Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1992, Blaðsíða 25
MÍÐVlkuDÁGUK Í8. OKTÓBEÉ 1992.
Verðkönnun Neytendasamtakanna á líkamsræktarstöðvum:
25
Neytendur
Hundrað prósenta verð-
munur á stökum tíma
Neytendasamtökin geröu nýlega
verðkönnmi á nokkrum líkamsrækt-
arstöðvum um landiö í samvinnu við
nokkur neytendafélög. Verð var
kannað á aerobic-leikfimi, leikfimi
og æíingum í tækjasal. A flestum
stöðvunum er allt þrennt í boði og
þá ávallt á sama verði. Hér er ein-
göngu um að ræða verðkönnun en
ekki er lagt mat á þjónustu sem getur
verið mismunandi, t.d. hve mörg
æfingatæki eru fyrir hendi, hvort
ávallt sé sérmenntaður starfsmaður
til að leiðbeina og fleira.
í þessari könnun er eingöngu birt
verð á stökum tímum og kortum sem
gilda í tiltekinn fjölda tíma. Einnig
var kannað verð á stökum ljósatím-
um og ef keypt eru kort.
Meðfylgjandi tafla sýnir mest
hundrað prósenta verðmun á stök-
um tímum. Verðmunur á mánaðar-
kortum er rúm 85% og á 10 tíma
ljósakortum rúm 78%. Hæst verð í
sjö af níu tilfellum er á landsbyggð-
inni. Minni verðmunur er á milli hk-
amsræktarstöðva á höfuðborgar-
Tíu tíma kort í Ijós
4100 kr.
Lægsta verð Hæsta verð
svæðinu og má álykta að þar sé sam-
keppnin um viðskiptavini harðari.
Skýringar við töflu
í flestum tilvikum er hver tími 1
klst. en þó eru dæmi um lengri tíma.
Á flestum stöðvunum er hægt að
koma daglega ef keypt eru mánaðar-
kort en hjá Tápi og fjöri á Egilsstöð-
um, Orkuveri í Hornafirði og Katy á
Selfossi þrisvar í viku (tíminn hjá
Katy er 2 klst.). Hjartað í Stykkis-
hólmi býður upp á tvo tíma í viku
ef keypt er mánaðarkort.
Oft er ýmis önnur þjónusta innifal-
in í verði, s.s. gufa og aðgangur að
tækjasal. í nokkrum tilvikum er boð-
ið upp á barnapössun og í einstaka
tilfellum er hún innifaUn í verði en
á öðrum stöðum þarf að greiða fyrir
hana aUt að 100 krónur.
Galleri Sport veitir 16 ára og yngri
afslátt. Gym 80 er með lægra verð á
dagtímum. Hress er með lægra verð
á dagtímum í ljós. Hjá Mætti fá fé-
lagsmenn í stéttarfélögum, sem aðUd
eiga að Mætti, oftast 10% afslátt og
starfsmenn fyrirtækja með eignarað-
ild 5%. Styrkur á Selfossi veitir
skólanemum 5% afslátt.
x) Uppgefið verð er á tólf tíma korti.
-JJ
Stakurtími Mánaðar- 3jamán. 6mán. kort Árskort Leigaá Ljósatími 5tímakort 10tímakort
kort kort hendklæði íljós_____iijós
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Gallerí Sport, Mörkinni 8
Gym 80, Suðurlandsbraut 6
Hress, Bæjarhrauni 4
Máttur, Faxafeni 14
Ræktin, Frostaskjóli 6
Stúdíó Jónínu og Ágústu, Skeifunni 7
World Class, Skeifunni 19
UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Hjartað, Stykkishólmi 350 2800 400 1900 3500
Studio Dan, ísafirði 430 4170 9390 27820 120 450 2030 3640
Tápogfjör, Egilsstöðum 530 4200 1 0300 150 490 2300 4100
Orkuver, Hornafirði 480 4250 11400 19125 500 2250 3800
Heitsuræktin Styrkur, Selfossi 600 4500 10900 19900 innif. 350 1500 3000
Katy, þjálfun, Selfossi 520 5190 13320 24120 170 350 3000
LfkamsræktÖnnuLeuogBróa, Kefl. 500 4500 9950 18450 innif. 375 1650 3200
Perla, Keflavík 500 4200 100 400 1950 3250
Æfingastúdió, Njarðvik 550 4800 10700 1 9300 120 450 3700
Lægstaverð 350 2800 8900 18000 27820 100 350 1 300 2300
Hæstaverð 700 5190 13320 24120 37200 170 500 2300 4100
Mismunui 100,0% 85,4% 49,7% 34,0% 33,7% 70,0% 42,9% 76,9% 78,3%
500 4100 10600 18000 32000 100 400 1900 3400
700 4800 11400 18800 100 400 3400
450 3990 8900 100 380 3200
600 4900 11400 19900 37200 150 400 3500
600 4950 10950 19900 35500 100 400 2950
600 4650 10450 18150 130 400 1300 2300 x)
600 4890 10990 19190 32900 150 430 1710 2790
handbók fyrir íbúðakaupendur
Rannsóknastofnun . v
iðnaðarins hefur gefið út handbók
fyrir íbúðakaupendur sem heitir
Gæði ibúða. Tilgangur ritsins er
að benda væntanlegum íbúðaeig-
endum á þann íjölda þátta sem
munu verða ákvarðandi um h vern-
ig íbúðin og umhverfi hennar nýt-
ast þeim, eins og segir í formála.
Fjallaö er um skipulag ibúðar-
hvetfa og staðsetningu, Varðandi
sjáift húsnæðiö er fjallaö um innra
fyrírkomulag eins og gert er ráö
fyrir á teikningum á húsinu.
Nokkrar síður fara undir gátUsta
sem íbúðakaupendur geta notað til
þess aö gera sér grein fyrir gæðum
íbúðarinnar.
jRit þetta kostar 2.000 krónur og
er selt á Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðai'ins, Keldnaholti. Ritið
er sent í póstkröfu.
Ritið Gæöi íbúða er æöað íbúðakaupendum