Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1993, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 22. MARS 1993 7 dv Fréttir Tæring í iagnakerfi Jaðarsbakka- laugar. DV-mynd Sigurgeir Akranes: Tæring í lögn- umJaðars- bakkalaugar Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Talsverð tæring hefur verið í hluta af lagnakerfinu í Jaðarsbakkalaug á Akranesi síðustu mánuði og hefur skapað nokkur vandamál. Að sögn Daníels Árnasonar bæjartæknifræð- ings skipaði bæjarstjórn nefnd í mál- ið, hönnuð, einn frá tæknideild bæj- arins og annan frá hitaveitu. Nefndin hefur nú skilað áliti og telur að skipta þurfi út hluta kerfis- ins. Ekki er þó um bráðaðkailandi ástand að ræða en lagnakerfið verð- ur lagfært eftir þörfum og mun ekki raska starfsemi laugarinnar. frystiklefa Helgi Jónsson, DV, Ólafefixði: Refaskinn hjá Þórði Guðmunds- syni í Burstabrekku hér í Ólafsfirði eyðilögðust nýlega. Skinnin geymdi Þórður í frystiklefa og haíði haft þau þar í talsverðan tíma. Markaður fyr- ir þessi skinn hefur verið erfiöur undanfarin ár. En þegar Þórður opnaði frystiklef- ann á dögunum kom í ljós að frost var farið af vegna bilunar í frystibún- aði og öll skinnin voru ónýt. Þarna voru einnig í geymslu refaskinn frá Kálfsá. Þetta er mikið áfall fyrir loðdýra- búið og ekki síður Sparisjóð Ólafs- fjarðar, sem átti veö í skinnunum, því miklir fjármunir hafa tapast. Hugsanlega nokkrar milljónir. Sigldimeðvara- hluti í togara Björgunarbáturinn í Sandgerði fór með varahluti í togarann Runólf SH rétt utan við Sandgerði fyrir helgina. Runólfur sparaði sér ferð í land eftir varahiutunum með því að keyra upp undir land og sigldi björgunar- báturinnútámótihonum. -ból Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: 658 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 116 kr. á hvert kíló. m OSIA-OG SMJÖRSALANSE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.