Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 7
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Imtimliiia 47 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Ljótur leikur ★★★★ Tvímælalaust ein besta mynd sem hingað hef- ur borist í langan tíma. Óvæntar ástir og ævin- týri írsks hryöjuverkamanns á Noröur-lrlandi og í London. -GB Háttvirtur þingmaöur /2 Eddie Murphy á marga ágæta spretti i þessari mynd um spilltan þingmann sem sér að sér og hjálpar lítilmagnanum. En það dugirekki til. -GB BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Hoffa ★★'/2 Einum of flókin og gefur viljandi litla innsýn í persónu og einkalif verkalýðsleiðtogans en kemst langt á kraftinum í leik Nicholsons, húm- ornum í handriti Mamets og skemmtilegri leik- stjórn DeVitos. -GE Ávallt ungur ★★ lA Bráðskemmtileg, rómantísk og spennandi mynd um ástina, vináttuna og lífið. -G B Konuilmur ★★ Al Pacino gerir það sem hann getur til að bjarga þessari mynd um ævintýri blinds og geðstirðs ofursta í stórborginni með skólasveini í sálarkreppu. Óskarstilnefningarmynd sem* veldurvonbrigðum. -GB HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Jennifer 8 ★★'/2 Metnaðarfull mynd með einum of mikið af lögguklisjum en morðgátan er góð og endirinn er eins og best verður á kosið. Malkovich stel- ursenunni sem kvefaður saksóknari. -GE Flodder ★,/2 Flæmska fyrirmyndarfjölskyldan rústar Man- hattan islakri en áhorfanlegri gamanmynd.-GE Vinir Péturs ★★★ Góð „vinamynd" um nokkra skólafélaga sem hittast eftir tíu ára aðskilnað á heimili eins þeirra. Góður leikur, vel skrifað handrit og styrk leikstjórn Kenneths Brannaghs skapar fína stemmninguallamyndina. -HK Kraftaverkamaöurinn: ★★★ Steve Martin er upp á sitt besta í hlutverki falsspámanns í þessari bráðskemmtilegu mynd sem tekur á trúmálum eins og Hollywood er einni lagið. -GE Elskhuginn ★★★ /2 Falleg og sannfærandi og oft erótísk mynd um ástarævintýri ungrar franskrar skólastúlku og eldri kínversks manns í Víetnam áriö 1929. -GB Karlakórinn Hekla ★★ Eftir slæma byrjun, þar sem meðal annars hljóð- ið er ómögulegt, tekur myndin betur við sér. Nokkur atriði eru fyndin, enda margir áf bestu grínleikurum okkar i aukahlutverkum. f f f-HK Howards End Dramatísk saga um tvær fjölskyldur í byrjun aldarinnar. Góð kvikmynd eftir klassísku bók- menntaverki. Breskir leikarar gera hlutverkum sínum mjög góð skil. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Flissi læknir ★★ Klikkaöur læknissonur, haldinn kvalalosta og með troðfulla skjóðu af morðtólum, eltist við dæmigerðan smábæjartáningahóp. Illkvittinn húmor á betur heima hér en í flestum öðrum hryllingsgamanmyndum. -GE Hörkutól: ★,/2 Slök formúlumynd um unga löggu sem svindl- ar sér inn í hóp mótorhjólatöffara, flettir ofan af glæpastarfseminni og finnur stóru ástina. -GB Svala veröld ★★ Snargeggjaður og oft bráðfyndinn teikni- myndahúmor. Bakshi bjargar fjarstæðukenndri og stundum tormeltri sögu. Mennsku leikararn- ireru utangátta. -GE Nemo litli ★★'/2 Nemo litli verður að bjarga draumalandinu áður en það breytist í martröð. Sagan er vel sögð en fátt kemur á óvart. Moebius hannar útlitiðogþaðgerirgæfumuninn. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Siðleysi ★★ Þunglamaleg og lítt áhugaverð mynd um ástar- ævintýri bresks þingmanns með tilvonandi tengdadóttur sinni. Leikstjórinn Louis Malle er hér langt frá sínu besta. -GB Feröin til Las Vegas ★★'/2 Nicholas Cage í góðu formi er það besta í gamanmynd sem reiðir sig jafnmikið á söguna oghúmorinn. -GE Chaplin ★,/2 Misheppnuð stórmynd um merkan mann. Att- enborough færist of mikiö í fang og getur ekki gert gott úr neinum kafla af viöburðaríkri ævi Chaplins þrátt fyrir mikið efni og góðan leik- hóp. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Stuttur frakki ★★'/2 Vel skrifað handrit með góðum húmor er aöal myndarinnar sem fjallar um óheppinn franskan umboðsmann hljómsveita sem kemur til lands- ins. Myndin ristir ekki djúpt en stendur við öll fyrirheit. Einnigsýndí Bíóborginni. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Helvakinn III ★,/2 Það er sláturtið hjá Prjónhaus og co. í mynd sem heldur lífsmarki í voninni um að einhvern timann snúi hryllingsmyndir aftur til fornrar frægðar. Clive Barkerframleiðir. -GE Hetja: ★★★'/2 Mynd sem tekst aö vera bæði stórskemmtileg og umhugsunarverð i senn. Frábært handrit einbeitir sér meira aö sniðugri sögufléttu en persónunum en stjörnurnar standa fyrir sínu. -GE íþróttir um helgina: Leikið á grasvelli á Skaganum Með hækkandi sól fara knattspyrnumenn okkar á kreik. Vormótin standa nú sem hæst og nú er komið að 8 liða úrslitum í litlu bikarkeppninni. Um helgina taka Skagamenn á móti Eyjamönnum og verður leikið á grasi. Skaga- menn voru einnig fyrstir til að leika á grasi á síðasta tímabili. Útivist: Fj allasyrpurnar að hefjast Laugardaginn 1. maí verður geng- inn hluti gamallar þjóðleiðar er kaU- aðist Selvogsgatan og var á milli Hafnaríjarðar og Selvogs. Ekið verð- ur að Kaldárseli þar sem gangan hefst og gengið þaðan eftir gömlu þjóðleiðinni yfir Helgadal og hjá Valahnjúkum upp í Grindarskörð þar sem göngunni lýkur. Reikna má með að gangan taki um 5-6 klst. Brottfór klukkan 10:30 frá bensínsölu BSÍ. Sunnudaginn 2. maí er fyrsti áfangi nýrrar fjallasyrpu en undanfarin ár hefur Útivist verið með fjallasyrpur yfir sumartímann sem hafa mælst vel fyrir. í sumar verður farið á níu fjöll, annan hvern sunnudag frá 2. maí til 22. ágúst og á sunnudaginn er stefnan tekin á Skálafell á Hellis- heiði sem er 574 m yfir sjávarmáli. Gangan hefst á Hellisheiðinni þannig að hækkunin verður ekki svo mikil. Þátttakendur fá afhenta fjallabók sem í verður stimplað til staðfesting- ar þátttöku. Brotlfór klukkan 10:30 frá bensínsölu BSÍ. Miðar eru seldir við rútu. Munið að taka með nesti og vera á góðum gönguskóm og með legghlífar þar sem snjór liggur enn yfir. SMí Sunnudaginn 2. mai er fyrsti áfangi nýrrar fjallasyrpu hjá Utivist. „Ef ekkert óvænt kemur upp á munum við leika við Eyjamenn á grasi. Vellirnir hér á Skaganum koma mjög vel undan vetri og við erum að vonast til að fá leikinn í meistarakeppninni hingað upp eftir og að sjálfsögðu yrði leikið á grasi,“ sagði Hafsteinn Gunharsson, starfs- maður knattspyrnudeildar ÍA, í spjalli við DV. Eins og kom fram í máli Hafsteins leika Akurnesingar gegn Eyjamönn- um í 8 liða úrslitum htlu bikarkeppn- innar í knattspyrnu á laugardaginn kemur. Þennan sama dag fara fram þrír aðrir leikir í keppninni. Breiöa- bhk leikur gegn Keflvíkingum í Kópavogi, Stjaman og FH leika í Garðabæ og Grindvíkingar taka á móti HK. Unglingalandsliðin í eldlínunni erlendis Unglingalandsliðin í knattspymu og körfuknattleik keppa á Evrópu- mótum um helgina. Körfuknatt- leiksliðið, sem keppir í Litháen, mætir heimamönnum í kvöld. Á sunnudag leika íslendingar gegn ísrael. Tvö efstu liðin úr riðlinum ávinna sér rétt til að leika í úrslita- keppninni sem haldin verður í Tyrk- landi. Strákunum í unglingalandsliðinu í knattspyrnu hefur vegnað ágætlega í úrslitakeppni Evrópumótsins í Tyrklandi. Island vann Norður-íra í fyrsta leiknum, tapaði fyrir Pólverj- um í öðrum leiknum en í dag mætir íslenska liðið því svissneska og þá ræðst hvort liðið kemst í 8 liða úrslit. Ferðafélag íslands: Hellaskoð- unarferð Laugardaginn 1. maí klukk- an 10.30 verður lagt af stað í göngu- og skíðaferð, Geng- ið verður upp Sleggjubeins- skarð og á Skeggja sem er hæsti tindur fjallahringsins og að norðvestanverðu á Hengli. Þeír sem velja skíða- gönguna ganga í Innstadal, en þar er nægur snjór. Kiukkan 13 á laugardaginn verður farið í hellaskoðunar- ferð I Arnarker sem er I hraun- breiðunni skammt neðan við vesturenda Hlíðarfjalls í ðlf- usí. Nafngiftin Arnarker er lít- ið notuð, í daglegu tali kallast hellirinn einfaldlega Kerið. Þessi ferð er tilvalin skoðun- arferð fyrir aila fjölskylduna. Sunnudaginn 2. maí verður genginn 5. áfangi f Borgar- göngunni. Gangan hefst að Hjallaenda (þar sem henni lauk síðast) og síðan verður gengið um Búrfellsgjá að Búrfelli og áfram yfir hraunið að Kaldárseii. Þessi ganga tekur um 2'/2-3 klst. Brottför í ferðirnar er frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegín, og Mörkinni 6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.