Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992. Fréttir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins: Tillögurnar verður að ræða úti í f élögunum - aðalatriðið að verkalýðshreyfingin fái að taka þátt í tiUögumótuninni, segir Jón Karlsson varaformaður LJóst er að ágreiningur er inn- an verkalýðshreyfingarinnar, ekki bara um tillögur þær sem aðilar vinnumarkaðarins eru að ræða heldur einnig hvemig að afgreiðslu málsins verður staðið. „Ég tel það algert frumskilyrði að ef þeir aðilar, sem þarna eru að vinna, ná einhverri niðurstöðu verður að ræða hana í hverju verkalýðsfélagi fyrir sig áður en einhver stimpiU verkalýðshreyf- ingarinnar verður settur á hana. Að öðrum kosti eru tillögumar á ábyrgð þeirra manna sem unnu þær. Þá vil ég taka fram að ef kaupmáttur fólks með tekjur á bilinu 80 til 90 þúsund á mánuði verður skertur mun ég aldrei samþykkja það,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, í sam- tah viö DV. „Ég tel aö einhver formsatriði í þessu máli séu aukaatriði. Til- lögugerðin á að miða aö því aö koma í veg fyrir að hér verði stór- fellt atvinnuleysi. Það tel ég vera aðalatriöi mádsins,“ sagði Jón Karlsson, varaformaður Verka- mannasambandsins. Hann segir ennfremur að menn séu sammála um að sú leiö, sem aðilar vinnumarkaöarins séu aö ræða, sé heppilegri og betri en bæði gengisfellingarleiðin og gjaldþrotaleiöin sem svo hefur verið nefnd. Og þar sem menn séu sammála um að niðurfærsluleið- in sé best gefi það augaleið að ef allt springxu- nú í höndum þeirra sem eru að vinna að tillögunum geti ríkisstjómin ekki komið inn í málið og fariö þá leið ef engin sátt er um hana. Þá verði farin einhver önnur og miklu verri leið. „Ég tel máhð snúa aö verka- lýðshreytingunni á þann hátt að öllum er ljóst að kjaraskerðing er framundan og þess vegna beri henni að reyna að hafa áhrif á og stýra því hvernig og hvar kjaraskerðingin kemur niður. Ég set sem skUyrði fyrir stuðningi við tiUögurnar að þær miði að því að ná til hinna stórfeUdu skatt- svika í landinu en verja láglauna- fólkið og ég tel það vera hægt. Þriðja skUyrðið frá minni hálfu er að ekki verði hróflað við áunn- um réttindum verkafólks," sagði JónKarlsson. -S.dór Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur boðað efnahagstillögur rikisstjórnarinnar um miðjan mánuð liggi tillögur aðila vinnumarkaðarins ekki fyrir. Deilur eru innan verka- lýðshreyfingarinnar um tillögurnar og afgreiðslu þeirra. Með forsætisráðherra á myndinni eru ráðherrarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson. DV-mynd Brynjar Gauti Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins, um tiUögur í efnahagsmálum: Vaxtalækkun skilyrði þess að ef nahagsaðgerðir takist - fagna tillögum um hátekjuskatt og ijármagnstekjuskatt, segir Ólafur Ragnar „Eg hef takmarkaða trú á því að þær tfllögur um aðgerðir, sem aðilar vinnumarkaðarins eru að ræða, komi að gagni nema vextir verði lækkaðir verulega. Ég tel að það sé mikflvægasta aðgerðin í komandi efnahagsaðgerðum. Við teljum að ríkissjóður eigi að ríða á vaðiö með vaxtalækkun með því að lækka vexti á ríkisskuldabréfum eins og hann reið á vaðið þegar ríkisstjómin tók við á sínum tíma með aö hækka þá,“ segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði að Framsóknarflokk- urinn myndi styðja hátekjuskatt og skatt á fjármagnstekjur og afnám aðstöðugjaldsins. Aftur á móti teldi hann að allar álögm- á launafólk yrðu aö skoðast í fullu samráði viö laun- þegahreyfinguna. Olafur Ragtiar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði það ekki liggja fyrir enn hvaða tillögur kæmu frá aðilum vinnumarkaöar- ins. Hann sagði Alþýðubandalagið styðja hátekjuskatt, skatt á fjár- magnstekjur og afnám aðstöðu- gjalds. Þetta hefði allt komið fram í tillögum flokksins sem lagðar voru fram fyrir mánuði. Þá hefði ríkis- stjórnin kallaö þær gamlar lummur. „Ef aðflar vinnumarkaðarins koma með þessar sömu tillögur og geta tal- ið ríkisstjóminni trú um að þetta séu nýjar lummur þá styðjum við þær að sjálfsögðu," sagði Olafur Ragnar. Þá segir Ólafm- að hann fagni því að verkalýðshreyflngin skuli alfarið hafa hafnað því að áunnin réttindi verkafólks verði skert. Þess vegna geti Alþýðubandalagið stutt ýmislegt í þeim tillögum sem aðflar vinnu- markaðarins séu að ræða. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, sagðist ekki hafa séð neinar tillögur á blaði ennþá. Hún sagði kvennalistakonur ekki styðja hvaö sem er í þessu sambandi. „Það miktivægasta er að veija kjör hinna lægst launuðu og við munum aldrei samþykkja aðgerðir sem bitna á þeim. I sambandi viö hátekjuskatt, sem við styðjum, þykir mér hlægilegt að ætla að miða við 160 þúsund krón- ur á mánuði hjá einstaklingi, eins og nú er rætt um. Það er allt of lág við- miðunartala. Þaö þarf hins vegar að hækka skatta þeirra sem hæst hafa launin og ná til þeirra sem aðstöðu hafa til skattsvika,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. -S.dór í dag mælir Dagfari____________ Átthagafjötrar Það hefur árað flla hjá íslenskum bændum í seinni tíö. Flest hefur verið þeim mótsnúið. Þjóðin hefur minnkað viö sig kindakjötsát, drekkur minna af mjólk og vælir stöðugt um háan kostnaö vegna landbúnaðarstyrkja. Þjóðin tímir ekki að greiða niður landbúnaðar- framleiðsluna en tímir heldur ekki að borða hana óniðurgreidda. Þjóð- in tímir ekki að borga sjálfri sér fyrir að fæða sjálfa sig. Bændur hafa að vísu ekki dáið ráðalausir. Þeir hafa sterk samtök og þeir eiga trausta stuðningsmenn í kerfinu og þeir eiga kerfið og þar með hafa bændur geta neytt lamba- kjötið og mysuna ofan í þjóðina án þess að hún hafi komið nokkrum vömum við. Þar að auki hefur Al- þingi og ríkisvald sameinast vam- arbaráttu bænda með því að banna stranglega allan innflutning á er- lendum landbúnaðarvörum sem hefur gert bændum líflö léttara. Með því að banna frjálsa verð- lagningu, með því að banna bænd- um að framleiöa nema samkvæmt kvótum og með því að banna ís- lendingum að éta annað en ís- lenskt, hefur kerfinu og velvtidar- mönnum bændastéttarinnar tekist aö viðhalda bændamenningunni og búskaparháttum eins og þeir gerast verstir. Bændur hafa nefnilega ver- ið svo rækflega vemdaðir með bönnum í bak og fyrir að þeir hafa ekki þurft annað en væla á búnað- arþingum og stéttarsambands- fundum og þá hafa bönnin lagt sína verndarhendi yfir staðnaðan bú- skap og staðnaða styrki. Allt er þetta gert í nafni byggða- stefnunnar og þjóörækninnar enda væri íslenskur landbúnaður löngu risinn upp úr öskustónni og hefði aðlagað sig nútímanum ef ekki hefði ríkt um það þjóðarsátt á ís- landi að yemda aldagamla búskap- arhætti. íslenskir bændur em full- trúar liðinna kynslóða og í staöinn fyrir að koma þeim fyrir á Árbæja- safninu eða minjasöfnum hafa ís- lenskir stjómmálamenn og ker- fiskarlar, og svo auðvitað bænda- samtökin sjálf, ákveðið að varð- veita bænduma í sveitunum þar sem þeir em niðurkomnir. Þannig hefm- veriö hægt að vemda kotin og kotbúskapinn og binda bænd- uma í átthagafjötra um árabil, án þess að þeir hafi getað rönd við reist. Nýlega reis snöfurmannlegur bóndi norðan úr Þingeyjarsýslu upp á afturlappimar og lýsti frati á kerfið. Kári í Garði lagði leið sina í Kolaportið og seldi afurðir sínar á frjálsum markaði. Þetta þóttu svo mikti nýmæli að fólk þyrptist niður í Kolaport tfl að berja augum þenn- an bónda sem enn var með lífs- marki. Það er hins vegar ósanngöm al- hæfing að allir bændur séu undir sömu sök seldir. Raunar hafa margir íslenskir bændur gert heið- arlegar tflraunir til aö auka íjöl- breytni í framleiðslu sinni og at- vinnuháttum en jafnharðan verið barðir niður aftur. Bændur hafa sömuleiðis reynt að gera sér mat úr hlunnindum á jörðum og sumir hafa jafnvel reynt að bregöa búi og skapa sér atvinnu annars staðar. Þessi sjálfsbjargarviðleitni hefur mælst illa fyrir. Nú er sá voði fram- undan að Islendingar gangi í evr- ópskt efnahagssvæði og því fylgja margvíslegar hindranir og undan- þágur frá því niðurnjörvaða land- búnaðarkerfi sem menn hafa staðið vörð um. Sú hætta er jafnvel yfir- vofandi aö útiendingar geti komist hingað tfl lands og falaö jarðirnar! Þetta er auðvitað óskaplegt áfall fyrir þjóðræknina og kotbúin ef svo illa skyldi vilja til að eigendur ís- lenskra bújarða væm fæddir í út- löndum eða hefðu búið þar um lengri eöa skemmri tíma. Það er blettur á blómlegri byggö og svik viö ættjörðina ef þar búa ekki hreinræktaðir íslendingar. Þess vegna hafa vemdarenglar kerfisins lagt fram frumvarp á þingi þar sem blátt bann er lagt við sölu jarðar nema viðkomandi hafi sjálfur búið í sveitinni í að minnsta kosti fimm ár. Þetta þýðir á mæltu máli að bændum er bannaö að selja jarðir sínar og ættjarðarástin leyfir ekki slíkt brask með bújarðir! Þar með munu bönnin enn einu sinni leiða átthagafjötra yfir hijáöa bændastétt sem á sér ekki annan eða merktiegri draum en þann að fá að lifa í þessu landi eins og ann- að venjulegt fólk. En sá draumur skal ekki fá að rætast meðan kerfið ræður yfir bönnunum. Og bænd- unum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.