Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992.
Menning
Thór Barðdal myndhöggvari:
í andstöðu við allt sem
heitir tíska í myndlist
Á laugardaginn voru opnaöar
þrjár sýningar myndiistarmanna á
Kjarvalsstöðum. Einn þeirra sem þar
sýnir er myndhöggvarinn Thór
Barðdal sem kemur með sýningu
sína alla leið frá Portúgal þar sem
hann býr og starfar:
„Ég bý í Portúgal ásamt eiginkonu
minni, Sigrúnu Olsen listmálara, en
einmitt um þessar mundir stendur
yfir sýning á verkum hennar á veit-
ingastaðnum Á næstu grösum. Ég
geri öll mín verk í granít og marm-
ara og þar sem segja má að Portúgal
sé úr granít og marmara fæ ég auð-
veldlega allt efnið mjög ódýrt miðað
við ef ég væri hér hér heima. Skapar
það mikinn aðstöðumun."
- Þú ert tiltölulega nýfluttur til Port-
úgals?
Við höfum átt heima í Portúgal í
eitt ár. Við bjuggum áður í fjögur ár
í Texas en það var frekar óhentugt.
Þaðan var langt og erfitt að komast
heim, sérstaklega þegar þú varst með
tonn af myndverkum í farangrinum.
í Portúgal er gott fyrir myndhöggv-
ara að búa. Þar get ég nýtt mér þann
möguleika að nota granítið í undir-
stöður og þannig sameinast verkið
undirstöðunni. Ef ég væri hér heima
að vinna úr sama efni hefði ég ekki
efni á að nota svo stóran stein í und-
irstöðu, yrði að höggva hann.
Við keyptum sveitabýli og þegar
við fluttum var það eins og að hverfa
langt aftur í tímann að flytja í sveit-
ina í Portúgal. Við höfum góða
vinnuaðstöðu og höfum ræktunarað-
stöðu, það fylgdu býlinu ein sextíu
ávaxtatré sem við nýtum fyrir okk-
ur.“
Fjórða einkasýningin
„Verk mín á þessari sýningu eru
Thór Barðdal myndhöggvari við eitt myndverka sinna sem hann kallar Eli-
ment. DV-mynd S
langflest unnin á síðasta ári eftir að
ég flutti til Portúgals. Þetta er fjórða
einkasýning mín en auk þess hef ég
tekið þátt í samsýningum, bæði hér
heima og erlendis."
- Hefur orðið breyting á verkum þín-
um frá því þú fluttir til Portúgals?
„Já, að vissu leyti, en samt hef ég
haldið mig á sömu braut. Ég vinn
nánast aðallega út frá klassískum og
huglægum hugtökum og er í raun í
andstöðu við allt sem heitir tíska í
myndhst. Ef ég er ánægður með verk
eftir mig vil ég hafa það þannig að
ég geti sýnt þau á hvaða tíma sem
er og í hvaða þjóðfélagi sem er. Ég á
auðvelt með að forðast tískustefnur
þar sem ég sé fáar myndlistarsýning-
ar og les ekki mynhstarblöð.
- Er ekki erfitt að koma heim með
sýningu?
„Það er mikiö puð. Það þarf að
pakka þessu inn, gera það sjóklárt
og koma þessu á skipsfjöl, síöan tek-
ur annað eins við þegar heim er kom-
ið. Auk þess er þetta mjög þungt. Á
þessari sýningu er þyngdin á verk-
unum á annað tonn.
- Var það ahtaf ætlun þín að vinna
myndir úr granit og marmara.
„Frá því ég gerði fyrstp verk mitt
úr marmara féh ég fýrir efninu. Mér
fannst eiginleikar marmarans faha
vel að þeirri hugmyndafræði sem ég
nota.
- Ertu búinn að finna þinn framtíðar-
stað í Portúgal?
„Ég býst við því. Okkur hður ákaf-
lega vel í sveitasælunni innan um
bændafólkið sem vinnur á sama hátt
og forfeður þess gerðu. Ég stefni á
að halda sýningar í Portúgal, hef
þegar tekið þátt í samsýningum, en
þaö tekur ahtaf nokkur ár að skapa
sérnafnínýjulandi. -HK
Jón Nordal hlýtur heiðursfé Tónvakans
Jón Nordal, tónskáld og fyrrver-
andi skólasfjóri, hlýtur heiðursfé
Tónvakans, tónhstarverðlaun Ríkis-
útvarpsins 1992. Heimir Steinsson
útvarpsstjóri mun afhenda honum
verðlaunin á sérstökum hátíðartón-
leikum 26. nóvember en verðlauna-
upphæðin er 250 þúsund auk þess
sem gerðar verða sérstakar útvarps-
hljóðritanir á verkum Jóns á næsta
ári.
í reglum um tónhstarverðlaunin
segir að heiðursfé skuh veitt tónhst-
armanni fyrir áralöng og merk störf
í þágu tónmenningar. Auglýst var
eftir tilnefningum frá almenningi
auk þess sem dómnefnd starfaði, en
hana skipuðu Guðmundur Emhsson,
tónhstarstjóri Ríkisútvarpsins, Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari, Bjöm Th. Ámason skólastjóri,
Gunnar Kvaran sellóleikari, John
A. Speight söngvari, Rut Magnússon
söngkennari og Sigursveinn K.
Magnússon skólastjóri.
Á fyrmefndum hátíðartónleikum
ieikur Sinfóníuhljómsveit íslands
tvö verk eftir Jón Nordal: Chorahs
(1982) og Leiðslu (1973), auk þess sem
Bryndís Haha Gylfadóttir og sigur-
vegari keppninnar um Tónvakaverð-
launin leikur einleik með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Konsert fyrir sehó
og hljómsveit í h-moh ópus 104 eftir
Antonín Dvorák. Thomas Baldner
stjómar. -HK
Jón Nordal tónskóld situr fyrir miðju á myndinni, honum á sinn hvora hönd
eru Heimir Steinsson útvarpsstjóri og Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri.
Á sýningu hjá Ástu Guðrúnu. Myndir tvær heita Lotus og Fantasía, Rabbabarar og frostrósir.
Ásta Guðrún sýnir á Café 17:
Huglægari form
enáðurognýtt
litasamspil
Á Café 17 stendm- nú yfir málverkasýning Ástu Guö-
rúnar Eyvindardóttur og hefur sýningin yfirskriftina
Augnablik. Þar sýnir hún tíu olíumálverk sem öll eru
máluð á þessu ári og því síöasta. Ásta sagði í stuttu
spjahi aö viss breyting heföi orðið á málverkum henn-
ar, þau væm lausari en áður og sterkari htir notaöir.
Ásta sagði ástæðuna vera eitthvað sem skeði hið innra
og aht sem var gott og ght brotnaói upp og út kæmi
eitthvað ókunnugt, nýtt og krefjandi svar, huglægari
form og nýtt hstasamsph. Sýning Ástu stendur th 19.
nóvemberogeropináverslunartíma. -HK
þekki Ragnar Bjamason lætur
gamminn geisa í nýrri bók'sem
væntanleg er frá Æskunni fýrir
jólin. Það er Eðvarö Ingólfsson
sem skráir bókina sem kemur til
með að heita Lífssaga Ragga
Bjama. Þar Iýsir Ragnar æskuár-
um sínum, tónlistarferli, einkahfi:
og ýmsu öðru. Ragnar sem er
einn allra vinsælasti dægurlaga-
söngvari sem við höfum átt er
þekktur fýrir kímnigáfu og létt-
leika en einnig lýsir hann á op-
inskáan háttdekksta tímabhi ævi
sinnar.
Sigrún Eðvaids*
dóttirá
hljómleikaferð
íJapan
Sigrún Eðvaidsdóttir fiðluleik-
ari er nú á hljómieikaferð í Jap-
an, Hélt hún fyrstu tónleika sina
af þremur í síðustu viku í Tokyo
með Sinsei Nippon sinfóníu-
hijómsveitinni. Aðrir tónleikam-
ir vom í borginni Nagano. Þar lék
hún ásamt píanóleikaranum
Seiko Seki sem er þekktur píanó-
leikari í Japan og kennari við
tóniistarskólann í Toho. í hehd
heldur Sigrún fimm tónleika og
verða þeir síðustu í borginni
Shizuoka sem er skammt frá
Tokyo. Eru þaö einleikstónleikar.
Ljóðlistarkvöld
íallanvetur
Fyrsta hvers mánaðar í vetur
verða ljóðaupplestrar í Þjóðieik-
húskjaharanum á vegum hóps
ljóöskálda í samvinnu við Þjóð-
leikhúsið. Fyrirhugað er aö átta
skáld lesi úr verkum sínum
hverju sinni. Fyrsta ljóðakvöldiö
verður í kvöld ogþá munu koma
fram Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son, Berglind Gunnarsdóttir,
Guðlaug María Bjamadóttir, Jó-
hann Hjálmarsson, Pjetur Haf-
stein Lárusson, Þórður Helgason
og Þorsteinn frá Hamri. Þá mun
Erhngur Gíslason lesa úr þýðing-
um Njarðar P. Njarðvík á ljóðum
Thomas Tranströmer sem hlaut
bókmenntaverðiaun Norður-
landaráðs fyrir tveimur árum.
Tónlistardagar
Dómkirkjunnar
í ellefta sinn eru nú tónlistar-
dagar Dómkirkjunnar haldnir og
vom fyrstu tónleikarnir í gær-
kvöldi. Var þá flutt nýtt kórverk
eftir Hróðmar Inga Sigurbjöms-
son. Sérstakur gestur verður
enski kórstjórinn Artliur Robson.
Mun hann stjóma tónleikum
Dómkórsins á föstudaginn í
Krfstskirkju. Aðrir tónleikar i
vikunni em á miðvikudaginn, þá
heidur Hörður Áskelsson orgel-
tónleika og á laugardaginn verða
tónleikar Kirkjukórs Dalvíkur
undir stjóm Hlínar Torfadóttur.
Báðir þessir tónleikar em í Dóm-
kirkjunni.
Fólkiðí
Rrðinum
Á undanförnum ámm hefur
Ámi Gunnlaugsson staðið að
bókaútgáfu með myndum af eldri
Hafiifirðingum og skrifaö texta
um þá. Er þetta afrakstur áhuga
hans á heimildum um samborg-
ara sína sem fæddir eru um og
kringum aldamótin. Árni hefur
nú sent frá sér þriöja bindið um
fólkið í Firðinum og er það jafn-
framt lokabindi bókaflokksins.
Myndimar í þessu bindi era flest-
ar teknar á árunum 1980-1992 og
eru 220 talsins og fylgir með æviá-
grip 296 einstakhnga.