Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1992, Side 4
20
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992.;
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7. síml 673577
I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og
sölu ollumálverk, pastelmyndir, graflk og ýms-
ir leirmunir. Opið alla daga frá kl. 12-18.
Árbæjarsafn
Opið um helgar kl. 10-18.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74. sími 13644
Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugardög-
um og sunnudögum kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar I list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin I notkun ný við-
bygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið
kl. 10-16 alla daga.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Opið alla virka daga frá kl. 10-16.
Café List
Klapparstíg
Ólafur Benedikt Guðbjartsson sýnir verk sín
í nýju kaffihúsi, Café List. Einnig eru til sýnis
myndverk eftir hann I kaffihúsinu Café 22 við
Laugaveg 22.
Café 17
Laugavegi 17
Þar stendur yfir sýning á verkum Hermínu
Benjamínsdóttur og kallar hún sýninguna Frí-
stundagaman Hermínu. Hún sýnir klippi-
myndir og myndir unnar úr akrýl. Café 17 er
opið á verslunartíma.
Borð fyrir tvo
Borgarkringlunni
Þar stendur yfir sýning á málverkum Þórdísar
Árnadóttur. Sýningin er opin á verslunartlma.
Gamla Álafosshúsið
Mosfellsbæ
I gamla verksmiðjuhúsinu fást myndlistar-
menn við myndlist, leirlist og glerlist. Opið
alla laugardaga og aðra daga eftir samkomu-
lagi.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Á morgun kl. 14 verður opnuð sýning á verk-
um Björns Birnir sem ber heitiö Umhverfi
sandanna. Á sýningunni eru verk unnin með
akrýllitum á striga og pappír, auk nokkurra
teikninga sem gerðar eru meó tússi á pappír.
Sýningin er opin alla daga kl. 14-18.
Gallerí Borg
v/Austurvöll, s. 24211
Opiö alla virka daga frá kl. 14-18.
Gallerí einn einn
Skólavöröustíg
Inga Þórey Jóhannsdóttir sýnir málverk. Þetta
er fjórða einkasýning Ingu. Málverkin á sýn-
ingunni eru öll unnin í Glasgow á slðasta
vetri. Sýningin stendur til 8. október og er
opin frá kl. 14-18 alla daga.
Gallerí Ingólfsstræti
Bankastræti 7
Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum
á silki, eftir Guðrúnu Arnalds. Einnig eru fjög-
ur myndverk, unnin úr bývaxi og litadufti á
striga eftir Jón Sæmundsson. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti, sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9. sími 13470
Bengt Adlers heldur sýningu sem ber titilinn
„List og handverk, verk í þróun".
Gallerí Umbra
Amtmannsstíg 1
Aöalheiður Valgeirsdóttir sýnir vatnslitamyndir
í Gallerí Úmbru. Sýningin er opin þriðjudaga
til laugardaga kl. 12-18 og sunnudögum kl.
14-18. Sýningin stendur til 21. október.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Þar stendur yfir sýning á verkum norska málar-
ans Káre Tveter. Á sýningunni eru um sextíu
verk, olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin
stendur til 5. október og er opin kl. 12-18
alla daga nema þriðjudaga. I Sverrissal stend-
ur yfir myndlistarsýningin „Cuxhaven í Ijósi
listarinnar". Sýningin kemur frá Cuxhaven
sem er vinabær Hafnarfjaröar í Þýskalandi.
Sýningin stendur til 19. október.
Hótel Lind
Kristrún Pálmadóttir er með slna fyrstu sýn-
ingu á Hótel Lind. Á sýningunni eru 11 verk
unnin í akrýl og meö blandaöri tækni. Verkin
eru öll frá þessu ári.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3B
Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr grágrýti,
hrauni og gúmmíi, auk teikninga á vegg. Sýn-
ingin er í öllum sölum safnsins og myndar
eina heild. Ragna hefur sýnt víöa, bæði hér á
landi og erlendis. Sýningin er opin frá kl.
14-18 alla daga og lýkur 11. október.
Sýning á Hressó
Opnuö hefur veriö í veitingahúsinu Hressó
sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Logason.
Myndimar eru ýmist svarthvítar, handmálaðar
eða í lit.
Kjarvalsstaðir
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir sex ís-
lenska myndlistarmenn af yngri kynslóðinni
sem allir hafa valiö sér fígúruna sem mynd-
efni. Þeir eru: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helgi
Þorgils Friöjónsson, Kjartan Ólason, Hulda
Hákon, Jón Óskar og Svala Sigurleifsdóttir.
Sýningin stendur til 25. okt. og er opin dag-
lega kl. 10-18.
I austursal Kjarvalsstaöa er sýning á teikning-
um eftir Alfreó Flóka. Einnig eru sýndar af-
straktmyndir eftir Ásmund Sveinsson og gler-
verk eftir Trónd Patursson, færeyskan mynd-
listarmann. Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga
frá kl. 10-18.
Jóhann fæddist árið 1923, sonur
Ingibjargar Eyfells og Eyjólfs Eyfells
listmálara. Hann var við nám í bygg-
ingarlist, skúlptúr, málaralist og
keramik í Bandaríkjvmum á árunum
1945-53. Fram til ársins 1969 starfaði
hann sem teiknari, hönnuður, arki-
tekt, listamaður og kennari ýmist í
Bandaríkjunum eða á íslandi.
listasafn íslands:
Jóhann Eyfells
Sýning á verkum eftir Jóhann Ey-
fells verður opnuð laugardaginn 3.
október klukkan 15 í Listasafhi ís-
lands. Á sýningunni er úrval af verk-
um Jóhanns frá síðasta áratug og
hún er sú stærsta sem haldin héfur
verið hér á landi á höggmyndum
hans.
Frá 1969 hefur hann haft fasta bú-
setu í Flórída og verið prófessor í
myndlist við University of Central
Flórída auk þess að starfa sem lista-
maður. Sýning Jóhanns stendur til
22. nóvember alla daga nema mánu-
daga kl. 12-18.
Jóhann Eyfells sýnir verk sem unnin eru á síðasta áratug á sýningunni.
DV-mynd GVA
Mokka:
Dýr úr miðbæ
Reykjavíkur
Á Mokka stendur nú yfir sýning á
málverkum af dýrum úr miðbæ
Reykjavíkur eftir Huldu Hákon. Þar
er hægt aö berja augum ýmis verk
eins og Branda Þorsteins, Bjart og
Jóstein á Hverfisgötunni, Amarhól-
inn, Heiðu Berhn, brotna rúðu,
hunda, vetramóttina, sel sem lónar
stundum við Grandagarð og fleiri
verk.
Hulda er fædd árið 1956 og lauk
námi árið 1983. Hún hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum á íslandi og erlendis. Sýn-
ingin á Mokka stendur fram til 28.
október.
Hulda Hákon er með málverkasýn-
ingu á Mokka.
Gallerí Úmbra:
Vatnslitamyndir
Aðalheiðar
í gær var opnuð sýning á vatnslita-
myndum Aðalheiðar Valgeirsdóttur
í Gallerí Úmbm á Torfunni. Sýningin
er opin þriðjudaga til laugardaga
klukkan 12-18 og sunnudögum
klukkan 14-18 og stendur til 21. októ-
ber.
Aðalheiður laulí námi frá Mynd-
hsta- og handíðaskóla íslands, graf-
íkdeild, árið 1982. Þetta er önnur
einkasýning Aðalheiðar en hún hélt
sýningu á grafíkverkum í Ásmund-
arsal árið 1989. Aðalheiður hefur
einnig tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis, síðast í Finnlandi
nú í haust ásamt félögum í íslenskri
grafík.
Aöalheiður Valgeirsdóttir sýnir í
Gallerí Úmbru.
Menningarstofnun Bandaríkjanna:
Bandarískar
einþrykksmyndir
Sýning einþrykksmynda eftir
bandaríska grafíkhstamenn, sem
nefnist Collaborations in Monotype
fí, er nú í Menningarstofnun Banda-
ríkjanna. Sýningin hefur farið víöa
um Norður- og Mið-Evrópu á síðast-
hðnum þremur árum við góðan
orðstír. Sýning þessi er á vegum
Upplýsingaþjónstu Bandaríkjanna
en heiðurinn af vah verkanna á
Phyllis Plous, safnvörður við Há-
skólalistasafniö í Santa Barbara í
Kalifomíu.
Einþrykksformið á ört vaxandi
vinsældum að fagna en til skamms
tíma htu listamenn niður á einþrykk
og töldu það vera eins og hverja aðra
prentiðn. Tækni hennar er frekar
einföld. Listamaðurinn málar á plötu
og þrykkir síðan yfir með pressu
áður en litimir ná aö þoma.
Sýningin verður opin aha virka
daga á skrifstofutíma frá klukkan
8.30-17.45 aht til 1. nóvember.
Norræna húsið:
Myndlistar-
sýning frá
Álandseyjum
Á laugardag, 3. október, verður
opnuö sýning í sölum Norræna
hússins á verkum 11 álenskra
hstamanna sem sýna vatnshta-
myndir, grafík og röð Ijósmynda.
Listamennirnir heita: Anita
Hehström, Bror-Erik Elfsberg,
Britta Gustafsson, Charles
Hemmingson, HUdur Stenback,
Johan Bergström, Juha Pykala-
inen, Krister Sundback, Maret
Ekner, Nanna Sjöström og Ruth
Eggestad.
Þeir hafa tekið þátt í mörgum
samsýningum á Álandseyjum, í
Finniandi, Svíþjóð og víöar um
heim. Sýningin er hður í kynn-
ingu á Álandseyjum sem haldin
var í Norræna húsinu um síðustu
helgi. Sýningin í Norræna húsinu
verður opin daglega klukkan
14-19 og stendur til 25. október.
FÍM-salurinn:
Umhverfl
sandanna
Laugardaginn 3. október verð-
ur opnuð í FÍM-salnum, Garða-
stræti 6, sýning á verkum Bjöms
Bimis sem ber heitið Umhverfi
sandanna. Sýnd em verk unnin
með akrýlhtum á striga og papp-
ír, auk nokkurra teikninga sem
gerðar era með tússi á pappír.
Bjöm stundaði nám hérlendis
og í Bandaríkjunum. Hann hefur
haldið margar einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Björn Bimir er yfirkennari mál-
aradeUdar Myndhsta- og hand-
íðaskóla íslands.
Akrýllá
Hótel Iind
Þann 1. október opnar Kristrún
Pálmadóttir myndhstarkona sína
fyrstu sýningu á Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18. Á sýningunni
em 11-verk unnin í akrýl og með
blandaðri tækni. Verkin eru öU
frá þessu ári.
Olíumyndir
Stefáns
Stefán Magnússon sýnir ohu-
myndir í hstahomi upplýsinga-
miöstöðvar ferðamanna á Akra-
nesi. Sýningin stendur yfir tíl 15.
október og er opin á sama tíma
og upplýsingamiðstöðin.
Sýningar
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg
Þar stendur nú yfir sýning á málverkum af
dýrum úr miöbæ Reykjavíkur eftir Huldu Há-
kon. Hulda hefur haldið einkasýningar og tek-
ið þátt í samsýningum á islandi og erlendis.
Sýningin stendur út mánuðinn.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Nýtt lækningaminasafn sem sýnir áhöld og
tæki sem tengjast sögu læknisfræöinnar á is-
landi. Stofan er opin á sunnud., þríðjud.,
fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Að-
gagnseyrir er kr. 200.
Norræna húsið
Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning í sýn-
ingarsölum Norræna hússins á verkum 11
álenskra listamanna sem sýna vatnslitamynd-
ir, grafík og röð Ijósmynda. Sýningin er opin
daglega kl. 14-19 og stendur til 25. október.
i bókasafni hússins er sýning á bókum eftir
álenska rithöfunda og bækur um eyjarnar. Þar
er einnig sýning á frímerkjum frá Álandseyjum.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Þar sýnir Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Á sýning-
unni eru verk unnin með olíu á sl. tveimur
árum. Sýningin. sem er sölusýning, er opin
virka daga kl. 12-18 og frá 14-18 um helg-
ar. Lokaö á mánudögum. Henni lýkur 7. okt-
óber.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista-
menn, málverk, grafík og leirmunir.
Listasafn ASÍ
v/Grensásveg
Þar hefur verið opnuð sýning á málverkum
eftir Þorlák Kristinsson. Verkin á sýningunni
eru öll ný af nálinni. Sýningin er í boði safns-
ins og er opin alla daga kl. 14-19. Sýningin
stendur til 4. október.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, síml 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.
11-18.
Listasafn íslands
Sýning á verkum eftir Jóhann Eyfells verður
opnuð á morgun kl. 15. Á sýningunni er úr-
val af verkum Jóhanns frá síðasta áratug og
hún er sú stærsta sem haldin hefur verið hér
á landi á höggmyndum hans. Sýningin stend-
ur til 22. nóvember, alla daga nema mánu-
daga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á
sama tíma.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar
Laugarnestanga 70
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Listinn
gallerí - innrömmun
Síðumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn Háskóla íslands
i Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Sjónminjasafn Islands
Nú stendur yfir sýning Skipaútgerðar ríkisins.
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26
Collaborations in Monotype II nefnist sýning
einþrykksmynda eftir bandaríska grafíklista-
menn sem stendur yfir í Menningarstofnun
Bandaríkjanna. Sýningin er opin alla virka
daga kl. 8.30-17.45 til 1. nóvember.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59. sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslun-
artíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga
og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafn íslands
Opið þriöjudaga, laugardaga og sunnudaga
kl. 12-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17.
Vinnustofa Snorra
Álafossvegi 18a, Mosfellsbæ
Þann 16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson
sýningu á Listaverki náttúrunnar sem eru
höggmyndir úr hrauni og öðrum náttúruleg-
um efnum. Hraunið, sem valið er í hvern grip,
er allt út slöasta Heklugosi. Sýningin er opin
frá kl. 14-20.
Akranes
Stefán Magnússon sýnir olíumyndir í lista-
horni upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á
Akranesi. Sýningin stendur yfir til 15. október
er opin á sama tíma og upplýsingamiðstöðin.