Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1992, Qupperneq 26
34 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992. Fólkífréttum Guðjón Amason Guöjón Árnason handknattleiks- maöur er fyrirliði meistaraflokks FH í handknattleik en liðið vann báða leiki sína við sænsku meistar- ana Ystad í Evrópukeppni meistara- Uða nú um helgina eins og fram hefur komið í íþróttafréttum DV. Starfsferill Guðjón fæddist í Hafnarfirði 5.2. 1963 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1985, hóf nám við Tækniskóla íslands 1990 og útskrif- aðist þaðan í ársbyijun 1992. Guðjón var við saltfisks- og skreið- arverkun hjá BÚH á sumrin frá tólf ára aldri og fram til sautján ára ald- urs. Hann hóf síðan störfhjá ísal þar sem hann vann fyrst á sumrin með skólanum og síðan á árunum 1985-90. Eftir að hann lauk námi við Tækniskólann hefur hann verið starfsmaður atvinnumálanefndar Hafnarfjarðarbæjar. Guðjón æfði bæði handbolta og fótbolta með FH sem drengur og á unghngsárunum. Hann var átta ára er hann byrjaði að æfa handbolta og hefur keppt með FH í öllum ald- ursflokkum. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki FH1982, hefur nú leikið um þrjú hundruð og sextíu leiki með meistaraflokki, orðið fjórum sinnum íslandsmeist- ari með þeim og einu sinni bikar- meistari. Þá lék hann sinn fyrsta landsleik 1989 og á um þijátíu lands- leiki að baki. Guðjón situr í stjórn Félags 1. deildar leikmanna frá stofnun þess 1991. Fjölskylda Kona Guðjóns er Hafdís Stefáns- dóttir, f. 29.12.1962, bankastarfs- maður. Hún er dóttir Stefáns Péturs Sveinssonar, verkstjóra í Hafnar- firði, ogHrafnhildar Sigurðardóttur húsmóður. Sonur Guðjóns og Hafdísar er Árni Stefán, f. 2.12.1986. Bræður Guðjóns eru Magnús, f. 24.2.1964, nemi í Hafnarfirði og markmaður meistaraflokks Hauka í handbolta, í sambúð með Ragn- heiði Ásmundsdótur kennara og eiga þau eina dóttur, Lilju Björgu; Jónas, f. 1.8.1969, húsamíðanemi í Hafnarfirði, í sambúð með Berghndi Öddu Halldórsdóttur nema. Foreldrar Guðjóns eru Árni Ingi Guðjónsson, f. 12.11.1941, vélvirki hjá Isal og þekktur handknattleiks- maður með FH á árum áður, búsett- ur í Hafnarfirði, og Lilja Guðjóns- dóttir, f. 19.10.1946, sjúkraliði við St. Jósefsspítala. Ætt Ámi er sonur Guðjóns, vélstjóra í Hafnarfirði, Árnasonar á Hehis- sandi Jónatanssonar. Móðir Guð- jóns var Ingibjörg, systir Sigurlaug- ar, ömmu Sigurðar E. Guðmunds- sonar, forstjóra Húsnæðisstofnun- ar, Matthíasar Viðars bókmennta- fræðings og Erlends Haraldssonar sálfræðings. Ingibjörg var dóttir Cýrusar, b. í Öndverðarnesi, lang- afa Brynjars Harðarsonar hand- knattleiksmanns í Val. Cýrus var sonur Andrésar Illugasonar, b. á . Ytri-Lónsbæ á Snæfellsnesi, og Guð- rúnar Björnsdóttir, b. í Hrafna- björgum í Hörðudal, Gestssonar. Móðir Guðrúnar var Halldóra, syst- ir Guðrúnar, ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Bjarna, afa Ingimundar Sigfússonar, forstjóra Heklu. Móðir Árna var Magnúsína Katr- ín Guðjónsdóttir, skósmiðs í Hafn- arfirði, Magnússonar, b. á Ytri- Þurá, Jónssonar. Móðir Guðjóns skósmiðs var Katrín, systir Valgerð- ar, móður Vals leikara, föður Vals bankastjóra. Katrín var dóttir Frey- steins, b. á Hjalla í Ölfusi, Einars- sonar, b. á Þurá, Þórssonar, bróður Jóns, langafa Halldórs Laxness. Móðir Einars var Ingveldur, systir Gísla, langafa Vilborgar, ömmu Vig- dísar forseta. Ingveldur var dóttir Guöna, ættfóður Reykjakotsættar- innar, Jónssonar. Systir Lilju er Jóna Ósk, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Bróð- Guðjón Árnason. ir Lilju er Ólafur Valgeir, húsasmið- ur og fyrrv. markmaður hjá FH og Haukum. Annar bróðir LÚju er Ár- mann, faðir Óskars, landsúðsmanns og atvinnumanns í handbolta. Lilja er dóttir Guðjóns, starfsmanns hjá BÚH, Ingólfssonar Jónssonar. Móð- ir Guðjóns var Ólöf Jónsdóttir frá Eyri í Ingólfsfirði. Móðir Lilju er Aðalheiður Frímannsdóttir, b. á Tjamarlandi á Skaga, Lárussonar Guðjónssonar. Móðir Aðalheiðar var Þóra, systir Haralds, afa Val- gerðar Matthíasdóttur dagskrár- gerðarmanns. Þóra var dóttir Frí- manns, b. í Hvammkoti, Guðjóns- sonar. Afmæli Guðbjörg Stefánsdóttir Guðbjörg Stefánsdóttir húsmóðir, Boðahlein 22, Garðabæ, er 90 ára í dag. Fjölskylda Guðbjörg fæddist á Krókvöllum í Garði, Garðahreppi, og ólst þar upp. Hún lærði fatasaum og starfaði við það hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæðskera í 25-30 ár. Eftir það rak hún sníða og saumastofu á heimili sínuínokkurár. Guðbjörg giftist 12.11.1962 Sigur- geiri VÚhjálmssyni, f. 28.5.1909, d. 7.4.1992, vélstjóra tíl sjós og lands. Hann var sonur Vilhjálms Gíslason- ar, jámsmiðs ogfeijumanns á Ós- eyrarnesi, Eyrarbakka, og Guð- bjargar Jónsdóttur húsmóður. Guðbjörg átti níu systkini, þar af er ein systir á lífi í dag. Systkinin era: Sveinn, f. 3.4.1894, sjómaður, var kvæntur Hallbem Þorsteins- dóttur, bæði látin, og eignuðust þau einn son; Einar, f. 18.10.1895, múr- ari, var kvæntur Málfríði Bjarna- dóttur, bæði látin, og eignuðust þau fjögur börn; Kristinn, f. 26.2.1892, skipstjóri, látinn; Guðríður, f. 21.4. 1898, vann við ræstingar, var gift Sigurjóni Jónssyni, bæði látin, og eignuðust þau fjögur böm, seinni maður Guðríðar var Sighvatur Brynjólfsson; Theodóra, f. 14.9.1899, húsmóðir, var gift Þormóði Sveins- syni, bæði látin, eignuðust sex böm og þar af komust fimm upp; Stef- anía, f. 19.7.1901, lést 5 ára að aldri; Eyjólfur, f. 17.11.1904, múrari, var kvæntur Helgu Jacobsen, bæði lát- in, og eignuðust þau einn son; Mar- teinn, f. 15.2.1910, múrari og iðnað- armaður, nú látinn, var kvæntur Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Fyrir átti Marteinn þrjú börn með Halldóru Jónsdóttur; Stefanía, f. 9.7.1914, húsmóðir og verslunarmaður, fyrri maður henn- ar var Frank Rodrick og eignuðust þau eina dóttur, seinni maður henn- ar var Sigurður Sigurðsson, nú lát- inn. Foreldrar Guðbjargar vom Stefán Einarsson, f. 17.9.1862, d. 23.3.1938, útvegsbóndi, og Sigríður Sveins- dóttir, f. 17.6.1874, d. 17.7.1957, hús- móðir. Þau bjuggu lengst af á Krók- völlum og síðar að Bergþómgötu 33 íReykjavík. Stefán var sonur Einars Jónsson- ar, b. á Skálabrekku, Þingvöllum, Guðmundssonar, b. þar, og Guðríð- Guðbjörg Stefánsdóttir. ar Halldórsdóttur frá Hæh í Hæk- ingsdal, Kjós, Steinasonar, b. á Valdastöðum í Kjós. Sigríður var dóttir Sveins Sveins- sonar b., Bakka á Kjalamesi, og Guðríðar Jónsdóttur, b. í Hækings- dal, Magnússonar, b. í Hvammi, Runólfssonar. Móðir Jóns var Áldís Guðmundsdóttir. Móðir Guðríðar Jónsdóttur var Guðríður Ásmundsdóttir, b. í Skeljabrekku í Andakíl, Guðmunds- sonar. Guðbjörg verður að heiman á af- mælisdaginn. JóhannaÁmý Ingvaldsdóttir Jóhanna Ámý Ingvaldsdóttir hús- móðir, Naustahlein26, Garðabæ, er sjötugídag. Starfsferill Jóhanna fæddist í Selárdal í Am- arfirði en fluttist fiögurra ára yfir fiörðinn að Hrafnabjörgum. Þar ólst hún upp en fluttist svo um tvítugt að Hrafnseyri við Amarfiörð. Er hún giftist Leifi Halldórssyni fluttist hún með honum til Reykja- víkur þar sem þau bjuggu lengst af í Melgerði 12 í Kópavogi. Leifur stofnaði og rak allan sinn starfsald- ur Málmsmiðjuna Hellu hf. í Reykjavík, eða þar til hann lést 1990. Fjölskylda Jóhanna giftist 21.6.1946 Leifi Halldórssyni, f. 18.10.1918, d. 22.4. 1990, frummótasmið. Hann var son- ur Halldórs Pálssonar, b. í Nesi í Loðmundarfirði, og Hólmfríðar Bjömsdóttur húsmóður. Jóhanna og Leifur eignuöust fimm böm. Þau eru: Jóna Fríða, f. 27.6. 1947, búsett í Garðabæ, gift Birgi Guðmannssyni og eiga þau tvö böm; Svanhildur, f. 26.11.1948, búsett í Hafnarfirði, gift Þorvaldi Hall- grímssyni og eiga þau þrjú böm; Kristján Ingvaldur, f. 10.2.1950, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Mar- gréti Bjömsdóttur og eiga þau fimm böm; Halldór, f. 4.3.1954, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Rósu Sigurgeirsdóttur og eiga þau þijú böm; Ásta Sólrún, f. 8.3.1958, búsett í Reykjavík, gift Gesti Péturssyni og eigaþautvöböm. Hálfbróðir Jóhönnu er Benedikt Krisfiánsson, f. 5.5.1925, d. 8.8.1989. Foreldrar Jóhönnu vora Krisfián Ingvaldur Benediktsson, f. 2.3.1890, d. 10.7.1964, útvegsbóndi, og Jón- Jóhanna Árný Ingvaldsdóttir. fríður Gísladóttir, f. 18.10.1901, d. 27.12.1989, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Amarfirði og í Reykj avík. Jóhanna verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðbjörg Benediktsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- Guðmundur Eyjólfsson, Hvoli,VíkíMýrdal. Jónína JÞorsteinsdóttir, Ólafsvegil9, Ólafsfirði, Jenný Magnúsdóttir, VaUarbraut 2, Njarðvík. Jenný verðm stödd í Winnipeg á afmælisdaginn. Magnús G. Guðmundsson, Unufelh 31, Reykjavik. 60ára SigurðurBjarnason, Hofsnesi, Hofshreppi. Alda Sigurvinsdóttir, Ljárskógum 14,Reykjavík. Elsa Þorláksína Óskarsdóttir, Tunguvegi 82, Reykjavik. Brynhildur Hjálmarsdóttir, Skólabraut 12, Seltjamarnesi. Bry ndís Alfreðsdóttir, Laugarbrekku 11, Húsavík. Guðrún Jónsdót tir, Hólastekk 6, Reykjavik. 50 ára 70ára Ðaldur Helgason, ::ÖiíÍÉÍIt||! fræðingur, Vogatungu22, Kópavogi. Eiginkona Baldm-scr AnnaEinars- dóttir. Þau eru erlendis á afmæhsdaginn. Bryndís Sigurðardóttir, Langeýrarvegi 10, Háfharfirðí. Steingrímur Helgason, fyrrverandi stórkaupinað- ur, I-llunnavogi 15, Reykjavík. KonaStein- grímserEyvör M. Hólmgeirs- dóttir. Þau taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu í ReyKjavík á milli kl. 17 og 19 á afmæhsdaginn. Benedikt Sigurðsson, Vitabraut 19, Hóhnavík. Einar Jakob Ólafsson, múrarameist- ari, Snælandi3, Reykjavík. Einartekurá mótigestumí sal Meistara- sambanðsins, Skipholti 70, laugardaginn 14. nóv- ember á milli kl. 17 og 20. Steingrimur G. Pétursson, Hraunbæ 68, Reykjavík. Hörður Þorvaldsson, Vesturgötu 40, Reykjavík. Jóhanna O. Ólafsdóttir, Fellsmúla 22, Reykjavík. Kristjana Þorkelsdóttir, Norðurási 2, Reykjavik. Lovísa O. Guðmundsdóttir, Hraðastöðum 4. Mosfellsbæ. Óskar Þ. Karlsson, Austurvegi 9, Grindavík. Kristján Guð- bjartsson, Vesturbrún39, Revkjavík. Eiginkona Kristjánser Þóranna Þórar- insdóttir. 40ára Sigfus Jóhannesson, Móabarði4b, Hafnarfiröi. Leifur Guðmundsson, Klauf. Eyjafjarðai’sveit. Marteinn B. Heiðarsson, Blesugróf28, Reykjavík. Elinborg Angantýsdóttir, Fýlshólum 11, Reykjavík. RagnarHreinn Ormsson, Fiskakvísl 18, Reykjavík. Þórður Hauksson, Akurholti 4, Mosfehsbæ. Magnús Torfason, Sunnubraut 12, Garði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.