Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992. Hvernig er hægt að nota skammdegið? Ingveldur Guðmundsdóttir skrif- stofumaður: Til útreiðatúra, heilsu- ræktar og göngutúra. Olga Gjöveraa sjúkraliði: Til dæmis til að taka þátt í meira félagslffi eða stunda líkamsrækt. Katrín Sverrisdóttir ráðgjafi: Skemmta sér, vera úti í náttúrunni, fara á skíði eða kíkja í sumarbústað- inn. Amar Þór Jónsson nemi: Til að læra. Sigurður Yngvi Kristinsson nemi: Horfa á Michael Jackson-tónleika og læra sporin. Margrét Sigurðardóttir nemi: Hlusta á blústónlist eða sofa. Lesendur_________________________ Erlendar lántökur: Ekki ríkið held- ur bankakerf ið Sigurður Jóhannsson skrifar: Nú eru uppi háværar kröfur verka- lýðsleiðtoga og jafnvel þingmanna um að ríkinu beri að taka erlend lán til að örva atvinnulffið á þessum við- sjárverðu tímum. En eru slíkar kröf- ur réttmætar? Myndu framkvæmdir sem svo er stofnað til skapa varan- lega atvinnu, eða er þar tjaldað til einnar nætur? Myndu menn þá ekki þurfa að leita sér annarrar vinnu þegar slíkum ríkisframkvæmdum er lokið og sagan endurtaka sig, nýjar kröfur um meiri erlend lán, og svo koll af kolli? Það er einmitt þetta sem hefur verið að gerast hjá okkur und- anfama áratugi og er það næg sönn- un þess að ríkið á ekki að stunda erlendar lántökum nema í mjög af- mörkuðum tilfellum, eins og t.d. við virkjanaframkvæmdir. Fyrir nokkru las ég viðtal við Birgi Þór Runólfsson hagfræðing sem fjall- ar einmitt um þessi mál. Mér finnst sem hann hafi við sterk rök að styðj- ast þegar hann segir m.a. að mjög óæskilegt sé að ríkið fjármagni fram- kvæmdir með erlendum lánum. - Taki íslendingar erlend lán séu fleiri leiðir til en að láta ríkið taka það beint inn í ríkissjóð og eyða því það- an. - Seðlabankinn gæti t.d. tekið erlend lán og endurlánað til banka- kerfisins sem síðan lánaði til ein- staklinga. Þannig séu möguleikar á að fjármagnið fari í æskilegri og arð- bærari framkvæmdir. Hagfræðingurinn segir að á meðan efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur sé einnig í niður- Bréfritari telur virkjanir vera meðal þeirra fáu framkvæmda sem ríkinu sé stætt á að framkvæma með erlendum lánum. sveiflu getum við varla vænst þess að ástandið hér á landi sé betra. Ég held að það sé mikið til í þessu. Öll vitum við að útgjöld á vegum ríkisins bjóða heim verulegum ríkis- halla. Ef ríkið fer að koma atvinnulíf- inu til hjálpar nú hefði það óhjá- kvæmilega í for með sér aukna skatt- heimtu að nokkrum tíma hðnum. Það æskilegasta er því að ríkið sé ekki að taka lán á erlendum mörkuð- um og auðvitað helst ekki á hinum innlenda heldur. Það sem verður því helst til bjargar nú er að einstakhng- ar fjármagni sjálfir framkvæmdir þær sem farið verður í, hvort sem á þær verði htið sem atvinnubóta- vinnu eða varanlegár framkvæmdir með langtímamarkmið að leiðarljósi. Valdataumar í hendi óstjórnar Páll skrifar: Ríkisstjóm krata og íhalds sem nú situr hlýtur að teljast ein mesta óstjóm sem haldið hefur um valda- taumana á íslandi enda hefur fjár- munum sjaldan verið jafn misskipt milh einstaklinga eða kjör láglauna- fólks verið jafn bágborin og nú. Þá bætist við vaxandi atvinnuleysi sem ríkisstjómin virðist vilja viðhalda, ekki hefur hún a.m.k. sýnt tilburði til að ráða bót á vanda þess fólks sem glímir nú við atvinnuleysisvofuna. Það er sárt th þess aö vita, að ríkis- sljóm lærisveina frjálshyggjulektor- anna skuh framfylgja óraunhæfum erlendum kreddum, sem hafa það eitt að markmiði aö auka bihð milli ríkra og fátækra, og viðhalda mis- rétti á sem flestum sviöum þjóðfé- lagsins. Hvarvetna þar sem þessar kreddur hafa verið framkvæmdar hafa þær beðið skipbrot. En hérlend- ir frjálshyggjupostular virðast ætla að verða seinastir skoðanabræðra sinna til að sjá vihu síns vegar og þess geldur nú íslensk alþýða. Mér virðist þessi ríkisstjóm hafa hreinlega gefist upp á stjóm landsins og vilji nú eftirláta hana erlendum auðhringum að leik. Stjómin, með utanríkisráðherra í fararbroddi, hef- ur ítrekað hunsað öh rök þeirra þjóð- hohu íslendinga sem séð hafa í gegn- um blekkingarvefinn. Hún ætlar að knýja í gegn samninginn um evr- ópska efnahagssvæðið án þess að hlusta á rödd þjóðarinnar. Má vera að einhverjir óttist að annars verði þeir af feitum embættum innan skrif- stofuveldisins í Brussel. - Það var stórslys í sögu þjóðarinnar er þessir menn komust til valda á jafn var- hugaverðum tímum og nú em, því verður að koma þessari óstjóm frá með einum eða öðnun hætti áður en meiri skaði hlýst af. Missi íslending- ar sjálfstæðið mim ekki hða á löngu uns þjóðin, sem í svo margar aldir hefur varðveitt einstaka menningu sína og tungu, heyri sögunni til. Ábyrgðarskírteini og uppruni sláturaf urða Ragnar skrifar: A ferð í Frakklandi nýlega notaöi ég tækifærið m.a. til að skoða mat- væh sem vom á boðstólum í verslun- um og bera saman verð á svipuðum tegundum og við íslendingar neytum mest, t.d. fiski og kjöti. Ekki var verð- munurinn ahtaf okkur í óhag en á öðrum sviðum eigum við greinhega langt í land. Þar á ég einkum við upplýsingar sem almenningur í Frakklandi telur sjálfsagt að eiga aðgang að áður en hann kaupir. A kjötvörum sem geymdar vom í frysti eða kæhborðum vom miðar sem ábyrgðarskírteini og festir við Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið AXH.:Nafn ogsímanr. veröur að fylgja bréftim Ábyrgðarskírteini sem franskir neyt- endur fá með kjötinu. hvert einstakt stykki. - Þannig var t.d. fest slíkt skírteini við lambalæri sem þama vom til sölu (af frönsku sauðfé að sjálfsögðu). - Á þessu skír- teini kemur fram: númer ábyrgðar- skírteinis, nafn framleiðanda (sauðíjárræktanda) og heimihsfang, auðkenni eða númer viðkomandi sláturdýrs, aldur dýrsins, sláturdag- ur, nafn og heimilisfang sláturhúss, nafn seljanda (verslunar) og staðfest- ing á því hvenær kjötið var sett í sölu. Skírteini þetta er löggjlt af þar- lendu opinbera gæðaefdrhti, líkt og gerist með frönsk góðvín sem sett era á markað. Mér varö hugsað th þess hvort íslenskum neytendum væri ekki nauðsyn á svipuðum upplýsing- um um sláturafúrðir. Þetta væri framleiðendum hvatning th að gera sínar vörur sem best úr garði. Ein- staka sinnum sést hér nafn framleið- anda t.d. á jólahangikjöti, en það er ekki næghegt. ÖUu kjöti sem hér er selt, ekki síst frosnu ætti að fylgja upplýsingar um aldur, sláturdag og framleiðanda. - Ég læt áðurnefnt skírteini fylgja sem franskur viö- skiptavinur leyfði mér góðfúslega að fá að viðskiptum sínum loknum. Sigurjón skrifar: Islendingar eru aðhar að Mann- réttindasamningi Evrópu og hafa þvi gengist undir lögsögu Mann- réttindadómstólsins. í Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuöu þjóð- anna segir orðrétt: „Engan mann má neyða th að vera í félagi.“ - Ennfremur hafa íslendingar skuldbundið sig th að hlíta Félags- málasáttmála Evrópu. Hann vemdar rétt manna til að standa utan félaga, hvemig sem á stendur. Hvermg stendui' þá á því að hér á landi em alhr þessir samningar þverbrotnir með því að skylda fólk th að greiða _félagsgald th sig ekki á jx:ssum mannrcttinda- brotum hér? flfScnsB1 Karl Gunnarsson hringdi: Komið hefur fram í blöðum að læknar hérlendis hafa komist að því að t.d. heilablæðingar séu ættgengar. En þá kemur upp í hugann hvort þannig sé ekki um marga eða flesta sjúkdóma svo sem krabbamein, hjartagalla, æðabhanir og aðra setn leggja marga að vehi nú á tímum - og hafa kannski alltaf gert? Hvað er maðurinn annað en forfeðurnir? Oft er sagt: „Illt er í ætt gengast, - Það hlýtúr þá einn- ig að eiga við það góða, þannig að hinir Irraustu og hehbrigðu hljóta þá líka að erfa þá kosti frá forfeörunum. - Eða á arfgengi bara viö unt suma sjúkdómana? Álmálogvaxtamál Árni skrifar: í þjóðmálaþætti á útvarpsstöð- inni Bylgjunni um sl. helgi voru þeir Sigurjón Pétursson og Ög- mundur Jónasson kallaöir th umræðu. Spurningu var varpað fi-am um þaö hvort forseti ASÍ væri að leika einleik í kjaramál- unum nú rétt áður en hami yfir- gefur sviðið, til þess að geta átt þátt í nýrri þjóðarsátt. - Svör þeirra tvímenninganna voru á einn veg; þeirhéldu nú ekki, utan hvað hann vildi líklega leysa ál- málið áður en hann hætti sem forseti. Annaö ekki. Svo barst í tal hávaxtastefnan. En hun er einmitt mál sem forseti ASÍ gæti beitt sér gegn sem bankaráðs- maður eins stærsta banka lands- ins. - En þar stendur hnífurinn í kúnni... Álmál era líklega væn- legri th uppsláttar en vaxtamál. Hellisheiði Gunnar Halldórsson skrifar: Mörgum sem aka Hehisheiðina daglega finnst orðið tímabært að heQast handa um að raflýsa með- fram veginum, ekki síst th aö minnka slysahættu og auka urn- ferðaröryggið á þessum fjölfarna vegarkafla. Mig minnir aö það ; hafi verið annaðhvort Eggert Haukdal eöa Salóme Þorkelsdótt- ir alþingismenn semfluttutihögu um að þessari framkvæmd yrði flýtt Þetta er í raun orðið mjög aðkallandi verkefni. Ólöglegir innflyfiendur Páll sv. skrifar: í fréttmn frá Noregi kemur fram að í Óslóborg einni haldi u.þ.b. 5000 útlendingar til ólög- lega. Á þessu ári hafa um 1100 útlendingar verið sendir úr landi frá Noregi að sögn lögreglunnar þar. - Hvemig höldum við íslend- ingar að okkur takist að bægja frá útlendingum sem hingað koma og dvelja hér ólöglega efitir að frelsi fil fólksflutninga milli landa verður komið á þegar þeim í Noregi reynist svona erfitt að reka þá af höndum sér? Þarf þá ekki að flölga hér verulega í út- lendingaeftirliti?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.