Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Framleiðandi um rifnu og leku þakklæðninguna á VR-húsinu:
„Þakdúkinn" á að nota
í brúar- og vegagerð
„Þaö var lýst yfir af framleiðénd-
um að þeir skildu ekki hvað þessi
dúkur væri að gera þarna við þess-
ar aðstæður - hann hefði aldrei
verið ætlaður þar sem regn og sól
kæmist beint á. Hann hefði verið
ætlaður sem vamarlag undir fargi,
til dæmis við vegagerð, í brúm eða
á svölum. Þessi dúkur morknar
með árunum og missir styrkinn,"
sagði Bjöm Marteinsson, verk-
fræðingur hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, í samtali við
DV í gær. Hann hefur undir hönd-
tungumálamisskilmngur við pöntun ekki útilokaður
um upplýsingar frá framleiðanda
þakdúksins sem klæddur var á þak
VR-hússins - dúksins sem nú er
rifinn og lekur.
Eins og fram kom í DV í gær um
ábyrgð vegna leka og galla ff á þak-
inu vísaði bygginaraðilinn,
Byggðaverk hf., á eftirhtsaðilann,
Hönnun hf., eftirlitsaðilinn á arki-
tektinn, Ingimund Sveinsson, og
arkitektinn á söluaðilann, Polaris
- arkitektinn sagði reyndar að
söluaðilinn hefði gefið fyrirmæh
um að í lagi væri að nota efnið. Um
það atriði segir Guðmundur B. Ól-
afsson hjá VR. „Hönnuðimir fengu
greinilega svar frá söluaðilanum,
Polaris hf., um að dúktegundina
Bituhuene HD mætti leggja á
plankaklætt þak.“
Samkvæmt þessu hefur nú komið -
í ljós að söluaðihnn spurði aldrei
framleiðandan hvort óhætt væri
að nota „þakdúkinn" á þak. Sam-
kvæmt bréfi framleiðandans þohr
dúkurinn ahs ekki að vatn komist
í samband við sólarljós á yfirborði
hans - þessi dúkur á sem sagt að
vera neðanjarðar eða undir fargi.
„Þetta hefur sennhega ekki kom-
ist til skila til söluaðila frá fram-
leiöanda í hvaða notkun dúkurinn
var ætlaður. Oftast nær, þegar tal-
að er um þakdúka, því orði snarað
yfir á eitthvert erlent mál, þá halda
menn ahtaf að það sé verið að tala
um vatnsdúk á stíflu, utan á kjah-
ara eða það sem á að grafa í jörð -
þéttidúk að jarðvegsvatni. Það er
hugsanlegt að þama hafi verið um
tungumálamisskhning að ræða,“
sagði Bjöm.
„Samverkandi áhrif vætu og sól-
ar em sérstaklega slæm fyrir þenn-
an dúk. Þegar sól skín á bleytu. Svo
getur þetta orðið frostþíðuskemmd.
Menn þurfa að íhuga sinn gang
verulega vel áður en þeir treysta á
erlenda reynslu," sagði Bjöm Mar-
teinsson.
Ingimundur Sveinsson arkitekt
upplýsti í DV í gær að sami
„þakdúkur“ heíði verið notaður á
fleiri hús. Samkvæmt upplýsingum
DV var efnið einnig notað á þak
Kirkju Óháða safnaðarins. -ÓTT
Ólympíufararnir við heimkomuna i gær. Fremstar eru gullsundkonurnar. Frá vinstri Sigrún Huld Hrafnsdóttir,
Bára Erlingsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Katrín Sigurðardóttir. DV-mynd Ægir Már
AfreksfólMð á ólympíumóti þroskaheftra kom heim í gær:
Athöfnin stórkostleg
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Við vomm í lokahófi í gærkvöld
og sváfum í þrjá tíma. Við lögðum
af stað klukkan þrjú í nótt að íslensk-
um tíma þannig að fólk er þreytt en
mjög ánægt. Móttökuathöfnin hér er
virkhega mikh upplifun fyrir okkar
fólk og veglega að þessu staðið. Það
hefur ekki kynnst þessu áður. Þegar
það kom heim af heimsmeistaramót-
inu 1989, stærsti hlutinn af þessu
fólki með töluvert af verðlaunapen-
ingum, fékk það ágætar móttökur en
þessi athöfn er alveg stórkostleg,"
sagði Þórður Ámi Hjaltested, aðalf-
ararstjóri íslensku keppendanna
sem komu th landsins í gærdag eftir
frækheg affek á ólympíumóti
þroskaheftra sem fram fór í Madrid
á Spáni.
„Við erum stolt af ykkur og af þeim
miklu afrekum sem þið haflð unnið
og af þeim orðstír sem þið hafið bor-
ið í nafni íslánds. Þið hafiö unnið th
meiri affeka en nokkur hópm1 ís-
lenskra íþróttamanna hefur áöur
unnið th,“ sagði Ólafur G. Einarsson
menntamálaráöherra.
„Svona stórkostlegum árangri
bjóst ég varla við enda lýsa honum
enginn orð næghega mikið. Með öðru
sætinu á ólympíuleikunum, með
mörgum heimsmetum, íslandsmet-
um, ólympíumetum, og guhi og verö-
launnapeningum sem telja má í tug-
um hafið þið komið íslandi í fremstu
röð þjóða,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra.
„Við gleðjumst öh innhega yfir
þessum glæshega árangri og von-
umst th þess að þetta verði einhver
hvatning th áframhaldandi íþrótta-
iðkana. Ég sé líka ástæðu th á þess-
um stað og stimdu að deha þökkmn
mínum og kveðjum th foreldra og
aðstandenda keppendanna þjálfara
og forystumanna íþróttasambands
fatlaöra og einstakra félaga innan
þess sambands fyrir ykkar framlög
sem aht þetta fóhc hefur lagt fram í
þágu þess fólk sem er nú komið heim
og ég veit að þessi hópur gleöst ekki
síður heldur en keppendur sjálfir
yfir hinum glæshega árangri," sagði
Ehert B. Schram, forseti íþróttasam-
bands íslands.
Þegar dregið var úr nöfnum Kringlunni í gærdag.
uldlausra áskrifenda DV S gær- Enn eru eftir þrír bflar í pottinum
orgun kom upp nafh Sigrúnar í áskriftargetraun DV og næst
masdóttur, Efstaleiti 1 í Reykja- verður dregið um Lada Sport frá
k og er hún nú eigandi að glæsi- Bifreiöum og landbúnaðarvélum
gúm Mazda 121 frá Ræsi hf. en hf. þann 21. október.
grún veitti bílnum viðtöku í -dR
Matsmenn vegna VR-hússins skila brátt aliti:
Munu meta hverj-
ir bera ábyrgð
- áætIaðurkostnaöurviöþakdúkaskipti4,5miIljómr
Guðmundur B. Olafsson, lögfræð-
ingur hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, segir að gert sé ráð fyr-
ir að kostnaður við endurbætur á
þaki VR-hússins við Hvassaleiti 56
verði 4,5 mhljónir króna. Ætlunin sé
að ráðast í þær framkvæmdir fyrir
veturinn - hvort sem um verður að
ræða bráðabirgða- eða varanlega við-
gerð. Verið er að leita thboða í lagn-
ingu nýs þakdúks á húsið.
Þetta þýðir að eigandi hverrar
íbúðar þarf að greiða 75 þúsund
krónur að meðaltali verði það hlut-
skipti íbúanna að greiða hann. Ekk-
ert hggur fyrir um að svo verði. Guð-
mundur segir að verið sé að reyna
að leita sátta í málinu - við aha þá
aðha sem nálægt verkinu komu. Eins
og fram kom í DV í gær vísuðu bygg-
ingaraðhi, eftirhtsmenn og arkitekt
hver á annan þegar blaðið spurði þá
um ábyrgð í sambandi við fram-
komna gaha.
Framangreindar mhljónir eru þó
aðeins vegna viðgerða á þakinu.
Fhsalagnir í flestum íbúðum hússins
eru gahaðar og múrhúöun er farin
að gefa sig á stigahúsi og við svalir.
Þvi liggur fyrir að 4,5 mhljónirnar
eiga eftir að margfaldast.
Varðandi þessi atriði sagði Guð-
mundur:
„Ég gerði mér ekki grein fyrir að
fhsamáhð væri svona stórt. Það var
óskað eftir að það yrði tekið inn í
tjónamat á húsinu. Ef það þarf að
gera við flísalögn í 56 af 60 íbúðum
er þetta ansi mikhl peningur. Það er
óskað eftir að kostnaðartölur komi
fram í matinu og hver ber ábyrgð á
þessu. Um leið og þetta mat kemur
verðum við að fara yfir það og sjá
hver ber ábyrgð," sagði Guðmundur.
Hann sagöi að miðað við íbúðaverð
í VR-húsinu mætti gera ráð fyrir að
kostnaður við byggingu þess hefði
verið á fimmta hundraö mihjóna
króna. Sextíu íbúðir eru í húsinu.
Guðmundur kvaðst ekki hafa gögn á
reiðum höndum sem sýna hve hár
hönnunar- og eftirhtskostnaður við
húsið hefði verið. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem DV hefur nam sú
upphæð á annan tug prósenta af
byggingakostnaði - mörgum tugum
mhljóna króna.
-ÓTT
35 sagt upp á Grundartanga:
Fólk hefur að
engu að snúa
- segir aöaltrúnaöarmaður starfsmanna
34 th 35 starfsmönnum verður sagt
upp í Jámblendiverksmiðjunni á
Grundartanga að sögn Kjartans Guð-
mundssonar aöaltrúnaöarmanns
starfsmanna. í gær tilkynntu dehd-
arstjórar í einstökum dehdum sínu
fólki um breytingamar. Þessar upp-
sagnir jafnghda um 30 stöðughdum.
Uppsagnimar koma thtölulega
jafnt niöur á dehdum fyrirtækisins
en þær em fimm; viðhaldsdehd, ofn-
dehd, flutningadehd, skrifstofudehd
og rannsókna- og þróunardehd.
Starfsmennimir hafa flestir þriggja
mánaða uppsagnarfrest og sumir sex
mánaða.
„Þetta er ískyggheg staða. Það em
allir slegnir yfir þessu en við getum
htið gert. Ég sé ekki annað en allar
uppsagnimar komi th framkvæmda
þó ýmislegt geti náttúrlega gerst á
þremur th sex mánuðum. Fólk hefur
að engu að snúa,“ segir Kjartan Guð-
mundsson, aöaltrúnaðarmaður
starfsmanna í Járnblendiverksmiðj-
unni.
Kjartan sagði ákaflega htið að ger-
ast í atvinnulífi á svæðinu sem fólkið
gæti leitað í, þó vissi hann af þremur
sem væm komnir í ný störf.
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Jámblendiverksmiðjunnar,
vhdi síðdegis í gær ekki tjá sig um
máhð að öðm leyti en því að byijað
væri að ræða við það starfsfólk sem
fyrir uppsögnunum verður. Hann
bjóst við að endanlegar niðurstöður
mynduhggjafyrirídag. -Ari