Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 7
Háifdán Þórðarson og félagar hans í FH taka á móti nágrönnum sínum úr Stjörnunni í Kaplakrika á sunnudags- kvöldið. Hér er Hálfdán að skora fyrir FH í leik gegn Fram á dögunum. DV-mynd Brynjar Gauti Hörkuleikir í handboltanum - heil umferð í 1. deild karla um helgina Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Háskaleikir ★★★ Spennumyndir eins og þær gerast bestar. Mikill kraftur og mikill hraði, raunsæ þrátt fyrir ýktan endi. Harrison Ford er góður Jack Ryan. -HK Hefndarþorsti ★★ Spennumynd um skotglaða félaga sem eltast við glæpahyski. Söguþráðurinn of einfaldur til að myndin nái sér á strik. -ÍS Gott kvöld herra Wallenberg ★★★ Raunsæ lýsing á siðustu dögum Wallen- bergs i Búdapest. Sjaldan hafa jafn áhrifa- mikil atriði um útrýmingarhederð nasista á gyðingum sést á hvíta tjaldinu. Stellan Skarsgárd er frábær. -HK Svo á jörðu sem á himni ★★★ Kvikmyndataka, sviðsetning og tónlist er með því besta sem gerist I íslenskum kvik- myndum. Álfrún H. Örnólfsdóttir er senu- þjófurinn. -ÍS Veröld Waynes ★★ 'A Losaraleg saga en Wayne og Garth eru óneitanlega mjög fyndnar týpur. Húmor- inn einum of „local" fyrir okkur. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★ 'A Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur I öllum hlutverkum. -IS LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Töffarinn ★ Næstum þvi nógu léleg til að vera góð skemmtun. Vanilla lce er einhver mest hrollvekjandi bíópersóna síðari ára. -GE Kristófer Kólumbus ★★ Of ódýr og ójöfn til að ná fullum áhrifum. Svolitið gamaldags. Ævintýrabragurinn heldur henni á floti. Stórstjörnurnar eru einstaklega illa nýttar og skemma fyrir -GE Ferðin til Vesturheims ★★!/2 Rómantisk stórmynd um tvö ungmenni sem leggja land undir fót til að nema land I Vesturheimi. Vel leikin mynd, kvikmynd- un og tónlist frábær, en sagan þunn og margtuggin. -HK REGNBOGINN Sími 19000 Hvítir sandar ★★ Miðlungsspennumynd sem tekur sig full- alvarlega. Útlitið er flott og leikhópurinn i hæsta gæðaflokki en leikstjórinn getur ekki bætt fyrir flókið og fálmkennt hand- rit. -GE Ógnareðli ★★★★ Siðlaus..., spennandi.... æsandi..., óbeisluð .... óklippt.... ógeðsleg .... óafsökuð .... glæsileg .... tælandi.... spennandi..., frábæd... (Nei, ég fæ ekki prósentur). -GE Lostæti ★★ /2 Skemmtileg framtiðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stilæfing en nokkuð annað. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Rush ★★ '/2 Vel ged og drungalegt drama, löggur sem ánetjast eiturlyfjum. Efnismeðferðin er einum of ópersónuleg til að hrífa. -GE Alien3 ★★‘/2 Slök saga er fyrst og fremst ástæðan fyr- ir þvi að þriðji hluti þessarar myndaseriu er verri en fyrri myndir. Það sem bjargar myndinni er fyrst og fremst góð tilþrif tækniliðsins sem nær að skapa spennu. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Ruby ★★ Vel gerð samsæriskenning með áherslu á mannlega þáttinn. Er of hæg og átakalítil til að hrífa nema rétt undir lokin. Sherilyn Fenn er firnagóð. -G E Ofursveitin ★★ Dolph og Van Damme eru báðir daufir en það kemur ekki í veg fyrir hasar og læti. Sagan er glórulaus en góður leik- stjóri og slatti af peningum halda uppi fjöri. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. _hk Heil umferð verður leikin í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik um helgina. Ailt eru þetta hörku- leikir enda skipta nú allir leikir miklu máli þar sem liðin keppa um að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina en þangað komast aðeins 8 efstu lið- in. í kvöld eru tveir leikir. Selfyssingar taka á móti ÍBV og hefst viðureignin klukkan 20. Hálftíma síðar leika Þór og Haukar á Akureyri. Eyjamenn Helgina 9.-11. október eru tvær helgarferðir í boði hjá Útivist. Ann- ars vegar er ferð í Hraunkrók-Laxár- gljúfur þar sem gengið verður niður meö Stóru-Laxá austur í Hreppum, um hrikalegt og fallegt landsvæði sem gaman er að ganga um og skoða. Gist verður í húsi rétt hjá Flúðum. Brottfór í þessa ferð verður klukkan 20 fóstudaginn 9. október. Hins vegar er gönguferð yfir Fimmvörðuháls. Þá verður lagt af hafa byrjað mótið illa og koma örugg- lega grimmir til leiks á Selfossi. Þór og Haukar eru mjög áþekk að getu ogþví getur allt gerst í þessum leik. A morgun, laugardag, leika HK og Valur í Digranesi í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 16.30. Bæði þessi hð eru líkleg til afreka í vetur og víst er að strákarnir úr Kópavogi selja sig dýrt gegn topphðinu. Á sunnudagskvöldið klukkan 20 eru svo þrír síðustu leikimir í um- stað klukkan 8.30 laugardaginn 10. október og ekið austur að Skógum þar sem gangan hefst. Áætlaður göngutími upp í Fimmvörðuháls er um 5-6 klukkustundir og eru hinir mörgu fossar í Skógá skoðaðir í leið- inni. Eftir góðan nætursvefn í hinum vistlega Fimmvörðuskála verður stefnan tekin á Bása á Goðalandi. Gengið veröur niður Bröttufónn, yfir Morinsheiði og komið niður í ferðinni. Nágrannaslagur verður í Hafnarfirði þegar FH og Stjarnan eigast við og þar verður ekkert gefið eftir eins og alltaf þegar þessi hð mætast. Fram og Víkingur leika í Laugardalshöll og þar er útlit fyrir spennandi leik og loks mætast ÍR og KA í Seljaskóla. IR-ingar eru nýhðar en hafa komið á óvart í upphafi móts og munu áreiðanlega veita sterku KA-höi harða keppni. Strákagil. Brottför frá Básum er um klukkan 15. Á sunnudag er 4. áfangi fjöru- göngunnar en fjöruganga er rað- syrpa þar sem skoðaðar eru fjörur, lífríki þeirra og rifjuð upp saga tengd fornum stöðum og minjum sem þar kunna að finnast. Þetta eru ferðir sem henta allri fjölskyldunni. Brott- fór verður klukkan 10.30 frá BSÍ. Sex leikir í Japisdeild Sex leikir eru í Japísdeildinni í körfuknattleik um helgina. í kvöld klukkan 20 leika UBK og ÍBK í Digranesi í Kópavogi og UMFN og Tindastóll leika í Njarðvík. Á laugardag leíka Val- ur og Grindavík í Valsheimilinu klukkan 15. Á sunnudag klukk- an 14 taka Haukar á móti UBK og klukkan 20 leíka Skallagrlm- ur og Snæfell í Borgarnesi og íBK tekur á móti Tindastóli I Keflavík. Blakið komið áfullaferð Tveir leikir eru I 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki á laugar- dag. Klukkan 15.15 leika ÍS og HK í Hagaskóla og klukkan 16 leika Stjarnan og Þróttur Reykjavík í Ásgarði í Kópavogi. i kvennaflokki leika iS og HK í Hagaskóla klukkan 14. (slandsmót í kumite íslandsmótið I kumite, einni tegund innan karate, fer fram í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti á sunnudag og hefst klukkan 14. Keppt verður í 8 flokkum karla og kvenna og áætlað að úrslit hefjist um klukkan 17. Keppendur eru skráðir 40 talsins og koma víðs vegar að af landinu. Haustmót í badminton Haustmót TBR í badmínton verður haldið í TBR-húsum um helgina. Keppni hefst klukkan 14 á laugardag og verður fram haldið klukkan 10 á sunnudag. Keppt verður í öllum greinum karla og kvenna. Ferdafélag íslands: Straumfjörður á Mýrum Dagsferðir verða á vegum Ferðafélags islands bæði á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn 10. október er ný ferð þar sem haldið verður vest- ur að Straumfirði á Mýrum og farið á slóðir Straumfjarðar- Höllu og víðar (sögusvið kvik- myndarinnar Svo á jörðu sem á himni). Á sunnudaginn, 11. október kukkan 13, verður farin fjöl- skylduferð á Selatangá. Sela- tangar eru gamall útróðrarstaður á ströndinni miðja vegu milli Grindavíkur og Krísuvíkur. Þar eru merkar minjar um útræði og einnig má þar sjá gamlar refa- gildrur og í Katlahrauni þar hjá eru sérkennilegar hraunmynd- anir.-Kveikt verður strandbál, Klukkan 13 verður einnig ganga um Núpshlíðarháls sem er móbergshryggur skammt norðan Selatanga. Brottförerfrá Umferðarmiðstöðinni að aust- anverðu. Helgarferð verðurfarin með brottför á föstudagskvöldið klukkan 20. Farið verður um Kjalarsvæðið. Á sunnudag er 4. áfangi fjörugöngunnar hjá Útivist. Útivist: Gönguferð yfir Fimmvörðuháls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.