Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1992, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1992, Side 1
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu: Ríta gengur menntaveginn Föstudaginn 2. október verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins gamanleikritið Ríta gengur menntaveginn (Educating Rita) eft- ir breska rithöfundinn Willy Russ- ell í leikstjóm Maríu Kristjánsdótt- m-. Russell er meðal vinsælustu nú- tímahöfunda Breta og hérlendis hafa verið sýnd eftir hann verkin Sigrún Ástrós og söngleikurinn Blóðbræður. í verkum sínum blandar hann gjaman saman góðu skopi og boðskap, þannig að hvort styður annað og útkoman er hlýleg en umfram allt skemmtileg verk sem eiga erindi við alla. Ríta gengur menntaveginn er á vissan hátt þroskasaga höfvmdar- ins sjálfs. Russell er fæddur og uppahnn í Liverpool og hlaut litla og lélega menntun. Sem ungur maður var hann afar óráðinn í því hvað hann vildi taka sér fyrir hend- ur í lífinu og starfaði við hár- greiðslu í sex ár. Hugur hans stóð samt helst til skrifta og í leikritinu fjallar Russ- eli um hárgreiðslukonuna Rítu sem er ekki fyllilega sátt við hlutskipti sitt í lífinu. Hún fer að sækja bók- menntatíma og kennarinn hennar er miðaldra drykkfelldur karlmað- ur. Honum er sárlega misboðið að þurfa að eyða tíma með þessari menningarsnauðu snyrtidömu en Ríta reynist hins vegar ekki öll þar sem hún er séð. Ríta er leikin af Tinnu Gunn- laugsdóttur en kennarann leikur Amar Jónsson. Þýðandi er Karl Ágúst Úifsson en Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sér um leikmynd og búninga. Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson i hlutverkum sínum í leikritinu Rita gengur menntaveginn. DV-mynd GVA Frumsýning f slensku óperunnar: Lucia Di Lammermoor íslenska óperan frumsýnir Lucia Di Lammermoor eftir Gaetano Donizetti á föstudagskvöldið 2. okt- óber. Þessi þekkta ópera hefur ekki áður verið flutt á sviði hérlendis og engin íslensk söngkona hefur til þessa spreytt sig á titilhlutverkinu sem verður í höndum Sigrúnar Iljálmtýsdóttur í uppfærslu óper- unnar. Óperuna um hinar ógæfusömu ást- ir Luciu og Egardos og átök Luciu við Enrico bróður sinn þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir óperuunn- endum. Til þess er óperan nógu þekkt og hefur auk þess verið sýnd hér, bæði í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2. Leikstjórinn í uppfærslunni á Luc- iu heitir Michael Beauchamp. Hann er gerkunnugm- þessu verki og hefur meðal axmars sviðsett það í Sydney í Ástralíu með Joan Sutherland í aðalhlutverkinu. Robin Stapleton stjómar hljómsveit íslensku óper- unnar og Lubos Hruza sér um leik- mynd og búninga. Frumsýningin verðiu: föstudaginn 2. október, hátíðarsýning verður sunnudaginn 4. október og 3. sýning föstudaginn 9. október. íslenska óperan frumsýnir hina þekktu óperu Donizettis, Lucia Di Lammermoor, á föstudag. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.