Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1992, Side 15
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992. 15 Fasteignamat í miðborg Reykjavíkur Afdrif miðbæjarins eru þungt áhyggjuefni allra þeirra sem láta sig varða málefni borgarinnar. Auðir gluggar með sölu- og leigutil- kynningum eru algeng sjón þar sem áður gaf að líta blómlega versl- un. Sú þjónusta sem áður þreifst í miðbænum hefur að stórum hluta flutst yfir í Kringluna, og eftir því sem verslun blómstrar betur þar, því dauflegri verður vistin við Laugaveg og Austurstræti. Að sama skapi hefur fasteignaverð í miðborginni tekið umtalsverðum breytingum hin síðari ár. Lóðir og eignir, sem eitt sinn voru eftirsókn- arverðar, hafa fallið í verði þar sem eftirspurn eftir þeim er ekki svipur hjá sjón. Fjárfestingar borgarinnar á svæðinu hafa hins vegar myndað falska eftirspurn sem nú um stund- ir heldur verðlagi fasteigna í mið- borginni uppi. Ofmetnar fasteignir eða vanmetnar? Kjömir borgarfulltrúar hafa lengi alið þann draum í brjósti að glæða slagkraft hins gamla mið- borgarhjarta sem á sér langa sögu og var í reynd fyrsti vísirinn að borgarmyndun Reykjavíkur. Eitt af því sem hugsanlega gæti hleypt nýju lífi í verslUn og þjón- ustu miðborgarinnar er endurmat fasteigna því ýmsir eru þeirrar skoðunar - þar á meðal borgarfull- Kjallarinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs Árið 1989 sendu borgaryfirvöld Fasteignamati ríkisins bréf þar sem þess var óskað aö eignir í eldri hverfum borgarinnar yrðu endur- metnar. Var á það bent að endur- stofnverð fasteigna í borginni nam um 277 milljörðum króna áramótin á undan, en mat húseigna til brunabóta var á sama tíma um 322 milljarðar króna. Sá munur er vissulega óeðlilegur - og hafa menn dregið af því þá ályktun að eignir í eldri hverfum séu of lágt metnar. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs benda hins vegar á að ekki er allt sem sýnist í miðborginni, þar sem sjálf borgaryfirvöld halda uppi falskri eftirspurn eftir húsnæði með eigin fjárfestingum. Hvað sem því líður ætti það að vera jafn brýnt fyrir borgaryfirvöld og eigendur „Nú hefur borgarráð enn séð ástæðu til þess að fara þess á leit við Fasteigna- mat ríkisins að endurmeta fasteignir í miðborg Reykjavíkur.“ trúar Nýs vettvangs - að fasteignir í miðborg Reykjavíkur séu of hátt metnar. Um þetta er þó áhtamun- ur. fasteigna að matið sé réttilega skráð. Sá grunnur sem fasteigna- matið byggist á er enda nokkuð kominn til ára sinna en matið mið- Höfundur telur að eitt af þvi sem hugsanlega gæti hleypt nýju lifi í versl un og þjónustu í miðborginni sé endurmat fasteigna þar. ast að mestu við grunntölur frá árinu 1970. Borgin ekki virt viðlits Það er skemmst frá því að segja að erindi borgarinnar til Fasteigna- mats ríkisins árið 1989 bar engan árangur. Því var það að síðla árs 1990 flutti Nýr vettvangur um það tillögu í borgarstjóm Reykjavíkur að borgin beitti sér fyrir endurmati á eignum í miðbænum. Að fenginni umsögn borgarritara var Fast- eignamati ríkisins aftur sent erindi þar sem þess var óskað að matið yrði endurskoðað. Þar er vakin at- hygli á því hve fasteignamats- grunnurinn er gamall orðinn og höfðað til þeirra augljósu hags- muna hlutaðeigandi aðila „að fast- eignamat sé hverju sinni skráð sem réttast miðað við gildandi ákvæði laga“, eins og segir orðrétt. Enn leið og beið - og ekkert gerð- ist. Lokahnykkurinn? En allt er þá þrennt er. Nú hefur borgarráð enn séð ástæðu til þéss aö fara þess á leit við Fasteignamat ríkisins að endurmeta fasteignir í miðborg Reykjavíkur. Hvatinn að þeim tilmælum er erindi Þróunar- félags Reykjavíkur þar sem m.a. kemur fram að ....árið 1970 var fasteignaverð í Kvosinni hið hæsta í borginni og lóðaverð einnig. Síðan hefur markaðsverð verslunarhús- næðis í þessum borgarhluta lækk- að mikið samanborið við verð verslana almennt". Er það von okkar sem berum hag miðborgarinnar fyrir bijósti að Fasteignamat ríkisins verði nú loks við tilmælum borgaryfirvalda og endurmeti fasteignir í miðborginni. Þessi gamli og sögulegi verslunar- kjarni höfuðstaðarins má ekki deyja drottni sínum fyrir augum yfirvalda, án þess að nokkuð verði að gert. Okkur ber að varðveita og efla þá möguleika sem miðbærinn býður upp á, og einn vísasti vegur- inn til þess er sá að gera fjárfesting- ar í miðborginni eftirsóknarverð- ari en nú er. Hátt fasteignamat fælir menn skiljanlega frá því að reka og kaupa eignir í miðbænum - eins og sannast best á tómum búðargluggum. Borgaryfirvöld geta því miður ekki betur gert en að fara bónarveg að Fasteignamati ríkisins. Þar á bæ hafa menn bins vegar ekki látið svo lítið að svara ítrekuðum erindum borgarinnar - sem þó væri ekki nema sjálfsögð kurteisi þegar jafn augljóst hagsmunamál er í húfi og framtíð miðborgarinnar. Ólína Þorvarðardóttir EES og sjálfstæðishugsjónin íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir því að þurfa að treysta þing- mönnum sínum til að taka afstöðu til EES, þannig að þjóðarheill sé i fyrirrúmi. Það er svo undarlegt að þau vandamál, sem blasa helst við okk- ur í stjómmálum, em skortur okk- ar á ímyndunarafli og víðsýni tíl að meðtaka þá framtíðarsýn sem er þegar að verða að veruleika. En þar á ég við breytta veröld þar sem landamæri þjóðríkja skarast, eins og lagt er til með EES- og EB-aðild. Hefðin tekur tíma Það þarf enginn að skammast sín þótt honum þyki vegið að þjóðern- islegri sómakennd sinni þegar rætt er um að selja hluta af sjálfstæði íslands í hendumar á fjölþjóðaráði Evrópska efnahagssvæðisins. Þar eð það tók langan tíma aö þroska með okkur traust á og tryggð við sjálfstæðishugsjónina í núverandi mynd hlýtur viðtaka hinnar nýju hugsjónar einnig að taka sinn tíma. Við emm nú á þeim tímamótum að við þurfum að brynja okkur gegn þeim ótta að þurfa að treysta alþingismönnum okkar fyrir stærra verkefni en við höfum áður þurft að treysta þeim fyrir, þ.e. að taka afstöðu til EES þannig að þjóð- arheill sé að. Fyrst eftir að þaö mál er í höfn er hægt fyrir okkur að þroska nýja sjálfstæðishugsjón. Hefðbundna sjálfstæðishugsjónin Um aldamótin síðustu stefndu íslendingar að sjálfstæði sem fól í sér óskorað yfirráð yfir íslensku landi og landhelgi. Þetta var rök- rétt viðhorf fyrir þann tíma, því þá skipti mestu að eiga hráefnin tíl lands og sjávar og að hafa atvinnu af vinnslu þeirra. Hluta kjötsins og Kjallariim Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur fisksins neyttum við síðan sjálfir og unnum fatnað og annað, en hluta fluttmn við út til að afla lítils háttar viðbótamauðsynjá sem til þessa búskapar þurfti, svo sem landbúnaðartæki, fiskiskip og korn. En meginundirstaða sjálf- stæðisins var óskoruð yfirráð yfir auölindum landsins. Nú er hins vegar svo komið að þótt landbúnaðurinn og sjávarút- vegurinn séu enn meginstoðir vel- farnaðar okkar sem þjóðar, er komin þriðja stoðin líka, sem er alþjóðaviðskiptí. Slíkt var einnig til um síðustu aldamót, en þá fyrst og fremst sem skiptí á hráefnum og náttúraafurðum fyrir einfaldan tækjakost. Stærri þjóöimar, sem höfðu því úr meira auðmagni að spila, gátu leitað víðar fanga eftir hráefnum og þekkingu til að skapa iðnað til útflutnings, svo sem Bret- ar, en minni þjóðirnar, eins og ís- lendingar, studdust við útflutning hráefnis í skiptum fyrir tækni. Þriðja aflið: Alþjóðaviðskipti Nú er sú breyting orðin á að al- þjóðaviðskiptin hafa vaxið í mikil- vægi. Enn er jafnmikil þörf fyrir landbúnað og sjávarafuröir til að lifa af. En við viljum nú miklu meira en bara að lifa af. Við njótum alls konar nútíma vélakosts sem gerir lífið miklu þægilegra en áður. Þó fylgir böggull skammrifi: Þróun þessarar tækni, svo sem tölvur og fjölmiðlar, auk efnaiðnaðar og slíks, byggir æ meir á samvinnu í rannsóknum. Til að ná sem mestri samvinnu í rannsóknum þarf að hafa einnig sem mesta samvinnu í viðskiptum. Dæmi: Lyfjafyrirtæki, sem þarf að hafa rannsóknarfólk í mörgum fógum í mörgum löndum, þarf einnig að hafa víðtækt samn- inga- og sölunet til að fjármagna rannsóknimar til að verða ekki undir í samkeppninni um að færa neytendum ódýra og fjölbreytta vöra. Þetta lyfjafyrirtæki yrði þá kannski að ná yfir alla Evrópu til að geta keppt við fyrirtæki sem næði yfir alla N-Ameríku. Þannig er orðin sú staða að heim- ur alþjóðaviðskipta krefst eins mikillar samvinnu og krafist var innan landamæra þjóðríkis áður fyrr. Þetta þurfum við að skilja, ekki bara með huganum heldur líka með hjartanu. Tilraun með nýjabrum EFTA-þjóðin Svisslendingar lítur svo á að í heimi nútímaviðskipta sé svo margt að gerast að hlutlaust Sviss sé nú að verða líkara fangelsi en virki. Því þurfi Svisslendingar nú að ganga í EES. Þeir líta svo á að þótt þeir leggi eitt af fjöreggjum sjálfstæðis síns í hendur öðram þjóðum með EES, fái þeir þess í stað að höndla þeirra fjöregg. Og þó að þeir kasti þannig fjöreggjun- um á milli sín eins og tröllin forð- um, þá á hver þjóð samt sem áður sitt egg. Svisslendingar segja því sem svo: ■ Meginhluti sjálfstæðisins verður samt í þeirra höndum, þrátt fyrir EES, og því sé það sá bróðurpartur sem skiptir mestu, þjóðernislega, efnahagslega og lagalega. Og aö hinar aðildarþjóðimar séu að veikja sig einnig, svo að vonandi standi eftir hópur þjóðríkja í svip- uðum styrkleikahlutfóllum og áð- ur. Þjóðríki sem standi á gömlum merg, en deili með sér nútímaleg- ustu viðskiptaháttum. Tryggvi V. Líndal „Nú er sú breyting orðin á að alþjóða- viðskiptin hafa vaxið 1 mikilvægi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.