Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 1
Verið að hengja upp að Kjarvalsstöðum. DV-mynd GVA Verk lans Hamilton Finlay sýnd í Kjarvalsstöðum: Mest umtalaði listamaður Skota Á morgun, laugardaginn 9. janúar, hefst menningarhátíðin Skottís, skosk-íslenskir menningardagar, á því að opnuð verður sýning að Kjar- valsstöðum á verkum eftir Ian Ham- ilton Finlay. Ian Hamilton Finlay hefur hlotið alþjóðlega frægð sem ljóðskáld, myndlistarmaður og skrúðgarðahönnuður. „Finlay er eini listamaðurinn sem eitthvað kveður að í Skotlandi. Hann er einn af fimm frægustu listamönnum í heiminum. Hann byijaði hstferil sinn sem rithöfundur og ljóðskáld. Hann var sá fyrsti í Evrópu sem samdi konkret póetíu, uppsetningin á ljóðunum er hlutir," segir Þorri Hringsson, upplýsingafulltrúi Kjar- valsstaða. Litla-Sparta, garður hans í Stony- path, Lanarkshire, sem hann hefur þróað í meira en 25 ár, er viður- kenndur sem eitt af mikilvægustu samtímahstaverkum í Evrópu. „Garðurinn er heimih hans því að hann er sérvitringur sem fer ekki út úr garðinum. Hann þjáist af ótta við víðáttur og verður að vera í lok- uðu rými. Hann hefur unnið í garðin- um síöasthðin 25 ár að því að byggja upp garð sem er í raun og veru lista- verk. Inn í garðinn hefur hann sett skúlptúra sem tengjast hinni upp- runalegu garðhugmynd. Það þýðir að garðurinn á að vera sem náttúru- legastur en samt eiga að vera í hon- um hlutir sem minna fólk á að það sé statt í garði,“ segir Þorri. Tengir ólík viðfangsefni Árið 1%1 hleypti Finlay af stokk- imum Wild Hawthom útgáfunni og hefur síðan framleitt meira en 800 verk undir merkjum þessarar út- gáfu, þar á meöal póstkort, ljóð, tíma- rit, bæklinga af öhum stærðum og gerðum og jafnvel hlífar fyrir sultukrukkur. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum koma fyrir öh þekktustu viðfangs- efni hans: sjórinn, fiskibátar, Arka- día og franska byltingin. Með þvi að tengja þessi ólíku viðfangsefni sam- an gefst hrífandi tækifæri til að sjá breiddina og samhengið í verkum Finlays í gegnum tíðina. TU að fuU- komna þessar útgáfur era einnig nokkrir neon-skúlptúrar sem margir hverjir eru byggðir á ljóðum og teikningum er htu fyrst dagsins ljós á prenti hjá WUd Hawthom útgáf- unni. -em íslenska óperan: Tvær efnilegar í pianó- og fiðluleik Laugardaginn 9. janúar kl. 14.30 munu Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í ís- lensku óperunni. Margrét Kristjánsdóttir lauk burt- fararprófi frá Tónhstarskólanum í Reykjavík árið 1988. Hún hlaut styrk tU framhaldsnáms við Mannes Col- lege of Music í New York og lauk þaðan B.M. prófi 1991 og masters- prófi frá sama skóla 1992. Margrét hefur tekið þátt í fjölmörgum tónhst- arhátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanáda þar sem hún lék m.a. ein- leik í fiðlukonsert eftir Vivaldi ásamt kammersveit. Nína Margrét Grímsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónhstarskólan- um í Reykjavík árið 1985 og hlaut styrki tíl framhaldsnáms í Englandi og Bandaríkjunum frá British CoimcU og American-Scandinavian Foundation. Hún mun í ár ljúka Pro- fessional Studies námi frá Mannes Cohege of Music í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.