Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992. 15 Atvinnuuppbygg- ing krefst aðgæslu „Fjárfesting i landbúnaði hefur yfirleitt skilað litlum arði í þjóðar- búið ..." segir m.a. í greininni. I viðtali DV hinn 31. f.m. við for-' seta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, í tilefni þess að hún hefir nú hafið sitt fjórða kjörtímabil kemst hún svo að orði: „Mér er það v engin launung að mér hefir stund- um fundist erfitt hversu lengi við erum að taka við okkur varðandi uppbyggingu á öðrum atvinnuveg- um samhliða sjávarútvegi sem er sveiflukenndur. Ástæða þess er vitaskuld íjár- magnsleysi og fámenni þjóðarinn- ar.“ Forseti drepur þama á mál, sem ekki hefir verið gefinn nægur gaumur, en ástæða þess er þó naumast fámenni né fjármagns- leysi þjóðarinnar. Fáar hugmyndir Þjóðin hefir notið uppgripa í fisk- veiðum og ekki viljað viðurkenna og gerir naumast enn að fara verð- ur með mikilli gát ef ekki á að ganga of nærri fiskistofnunum. Þó ekki hafi ríkt nægur skilningur á nauðsyn nýrrar atvinnuuppbygg- ingar utan sjávarútvegs hefir ýmis- legt veriö reynt þótt eftirtekjan hafi ekki reynst sem skyldi. Löggjafmn hefir sýnt málinu nokkurn skilnirfg. Meö lögum nr. 69/1985 var ákveðiö að ríkið skyldi beita sér fyrir stofnun hiutafélags til að örva nýsköpun í íslensku at- vinnulífi og efla arðsama atvinnu- starfsemi. í samræmi við lagaheimild þessa var ákveðið að ríkissjóður legði fram 100 milljóna króna hlutafjár- framlag til félagsins. Stofnfundur var síðan haldinn í nóvember 1985 KjaUarinn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur og nafn félagsins ákveðið Þróunar- félag íslands h/f. Ymsir aðilar gengu til liðs við félagið og nam eigið fé þess 618 millj. kr. um sl. áramót. Ríkið hefir nú ákveðið að selja sinn hiut. I skýrslu stjórnar og framkvæmdastjórnar fyrir sl. ár segir að félagið muni í náinni fram- tíð einbeita sér að fjárfestingum í fyrirtækjum sem byggja á tækni og hugviti öðru fremur auk þess sem arðvænlegir fjárfestingarkost- ir komi til skoðunar. Margir sækja um fyrirgreiðslu félagsins en að- eins fáar hugmyndir eru taldar vænlegir fjárfestingarkostir og enn færri reynast það í raun. Niðurskurður - minni skatttekjur Eitt besta dæmið um atvinnuupp- byggingu í öðru en sjávarútvegi var samningurinn um álveriö í Straumsvík, enda þótt nauðsynlegt hafi veriö að selja rafmagnið á lægra verði en það var selt til inn- lends iðnaðar, hvað olli mikilli gagnrýni, en við verðum aö átta okkur á því að eina leiöin til aö fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í landinu er að þau sjái sér fjárhags- legan ávinning af því. Aðrar tilraunir til að laða hingað erlent einkafjármagn hafa flestar runnið út í sandinn, sbr. bygging magnesíumverksmiðju við Reyðar- fjörð, sem ekki reyndist grundvöll- ur fyrir, og fjárfesting í járnblendi- verksmiðjunni við Hvalfjörð hefir ekki reynst sú gullnáma sem von- ast var eftir þótt hún/hafi skapað atvinnu. Fjárfesting í landbúnaði hefur yfirleitt skilað litlum arði í þjóðar- búið, enda þótt fáir vilji leggja hann niður, en segja má að „handafli“ sé beitt við framleiðslustýringuna í stað þess að láta markaðinn ráða. Ekki hefir reynst á vísan að róa með uppbyggingu fiskeldis né loð- dýraeldis þótt ekki sé vonlaust að eitthvað rætist úr, a.m.k. hvað fisk- eldi varðar. Möguleikar í ferðaþjónustu virð- ast vænlegir og sjálfsagt væri hægt að auka afrakstur þeirrar atvinnu- greinar, t.d. með því að reisa ráð- stefnu- eða heilsuhótel og þá gjarn- an í samvinnu við erlenda aðila. Iðnaðarframleiðsla til útflutn- ings úr erlendum aöfóngum virðist varla vænlegur kostur vegna fjar- lægðar frá hráefnum annars vegar og mörkuðum hins vegar nema um orkufrekan iðnað sé að ræða. Stjórnvöld verða að skilja að af- koma ríkis og sveitarfélaga verður ekki bætt með því að draga úr opin-. berum framkvæmdum á samdrátt- artímum. Slíkt leiðir einungis til atvinnuleysis og þar með minni skatttekna. Ólafur Stefánsson „Iðnaðarframleiðsla til útflutnings úr erlendum aðföngum virðist varla væn- legur kostur vegna fjarlægðar frá hrá- efnum annars vegar og mörkuðum hins vegar nema um orkufrekan iðnað sé að ræða.“ Þýski miðbankinn og fasteignin Frón .....með aukinni tækni væri i framtiðinni hægt að hafa sólarhrings sigl- ingu inn á vegakerfi Evrópu,“ segir m.a. i greininni. Flestir menn kunna eitthvað að spila á spil. Það fylgir regla hveiju spili og menn komast ekki upp með að svindla í spilum nema þegar þeir leggja kapal, enda gildir þá einu hvemig þeir hafa ofan af fyrir sér einum. í okkar almenna lífi erum við aö reyna að spila eftir reglunum en við tökum ekki eftir því að sumir spilafélagamir eru alltaf að svindla í spilinu, þeir breyta reglunum sér í hag. Ríkisstjórnir eru iðnar við slíka iðju. Þegar lyíjakostnaður þótti of mikill þá var reglunum breytt, e.t.v. ekki óeðlilega en þó með svo afgerandi hætti að það leit út eins og svindl. Og nú eru heildsalar lyfja að benda á þetta nýja svindl í spilum. Hér er ekki nenna til að skipta sér af því, einungis er veriö að sýna með dæmi hvað gerist ef reglum er breytt. Það er gert vegna þess að verið er að selja ísland fyrir shkk. Reglur þýskra banka Þýski seðlabankinn ræður mestu um efnahagslíf Evrópu. Þegar Þýskaland var sameinað brást bankinn við með mikilli hörku til að veija þýska markið, enda var verið að taka við vanþróuðu efna- hagskerfi austurhlutans. Það er gert með því að minnka peninga- magn í umferð til aö veija markið gegn skyndilegri neyslu Austur- Þjóðveija við aö þeir fengu hver sinn skammt til að skipta verðlaus- um austurmörkum í vesturmörk. Atvinnuleysi jókst í kjölfarið en þýsku bankamir vita hvað verið Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri er að gera, það sama og gert var í vesturhlutanum eftir stríðið; að gefa ekki út of mikið af peningum. En Þýskaland nær sér fljótlega. Það er vegna þess aö hátt verð á þýsku marki lækkar verð á inn- fluttum aðfóngum eins og matvæl- um frá t.d. Bandaríkjunum og as- ískri rafeindavöru. Aukið atvinnu- leysi er smámál miðað við þann hagnað viö uppbyggingu Þýska- lands. Þjóðveijar era vanir að bregðast viö shkum breytingum eins og við við verðbólgu. Þeir koma við enn frekari framleiðn- iaukningu til þess að missa ekki markaðshlutdeild, þeir skilja hver annan í þeirri viðleitni og það er ekki vandamál að fjármagna fram- leiðniaukningu, enda miðast veð- hæfni fyrirtækja þar ekki við hvað fæst fyrir þau á uppboði. Það sem hér er ætlunin að segja er að samn- ingur við Evrópubandalagið er ekki samningur við þýska mið- bankann og þýski miöbankinn sér til þess aö ísland verði keypt upp af mörgum ástæðum en fyrst og fremst vegna þess aö honum er stjómað af mönnum sem eru alveg eins og við sjálfir. Fasteignin Frón Hundrað þúsund ferkílómetrar lands, átta hundruð þúsund fer- kílómetra efnahagslögsaga og lík- lega tólf hundruð þúsund ferkíló- metrar sjávarbotns eða meira eru eigur okkar. Hér má virkja vind þúsund sinnum meira en Danir gera á Jótlandi, það er raforka sem samsvarar núverandi neyslu 500, ég endurtek, fimm hundruð millj- óna manna fyrir utan fallvötn og varma. Hér er eitt af fáum svæðum sem eftir era með ómengað grunn- vatn og hágæöavatn. Hér era 400 hektarar á íbúa af yfirboröi jarðar, í Þýskalandi eru 0,33 hektarar á mann. Hér er hægt að koma við gróðurhúsarækt, ekki minni en í Hohandi og með aukinni tækni væri í framtíðinni hægt að hafa sólarhringssiglingu inn á vegakerfi Evrópu. Nú, ef við sætum í stjórn þýskra banka og við næðum EES-taki á Frón-fasteigninni þá gætum við einfaldlega prentaö mörk og rétt þessum fáu hræðum sem sitja á henni og eignast hana í gegnum milliliði og þýska banka. Ef við gerðum það ekki værum við'fífl, eins og komið er landamálum Þýskalands. Á eftir stæði eignin fyrir útgefn- um mörkum og við hefðum gert besta díl í viðskiptum fyrr og síðar. Þyrfti ekki einu sinni glerperlur heldur pappírssnepla. Ef hins veg- ar á að selja fasteignina Frón hvort eð er, vegna þess að aldalöng inn- ræting um að útlendir menn séu miklir, ef ásókn í viröingu útlend- inga er svo mikh að við þykjumst þurfa að selja, þá eigum að setja Frónið á fasteignasölu en ekki í utanríkisráöuneytið, enda hefur Jón Baldvin ekki einu sinni fast- eignasöluleyfi. Við getum fengið 260 milljarða dohara fyrir, greitt á næstu 20 árum en haldið persónulegum eig- um öðrum en stóram óræktuðum löndum. Þrír kaupendur koma til greina, Japanir, Bandaríkjamenn og Efnahagsbandalagið. Síðan skiptum við jafnt á þegar fæddra íslendinga og færam okkur á betra veðursvæði ef okkur sýnist svo. Það er miklu betri kostur en að selja þýskum bönkum fyrir prent- aða peninga og slikk. Þorsteinn Hákonarson „ ... samningur við Evrópubandalagið er ekki samningur við þýska miðbank- ann og þýski miðbankinn sér til þess að Island verði keypt upp af mörgum ástæðum en fyrst og fremst vegna þess að honum er stjórnað af mönnum sem eru alveg eins og við sjálfir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.