík. Eftir að „tálbeit- an“ yfirgaf bílinn komu lögreglu- menn á tveimur bílum aðvífandi að biíaleigubilnum og hugðust handtaka Stein Armann. Hann lagði hins vegar á flótta með kunn- um afleiðingum. Steinn Ármann og „tálbeitan", sem er 35 ára gamall karlmaður, kynntust þegar þeir sátu samtímis í fangelsi fyrir fáum árum. Heim- ildir DV segja að „tálbeitan“ eigi aðild að ódæmdu fíkniefnamáli. Eftir því sem næst verður komist liggur ljóst fyrir að kókaínið var í eigu eða umsjón Steins Ármanns Stefánssonar. Þórir Oddsson segir að rannsókn- arlögreglan muni nota öll þau rannsóknargögn sem fíkniefnalög- reglan var búin að vinna. -sme/-bjb Afstaðan til EES 41,4% 26,9% Fyrsta skóflustungan Fyrsta skóflustunga að hinni nýju Digraneskirkju í Kópavogi var tekin í gær. Töluverðar deilur hafa verið um staðarvalið. Víghólasamtökin hafa mótmælt kirkjubyggingunni og krafist afsagnar sóknarnefndar. Fyrirhugað er að halda aðalsafnað- arfund í næsta mánuöi. Aðspurður sagði sr. Þorbergur Kristjánsson að ekki hefði verið ástæða til að fresta framkvæmdum fram yfir aðalsafn- aðarfundinn. Sr. Þorbergur sagði að það hefði verið þarflaust þar sem nýja kirkjubyggingin hefði verið samþykkt „á fleiri safnaðarfundum en ég kann frá að greina". ask Vöniskiptajöfiiuður: Óhagstæðuríjúlí Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var óhagstæður um 1,6 milljarða í júní en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 200 milljónir. Út voru fluttar vörur fyrir 6^5 milljarða en inn fyrir 8,1 milljarð. A fýrstu sex mánuðum ársins var vöruskiptajöfn- uðurinn hins vegar hagstæður um 1,3 milljarða. Á fyrstu sex mánuðum ársins dróst- útflutningur saman um 6,7 prósent miðaðviðsamatímaífyrra. -kaa Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, tekur fyrstu skóflustunguna að umdeildri kirkju inn, sr. Þorbergur Kristjánsson, fylgist með. í Kópavogi en sóknarprestur- DV-mynd GVA Skoðanakönnun um EES: Fleiri eru á móti en með 26,9 prósent aðspurðra sögðust vera samþykk þátttöku íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu en 31,7 pró- sent sögðust vera á móti. Þetta kem- ur fram í skoðanakönnun sem ís- lenskar markaðsrannsóknir gerðu fyrir utanríkis-, félagsmála og iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið. Könnun- in náði til 1.200 manns á aldrinum 15 til 69 ára á landinu öllu. Liðlega 70 prósent svöruðu. 41,4 prósent svarenda treystu sér ekki til að taka afstöðu. Karlar vildu frekar en konur taka þátt í EES og yngri karlar frekar en eldri. Einungis 1,2 prósent hafa kynnt sér málið mjög vel en 79,2 prósent höfðu kynnt sér það frekar illa, mjög illa eðaekkert. -sme Flatey: Tværtrillur. losnuðufrá Tvær trillur losnuðu frá festum viö Flatey á Breiðafirði í gærkvöld. Trill- urnar voru bundnar við legufæri við eyna þegar þær þoldu ekki veður- hanúnn sem gekk yfir. -Tveir menn úr Flatey fóru á eftir trillunum og náðu að bjarga þeim í var. „Það munaði litlu að Ula færi. Ef viö hefðum komið mínútu síðar hefðu trillumar brotnaö í spón,“ sagði Tryggvi Gunnarsson í samtali viö DV en hann stökk yfir í trillumar og náði að afstýra frekara tjóni. Trillumar, sem heita Gustur SH og Særós RE, voru bundnar saman og losnuðu frá í einu. Tryggvi varð vitni að atvikinu og kallaði í félaga sinn, Magnús Jónsson. Saman fóm þeir á báti Magnúsar eftir trillunum. Tryggi stökk yfir í trillumar rétt áðurenþærlentuístórgrýti. -bjb Skarphéöinn Þórisson: Lengri leigu á Bfldudal Skiptastjórinn í þrotabúi Fisk- vinnslunnar á Bíldudal, Skarphéð- inn Þórisson hæstaréttarlögmaður, sagði í samtali við DV í gær að verið væri að semja um áframhaldandi leigu milii þrotabúsins og útgerðar- félagsins sem hefur verið með Fisk- vinnsluna á leigu. Skarphéðinn sagði að eftir væri að semja um til hversu langs tíma leigusamningurinn yröi. Búist er við að gengið verði frá nýj- um leigusamningi ekki síðar en á mánudag. „Þetta er hrein bráðabirgðaráðstöf- un. Þrotabúið þarf að losa sig við þessar eignir,“ sagði Skarphéðinn Þórisson. Hann sagði að hafnar væm óform- lega viöræður við heimamenn um kaup á fyrirtækinu. Kröfulýsingafrestur í þrotabú Fiskvinnslunnar er til 5. október óg fyrsti skiptafundur verður 29. októb- er í haust. -sme Askriftargetraun D V: Opel Astra til Eyja Þegar dregið var í áskriftargetraim DV úr hópi skuldlausra áskrifenda á miðvikudag kom upp nafh Aðalheið- ar Þorleifsdóttur, ungrar einstæðrar móður sem búsett er á Skólavegi 32 í Vestmannaeyjum. Áslaug, sem rekur nuddstofu fyrir vinnuglaða Eyjamenn, kom í rokinu í gær til Reykjavíkur með Karenu dóttur sinni, sem er liðlega þriggja ára, og veitti bílnum móttöku í Kringlunni. Nú em fjórir bílar eftir í pottinum og næst verður dregið um Mazda 121 frá Ræsi hf. þann 23. september. Nánar verður sagt frá afhending- unni í DV Bílum á morgun. -JR Ríkissaksóknari um að færa kókainmálið frá „fíknó“: Vantreysti ekki fíkniefnalögreglu Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari segir að ákvörðun sín um að færa rannsókn stóra kókaín- málsins frá Ðkniefnalögreglu til RLR lýsi ekki vantrausti hans á störfum fíkniefnalögreglunnar. HaUvarður segir ákvörðunina ekki til komna vegna gruns um að fíkni- efnalögreglan hafi brotið af sér við rannsókn kókaínmálsins. „Það er eingöngu verið að færa rannsókn málsins á eina hendi. Að sjálfsögðu munu RLR og lögreglan í Reykja- vík eiga með sér nána samvinnu í málinu," sagði HaUvarður í samtaU viðDV. „Ég get ekki fuUyrt um aö þessi ákvörðun sé einsdæmi. MáUð hefur vakið meiri athygU en önnur af svipuðu tagi. Ég er ekkert að breyta því að fíkniefnalögreglan rannsaki ekki brot á fikniefnalöggjöfinni. Ákveðið var að þetta sérstaka mál fari í þann rannsóknarfarveg sem það er komið í. Ég vænti þess að fíkniefnalögreglan aðstoði RLR við málsmeðferðina, eftir því sem leit- að verður eftir,“ sagði HaUvarður. HaUvarður sagði að ekkert lægi fyrir á þessu stigi málsins sem benti til þess að fíkniefnalögreglan hefði fariö yfir strikið við rannsókn kókaínmálsins. „Ég met mikUs dugnaö og eljusemi þeirra rann- sóknarlögreglumanna sem hafa um árabU unnið að rannsókn fikni- efnamála hjá lögreglunni í ReyKja- vík.“ Aðspurður sagöi HaUvarður að ákvörðun sín væri ekki fordæmi fyrir komandi mál. „Ég vU minna á eitt, þó það hafi ekki ráðið úrsht- um í þessu máU, að þegar lög um RLR voru sett árið 1976 var gert ráð fyrir því í greinargerð að frum- varpi, að rannsókn fíkniefnamála yrði í höndum RLR og að því stefnt. Af þeirri skipan mála varð hins vegar ekki. Ég vU benda á að brot á almennri hegningarlöggjöf og fíkniefnalöggjöf tengjast mjög oft. En þetta hafði ekki úrsUtaáhrif á ákvörðun mína um rannsókn kókaínmálsins," sagði HaUvarður að endingu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.