Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. ÖKTÓBER 1992. VEISLUBAKKAR - VERÐLÆKKUN Veislubakkarnir komnir á lækkuðu verði, margar tegundir undir mat og kökur. Álfform hf. símí 43969. Aukablað Tækni DV-tækni er sérstakt aukablað sem fyrirhug- að er miðvikudaginn 11. nóvember nk. i blaðinu verður Qallað um tækni og vísindi á breið- um grundvelli, sérstaklega nýjustu tækni til daglegra nota á heimilum og til tómstunda og skemmtunar. Efnistök einkennast af stuttum, hnitmiðuðum grein- um á máli sem venjulegir notendur skijja jafn vel og tæknimenn. í ráði er að Qalla m.a. um tækni og búnað á íslensk- um markaði, svo sem myndbandstökuvélar, mynd- bandstæki, sjónvörp, gervihnattasjónvarp, sima, far- síma, símsvara, póstfax, þjófavamarkerfi og rafeinda- hjjóðfæri, svo að eitthvað sé nefnt. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 632722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 5. nóvember. Hef ur Jón ólrú á íslendingum? EES, sem er ekkert annaö en for- dyri EB og þýðir í raun hættulega mikið afsal sjálfstæðis okkar, er fyrsta, annað og þriðja aðaláhuga- mál utanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson varð utanríkisráðherra, því menn héldu hann standa við orð sín um áfram- haldandi stjómarsamstarf, en það hafði hann, trúlega, aldrei hugsað sér. Einstefna þessa manns í EES- málinu er svo giörræðisleg að minnir á er fomir ofstopamenn komu málum fram með ójöfnuði í skjóh valds og þess ótta sem fólk hafði af þeim. Utanríkisráðherrann reynir að magna upp ótta hjá þjóðinni við höfnun EES, hvað þá taki við, en þaö verði ekkert nema eymd og volæði. Hann eyðir miklum fjár- hæðum almennings í áróðursher- ferð fyrir kostum málsins og gegn andstæðingum þess en minnist ekki á skaðann sem sjálfstæðisafsal er. KjaUarinn Albert Jensen trésmiður En eins og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra sagði í viötah. - Almenningi er treystandi í þjóðaratkvæði um hundahald og brennivín, ekki um EES. Háttsett- ur ráðherra, sem segir þjóð sinni að hún fái ekki að ráða hvort hún verði áfram frjáls eða ófrjáls, á að fara frá og aldrei að koma nálægt stjórnmálum meir. Þeir munu afsaka sig Jóni hefur með málflutningi sin- um tekist að slá ryki í augu mörgu ungmenninu, enda gerir hann sér Ijóst að unga fólkið þekkir ekki ófrelsi og lætur því frekar glepjast af fagurgala um EES. En hann nær líka íleirum. Lögfræðingur nokkur (sem ég er kunnugur og vissi að ég safnaði „Kosningar um breytingu á stjórnar- skrá yrðu kosningar um EES. Enþað stóð aldrei til að treysta þjóðinni í svo stóru máli...“ KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. það er gamla sagan: Þú hringir, víð bírtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-18.00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Athugíð: Auglýsing í helgarblað DV þarf að berast fyrír kl. 17.00 á föstudag. SMÁAUGLÝSINGAR Myndi segja nei Samkvæmt stjórnarskránni er allt fullveldisafsal, í hvað htlu sem er, brot á henni. Því svíkur sá mað- ur þjóð sína sem með þrögðum sniðgengur stjórnarskrána áhuga- málum sínum til framdráttar. Kosningar um breytingu á stjórn- arskrá yrðu kosningar um EES. En þaö stóð aldrei til að treysta þjóðinni í svo stóru máli, því allir vita að þjóð, sem búin er að berjast 1 sjö aldir fyrir sjálfstæði og halda því í áttatíu ár, myndi segja nei fengi húri tækifæri til. Bjöm Þ. Guðmundsson, sem er prófessor í stjómarfarsrétti viö Háskóla íslands, endar Morgun- blaðsgrein 1. júh 1992, sem ber yfir- skriftina „Stjómarskráin og EES- samningurinn“, þannig orörétt: „Á grundvelli viöurkenndra lögskýr- ingaraðferða stjómskipunar og stjórnsýsluréttar tel ég vafa leika á að framsal það á framkvæmdar- og dómsvaldi, sem felst í EES-samn- ingnum og hér um ræöir, standist gagnvart gildandi réttarreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þennan vafa tel ég svo mikinn að ekki megi taka áhættu af því að lögfesta EES- samninginn að óbreyttri stjómar- skrá.“ áskrift fyrir þjóðaratkvæði um EES) sagðist hafa skrifað grein gegn EES. Nokkrum mánuðum seinna las ég lofgerðarrollu um EES í kjallaragrein eftir hann. Hann munaði ekki um að kúvenda eftir að hafa meðtekið einhliða áróður flokksbróöur síns um hvaö lögfræðileg vinna mundi stórauk- ast við inngöngu í EES. Það mun sýna sig í þessu máli að ótrúlega margir einstaklingar meta peninga umfram þjóðarhags- muni. Þeir munu seinna afsaka sig og skírskota til áróðurs þeirra er þjóðin trúði fyrir öryggi sínu og bragðust. Eins og röng stefna í sjávarútvegi færir sjávarauð á fárra hendur, mun EES gera ríka lríkari, en al- menningur mun sitja eftir með sárt ennið eins og venjulega, en að auki glatað sjálfstæði og þar með glataða sjálfsvirðingu. íslendingar, við skulum ekki láta nokkra valdsmenn, er bmgðist hafa trausti okkar, hafa af okkur þann sjálfsagða rétt að efna til þjóð- aratkvæðagreiöslu um EES. Takið eftir, sjálfstæði er úrelt hugtak hjá EES-sinnum. Aibert Jensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.