Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1992, Page 18
18 MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1992. Endurskinsmerki fást af öllum stæröum og gerðum. Vinnustofan Ás pakkar fiestum merkjum sem fara á markað hériendis. Hér er einn starfsmaður að pakka inn endurskinsmerki sem er eins og tannjaxl. DV-mynd Brynjar Gauti Nú fer í hönd svartasta skammdeg- iö á íslandi. Myrkriö grúfir yfir meg- inhluta sólarhringsins og gangandi vegfarendur hverfa í myrkrið nema þeir noti endurskinsmerki. Börnin eru í sérstakri hættu því þau gera sér ekki alltaf grein fyrir hraða um- ferðinnar í kringum sig. Endurskinsmerki eru til af öllu tagi, fyrir böm og fullorðna. Og það er ekki bamalegt að bera endur- skinsmerki. Endurskinsborði á stíg- vélum og háum kuldaskóm gerir sitt gagn. Sama gerir borði neðan á buxnaskálm, til dæmis á regnbuxum. Regnjakkar em gjarnan útbúnir slík- um borðum að neðan, á ermalíning- um og víðar. Það er aldrei of mikið af endurskini. í allar yfirhafnir má sauma borða hér og þar. Skólatöskur er ömggast að velja sem búnar eru endurskinsborðum eða sauma á þær borða. Endurskinsmerki verður að sjást vel frá öllum hliðum. Ekki er nóg að hafa eitt endurskinsmerki að aftan og ekkert að framan. Endurskins- merki sem næld era við vasana sjást mjög vel frá öllum sjónarhom- um. Endurskinsmerki með nælum má hengja innan á vasana á úlpunni eöa kápunni. Auðvelt er að stinga þvi í vasann þegar þess er ekki þörf en muna veröur að kippa því upp úr þegar gengið er út í myrkrið. Einnig era til sérstök belti sem hægt er að hengja yfir axlimar og stinga síðan í vasann eftir að inn kemur. Hæfilegt er að endurskinsmerkið Endurskinsmerki eru ódýr öryggis- tæki fyrir gangandi, ríðandi og hjól- andi vegfarendur. sé 40 cm yfir jörðu eða í hnéhæð á fullorðnum. Hesta- og hjólreiðamenn Nýjung á markaði fyrir fólk á hjól- um og hestum er lítil blikkljós. Orku- gjafinn er rafhlaða sem dugar í 500 klukkustundir. Ljósiö er rautt, líkt og afturljós á bíl. Hjá Reiðsporti feng- ust þær upplúsingar að þessi tegund ljósa væri mun vinsælli hjá hjól- reiðamönnum en hestamönnum. Ljós þetta greinist vel úr 600 metra fjarlægð. Það sjálft er 4x7 cm og utan- um er svartur, höggþéttur plast- rammi. Ljósið kostar 1.460 krónur. Blikkljósið er með stífri smellu sem festist vel á stígvél, bögglabera, reið- ann og á belti á yfirhöfn. Hestamenn nota mest sérstaka endurskinsborða sem smokrað er á reiðstígvélin. Þetta hefur reynst vel því engin hætta er á að endurskins- merki gleymist svo framarlega menn fari á bak með reiðstígvélin á fótun- um. Svona hólkar kosta 520 krónur parið. Skiði og skokk Skokkarar hafa líka notað þessi blikkljós en þeim bjóðast líka aörir kostir. Axla- og mittisbelti era mjög góð og einnig er hægt að fá endur- skinsvesti sem duga hlaupuram mjög vel. Þeir sjást þá vel og greini- lega úr góðri fjarlægð. Ódýr líftrygging Endurskinsmerkin eru eitt ódý- rasta öryggistækið sem gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarendur geta fengið. Fyrirtæki og stofnanir hafa gefið endurskinsmerki í þúsundatali í gegnum árin. Þau era seld víða en hægt er að ganga að þeim vísum í flestum apótekum. Verðið er mjög misjafnt eða allt frá 78 krónum upp í 699 krónur. Þessi dýrustu era stórir endurskinsborðar yfir axlir og mitti. Verðið ætti ekki að stööva fólk í kaupum á endurskinsmerkjum því ódýrari líftrygging fæst ekki. -JJ Við erum flutt! Neytendur Verið velkomin! Frá og með 2. nóvember bjóðum við viðskiptavini okkar velkomna í nýtt húsnœði að Laugavegi í70 -172, Opið frá kl. 9 til 17. Síminn er (91) 629011. Lifandi samkeppni - iægri iögjöld! 3. hœð (Hekluhúsinu). iqjjp Skandia Vátryggingarfélagið Skandia hf. Hámarksöryggi í myrkri - endurskinsmerki fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.