Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1992, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvik:
Aðalverktakar taki
uppsagnirnar aftur
- sameiginlegur fundur bæjarráða Njarðvikur og Keflavíkur
„Þetta eru mestu íjöldauppsagnir
hér til þessa og hefur þó ýmislegt
duniö yfir. Þessar uppsagnir koma
okkur mikiö á óvart. Fyrir það fyrsta
undrar okkur að ríkisvaldið, sem er
meirihlutaeigandi í þessu fyrirtæki,
skuli láta þessar uppsagnir koma án
þess að þaö hafi nokkum tíma verið
tilkynnt sveitarfélögunum sem næst
standa að þetta hafi staðið til. Það
hefði mátt gefa okkur tækifæri á að
ræða málið,“ sagði Kristján Pálsson,
bæjarstjóri 1 Njarðvík, um uppsagn-
imar hjá íslenskum aðalverktökum.
„Það kemur okkur einnig á óvart
að þetta fyrirtæki, sem er eitt stönd-
ugusta fyrirtæki á landinu, fyrr og
síðar, þurfi aö grípa til svo harka-
legra aðgerða, eftir öll þessi ár og
þann mikla uppgang sem fyrirtækiö
hefur fengið hér á svæðinu, einmitt
nú þegar atvinnuástandið hér er svo
slæmt. Þeir hefðu ekki átt að láta
þetta högg dynja á og mér finnst að
þeir eigi að draga þessar uppsagnir
til baka nú þegar. Ég geri ráð fyrir
að sameiginlegur fundur bæjarráð-
anna í Njarðvík og Keflavík fari fram
á það,“ sagði Kristján Pálsson.
Kristján vitnaði til sameiginlegs
fundar bæjarráðanna í Keflavík og
Njarðvik en fundurinn verður í dag.
„Uppsagnimar verða meðal þess
sem við munum ræða á þessum fundi
enda stórt mál þegar yfir eitt hundr-
að uppsagnir koma á einu bretti.
Þetta áfall er ekki minna en verið
var að tala um að hafi komið yfir
breska kolanámumenn fyrir nokkr-
um dögum. Hlutfallslega er þetta
miklu alvarlega fyrir Suðumesin en
var í Bretlandi."
- Nú er stutt síðan Skipasmiðastöð
Njarðvíkur sagði upp 50 manns og
því eru íjöldauppsagnir að verða tíð-
ar hér. Er ástandið orðið þannig að
þið heimamenn ráðið ekki viö það?
hér. Málið er til umræðu í nefnd. Við
fangelsið mun starfa sjötíu til áttatíu
manns. Ákvörðun um bygginguna
verður tekin á allra næstu vikum.
Nú er talað um að fangelsið verði
byggt á Suðurlandi, en ekki hér. Ég
hef ekki orðið var við að þingmenn
okkar séu að vinna í þessu máli.
Bæjarstjórnir Njarðvíkur og Kefla-
víkur munu fara sameiginlega í að
fá fram einhver viðbrögð í þessu
máli. Þingmennimir eiga að vita allt
um þetta.“
- Treystir þú á að álver verði byggt
á KeiÚsnesi á næstunni?
„Þaö er eitt af því sem við viljum,
í bæjarráðunum tveimur, spyija iðn-
aðarráöherra um, það er iivaða skoð-
un hann hefur á því hvar þetta álver
á að rísa. Okkur þykir þessi hring-
dans um landið, þegar einhver talar
um að seija niður álver, alveg óþol-
andi. Það er búið að komast að þeirri
niðurstöðu að Keilisnes sé besti kost-
urinn. Það hlýtur að vera lágmarks-
krafa að iðnaðarráðherra gefi út þá
yfirlýsingu að hann sé því sammála.
Þá þarf ekki að vera í þessum eltinga-
leik eins og var hér fyrir tveimur
árum. Það þarf að taka af skarið en
vera ekki að bjóða mönnum upp í
þennan dans. Iðnaðarráðherra verð-
ur að svara þessu.“
Kristján Pálsson sagði áhuga á að
sveitarfélögin tvö, það er Keflavík
og Njarðvík, sameinist um kaup á
togara: „Það veitti ekki af því að
kaupa hingað nokkra togara. Þetta
em sterk sveitarfélög sem geta þetta
og ekki veitir af. Þetta em tvö af
sterkari sveitarfélögum á landinu og
þau geta þetta. Hér vantar atvinnu-
tækifæri og hér vantar fisk. Ákvörð-
un um þetta getur legið fyrir fljót-
lega,“ sagði Kristján Pálsson.
-sme
Brynjölfur Brynjóifsson, hann
segir þessar fréttir hrikalegar.
DV-mynd BG
Brynjólíur Brynjólfsson:
„Þetta er alveg hörmulegt, fyrir
þá sem missa vinnuna er þetta
alveg hrikalegt," sagði Brynjólfur
Brynjólfsson, einn starfsmanna
íslenskra aðalverktaka, að lokn-
um fundi stjómenda fyrirtækis-
ins og trúnaðarmanna í gær. Á
fundinum var tilkynnt um íjölda-
uppsagnimar fijá fyrirtækinu.
Brynjólfur hefur starfað hjá ís-
lenskum aöalverktökum frá
stofnun fyrirtækisins.
-sme
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarð-
vik. Hann segir uppsagnirnar hjá
Aðalverktökum vera mestu fjölda-
uppsagnir sem dunið hafa yfir. Hann
undrar að sveitarstjórnirnar hafi
ekki fengið að vita um uppsagnirnar
og vill reyndar að þær verði dregnar
strax til baka.
DV-mynd GVA
„Þeir hafa leitað verkefna. Við höf-
um reynt að beita okkur fyrir breyt-
ingum á reglum um Fiskveiðasjóð,
þannig aö ekki verði lánaö til við-
gerða og breytinga sem em fram-
kvæmdar út um allan heim. Sama
er reyndar að segja um nýsmíði. Við
þurfum aðstoð, það er augljóst. Við
höfum kallað eftir henni, bæði frá
ríkisstjóminni og eins frá þingmönn-
um Reykjaness. Við hér í Njarðvík
höfum farið fram á að nýtt ríksifang-
elsi, sem á að byggja, verði byggt
Stefán Friöfinnsson hjá Aðalverktökum:
Sé ekkert framundan
- semkemurívegfyrirsamdráttinn
Það sem af er þessu ári hafa 150
til 160 starfsmenn íslenskra aðal-
verkataka fengið uppsagnarbréf.
Flestar uppsagnirnar vom tilkynnt-
ar í gær þegar 112 starfsmenn fengu
uppsagnarbréf. Þegar allar þessar
uppsagnir koma til framkvæmda
verða starfsmenn Aðalverktaka um
300 alls.
Aðspurður sagöist Stefán Frið-
finnsson, forstjóri íslenskra aðal-
verktaka, ekki sjá neitt framundan
sem kæmi í veg fyrir talsveröan sam-
drátt og þá um leið ekkert sem kæmi
í veg fyrir aö mikill meirihluti þeirra
sem fengu uppsagnarbréf í gær
misstu vinnuna - eða allavega um
90 manns að lágmarki. Flestir starfs-
mannanna eru með þriggja mánaöa
uppsagnarfrest.
Hjá Dverghömrum, sem er undir-
verktaki hjá Aðalverktökum, var í
gær sagt upp þrettán mönnum, og
því voru þaö 125 manns sem fengu
uppsagnarbréf hjá þessum tveimur
fyiirtækjum í gær.
Gert var ráð fyrir að á næsta ári
yrði unnið fyrir 63 milljónir dollara,
á Keflavíkurflugvelli - en í þess stað
stefnir í að unnið verði fyrir 34 millj-
ónir dollara. „Við vitum minnst allra
um fyrir hversu mikið verður unnið
hér á næstu árum,“ sagði Stefán
Friðfinnsson.
-sme
í dag mælir Dagfari_____________________
Fullur eða óf ullur
Stjómmálaumræðan á íslandi hef-
ur oft verið á háu stigi. En aldrei
sem nú. í miðri kreppunni og at-
vinnuleysinu er það helst á dag-
skrá sem brýnast er. Umræðan
snýst um það hvort ráðherrar séu
fnliir eða ófullir í vinnunni. Stein-
grímur Hermannsson hefur verið
tekinn í sérstaka yfirheyrslu í sjón-
varpi til að spyija hann hvenær
hairn hafi verið fullur og sjálfur
forsætisráðherra, Davið Oddsson,
hefur líka verið yfirheyrður um
sína drykkjusiði. Dagfara finnst
þessi umraeða ákaflega merkileg
enda jjóst aö þjóðarhagur stendur
og fellur með því hvort forsætisráð-
herrar drekki mikið eða lítiö eða
ekki neitt.
Það er að vísu til of mikils mælst
að þeir drekki ekki neitt enda segir
Davíð Oddsson að hann viti ekki
annað en íslendingar fái sér flestir
hveijir í staupinu án þess að gera
veður út af því og aðspurður segist
Davíð muna eftir því einu sinni aö
hafa fundið á sér við opinbert tæki-
færi. Það var þegar heimsmeistar-
amir í bridge komu heim með
Bermúdaskálina og þá tók Davíð á
móti þeim og hélt ræðu þar sem
hlustendur héldu að hann hefði
veriö undir áhrifum.
Davíð segir hins vegar að þá hafi
veriö boðið í kokkteil eftir að hann
var búinn að halda ræðuna og auð-
vitað finna menn á sér eftir að þeir
fá sér kokkteil en ekki áður en þeir
fá sér kokkteil. Þannig að það var
misskilningur að Davíð hefði verið
kenndur þegar hann flutti skála-
ræðuna en hann var hins vegar
kenndur eftir aö hann flutti ræð-
una en það komi engum við nema
honum sjálfum. Ráðherrar verða
að fá að ráða því sjálfir hvenær
þeir em fullir og hvenær þeir em
ekki fullir og Steingrímur staðfest-
ir þetta og segir að hann hafi aldrei
verið fullur í vinnunni. Steingrím-
ur man ekki til þess að hann hafi
fengið sér meira en þrjú glös í einu,
það er það mesta sem hann hefur
drukkið og hann hefur aldrei verið
ölvaður við að taka ákvörðun í rík-
isstjóm. Ekki einú sinni timbraður
og maður verður fyrir hálfgerðum
vonbrigðum þegar Steingrímur
segir þetta því að Dagfari var ein-
mitt að vona að Steingrímur hefði
haft það sér til afsökunar þegar
hann var að framkvæma dellumar
í ríkistjómum sínum aö hann hefði
aö minnsta kosti verið timbraður
ef ekki ölvaður því að íslendingum
er flest leyfilegt þegar þeir em full-
ir. Sérstaklega þegar þeir em fullir
í vinnunni.
Nú, ef forsætisráðherrar núver-
andi og fyrrverandi segjast aldrei
muna eftir því að hafa verið
drukknir veröa kjósendur að taka
því hundsbiti að þeir séu svona
galnir bláedrú og ekki bætir það
úr skák.
Inn í þessa umræðu blandast svo
drykkjusiðir annarra manna og
Davíð Oddsson lét þess getið í sjón-
varpsviðtali þar sem þetta brenni-
vínsmál var aðallega á dagskrá aö
hann vissi ekki betur en drykkju-
venjur hans væra miklum mun
betri heldur en drykkjusiðir leið-
arahöfunda sem væm að skrifa um
drykkjusiði hans sjálfs!
Þaö fer vonandi ekki fram hjá
neinum að forsætisráðherra veit
ýmislegt um það hvernig leiöara-
höfundar drekka eða hafa drukkið
og enn einu sinni sannast það að
forsætisráðherra fylgist vel með
þjóö sinni og sér í lagi þeim sem
era aö hnýta í hann fyrir að drekka
meira en þeir sem drekka án þess
að hann hafi verið að tala um að
þeir drykkju. Svona er forsætisráð-
herra góður við leiðarahöfunda og
aðra sem drekka eða hafa drukkið
að hann er ekki fyrirfram að hafa
orð á því og ætlast þá ekki til að
þeir séu að niða hann niður fyrir
drykkjuskap sem er miklu minni
en drykkjuskapur annarra.
Það er guðsþakkarvert hve for-
ystumenn þjóðarinnar drekka lítið.
Og hvaö þeir drekka miklu minna
en aðrir. Þjóðinni þykir sömuleiðis
afar vænt um þaö að fjölmiðlar
fylgist grannt með því hvort ráð-
herrar séu fullir í vinnunni og láti
ráðherrana segja frá því hvenær
þeir em fullir því almenningur átt-
ar sig alls ekki alltaf á því hvort
menn era fullir eða ófullir. Dagfara
finnst að þaö eigi að vera fastur liö-
ur í sjónvarpsdagskránni að segja
frá því hvað ráðherramir hafi
drukkið mikiö þá vikuna og leyfa
ráðherrunum aö segja frá því hvað
aðrir hafi drukkið miklu meira en
þeir.
Dagfari