Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 1
 Veriö að hengja upp að Kjarvalsstöðum. DV-myndGVA Verk Ians Hamilton Finlay sýnd í Kjarvalsstöðum: Mest umtalaði listamaður Skota Á morgun, laugardaginn 9. janúar, hefst menningarhátíðin Skottís, skosk-íslenskir menningardagar, á þvl að opnuð verður sýning að Kjar- valsstöðum á verkum eftir Ian Ham- ilton Finlay. Ian Hamilton Finlay hefur hlotið alþjóðlega frægð sem ljóðskáld, myndlistarmaður og skrúðgarðahönnuður. „Finlay er eini hstamaðurinn sem eitthvað kveður að í Skotlandi. Hann er einn af fimm frægustu listamönnum í heiminum. Hann byrjaði listferil sinn sem rifhófundur og h'óðskáld. Hann var sá fyrsti í Evrópu sem samdi konkret póetíu, uppsetningin á hóðunum er hlutir," segir Þorri Hringsson, upplýsingafulltrúi Kjar- valsstaða. Litla-Sparta, garður hans í Stony- path, Lanarkshire, sem hann hefur þróað í meira en 25 ár, er viður- kenndur sem eitt af mikilvægustu samtímalistaverkum í Evrópu. „Garðurinn er heimih hans því að hann er sérvitringur sem fer ekki út úr garðinum. Hann þjáist af ótta við víðáttur og verður að vera í lok- uðu rými. Hann hefur unniö í garðin- um síðastliðin 25 ár að því að byggja upp garð sem er í raun og veru lista- verk. Inn í garðinn hefur hann sett skúlptúra sem tengjast hinni upp- runalegu garðhugmynd. Það þýðir að garðurinn á að vera sem náttúru- legastur en samt eiga að vera í hon- um hlutir sem minna fólk á að það sé statt í garði," segir Þorri. Tengir ólík viðfangsefni Árið 1961 hleypti Finlay af stokk- unum Wild Hawthorn útgáfunni og hefur síðan framleitt meira en 800 verk undir merkjum þessarar út- gáfu, þar á meðal póstkort, Ijóð, tíma- rit, bæklinga af öllum stærðum og gerðum og jafnvel hlífar fyrir sultukrukkur. Á sýningunni á Kjarvalsstóðum koma fyrir öll þekktustu viðfangs- efni hans: sjórinn, fiskibátar, Arka- día og franska byltingin. Með því að tengja þessi ólíku viðfangsefni sam- an gefst hrífandi tækifæri til að sjá breiddina og samhengið í verkum Finlays í gegnum tíðina. Til að full- komna þessar útgáfur eru einnig nokkrir neon-skúlptúrar sem margir hverjir. eru byggðir á h'óðum og teikningum er litu fyrst dagsins bós á prenti hjá Wild Hawthorn útgáf- unni. -em f slenska óperan: Tvær efhilegar í píanó- og fiðluleik Laugardaginn 9. janúar kl. 14.30 munu Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í ís- lensku óperunni. Margrét Kristjánsdóttir lauk burt fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988. Hún hlaut styrk til framhaldsnáms við Mannes Col- lege of Music í New York og lauk þaðan B.M. prófi 1991 og masters- prófi frá sama skóla 1992. Margrét hefur tekið þátt í fjölmörgum tónhst- arhátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanáda þar sem hún lék m.a. ein- leik í fiðlukonsert eftir Vivaldi ásamt kammersveit. Nína Margrét Grímsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1985 og hlaut styrki til framhaldsnáms í Englandi og Bandaríkjunum frá British Council og American-Scandinavian Foundation. Hún mun í ár húka Pro- fessional Studies námi frá Mannes College of Music í New York. Veitingastadurinn: Pasta Basta -sjábis. 18 Nýlista- safnið 15ára -sjábls. 20 Banda- rísk utan- garðslist í Hafnar- - sjá bls. 20 Pónik saman áný -sjábls. 19 Hvernig verður helgar- veðrið? - sjá bls. 24 íþrótta- viðburðir helgar- innar -sjá.bls.23 Heiðurs- menn -sjábls.22 Margrét Kristjánsdóttir f ioluleikari og Nina Margrét Grimsdóttir pianóleikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.