Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)VÍ605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Stöndum með lögreglunni Um þessar mundir situr ungur maöur í gæsluvarð- haldi eftir aö hafa verið eltur uppi og handtekinn fyrir meint afskipti af sölu fíkniefna. Hinn grunaði flúði und- an lögreglunni og varð valdur að hörðum árekstri í Mosfellssveit þar sem hann ók á lögreglubíi. Lögreglu- maður sfasaðist lífshættulega og í kjölfar árekstursins lagði hinn grunaði maður til annars lögreglumanns með hníf. í bíl mannsins fannst mikið magn af kókaíni. Þessi atburður vakti mikinn óhug af mörgum ástæð- um. Það heyrir til undantekninga að lögreglan þurfi að elta meinta sökudólga uppi í lífshættulegum ökuferðum. í öðru lagi mátti engu muna að lögreglumenn létu lífið í brennandi biff eiðinni eftir að áreksturinn haföi átt sér stað. Reyndar hggur lögreglumaður ennþá á sjúkra- húsi, þungt haldinn. í þriðja lagi ber þessi atburður vott um að aukin harka sé að færast í fíkniefnasmygl og sölu og það er ekki lítið í húfi þegar rúmlega eitt kíló af kókaíni finnst í bifreiðinni sem hinn grunaði maður ók en það er talið tugmilljóna króna virði. Eftirmálar þessa voveiflega atburðar eru öfugsnúnir. í stað þess að athyglin beinist að refsiverðu athæfi glæpahyskis snýst hún um vinnubrögð lögreglunnar. í ljós hefur komið að bifreiðin, sem hinn grunaði maður ók, var í leigu fíkniefnalögreglunnar sjálfrar. Lögreglan hefur viðurkennt að hafa beitt svokallaðri tálbeitu til að koma upp um skúrkana. Útsendari lögreglunnar vill- ir með öðrum orðum á sér heimildir til að leiða hina meintu sökudólga í gildru. Lögreglan hefur jafnframt játað að hún þurfi á stund- um að beita mútum og reiða fram fé til að fletta ofan af glæpum í fíkniefnamálum. Það nýjasta í máhnu er svo það, að rannsókn málsins hefur verið tekin úr hönd- um fíkniefnalögreglunnar og falin Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þess eru fá ef engin dæmi áður og tengist senni- lega þeim ásökunum að fíkniefnalögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt og beitt ólögmætum aðferðum til uppljóstrana. Þetta hefur orðið th þess að kastljós fjöl- miðla síðustu dagana hefur beinst að þessum þætti málsins en ekki að hinum meintu sökudólgum. Lögregl- an er undir smásjánni en ekki glæpurinn sjálfur. Af þessu tilefni er full ástæða til að láta í ljós þá skoð- un að fíkniefnalögreglan þurfi ekki að biðjast afsökunar á gerðum sínum. Hún á fuha samúð og stuðning skil- inn. Það duga engin vettlingatök gagnvart þeim aðilum sem hér stunda smygl og sölu á fíkniefnum. Þessum ófögnuði verður að bægja frá eins og kostur er. Að und- anfömu hefur verið skýrt frá að tohgæslan á Keflavíkur- flugvelh hefur hvað eftir annað gómað farþega til lands- ins með fíkniefni innan klæða. Meiri brögð eru að því að fíkniefni séu í umferð og afleiðingar fíkniefnaneyslu eru að verða að áberandi vandamáh í þjóðfélaginu. Á sama tíma kvartar fíkniefnalögreglan undan f]ár- skorti tíl að halda uppi eftirhti, löggæslu og rannsóknum á þessum ófógnuði undirheimanna. Þeir menn sem taka að sér löggæslustörf í fíkniefnamálum eiga undir högg að sækja vegna skilningsleysis og tómlætis um umfang fíkniefhaneyslunnar. Líf þeirra er jafnvel í hættu. Þegar gerð er tilraun til að upplýsa um stórfeht fíkni- efnasmygl og dópsalar em innan seilingar verður að gera ráð fyrir að lögreglumenn geti beitt sínum ráðum, tálbeitum og jafnvel mútugreiðslum th að fletta ofan af glæpunum. Thgangurinn helgar meðahð. Dópsalar eiga enga miskunn inni hjá þjóðfélaginu eða yfirvöldum. EUert B. Schram ,F(^ST.UpAGyR. 2^, ÁG,ÚglXl9p2. Það er nú að heita má almenn vitn- eskja að útrýming blasir við tveim- ur þriðju hlutum þess fólks sem byggir Sómalíu, enda þótt almenn- ingur hafi hingað til látið sig þetta litlu skipta, aö minnsta kosti á Vesturlöndum. Það var þá fyrst sem Egyptinn Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, vakti athygh á ósamræminu milli áhuga Vesturlandabúa á stríöinu á Balkanskaga og útrým- ingu heillar kynslóðar fólks í Só- malíu, sem áhugi fjölmiðla vakn- aði. Nú er svo komið að fjölmiðlafólk úr ólíklegustu áttrnn þvæhst hvað fyrir öðru í Mogadishu, án þess að neytendur fjölmiðla séu mikils vís- ari. Þær hörmungar sem þama geisa eru meiri en jafnvel reyndustu menn Rauða krossins fá lýst. Þar hefur ríkt alger upplausn síð- ustu fimm ár, síðan uppreisn hófst gegn Siad Barre einræðisherra, sem hrifsaði völdin í byltingu hers- ins 1%9 og tók við af svokallaðri lýðræðisstjórn sem við tók eftir að ítalir létu stjómina af hendi eftir áratuga samvinnu við Breta um . „... það er hungursneyðin sem fylgir stríðinu sem núna fyrst vekur athygli", segir hér m.a. Símamynd Reuter Vesöld á ábyrgð Vesturlanda sfjóm Sómalílands, sem áður fyrr tók yfir hluta af Keníu, sem var breska Sómalíland, og Djibo- uti, sem var franska Sómaliland. Ítaíir létu af stjóm 1960, en 1969 tók við sá einræðisherra sem mótað hefur þá glötunarstefnu sem landið hefur verið á síðan, Mohammed Siad Barre, á seinni árum einka- vinur Vesturlanda. Flugrán Þáttaskil urðu vegna Palestínu- araba árið 1976. Sómaha er í Araba- bandalaginu og þar vom meðal annars bækistöðvar Al-Fatah. En 1976 gerðist það að þýskri flugvél, nafnið á henni var Landshut, var rænt. Henni var snúið hingað og þangað um Miðausturlönd, í þeim tílgangi að fá lausa 17 Palestínu- menn í Kúveit og tvo fanga í Þýska- landi. Vél þessi lenti að lokum í Mogadishu. Um borð í véUnni voru nærri 200 manns, flestir vestur- þýskir borgarar. Vestur-Þjóðveijar, í samvinnu við Nato, sömdu við Siad Barre um að fá að gera árás á flugvélina í Mogadishu. Hluti af þeim samning- um var að vopnasölubanni Nato- ríkja til SómaUu væri aflétt. Árásin var gerö, hún tókst með fádæmum vel, öUum farþegum var bjargað og árásarmennimir, sem voru Pa- lestínumenn, undir forystu ungrar stúlku voru handteknir, tveir þeirra Ula særðir, annar þeirra for- inginn. Leyfiö sem Barre gaf tíl árásar á flugvélina hafði það í for með sér að stefna Vesturlanda gagnvart Sómalíu gjörbreyttist. Þær herstöðvar, og einkum flota- stöðin 1 Berbera við Adenflóa, sem Sovétmenn höfðu fengið að nota, vom þeim ekki lengur tUtækar. 1977 sleit Sovétstjómin aUri hem- aðarsamvinnu við Sómalíu, en þremur árum senma komu Banda- ríkjamenn tU Berbera og sú flota- stöð varð síðar einn helsti upp- byggingarstaður þeirra í flotastríð- inu gegn írak á Persaflóa. í staðinn fékk SómaUa einn mUljarð doUara í hemaðaraðstoð frá Bandaríkjun- um. Ekki síður, í ljósi flugránsins í Mogadishu, fékk Barre óvenjuieg- an aögang að vopnabúri Þjóðveija. Þjóðverjar era háðir ýmiss konar takmörkunum á vopnaútflutningi sínum, en þeim var aflétt. Siad Barre er eini einræðisherrann í veröldinni sem hefur fengiö gefins Leopardskriðdreka Þjóðverja, sem margir telja þá bestu í heimi, að ótöldum skotfærasendingum, með- KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður al annars í sovésk vopn. Fram tU 1977 hafði Sómalía veriö höU undir Sovétríkin og fengið það-. an ómælda aðstoð. En 1977 urðu þáttaskU. Ogaden og Kúba Það ár réðst Siad Barre með um 40 þúsund manna her gegn Eþíópíu í Ogadenauðninni, sem er nær ein- göngu byggð Sómölum, en er innan landamæra Eþíópíu. Eþíópíustjóm brást við þeirri innrás með því að kalla til kúbverskt herhð, enda var þetta á sama tíma og Kúbumenn vora að leggja Angólu undir MPLA hreyfinguna. Auk Kúbumanna komu tíl sögunnar austurþýskir hemaöarráögjafar, og kalda stríðið var þá í algleymingi. Þetta samein- aða hð gjörsigraöi her Sómala, en stríðsástand ríkir enn í dag í Ogad- en. Upp úr þessu varð Siad Barre skjólstæöingur Vesturlanda, gegn Kúbu og öðrum. En öU, eða nærri öU sú aðstoð sem veitt var rann til hermála. Afleiðingin varö sú að nær allir andstæðingar Siads Barr- es, sem vora annar hver þjóðflokk- ur í Sómahu, gátu hafið stríð á hendur honum. Alhr vora vopnað- ir. Borgarastríð hófst 1988 og lauk með því ástandi sem nú ríkir: eng- inn ræður. Sómalir erU taldir tíl araba, þeir era hamítar en ekki negrar og hirð- ingjar að stærstum hluta. Þeir reka úifalda sína, kýr og geitur á beit um stórt svæði í Austur-Afríku, allt frá Keníu til Eþíópíu. Landbún- aður er mjög takmarkaður. íslam er ahsráðandi, iðnaður er hverf- andi. Stjórnleysi En Siad Barre gerði að minnsta kosti eitt, hann hélt stjórn á land- inu. Eftir að hann var hrakinn frá hefur ríkt ólýsanleg upplausn. Öh þau vopn sem hann keypti eða fékk gefins fyrir það að vera ekki komm- únisti eru nú í höndum stjórn- lausra hópa án nokkurs aga sem ekki aðeins gera hjálparstarf Ul- mögulegt heldur selja „þjónustu sína“ tU hjálparstofnana með þeim hætti að starfsmennimir era stundum drepnir og hjálpargögn- um rænt. Þaulreyndir starfsmenn alþjóða hjálparstofnana segjast aldrei hafa kynnst öðra eins og því sem nú er að gerast í Sómahu, ekki einu sinni í Afganistan. Upplausnin er Vest- urlöndum, og reyndar Sovétríkjun- um fyrirverandi að kenna, það era þessi ríki, Bandaríkin, Sovétríkin og Þýskaland sem hafa gefið eða selt fyrir gjafvirði þau morðvopn sem nú gera hjálparstarf í Sómahu nær ómögulegt og hafa kostað hundrað þúsunda lífið. En það er hungursneyðin sem fylgir stríðinu sem núna fyrst vek- ur athygli. AUt að fiórar og hálf mihjón Sómala eiga hungurdauða yfir höfði sér. 95 prósent allra bama innan 10 ára era vannærð og mestur hluti þeirra í lífshættu, þökk sé baráttu vestrænna ríkja gegn kommúnismanum. Gunnar Eyþórsson „Upplausnin er Vesturlöndum, og reyndar Sovétríkjunum fyrrverandi aö kenna, það eru þessi ríki, Bandaríkin, Sovétríkin og Þýskaland sem hafa gefið eða selt fyrir gjafvirði þau morðvopn sem nú gera hjálparstarf í Sómalíu nær ómögulegt... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.